Morgunblaðið - 02.01.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.01.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Verður það enn einn höfuðverkurinn með Keikó-ævintýrið hvert líkið á að fara: Þjóð- argrafreitinn, Vestmannaeyjar, Húsavík, eða bara til Súdan í 60 þúsund kjötbollum? Veiðihornið fékk Njarðarskjöldinn Aðallega gott fyrir hjartað Skömmu fyrir hátíðirvar tilkynnt aðverslunin Veiði- hornið í Hafnarstræti hefði hlotið Njarðarskjöldinn, sem besta ferðamanna- verslun Reykjavíkur árið 2003. Eigendur Veiði- hornsins eru María Anna Clausen og Ólafur Vigfús- son og lagði Morgunblaðið nokkrar spurningar fyrir Ólaf á dögunum. Fara svör hans hér á eftir. – Hvaða verðlaun eru þetta, Ólafur? „Njarðarskjöldurinn er árleg viðurkenning sem Reykjavíkurborg, Kaup- mannasamtökin og Félag íslenskra stórkaupmanna veita til þeirrar verslunar sem stendur sig best gagn- vart erlendum ferðamönnum. Mér skilst að þetta sé áttunda árið sem skjöldurinn er veittur. Það er nefnd á vegum umræddra aðila sem fylgist með hvað verið er að gera á þessu sviði og leggur fram tillögur sínar.“ – Sækja verslunareigendur um þessi verðlaun eða vinna á ein- hvern hátt markvisst að útnefn- ingum? „Nei, alls ekki. Það kom okkur Maríu algerlega í opna skjöldu þegar menn birtust hérna og til- kynntu okkur þessa niðurstöðu. Það kom og á daginn að nefndin hafði unnið mikið í þessu án þess að við hefðum nokkru sinni haft pata af einu eða neinu. Okkur skildist að einkum þrennt væri metið. Í fyrsta lagi árangur í sölu til erlendra ferðamanna. Nefndin hefur getað séð mikla aukningu hjá okkur með því að athuga toll- frjálsu viðskiptin. Útlit verslunar- innar og verðlagning skipti einnig máli, en hún þykir vera mjög glæsileg. Þá var tekið tillit til þjónustu og tungumálakunnáttu. Við höfum lagt okkur í líma í þeim efnum, tölum ýmis tungumál, er- um með fagfólk í afgreiðslu og höfum opið sjö daga vikunnar, meðal annars frá klukkan átta til átta á sumrin. Auk þess er þjón- ustusími þar sem menn geta hringt og fengið málum bjargað. Við höfum lent í því að fara í búð- ina og opna hana á nánast öllum tímum sólarhringsins, enda eru erlendir veiðimenn að koma til landsins á öllum tímum. Allt þetta hafði nefndin aflað sér vitneskju um“ – Gengur ekki svona þjónustu- lund fram af mönnum á endanum? „Þetta er bara það sem við María ákváðum þegar við fórum af stað með þetta fyrirtæki okkar og byggist á því að þetta er sú þjónusta sem við myndum sjálf kjósa okkur ef við værum að leita annað. Það er líka trú okkar að þú uppskerir eftir því sem þú sáir og fáir jafnvel margfalt til baka það sem þú leggur til. Dæmi er um mann, innlendan veiðimann í þessu tilviki, sem hringdi í mig að kvöldlagi þegar ég var kominn heim og búinn að loka búðinni. Hann var að fara norður í land í veiðiskap og vantaði búnað. Ég drattaðist niður eftir, opnaði búð- ina fyrir manninum og hann festi þar kaup á önglapoka sem kostaði 295 krónur. Ég sagði ekkert, en fór heim og sagði við Maríu, nú er nóg komið, nú hættum við þessu. En sannleikurinn er sá að þessi maður er í dag verulega stór við- skiptavinur og verslar hjá okkur reglulega og oft fyrir háar upp- hæðir.“ – Hangir skjöldurinn uppi? „Hann er yfir útidyrunum. Þetta er fallegur gripur, flott lógó með mynd af víkingaskipi.“ – Ekki geta túristarnir lesið ís- lensku áletrunina …? „Þetta er fyrst og fremst gott fyrir hjartað. Gleðin yfir svona viðurkenningu er hvatning til að halda áfram á sömu braut og helst að gera betur. Þessi verðlaun hafa einnig reynst hafa verulegt gildi gagnvart erlendu birgjum okkar, en viðbrögð þeirra hafa verið sterk.“ – Þú talaðir um aukningu í sölu til erlendra ferðamanna …? „Um hásumarið var engu líkara en að íslenska væri vart töluð í búðinni. Það var mikil aukning og þetta voru Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar o.fl. Við vitum eigin- lega ekki hvers vegna þetta jókst svona mikið, a.m.k. vorum við ekki með neitt sérstakt markaðsátak. Hafa ber þó í huga að það eru um 2.500 útlendingar sem koma hing- að til lands gagngert til að veiða lax og síðan er fjöldi annarra sem koma í öðrum erindagjörðum, en skjótast í stutta veiði. Það má því segja að í júlí a.m.k. sé Veiðihornið ferðamannaverslun þótt við hjón- in höfum aldrei litið á þessa litlu veiðibúð okkar þannig augum. En þetta er gott fyrir reksturinn, er- lendu veiðimennirnir eru upp til hópa vel stæðir og þar af leiðandi hinir mestu aufúsu- gestir.“ – Veiðihornið er ekki beinlínis á verslunar- vænum stað samkvæmt kenningunni, hvað seg- irðu um það? „Þetta er það sérhæfð verslun að staðsetningin ræður hér litlu. Ég er þó ekki viss um að Veiði- hornið myndi þrífast t.d. á Lauga- veginum. Sambúðin við veitinga- staðina er annars góð og dregur m.a. úr álagi á bílastæðum. Það eru sektirnar sem eru erfiðari og koma í veg fyrir að fleiri Íslend- ingar versli í miðbænum. Ólafur Vigfússon  Ólafur Vigfússon er fæddur á Reyðarfirði árið 1959. Lauk námi við Verslunarskóla Íslands 1978 og var víða næstu árin, m.a. framkvæmdastjóri hjá Hag- kaupum og forstöðumaður innra eftirlits og skrifstofustjóri hjá Hofi, í Útilífi í tæp tvö ár eða til ársbyrjunar 1998, er hann festi kaup á smásöluhluta verslunar- innar Veiðimannsins í Hafn- arstræti, ásamt Maríu Önnu Clausen, eiginkonu sinni. Þau breyttu nafninu í Veiðihornið og hafa rekið það síðan, í Hafn- arstræti og Síðumúla. Þau eiga þrjú börn, Egil Daða, 19 ára, Andra, 16 ára, og Vigfús, 7 ára. …að íslenska væri vart töl- uð í búðinni SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.