Morgunblaðið - 02.01.2004, Side 16

Morgunblaðið - 02.01.2004, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sverrir Guðjónsson sem nú erþjóðkunnur fyrir einstakakontratenór-rödd, fór aðsjálfsögðu á tónleika með Robertino í Austurbæjarbíói árið 1961 og fékk hann reyndar þó nokkra athygli í kjölfar heimsóknar Ítalans unga. „Þá var ég tíu ára en hann var tveimur eða þremur árum eldri en ég og mér fannst hann stór- kostlegur. Ég hafði sjálf- ur þá þegar komið þó nokkuð fram en það jókst til muna eftir þessa tón- leika því þá jókst áhugi fólks á ítölskum söng- perlum. Ég sótti tíma hjá Sigurði Demetz og hann kenndi mér öll þessi ítölsku lög og textana lærði ég eins og páfagaukur án þess að skilja þá. Ég kom mikið fram og var með píanista með mér og ég var óneitanlega borinn saman við þennan dreng og sumir kölluðu mig hinn íslenska Robertino, sem var mikill heiður því hann er einn besti drengjasöngvari sem fram hefur komið,“ segir Sverrir sem söng fyrst opinberlega þegar hann var sjö ára, á sveitaballi á Hellissandi, en fyrir honum hefur það ævinlega verið jafn eðlilegt að syngja og að draga and- ann. „Faðir minn, Guðjón Matthíasson, fór að læra á harmonikku þegar hann var um þrítugt og æfði sig mikið heima. Frá því ég man eftir mér var ég með harmonikkuspileríið hans í eyrunum og ég lærði sjálfkrafa lögin sem hann spilaði. Ég ólst því upp við það að syngja með föður mínum dægurlög þess tíma í eldhúsinu heima og þetta var allt einhvern veg- inn svo eðlilegt. En svo var það sum- arið sem ég var sjö ára að við faðir minn fórum sem oftar til ömmu Hansborgar á Hellissandi og þá hafði einhver fengið pata af því að ég hefði háa drengjarödd og væri mikið að syngja og ég var beðinn um að koma fram og syngja í sérstöku skemmti- atriði á dansleik, en pabbi spilaði oft á nikkuna á böllum á Hellissandi á sumrin. Ég var svo vel upp alinn að ég sagði já, þó ég væri ekkert sér- staklega spenntur fyrir því og ég söng nokkur lög við undirleik pabba og þeirra sem voru að spila með hon- um.“ Barnastjarna Eftir þessa uppákomu flaug fiski- sagan og í framhaldi af því var Sverr- ir beðinn um að syngja hér og þar í Reykjavík. Honum er minnisstætt þegar hann var beðinn um að syngja í Silfurtunglinu, þá átta ára. „Þarna áttu að koma fram nokkrir söngvarar sem voru að hasla sér völl og ég var lang yngstur í hópnum, hinir stóðu á tvítugu. Í Morg- unblaðinu birtist auglýsing um við- burðinn og undir mynd af mér stóð að þessi ungi og upprennandi söngv- ari ætti að stíga á svið. Þetta varð til þess að þegar við pabbi mættum á svæðið þá var lög- reglan þar fyrir og mein- aði okkur inngöngu. Barnaverndarnefnd hafði séð auglýsinguna og ekki talið við hæfi að svo ungt barn kæmi fram á þessum stað, svo ekkert varð úr því að ég stigi á sviðið í Silfurtunglinu.“ Eftir þetta kom Sverrir fram víða, bæði með Guðjóni föður sínum og öðrum, og hann sótti söngtíma hjá Sigurði Demetz í tvo vetur. „17. júní 1961 var ég beðinn um að syngja á Arnarhóli og því var útvarp- að beint svo ég hljómaði um allt land og þá varð ekki aftur snúið. Þá fór ég að finna fyrir mikilli athygli og ekki dró það úr að gefnar voru út tvær plötur með mér þegar ég var tólf og þrettán ára.“ Þetta var í fyrsta sinn sem svo mikið var gert úr barnasöngvara hér á landi, Sverrir var oft tekinn tali í blöðum og útvarpi og hann segir að vissulega hafi hann orðið fyrir að- kasti og athyglin hafi ekki alltaf verið auðveld. „Ég áttaði mig fljótt á því að ég yrði að leiða þetta áreiti hjá mér að svo miklu leyti sem það var hægt. Ég átti traustan vinahóp og var mik- ið í íþróttum þar sem ég fékk mikla útrás. Þannig lifði ég eiginlega í tveimur heimum og mér tókst að feta einhverja leið þarna á milli til að komast í gegnum þetta.