Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN 18 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ENN og aftur reyna stóru bank- arnir að sölsa undir sig sparisjóðina í landinu. Allt auðvitað í nafni hag- kvæmni og hagræðingar. Og aftur er reynt að bera fé á svonefnda stofnfjáreigendur til að liðka fyrir viðskiptunum og tryggja þeim ávöxtun á stofnfé þeirra langt um- fram það, sem lög hafa staðið til áratug- um saman. Stofnfjár- eigendur í sparisjóðum hafa nefnilega aldrei verið hliðstæðir hlut- höfum fyrirtækja. Á því tvennu hefur verið gerður skýr grein- armunur í lögum og allir hafa af því vitað og virt til fullnustu. En nú skal engu eirt. Enn og aftur eru Kaupþing/Bún- aðarbanki á ferðinni og vilja SPRON og engar refjar. Reynt er að lesa vilja löggjafarvaldsins út og suður og gera því skóna, að leyfilegt sé að greiða stofnfjáreigendum „premíu“ upp á háar fjárhæðir til að liðka fyrir samningum um yfirtöku. Vísað er til þess í umræðunni, að við breytingar á lögum fyrir réttu ári síðan, hafi þessi möguleiki opn- ast. Þetta er ekki rétt. Hins vegar er það rétt, að ég og fleiri þing- menn vildum ganga lengra í laga- setningu og girða algjörlega fyrir þennan möguleika – að greiða ein- staklingum, stofnfjáreigendum, há- ar fjárhæðir fyrir eign, sem ekki er þeirra í raun. Þingmeirihlutinn skellti við skollaeyrum og taldi varnir nægar í gildandi lögum og frumvarpi því er var til afgreiðslu fyrir ári. Vilji löggjafans er skýr og þar skilur ekki á milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Hann stóð ekki til þess að menn græddu háar fjárhæðir á því að gerast stofnfjár- eigendur. Það hefur verið marg- ítrekað af hálfu alþingismanna, fyrr og síðar. Ef löggjöf tekur ekki fyrir slíkt háttaleg með óvefengjanlegum hætti og vilji löggjafarþingsins hef- ur ekki náð fram að ganga í skrifuðum lagatexta, þá er ekkert um annað að ræða, en að Alþingi Íslendinga setjist aftur yfir málið og leggi fram breyt- ingar á lögunum, sem tryggja að vilji þing- heims sé virtur til fullnustu. Ég vænti þess að við þingmenn Samfylk- ingarinnar munum taka málið með form- legum hætti upp á þann veginn um leið og þing kemur saman í lok janúar. Bankamálaráðherra er hins veg- ar á undarlegu ferðalagi í málinu. Veit augljóslega ekkert í hvorn fót- inn á að stíga. Það er hins vegar vandamál ráðherrans, en ekki þingsins. Morgunblaðið hefur hins vegar tekið myndarlega á þessu máli í rit- stjórnargreinum sem og í frétta- umfjöllun. Ég get tekið undir hvert orð blaðsins, sem birst hefur í leið- urum þess. Allt tal um það, að óheimilt sé samkvæmt stjórnarskrá að setja því skorður að fólk hagnist óhóflega á takmörkuðum réttindum á borð við stofnfjárhlutdeild í sparisjóðum, er fjarri lagi að mínu áliti. Fram hefur komið að allstór hóp- ur þingmanna og ráðherra er meðal stofnfjáreigenda í SPRON og hugs- anlega fleiri sparisjóðum. Mér dett- ur ekki í hug að ætla það, að þessir einstaklingar, eða þá aðrir stofn- fjáreigendur, hafi þá frekar en nú ætlað sér umtalsverða fjármuni í eigin vasa vegna þátttöku í félögum stofnfjáreigenda á sínum tíma. Það styrkir að mínu áliti enn frekar mikilvægi þess að tekin verði af öll tvímæli og Alþingi láti til sín taka og setji fyrir meinta óvissu um þessi efni. Mín trú er sú að þing- menn í hópi stofnfjáreigenda vilji síst af öllu sitja undir slíku og ýti á um tafarlausa aðkomu þingsins. Hópur stofnfjáreigenda í spari- sjóðum hefur verið lokaður almenn- ingi. Við Samfylkingarmenn lögðum fram tillögu