Morgunblaðið - 02.01.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 02.01.2004, Síða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is www.mulalundur.is Alla daga við hendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2004 Kjölmiðar með ártali Spyrjið um bréfabindi í næstu bókaverslun. Starfsfólk Múlalundar vill þakka öllum sem hafa verið svo vinsamlegir að kaupa bréfabindin frá okkur, og þar með tryggt betri framtíð margra einstaklinga. PILOT SUPER GRIP kúlupenni Verð 75 kr/stk ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra til- kynnti á gamlársdag ýmsar breytingar sem gerðar verða á húsnæðislánakerfinu. Megin- breytingin sem gerð verður er sú að frá og með 1. júlí næstkomandi verða lán Íbúðalánasjóðs í formi peningalána í stað húsbréfa, sem grund- völluð eru á svonefndum íbúðabréfum, er fjár- mögnuð verða með útboði. Einnig voru ákveðnar breytingar á vöxtum og hækkun há- markslána Íbúðalánasjóðs, sem taka gildi í dag, 2. janúar. Fjallað var um þessar breytingar á fundi ríkisstjórnarinnar á gamlársdag og jafnframt birtar niðurstöður nefndar um endurskipu- lagningu skuldabréfaútgáfu íbúðalánasjóðs, sem breytingarnar byggjast á. Skv. fréttatilkynningu félagsmálaráðu- neytisins verður ákvörðun um innleiðingu hækkunar hámarkslána Íbúðalánasjóðs tekin eftir að niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna málsins liggur fyrir. Hámarkslán vegna nýrra íbúða hækka úr 9 í 9,7 milljónir Hámarkslán Íbúðalánasjóðs vegna nýrra íbúða hækka frá og með deginum í dag úr 9 milljónum króna í 9,7 millj. kr og hámarkslán Íbúðalánasjóðs vegna notaðra íbúða hækka úr 8 millj. kr. í 9,2 millj. kr. frá og með 2. janúar 2004. „Hækkun og samræming hámarkslána húsbréfalána er löngu tímabær, enda hafa há- markslán, sem áður tóku hækkunum í sam- ræmi við hækkun verðlags, ekki hækkað í rúm- lega 30 mánuði. Jafnframt þykir rétt að samræma nokkuð hámarksfjárhæð lána vegna notaðs húsnæðis og nýbygginga með það að markmiði að jafna aðstöðu þeirra sem eru á húsnæðismarkaði. Þannig verði munurinn að hámarki hálf milljón eftir breytingarnar í stað einnar milljónar áður,“ segir í tilkynningunni. Boðið upp á skipti markflokka húsnæðisbréfa og húsbréfa í áföngum Hinn 1. júlí næstkomandi er svo stefnt að eftirfarandi breytingum á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs: Lán Íbúðalánasjóðs verði í formi peningalána sem grundvölluð eru á íbúðabréfum, er verða fjármögnuð með útboði. „Er það til samræmis við hugmyndir Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja,“ segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins. Boðið verði upp á skipti markflokka húsnæðisbréfa og húsbréfa í áföngum í kjölfar stofnunar nýrra íbúðabréfa- flokka. Niðurstöður og útfærsla verða kynnt við framlagningu frumvarps til laga um breyting- ar á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 á kom- andi vorþingi. „Breyting á lánum Íbúðalánasjóðs úr hús- bréfum í peningalán verður ekki síst gerð til hagræðis fyrir neytendur. Áhætta sú sem fólg- in hefur verið í mismiklum afföllum af hús- bréfum heyrir þar með sögunni til. Kjör húsnæðislánanna munu eftirleiðis ráð- ast af þeim vöxtum sem í gildi verða á hverjum tíma og verða þar með mun fyrirsjáanlegri en til þessa. Þá mun kerfisbreytingin auka seljan- leika bréfanna á alþjóðlegum fjármálamarkaði og væntanlega tryggja lægri vexti á húsnæð- islánum en ella,“ segir í fréttatilkynningu fé- lagsmálaráðuneytisins. Vextir á viðbótarlánum lækka úr 5,6% í 5,3% Þá hefur stjórn Íbúðalánasjóðs