“ Söng kvenhlutverk í Chicago Sverrir hvíldi sönginn í tvö ár eftir að hann fór í mútur en tók svo upp þráðinn að nýju og söng þá baritón- tenór. „Það var eins og að byrja aftur á núlli. Ég þurfti að læra að finna hljóminn upp á nýtt og læra á þessa strengi sem raddböndin eru. Ég söng í kórum og böndum, fór í poppið og söng m.a. með hljómsveitinni Pó- nik og einnig vann ég mikið með Gunnari Þórðarsyni. Ég starfaði líka í leikhúsi og söng í Chicago- söngleiknum, en þar vantaði karl- mann sem gat sungið á mjög háum nótum í hlutverki Mary Sunshine eða Mörtu smörtu. Því var haldið leyndu að karlmaður færi með hlutverkið og sagt var að íslensk óperusöngkona sem starfaði í Hollandi og héti Gyða Sverris hefði tekið þetta að sér. Mér tókst að blekkja áheyrendur á frumsýningunni, það héldu allir að ég væri þessi Gyða,“ segir Sverrir og hlær að minningunni en hann segist hafa fundið strax á fyrstu dögunum við æfingarnar að hann bjó yfir ein- hverjum hljóm sem hann hafði ekki áttað sig á og yrði að kanna betur. Þá stóð Sverrir á þrítugu og nú hófst nýr kafli í sönglífi hans. Eftir að hafa sungið hlutverk Maríusar í Vesaling- unum í heilt ár, leysti hann land- festar og hélt út til Lundúna til að læra að syngja á háu raddsviði kontratenórs. „Hér heima var ég álitinn stórlega bilaður að fara út í þetta en ég var ákveðinn í að fylgja þessu eftir. Í þessu fólst mikil tæknivinna en ég bjó vel að drengjasöngnum og skól- uninni sem ég hafði fengið ungur.“ Rödd Sverris hefur borist víða Frá því Sverrir lauk námi hefur hann eingöngu starfað við tónlist. Hann hefur lengi sungið með Caput- hópnum og einnig í Voces Thules en þeir hafa mikinn áhuga á mið- aldatónlist og hafa leitað fanga í gömlum handritum, þar sem víða leynist tónlist. Sverrir er óþreytandi við að finna nýjar leiðir til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn og hann hefur m.a. sjálfur samið tónlist bæði við leikrit og kvik- myndir. Árið 1999 gaf franskt fyrirtæki út einyrkjadisk með Sverri sem heitir Epitaph eða Grafskrift, og þar leitaði hann fanga í þjóðararfinum. „Alþjóðavæðingin er svo merkileg að því leyti að með henni hefur vaxið áhugi á sér- kennum þjóða og því sem til- heyrir fyrri tímum. Diskurinn fór út um allan heim og hann var valinn einn af fimm bestu diskum ársins 1999 af einum gagnrýnanda hins virta tímarits Grammophone. Þetta var mikil kynning fyrir mig og mér var í kjölfarið boðið að syngja á stórum tónlistarhátíðum erlendis og ég tók þátt í óperuuppfærslum bæði hér heima og úti.“ Sverrir vinnur nú hörðum höndum að hljóðritun á öðrum einyrkjadiski sem hann ætlar að gefa sér góðan tíma til að fínpússa. „Þetta er frekar aðgengileg tónlist þó hún flokkist undir að vera nútíma- leg, en ég hef verið svo lánsamur að tónskáld hafa samið tónlist fyrir mína rödd og þar af leiðandi hef ég frumflutt mikið af nýjum verkum, sem er mikill heiður. Á þessum diski syng ég meðal annars slík lög sem eru mjög krefjandi,“ segir Sverrir. Hinn íslenski Robertino  TÓNLIST Sverrir fór í mútur en tók svo upp þráð- inn að nýju og söng þá bari- tón-tenór. Árið 1961: Sverrir syngur á Arnarhóli 17. júní 1961, sama ár og Robertino söng í Austurbæjarbíói. Morgunblaðið/Jim Smart Rúmum fjörutíu ár- um síðar: Sverrir Guðjónsson fer gjarnan ótroðnar slóðir og hefur komið víða við í heimi tónlistar- innar. Undrabarnið: Hinn eini sanni Robertino á hátindi ferils síns. Á sama tíma og ítalska undrabarnið Robertino kom hingað til lands, var íslenskur drengur að stíga sín fyrstu spor á vegi söngsins. