Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 17 opi› laugardag, kl. 10:00-17:00 sunnudag kl. 12:00-17:00 w w w .d es ig n. is © 20 04 ÚTSALAFLÍSA Útsalan hefst á morgun, laugardag fjöldi flísager›a me› allt a› 60% afslætti • inniflísar • útiflísar • ba›flísar • gólfflísar • eldhúsflísar • bílskúrsflísar • veggflísar • glermosaik • listmosaik • marmaramosaik • keramikmosaik • stálmosaik • náttúrusteinn • granítflísar • marmaraflísar • flögusteinn • hle›slugler • og margt fleira Bæjarlind 4 – Kópavogi og Njar›arnesi 9 – Akureyri B Y G G I N G A V Ö R U R UNG listakona þreyr daga sína í tilbreytingaleysi og tómleika. Henni er dimmt fyrir augum. Hún er ein- mana og ónóg sjálfri sér. Hún er orð- in leið á lífinu. Ekki svo að skilja að henni gangi ekki allvel í listinni. Það dæmið gengur upp að svo miklu leyti sem hún getur vænst. Og þó með því ófrávíkjanlega skilyrði að hún beygi sig undir harðstjórn tíðarandans. Það tekst henni lengi vel eins og til er ætlast. Þar til ýmsir straumar fara að leika um vitundarlíf hennar og – ef manni leyfist að segja – undirvitund. Henni segir svo hugur að hún sé farin að dreifa í kringum sig »neikvæðri orku«. Myndir hennar »tjáðu einung- is myrkur«. Dag einn er hún svo mjög á valdi þessara strauma – eða orku – að hún málar mynd sem líkist engu sem hún hefur áður fest á myndflötinn. »Hún hafði í svefnrof- unum verið að mála drauminn og hún fann hvernig myndin endurómaði gleði og birtu inn í hjarta hennar.« Hún ákveður að taka líf sitt til gagn- gerðrar endurskoðunar. »Hvers virði var það að búa til eitthvað, að halda í eitthvert ímyndað listamannsnafn?« Vinur hennar ber að dyrum og spyr hvort hann megi koma með mann sem langi að kaupa af henni mynd. Hún tekur því fagnandi. Fyrir and- virðið tækist henni ef til vill að kom- ast til Indlands. Og bíður ekki boð- anna en tekur samstundis að undirbúa ferðina. Segir svo ekki af ferð hennar fyrr en þangað er komið. En á Indlandi sest hún í skóla þar sem kenndar eru ýmsar listgreinar, og ennfremur hugleiðsla. Þar að auki er hún látin temja sér ákveðnar stell- ingar og iðka öndunaræfingar. Skemmst er frá að segja að hún verð- ur strax fyrir djúpum og varanlegum áhrifum af leiðbeinendum sínum og landinu. Þetta er í skemmstu máli rammi sögunnar. En sjálf getur sagan að- eins skoðast sem rammi utan um annað og meira. Daglega lífið með amstri sínu og áhyggjum kemur lítið við sögu, að ekki sé talað um per- sónuleg átök og spennu eins og gerist og gengur í dæmigerðum skáldsög- um. Markmið söguhetjunnar stefna þvert á móti inn á við, til þess »að nálgast hið eilífa ljós« og »skynja æðaslátt guðdómsins« svo skírskotað sé beint til textans. Í þeirri leit lendir söguhetjan oftar en ekki í fléttum og flækjum, sem raknar úr, og verður jafnoft fyrir hindrunum, sem sömu- leiðis tekst að ryðja úr vegi. En allt er það á huglæga sviðinu. Á Indlandi, þar sem hún nemur fræðin og reikar um skógana, hverf- ur henni hið veraldlega tímaskyn. Að lokum snýr hún heim á leið. Og þá er allt breytt, foreldrar hennar látnir og bróðir hennar ristur rúnum ára og elli. »Það sem hún hafði talið í mán- uðum höfðu verið ár.« Nokkru síðar andast hún sjálf og hverfur þar með yfir á æðra tilverusvið. Sagan getur því haldið áfram. Orðið guðspeki eða teósófí kemur ekki fyrir í bókinni, að mig reki minni til. Fer þó varla á milli mála að áhrifa frá henni gæti sterklega á síðum bók- arinnar. Trúarleg orð og hugtök setja verulegan svip á textann, ljós og myrkur, svo dæmi séu tekin, líka eldurinn, samanber titil bókarinnar. Hreinsunareldurinn er nefndur á einum stað að minnsta kosti. Söguefnið er þá einungis farvegur sem höfundurinn hefur valið sér til að koma hugðarefnum sínum á fram- færi. Undirritaður er því miður ekki nægilega vel upplýstur í áðurnefndri stefnu til að greina á milli þess, sem höfundur kann að hafa frá fylgjend- um hennar, og hins, sem hann dregur fram úr eigin hugskoti. En textinn er samfelldur og hvarvetna sjálfum sér samkvæmur, byggður upp sem rök- rétt heild og heimur út af fyrir sig. En hvaða heimur? »Tveir eru heimar harla’ ólíkir,« orti Grímur. Það er hinn andlegi heimur, heimur tilfinningalífsins og dulspekinnar og sannleikur sá, sem sú veröld býr yfir, sem tekin er til skoðunar í þessari bók. Höfundurinn er þó ekki að boða neina trú, fjarri því. Textinn er byggður upp af íhugun og reynslu sem hlýtur að teljast sértæk fremur en almenn. Siðferðisboðskap kristn- innar og vafalaust annarra trúar- bragða – að maðurinn skuli ekki sækjast eftir því sem mölur og ryð fær grandað, hvorki fé né frama, en rækta hugarfar sitt – er skýrt og skorinort komið á framfæri. Þeim, sem engu trúa nema því sem þeir geti þreifað á, bendir höfundur á börnin. Ekki hætti þau að trúa á tilvist stjarnanna þó svo vilji til að þær feli sig á bak við skýjahulu. Reynslusvið mannsins sé víðtækara en það sem einungis taki til hins sýnilega og áþreifanlega, efnisheimsins. Sá er í fáum orðum sagt boðskapur þessar- ar bókar. Sértæk reynsla BÆKUR Skáldsaga Höfundur: Erna Eiríks. 186 bls. Skjald- borg. Reykjavík, 2003. LOGAR ENGILSINS Erlendur Jónsson látur og jafnframt stoltur að vera kominn í hóp þeirra rithöfunda sem hefðu fengið úthlutað úr sjóðnum á liðnum áratugum. Stjórn sjóðsins er skipuð fimm mönnum. Margrét Oddsdóttir og Sigurður Valgeirsson eru skipuð af Ríkisútvarpinu, Einar Már Guð- mundsson og Kristín Marja Bald- ursdóttir af Rithöfundasambandinu og Skafti Þ. Halldórsson skipaður af menntamálaráðherra. EINAR Kárason rithöfundur fékk á gamlársdag viðurkenningu úr Rit- höfundasjóði Ríkisútvarpsins við athöfn í Útvarpshúsinu við Efsta- leiti. Hann er heiðraður fyrir fram- lag sitt til íslenskrar skáldsagna- gerðar. Verðlaunaupphæð er 500 þúsund krónur, en um er að ræða árlega úthlutun úr Rithöfunda- sjóðnum. Einar sagðist, eftir að hann hafði veitt styrknum viðtöku, vera þakk- Morgunblaðið/Jim Smart Einar Kárason flytur þakkarávarp sitt við athöfnina á gamlársdag. Einar Kárason hlýtur viðurkenningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.