ákvarðað vexti frá og með 2. janúar. Vextir húsbréfalána verða óbreyttir 5,1%. Vextir á viðbótarlánum verða lækkaðir úr 5,6% í 5,3%, og vextir al- mennra peningalána verða lækkaðir úr 5,7% í 5,3%. Samkomulag varð milli stjórnar Íbúða- lánasjóðs og Seðlabanka um ákvörðun þessa, m.a. varð Íbúðalánasjóður við óskum Seðla- bankans um að vextir peningalána sjóðsins lækkuðu minna en upphafleg tillaga sjóðsins kvað á um. Í tillögum nefndarinnar sem fjallaði um end- urskipulagningu á útgáfumálum Íbúðalána- sjóðs er lagt til að í stað þess að Íbúðalánasjóð- ur gefi út tvær tegundir verðbréfa eins og verið hefur, þ.e. Húsbréf og Húsnæðisbréf, gefi sjóð- urinn einungis út eina tegund verðbréfa. Legg- ur nefndin til að nafn þessara nýju bréfa verði Íbúðabréf og vísi þannig bæði til tilgangsins með útgáfu bréfanna og útgefanda þeirra. Verði markaðshæf á alþjóðlegum markaði Lagt er til að Íbúðabréfin verði verðtryggð jafngreiðslubréf með fjórum endurgreiðslum á ári. „Jafngreiðslubréf eru þekkt skuldabréfa- form alls staðar í heiminum og ættu því að falla að öllum kerfum sem í dag eru notuð í tengslum við verðbréfaviðskipti,“ segir í niður- stöðum nefndarinnar Nefndin leggur til að tekin verði upp skipu- lögð útgáfa Íbúðabréfa með fáum flokkum sem verði gefnir út með 10 ár á milli lokagjalddaga. Þannig gætu lokagjalddagar þessara flokka t.d. verið í upphafi árin 2020, 2030, 2040 og 2050. Þessir flokkar verði opnir allan líftímann og megi gera ráð fyrir að verðmæti þeirra gæti fljótlega numið nokkrum tugum milljarða króna, sem gerir þá markaðshæfa á alþjóðleg- um markaði. Þegar þörf krefði yrði síðan bætt við nýjum flokki sem hefði lokagjalddaga árið 2060. Til að endurskipuleggja eldri útgáfur Íbúðalánasjóðs og flýta fyrir að Íbúðabréf verði markaðshæf leggur nefndin til að eig- endum Húsbréfa og Húsnæðisbréfa verði boð- ið að skipta þeim fyrir Íbúðabréf þegar mark- aðsverð hefur myndast á Íbúðabréfin. Nefndin leggur til að skipti á Húsbréfum og Húsnæðisbréfum fyrir Íbúðabréf verði gerð í skiptiútboðum og komið verði á fót aðalmiðl- arakerfi með Íbúðabréf, sem feli í sér kaup- skyldu í frumútboðum nýju verðbréfaflokk- anna og viðskiptavakt með bréfin á markaði. Þrengja heimild lántakenda til uppgreiðslu fasteignaveðbréfa Um útfærslu breytinganna á útlánum Íbúða- lánasjóðs segir í nefndarálitinu: „Nefndin legg- ur til að í stað þess að Íbúðalánasjóður afhendi lántakendum markaðsverðbréf í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, eins og nú tíðkast í Hús- bréfakerfinu, verði Íbúðabréf boðin út á mark- aði og lántakendur fái andvirði fasteignaveð- bréfsins í peningum á kjörum sem miðast við niðurstöðu útboðs auk álags sem sjóðurinn bætir við, líkt og tíðkast við peningalán Íbúða- lánasjóðs og sölu hans á Húsnæðisbréfum. Þetta nýja fyrirkomulag gerir þannig ráð fyrir að vextir af útlánum Íbúðalánasjóðs verði ákvarðaðir eftir hvert útboð og verði þ.a.l. mis- munandi á milli tímabila. Þetta þýðir að ekki verður lánað út umfram fjármögnun og eins ef eftirspurn eftir lánum frá Íbúðalánasjóði er minni en framboð, þá verða vaxtakjör síðasta útboðs vegin vaxtakjörum þess næsta. Heimild lántakenda til uppgreiðslu fast- eignaveðlána verði þrengd þannig að upp- greiðsla fasteignaveðbréfa verði aðeins heim- iluð gegn greiðslu þóknunar, sem yrði jafnhá mismun á markaðsverðmæti áþekks Íbúða- bréfs og fasteignaveðlánsins. Setja þarf ákvæði um uppgreiðslu í skilmála fasteigna- veðbréfa. Með því móti gæti Íbúðalánasjóður keypt Íbúðabréf á markaðnum fyrir andvirði uppgreiðslu án þess að bera skarðan hlut frá borði.