Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 27 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Iðnaðarmenn/ verkamenn óskast til starfa á Austurlandi. Leiguíbúðir í Fjarðabyggð ehf. óska eftir harð- duglegu fólki til starfa við byggingastörf í Fjarðabyggð. Nú þegar er óskað eftir smiðum og laghentum einstaklingum sem hafa reynslu af standsetningu eldra húsnæðis, en fyrirtækið standsetur nú eigið húsnæði á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað m.a. fyrir starfsmenn sína. Umsvifamiklar nýbygginga framkvæmdir fé- lagsins hefjast næsta vor á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði. Vegna þessa viljum við bæta við okkur fólki sem vant er vinnu við kerfismót og járnabindingar, einnig smiðum og öðrum iðnaðarmönnum ásamt kraftmiklum, laghent- um verkamönnum. Við aðstoðum þá sem hafa áhuga á að flytja til Fjarðabyggðar við að út- vega húsnæði. Hafir þú áhuga á að taka þátt í þeirri miklu upp- byggingu sem nú er að hefjast í Fjarðabyggð hringdu þá endilega í okkur í síma 894 7230/ 893 4284. (Leiguíbúðir í Fjarðabyggð er traust og kraftmikið fasteignafélag sem hefur það að markmiði að byggja vandaðar og glæsilegar leigu- íbúðir í Fjarðabyggð, áætlað er að umsvif félagsins skapi samtals 150 ársverk í Fjarðabyggð á næstum árum). Byggingfélag Gylfa og Gunnars ehf. Múrarar óskast Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða vana múrara í al- menna múrvinnu í nýbyggingum. Unnið skv. uppmælingu. Upplýsingar gefur Gylfi í síma 693 7300. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Tónskóli Guðmundar Seljahverfi — Breiðholti Skemmtilegt og fjölbreytt námsefni fyrir alla aldurshópa, byrjendur og hina Klassík, popp og sönglög.  Hljómborð  Píanó  Gítar  Lag og ljóð, melódíka fyrir 7-9 ára Kennsla hefst mánudaginn 12. janúar. Innritunarsímar 567 8150 og 822 0715. Tónskóli Guðmundar, Hagaseli 15, 109 Reykjavík. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álfhólsvegur 125, 0101, þingl. eig. Guðrún Helga Harðardóttir, gerð- arbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kópavogsbær, þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 13:00. Ársalir 5, 0103, þingl. eig. Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, gerðarbeiðend- ur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 14:00. Fjallalind 44, þingl. eig. Jóhann Þórisson, gerðarbeiðendur Íslands- banki hf., Kristín Sigurðardóttir og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, þriðjudag- inn 6. janúar 2004 kl. 15:30. Grænatún 2, þingl. eig. Hannes Björnsson, gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður, Íslandsbanki hf., útibú 526, Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib. og sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 14:30. Hlíðarhjalli 16, þingl. eig. Eignarhaldsfél. Hlíðarhj. 16 ehf., gerðarb- eiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 16:00. Hlíðarhjalli 55, 03-0202, þingl. eig. Skúli Arnarsson, gerðarbeiðendur Hlíðarhjalli 55, húsfélag, Íbúðalánasjóður og Og fjarskipti hf., þriðju- daginn 6. janúar 2004 kl. 11:00. Hlíðarhjalli 65, 02-0202, þingl. eig. Björg Guðmundsdóttir, gerðarb- eiðendur Íbúðalánasjóður og Og fjarskipti hf., þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 11:30. Hlíðasmári 9, 0402, þingl. eig. Ólafur og Gunnar ehf., gerðarbeiðandi Straumvirki ehf., þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 15:00. Þverbrekka 2, 0604, ehl. gþ., þingl. eig. Magnús Birgisson, gerðarb- eiðendur Kreditkort hf. og Sparisjóður Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 31. desember 2003. Þuríður Björk Sigurjónsdóttir, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: 3 sumarhús að Fagrahvammi/lóð 1, fastanr. 224-7982, Djúpavogs- hreppi, þingl. eig. Guðbjörg Stefánsdóttir og Jón Sölvi Ólafsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Íslandsbanki hf., útibú 526, Lands- banki Íslands hf., útibú og Sparisjóður Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 10:00. Leynimelur 4, Stöðvarfirði ( 217-8358 ), þingl. eig. Solveig Friðriks- dóttir og Jósef Auðunn Friðriksson, gerðarbeiðandi Þb. Kaupfélags Stöðfirðinga, þriðjudaginn 6. janúar 2004 kl. 11:15.. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 31. desember 2003. TILKYNNINGAR Gvendur dúllari Hin rómaða janúarútsala hefst á morgun, laugard. 