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti Sverri Guðjónsson sem heillaði landann með hárri og fagurri drengjarödd fyrir fjörutíu árum. DAGLEGT LÍF khk@mbl.is Þeir eru væntanlega ófáir sem strengdunýársheit þessi áramótin og lofuðu bót og betrun á nýju ári. Um það bil fjórð- ungur þeirra sem strengja nýársheit hefur hins vegar brotið heit sín eftir fyrstu vikuna og helmingur manna hefur gert slíkt hið sama fyrir lok janúar. Að sögn Lund- únablaðsins Evening Standard er ekki við öðru að búast á þessum árstíma og segir blaðið janúar alversta tímann til að breyta um lífstíl. Fólk sé einfaldlega of þungt í skapinu á þessum dimmasta tíma árs til að hafa orku og úthald til að fylgja heitum sínum eftir af fullri alvöru. Að mati Martin Murphy hjá Excelerate, fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að hjálpa fólki að skipuleggja líf sitt, borgar sig heldur aldrei að reyna að umbreyta lífi sínu of snöggt, þess í stað eigi breyta um lífstíl hægt og rólega. „Ef manni finnst maður vera að færa mikla fórn, þá gerir það allt ferlið miklu erfiðara,“ sagði Murphy. Algengustu nýársloforð snúa að sögn blaðsins að fjármálum, ástarsamböndum, vinnumálum og heilsu manna. Rangur tími loforða  NÝÁRSHEIT Í búðarápi ekki alls fyrir löngu rakst blaðamaður inn í„allt mögulegt“ verslun, sem heitir einfaldlega Búðin og er við Laugaveg 12a. Búðin er umboðssala ungra hönnuða og hugmyndafólks og hefur það markmið helst að gefa ólíku fólki færi á að koma vörum sínum á fram- færi. Í Búðinni gaf að líta marga skemmtilega hluti, meðal annars nokkra fagurlega heklaða kraga. Með sumum krögunum fylgdi spenna með hekluðu skrauti í stíl, einn- ig er hægt að kaupa spennurnar sér. Hönnuður og sú sem heklar kragana er Jóní Jónsdóttir eins og hún hefur verið kölluð frá barnæsku en fullu nafni heitir hún Ólöf Jónína Jónsdóttir. Jóní er myndlistarmaður, útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 1996, úr skúlptúrdeild. Hún stundað nám í mál- aradeild í Konunglegu listaakademíunni í Kaup- mannahöfn. „Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð í handa- vinnu,“ segir hún, þegar spurt er frekar út í tilurð kraganna. „En fyrir nokkrum árum kenndi mamma mér að hekla og er ég ágæt í því. Þegar Búðin opnaði fann ég þörf hjá mér til að taka þátt í þeirri starfsemi því vinkonur mínar reka Búðina og er ein þeirra með mér í Gjörn- ingaklúbbnum,“ segir Jóní og bætir við að þær sem eru í fyrrnefndum Gjörningaklúbbi einskorði sig ekki við einn miðil myndlistarinnar held- ur þá alla. „Þó að kragagerðin tengist ekki myndlist sem slík þá fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina við gerð þeirra. Það felst í því mikil hug- leiðsla að sitja við og búa til hluti eins og þessa og þá verða oft til hug- myndir að öðrum hlutum.“ Jóní segist leitast við að hafa kragana hlýja, þægilega en jafnframt skrautlega, „þá eru þeir eins og vetrarskart.“ Hún lætur bara vel af þegar spurt er út í eftirspurn eftir krögunum. „Það hefur selst svolítið af þeim, en engir tveir eru eins, og einnig hef- ur selst nokkuð af spennunum. Ég er því núna alveg á fullu að hekla fleiri kraga. Þetta er mjög skemmtileg vinna.“ Heklar kraga og spennur í stíl  HÖNNUN Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóní Jónsdóttir: Vill hafa kragana hlýja og þægilega. Spennan er í stíl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.