“ Vaxtaálag á vexti lántaka til að mæta vaxtaáhættu Kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að tillög- urnar muni breyta þeirri samsvörun sem verið hafi á greiðslustreymi inn- og útlána Íbúða- lánasjóðs. Útgáfa nokkurra flokka með mis- jafnri tímalengd til fjármögnunar á lánum af annarri tímalengd auki vaxtaáhættu sjóðsins og því leggur nefndin til að sérstöku vaxtaálagi verði bætt ofan á vexti lántaka til að mæta þessari áhættu. „VIÐ fögnum því að stigin eru skref eins og við lögðum til, vegna þess að höfum talið mjög mikilvægt að breyta hinum tæknilegu atriðum á húsnæðislánakerfinu í átt til þess sem almennt tíðkast,“ segir Guðjón Rúnars- son, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, er leitað var fyrstu við- bragða hans við ákvörðun félagsmálaráð- herra um breytingar á íbúðalánakerfinu. „En auðvitað hefðum við viljað sjá að tækifærið yrði notað og kerfið fært meira til aðila á hinum frjálsa markaði,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að einfalda kerfið og að haldin verði regluleg útboð. „Þarna er verið að boða breytingar sem við lögðum til og munu væntanlega stuðla að því að ná nið- ur raunvöxtum. Þarna verður kerfið mun sambærilegra alþjóðlegum skuldabréfa- mörkuðum, sem auðveldar erlendum fjárfestum enn- frekar að taka ákvarðanir um að fjárfesta hér,“ segir hann. „Með þessu eru stig- in skref í þá átt að opna dyr fyrir þessa aðila og það finnst okkur skipta miklu máli,“ bætir hann við. Guðjón segir að fyrir hafi legið að beðið verði niðurstöðu ESA um hækkun hámarksláns- hlutfalls íbúðalána og í ljósi þess komi ákvörðun um hækkun hámarkslánanna frá og með áramótum svolítið á óvart. „Við höfð- um gert ráð fyrir að þau skref yrðu stigin samhliða,“ segir hann. Félagsmálaráðherra ákveður breytingar á húsnæðislánakerfinu frá og með 1. júlí 2004 Húsnæðislánum breytt úr húsbréfum í peningalán Hámarkslán hækka frá og með 2. janúar og vextir viðbótarlána og peningalána lækka Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja Fagna breytingunum Guðjón Rúnarsson TANNLÆKNAR í Noregi segja að algengasta deyfilyfið sem þeir nota, Xylocain, hafi hætt að virka sem skyldi. Frá þessu greinir í norska Aftenposten. Lyfið er not- að til að deyfa sjúkling fyrir tann- aðgerð og er notað af tannlæknum víða um heim, meðal annars á Ís- landi. Gallaðir skammtar af lyfinu komust í umferð hér á landi síð- astliðið haust en hafa nú verið inn- kallaðir. Að því er fram kemur í frétt norska Aftenposten gæti gallinn í lyfinu verið til kominn vegna þess að skipt var um framleiðslustað fyrir lyfið. Lyfjafyrirtækið Astra- Zeneca hefur framleitt lyfið í ára- tugi en nýverið tók Dentsply við þessari viðkvæmu framleiðslu. Talið er að hugsanleg ástæða þess hve illa lyfið verkar sé of lítið magn af adrenalíni. Tannskurð- læknir sem Morgunblaðið ræddi við í gær segir adrenalínið gera það að verkum að háræðar drag- ast saman, blæðingar verða minni og verkir sjúklings minnka. Þeir sjúklingar sem fengu gallaðan skammt af lyfinu fundu hins vegar fyrir verkjum meðan á aðgerð stóð og eftir hana auk þess sem deyfingin varði skemur en áður. Þær upplýsingar fengust hjá Lyfjastofnun, sem hefur eftirlit með lyfjum sem flutt eru til lands- ins, að fylgst væri með málinu. Ábendingar bárust stofnuninni síðastliðið haust bæði frá tann- læknum og frá PharmaNor sem er markaðsleyfishafi lyfsins á Ís- landi. Deyfilyf hætt að virka sem skyldi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.