Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 1. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hinn íslenski Robertino Heillaði landann með fagurri drengjarödd fyrir fjörutíu árum Daglegt líf  Nýársávarp forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar  Áramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra  Nýársávarp biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar SÍÐUSTU tólf mánuði jókst sala á kjöti um 6,7% en kjötframleiðsla var 5,8% meiri en ár- ið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu Bændasamtakanna. Kindakjöt heldur stöðu sinni sem mest selda kjöttegundin (tæp 29%) en svínakjöt kemur næst (tæp 28%) og ali- fuglakjöt (tæp 27%). Samsetning kjötmark- aðarins hefur breyst mikið síðustu misseri en fyrir fimm árum var markaðshlutdeild kindakjöts 40% og alifuglakjöts 15% svo dæmi séu tekin. Kindakjöt vinsælast DANSKI samgöngu- ráðherrann, Flemming Hansen, sagði það í gær „afar slæma hugmynd“ að ætla að setja vopnaða ör- yggisverði í flugvélar, líkt og Bandaríkjastjórn hefur boðað að verði gerð krafa um í flugvélum sem fljúga til Bandaríkjanna. Hansen lýsti sig reiðubú- inn til viðræðna við bandaríska embætt- ismenn um hvernig mætti efla öryggis- viðbúnað í flugstöðvum en ætlar ekki að heimila vopnaða öryggisverði í dönskum flugvélum. „Skotbardagi milli þessara örygg- isvarða og flugræningja í tíu þúsund metra hæð er ekki sérlega skemmtileg tilhugsun,“ sagði Hansen í viðtali við Politiken. Vill ekki vopnaða verði í flugvélar Kaupmannahöfn. AFP. DOROTHY Fletcher, sem er 67 ára bresk kona, fékk nýverið hjartaáfall er hún var í flugvél á leiðinni frá Bretlandi til Bandaríkj- anna. Fletcher getur engu að síður talist heppin því þegar leitað var til farþeganna í flugvélinni um aðstoð kom í ljós að í farþega- hópnum voru alls fimmtán hjartasérfræð- ingar. Voru þeir á leið á ráðstefnu í Flórída. Fletcher, sem býr í Liverpool, segir læknana ábyrga fyrir því að hún skuli enn vera á lífi. „Ég var illa haldin en þeir voru fljótir að koma mér til aðstoðar,“ segir Fletcher, sem nú er á batavegi. Heppinn flugfarþegi London. AP. ÁRIÐ 2004 byrjar vel hvað snertir íslenska kvik- myndagerð. Á nýársdag voru tvær íslenskar kvik- myndir frumsýndar, Kaldaljós, mynd Hilmars Oddssonar gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, og Opinberun Hannesar í leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar sem gerð er eftir smásögu Davíðs Oddssonar. Gagnrýnendur Morg- unblaðsins fjalla í dag um þessar myndir auk Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins./Fólk Bíóárið byrjar vel Frá og með deginum í dag, 2. jan- úar, hækka hámarkslán Íbúða- lánasjóðs vegna nýrra íbúða úr 9 milljónum í 9,7 milljónir og há- markslán vegna notaðra íbúða hækka úr 8 millj. kr. í 9,2 milljónir. Leiðir til lækkandi vaxta Árni Magnússon félagsmála- ráðherra greindi frá ákvörðunum um þessar breytingar á gamlárs- dag. Árni segir að með breyting- unum á útlánum Íbúðalánasjóðs næsta sumar verði til stórir skuldabréfaflokkar, sem ættu að geta leitt til lækkandi vaxta þegar fram í sækir. „Húsbréfakerfið hef- ur þjónað okkur vel og hefur m.a. byggt upp kjarnann í verðbréfa- markaði okkar en á því er sá galli að menn hafa ekki alveg vitað hvað þeir eru með í höndunum, áhættuna af afföllunum eins og við þekkjum,“ segir Árni. Uppgreiðsla lána takmörkuð Í tillögum nefndar um endur- skipulagningu á verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs, sem breytingarn- ar eru byggðar á, segir að þær muni hafa víðtæk áhrif. Vextir af útlánum Íbúðalánasjóðs verða ákvarðaðir eftir hvert útboð og verða þar af leiðandi mismunandi á milli tímabila. Jafnframt verður heimild lántakenda til uppgreiðslu fasteignaveðlána þrengd þannig að uppgreiðsla verður aðeins heimiluð gegn greiðslu þóknunar. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar breytingunum og segir að kerfið verði mun sambærilegra alþjóð- legum skuldabréfamörkuðum en verið hefur. Peningar leysa húsbréf af hólmi HÚSBRÉFAKERFIÐ verður aflagt 1. júlí næstkomandi og lán Íbúðalánasjóðs verða þá framvegis í formi peningalána, sem grund- völluð verða á íbúðabréfum, sem fjármögnuð verða með útboði. Verða afföll og yfirverð á bréfunum þannig úr sögunni við lántöku, þar sem greiðslan til lántakenda mun ávallt taka mið af þeim kjör- um sem þegar hafa verið ákvörðuð eftir síðasta útboð. Lántakendur munu fá peninga strax í hendur í stað þess að fá í hendur húsbréf sem þeir þurfa síðan að koma í verð.  