í þinginu fyrir tveimur árum um að sá hópur yrði opnaður og almenningi yrði gefinn kostur á því á tilskildu tímabili að verða meðal stofnfjáreigenda. Sú tillaga var felld af stjórnarmeirihlutanum. Ef tillaga okkar jafnaðarmanna hefði verið samþykkt hefði margt þróast á annan veg og staða spari- sjóðanna og sjálfstæði hefði styrkst til muna. En almenningur bíður þess að al- þingismenn láti hendur standa fram úr ermum, þegar þing kemur sam- an í lok janúar og taki á þessum málum með myndarbrag. Ekki mun standa á mér í þeim efnum. Sparisjóðir á útsölu? Guðmundur Árni Stefánsson skrifar um málefni sparisjóðanna ’Vilji löggjafans er skýrog þar skilur ekki á milli stjórnarliða og stjórn- arandstæðinga.‘ Guðmundur Árni Stefánsson Höfundur er alþingismaður. NÚ spyrja menn hvaða hlutverk sæmir svo sögufrægu húsi sem ekki er lengur skrifstofa skipafélags? Greinar- höfundur telur að húsið ætti að gera að Víkingasetri. Með því er átt við það að sett yrði á fót stofnun í húsinu sem tæki að sér að kynna, rann- saka og útbreiða menn- ingararf víkinganna. Væri alþjóðleg stofnun staðsett hér. Rannsókn og kynning á arfi víking- anna er óþrjótandi og óendanlegt verkefni. Þessi víkingastofnun væri til húsa í þessu gamla, virðulega húsi Eimskips sem þá yrði varðveitt eins og það er. Trúartákn víkinganna var merki Eimskips og yrði áfram óbreytt efst á húsinu. Greinarhöfundur er einn af þeim sem telja líklegast að víkingarnir hafi dvalizt á ísöld fyrir 10.000 árum í Suð- ur-Rússlandi en þangað suður náði ís- aldarjökullinn ekki. Svo bráðnaði ísinn og víkingarnir fluttu sig í norður og vestur. Þá hófu víkingarnir ferð sína norður Rússland til Norðurlanda, Norður- Þýzkalands, Bretlands, Frakklands og voru á endanum burðarásinn í land- námi frá Bretlandi sem gerði Banda- ríkin að aðal-lýðræðisríki heimsins. Það hallar á klárnum þar sem and-lýð- ræðissinnar vaða þar uppi í dag. Það var meðfædd réttlætishugsjón víking- anna sem þeir fluttu með sér er skap- aði áhrif þeirra. Það er ekki tilviljun að ljóshærður er á ensku „fair“ sem er sama og að vera réttlátur. „Fair“ var siðferðistrú víkinganna. Enskan ber sterk merki daglegs máls víkinganna enn þá. Nú er það þannig að þessi alda gömlu menningaráhrif víkinganna eru í raun sá arfur sem víkingarnir færðu menningarheiminum eins og sá heimur er í dag. Víkingarnir voru í öllu eðli sínu „fair“. Þetta er vanmetið og að mestu óþekkt. Varla viðurkennt með nokkru móti. Alla vega eru gömlu víkingarnir taldir í dag hafa verið sjó- ræningjar sem rændu og rupluðu og þess vegna al- veg menningarlausir. Voru samt flestir ljós- hærðir eða „fair“ Slíkum ranghugmyndum gæti Víkingasetur snúið við og boðað heiminum sanna og rétta menningu vík- inganna og bent á góð og ómetanleg áhrif þeirra í dag. Annars getur Víkingasetur líka ver- ið hús lýðræðis en meira lýðræði vant- ar heiminn í dag. Vantar það meira en nokkuð annað. Af hverju setur svona voldugt risa- fyrirtæki eins og Evrópusambandið er og raunar Rússland líka ekki með okk- ur upp alþjóðlegt Víkingasetur í þessu gamla og virðulega húsi Eimskips sem hefur tákn víkinganna í þakskeggi sínu. Merkið er líkast til komið frá Suð- ur-Rússlandi eða enn lengra að. Förum upp í virðuleik með þetta gamla sögu- fræga hús. Ekki með það niður í lág- kúruna eins og með svo margt annað. Ekki gera húsið að íbúðablokk eins og talað er um. Eimskip verði Víkingasetur Lúðvík Gizurarson skrifar um Eimskipafélagshúsið Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.