3. janúar kl. 10.00. Full búð af góðum bókum frá kr. 200 stk. Opið 10-17 alla helgina. Gvendur dúllari — alltaf góður Klapparstíg 35, sími 511 1925 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing um veiðikorta- kerfið frá stjórn Skotveiðifélags Ís- lands: „Sem kunnugt er hefur verið gríð- arleg óánægja meðal íslenskra skot- veiðimanna vegna rjúpnaveiðibanns er umhverfisráðherra setti á nú í haust. Skotveiðifélag Íslands telur veiðibannið illa ígrundað og byggt á veikum forsendum. Veiðibannið er umdeilt á meðal fuglafræðinga og annarra líffræðinga, svo ekki sé meira sagt. Þá virðist meirihluti stjórnarþingmanna vera andvígir banninu og líklegast stór hluti stjórn- arandstöðuþingmanna. Þá sýnir skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir SKOTVÍS að 64,1% ís- lensku þjóðarinnar eru fylgjandi rjúpnaveiðum. Þegar veiðibannið var sett á benti Skotveiðifélag Íslands á að líkur væru á að veiðar á gæs myndu aukast og að veiðikortakerfið yrði að öllum líkindum fyrir verulegum skakkaföll- um. Á það skal bent að um 60% ís- lenskra skotveiðimanna stunda ein- göngu rjúpnaveiðar. Ólíklegt má telja að þessi veiðimenn muni endurnýja veiðikort sín árið 2004 og ljóst er að tekjur veiðikortasjóðs munu dragast verulega saman. Gremja margra veiðimanna hefur einmitt beinst gagnvart veiðikortakerfinu og vilja þessir veiðimenn mótmæla gerræð- islegu veiðibanni umhverfisráðherra með því að skila röngum upplýsing- um, eða með öðrum orðum núlli á veiðiskýrslum sínum fyrir árið 2003. Stjórn Skotveiðifélags Íslands hef- ur fullan skilning á gremju veiði- manna. Félagið vill þó hvetja fé- lagsmenn Skotveiðifélags Íslands, svo og aðra íslenska skotveiðimenn, til að skila réttum upplýsingum á veiðiskýrslum fyrir árið 2003. Sá gagnagrunnur sem byggst hefur upp í veiðikortakerfinu frá árinu 1995 eru merkustu og áreiðanlegustu upplýs- ingar um veiðar á villtum dýrum á Ís- landi. Þegar það er haft í huga að rannsóknir Náttúrufræðstofnunar á undanförnum árum hafa verið ómarkvissar og stofnunin hefur einn- ig ekki svarað þýðingarmiklum spurningum, svo sem um stofnstærð rjúpunnar og áhrif skotveiða á stofn- inn, telur stjórn Skotveiðifélags Ís- lands afar brýnt að upplýsingar í veiðikortakerfinu séu sem áreiðan- legastar. Með því að veikja þennan merka gagnagrunn sem veiðikortakerfið er þá er verið að fórna meiri hagsmun- um fyrir minni.“ Yfirlýsing frá Skotveiðifélagi Íslands Veiðimenn hvattir til að skila réttum upplýs- ingum á veiðiskýrslum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Frjáls- hyggjufélaginu: „Frjálshyggjufélagið fagnar fyrir- hugaðri hlutafjárvæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Með því fyrirkomulagi sem stefnt er að skap- ast lausn sem getur eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur um framtíð sparisjóð- anna í landinu og stuðlað að enn frekari hagræðingu á innlendum fjármálamarkaði. Á sama tíma harmar Frjáls- hyggjufélagið að til verði sjóður sem enginn á. Stefnt er að því að sá sjóð- ur verði þriðji stærsti hluthafi KB banka, sem er einn af tíu stærstu bönkum á Norðurlöndunum. Stofn- fjáreigendur skipa fulltrúaráð sem stjórnar þessum sjóði og stefnt er að því að sjóðurinn styðji við menning- ar- og líknarstarf á höfuðborgar- svæðinu. Eignarhald hans er að öllu leyti óskýrt. Slíkt fyrirkomulag veit aldrei á gott og er ávísun á óskilvirka nýtingu og spillingu. Frjálshyggju- félagið harmar það lagaumhverfi sem skapar slíkar aðstæður og legg- ur til að löggjafinn endurskoði laga- umhverfið með tilliti til skýrra ákvæða um eignarhald og eignar- réttinn.“ Frjálshyggjufélagið Fagnar hlutafjár- væðingu SPRON NÝLEGA komu saman á Hótel Heklu íslensku þátttakendurnir í Evrópuverkefninu Destination Vik- ing-Sagalands sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun EB. Markmið þess er að nýta Íslendingasögurnar, sagnahefð og fornar minjar frá vík- ingatíma og söguöld á norðurslóð- um Evrópu til að efla þar ferða- þjónustu og aðra atvinnusköpun Farið var yfir stöðu mála í ein- stökum verkefnum og fjallað um verkefnaáætlun fyrir 2004. Þátt- takendur lögðu á ráðin um framtíð- ina og næstu skref. Margt hefur áunnist á árinu og enn fleira er framundan á hinum ólíku stöðum sem þátttakendur koma frá. Næsti stórfundur allra þátttakenda verð- ur haldinn á Orkneyjum í lok jan- úar. Þetta er stærsta Evrópuverkefni á sviði menningarferðaþjónustu sem Íslendingar taka þátt í og leiða undir verkstjórn Rögnvaldar Guð- mundssonar hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF). Umfang verkefnisins er 1 milljón Evra, um 90 milljónr króna. Á myndinni er hópurinn saman kominn á Hótel Heklu Neðri röð frá vinstri: Jóhann D. Jónsson, Reykjanesbæ (víkinga- skipið Íslendingur), Axel Kristins- son, Safnahúsi Borgarfjarðar, Rögnvaldur Guðmundsson verkefn- isstjóri, Pétur Jónsson, Grettistaki í Húnaþingi og Magnús Helgason, Byggðastofnun. Efri röð frá vinstri: Jóna Guð- björg Torfadóttir, Safnahúsi Borg- arfjarðar, Sigrún Halldórsdóttir, Dalabyggð (Eiríksstaðir), Ásborg Arnþórsdóttir, Þjórsárdal upp- sveitum Árn., Dorothee Lubecki, Vestfjörðum, Ásthildur Magnús- dóttir menningarfulltrúi Borgar- byggðar og Anna María Þórhalls- dóttir, upplýsingafulltrúi Þing- eyjarsveitar (gestur). Nýta sagnahefð og fornar minjar til ferðaþjónustu Selfossi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.