Húsnæðislánum breytt/6 Ólafssonar og á bókhaldi og skatt- skilum nokkurra lögaðila sem hann tengist í febrúar árið 2002. Tók rannsóknin til tekjuáranna 1996 til og með 2001. Lögmaður Jóns skilaði andmælum við niður- stöðu skattrannsóknastjóra sem ranga og órökstudda í byrjun síð- asta árs. Rannsókn skattrannsókna- stjóra á meintum skattalagabrot- um Jóns lauk í byrjun vetrar og var embætti ríkisskattstjóra þá sent málið til ákvörðunar. Jón H. Snorrason á von á að rann- sóknin verði mjög umfangsmikil miðað við umfang málsins. „Ég tel víst að þetta verði umfangsmesta rannsókn í ætluðu skattsvikamáli til þessa miðað við umfang og meðferð málsins hjá skattrann- sóknastjóra. Málið er bæði mikið að vöxtum og varðar býsna mörg álitaefni eins og skattrannsókna- stjóri leggur það fyrir með kæru sinni,“ segir hann. Skattrannsóknastjóri hóf form- lega rannsókn á skattskilum Jóns Mál Jóns Ólafssonar sent ríkislögreglustjóra til meðferðar Umfangsmesta rannsókn á meint- um skattsvikum MÁL Jóns Ólafssonar, sem verið hefur til rannsóknar hjá skatt- rannsóknastjóra vegna meintra skattalagabrota hans, var sent til opinberrar meðferðar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra á gamlársdag. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, staðfesti við Morgunblaðið að málið hefði borist deildinni á gamlársdag. „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ BRESKA flugfélagið British Air- ways aflýsti í gær flugi frá Heath- row-flugvelli til Washington í Bandaríkjunum af öryggisástæð- um. Talsmaður BA greindi frá þessu en hann sagði flugfélagið hafa byggt ákvörðun sína á til- mælum frá breskum stjórnvöld- um. Á miðvikudagskvöld höfðu all- ir farþegar í flugi á þessari sömu áætlunarleið verið yfirheyrðir af flugvallarstarfsmönnum við kom- una til Washington. Mikill viðbúnaður er á flugvöll- um í Bandaríkjunum en yfirvöld óttuðust hryðjuverkaárás um há- tíðarnar. Hefur m.a. komið fram að orrustuþotur flughersins af gerðinni F-16 hefðu í öryggisskyni fylgt tveimur flugvélum Air France eftir á leið þeirra til Los Angeles fyrr í vikunni. AP Þungvopnaður lögreglumaður á verði í New York á gamlársdag. Óttast árásir BA aflýsti flugi til Washington London, Washington. AFP, AP.  Íbúðalánasjóður birtir op- inberlega hvaða lánskjör íbúða- lána gilda á hverjum tíma fram að næsta útboði.  Lántaki gerir kaupsamning, afhendir Íbúðalánasjóði þinglýst veðskuldabréf og fær pen- ingalánið afgreitt.  Hafi Íbúðalánasjóður t.d. selt verðbréf í útboði með 4,5% raun- ávöxtun gæti lánið borið 4,9% vexti, þar sem 4,5% væru vegna afborgunar á nýju verðbréf- unum, 0,2% til að mæta áhættu og 0,15% til að mæta hluta af rekstrarkostnaði Íbúðalánasjóðs. Áhrifin á íbúðakaup 2. janúar: Hámarkslán vegna nýrra íbúða hækka úr 9 milljónum kr. í 9,7 millj. kr. Hámarkslán vegna notaðra íbúða hækka úr 8 millj. kr. í 9,2 millj. kr. 2. janúar: Vextir viðbótarlána lækka úr 5,6% í 5,3% og vextir al- mennra peningalána úr 5,7% í 5,3%. Vextir húsbréfalána verða áfram óbreyttir, 5,1%. 1. júlí: Íbúðalánasjóður hefur af- greiðslu peningalána í stað hús- bréfa. 1. júlí: Vextir lána Íbúðalánasjóðs verða breytilegir á milli útboða. Hvað gerist hvenær NORÐMAÐURINN Kurt Nilsen sigraði í gær í World Idol-keppninni sem haldin var í London. Um var að ræða sérstaka keppni sigurvegara í Idol- leiknum í ellefu þjóð- löndum. Nilsen, sem vann sem pípari áður en hann lagði sönginn fyrir sig, söng lag írsku rokk- sveitarinnar U2, Beautiful day, og hafði bet- ur en bandaríska stúlkan Kelly Clarkson, en hún varð í öðru sæti. Í þriðja sæti varð Belg- inn Peter Evrard. „Þetta er alveg ótrúlegt,“ sagði Nilsen, sem er 25 ára, himinlifandi eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. Sigraði í World Idol FJÖR er við allar brennur landsins um áramót og var brennan í Breið- holtinu engin undantekning en þar var að vanda fjölmenni við veglega brennu. Eftir að hafa sungið og horft á flugeldasýningu fengu börnin sem mættu á staðinn mörg hver stjörnuljós í hönd. Systkinin Marta og Aron Freyr Margeirsbörn voru fljót að uppgötva töframátt ljósanna og sneru þeim hring eftir hring. Morgunblaðið/Einar Falur Leikið með ljósin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.