Morgunblaðið - 02.01.2004, Page 4

Morgunblaðið - 02.01.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir, nýskipaður mennta- málaráðherra, segir að meðal helstu verkefna sem blasa við á næstunni sé að halda áfram þeim verkum sem þegar eru hafin, m.a. um að vinna áfram að styttingu námstíma til stúd- entsprófs. „Það er gríðarlega um- fangsmikið verkefni. Það hefur verið unnið mjög vel að því af hálfu ráðu- neytisins og niðurstaðna þeirra vinnuhópa sem eru að vinna að þessu verkefni, er að vænta snemma á þessu ári. Það þarf að fara vel yfir þau mál. Það hefur komið fram ákveðin gagnrýni á styttingu náms og okkur ber að skoða það, en mark- miðin eru eftir sem áður að stytta námstímann,“ segir Þorgerður Katr- ín. Ánægjuleg þróun Hún segir málefni Háskóla Íslands og háskólasamfélagsins alls séu ann- að stórt verkefni sem við blasir. „Það hefur átt sér stað mjög ánægjuleg þróun innan háskólageirans á und- anförnum misserum og árum í kjölfar samkeppninnar, en um leið koma upp önnur viðfangsefni, sem við þurfum að reyna að leysa. Vonast ég til að það verði gert í góðri samvinnu og sátt við bæði Háskóla Íslands og aðra há- skóla í landinu,“ segir hún. Spurð um afstöðu til hugmynda um að tekin verði upp skólagjöld við háskólann segir hún ekki tímabært að gefa yf- irlýsingar um hvort rétt sé að taka upp skólagjöld eða hvaða leiðir beri að fara. „En það er ljóst að okkur ber skylda til þess að skoða alla þá mögu- leika, hvort sem þeir felast í skóla- gjöldum eða öðrum leiðum sem leiða til þess að háskólanámið verði mark- vissara og gjöfulla fyrir framtíðina. Um leið má það auðvitað ekki ógna þeim jöfnu tækifærum sem fólk hefur til náms. Það hefur ekki gert það hingað til.“ Hún segir að fara þurfi vel yfir öll fjárhagsmál Háskóla Íslands og grunnforsendan sé sú að fyrir liggi skýrar upplýsingar um stöðu HÍ al- mennt áður en hægt sé að svara kröf- um um aukið fjármagn til háskólans. „Á undanförnum árum höfum við Ís- lendingar verið að auka mjög fjár- magn á öllum sviðum menntamála og er háskólastigið ekki undanskilið og verðum við m.a. í því ljósi að athuga hvort við getum farið aðrar leiðir.“ Menntamálaráðherra nefnir einnig að undirbúningur vegna byggingar tónlistarhúss sé meðal stóru verkefn- anna sem áfram verður unnið að á næstunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýskipaður menntamálaráðherra Stytting náms til stúdentsprófs umfangsmikið verkefni Morgunblaðið/Jim Smart Tómas Ingi Olrich, fráfarandi menntamálaráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýskipaður menntamálaráðherra, takast í hendur. RÁÐHERRASKIPTI fóru fram á fundi ríkisráðs sem fram fór á Bessastöðum fyrir hádegi á gamlársdag. Tómas Ingi Olrich lét af embætti menntamálaráðherra og var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþing- ismaður skipuð í embætti menntamálaráð- herra. Ríkisráðsfundurinn hófst kl. 10.30 voru þar einnig staðfest frumvörp sem samþykkt hafa verið á Alþingi. Að því búnu flutti Davíð Oddsson forsætis- ráðherra tillögu til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að Tómasi Inga yrði veitt lausn frá embætti. Þá flutti Davíð tillögu til forseta Íslands um að Þorgerður Katrín tæki við embætti menntamálaráðherra. Tómas vék síðan af fundi og tók Þorgerður Katrín sæti á ríkisráðsfundinum í hans stað, þar sem hún undirritaði drengskaparheit og fékk því næst afhenta lykla að mennta- málaráðuneytinu. Morgunblaðið/Jim Smart Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir er kaþ- ólskrar trúar. Aðspurð segir hún að þetta muni að því er best er vitað vera í fyrsta skipti sem stjórnmálamaður kaþ- ólskrar trúar tekur við ráðherraembætti hér á landi. Hún er fædd 4. október 1965, er lög- fræðingur að mennt og hefur setið á Alþingi frá 1999. Hún var formaður allsherj- arnefndar síðasta kjörtímabil og hefur m.a. átt sæti í mennta- málanefnd, sam- göngunefnd, sér- nefnd um stjórnarskrármál og iðnaðarnefnd og átt sæti í Íslands- deild þingmanna- nefndar EFTA og var formaður henn- ar á síðasta ári. Þor- gerður er gift Kristjáni Ara- syni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn. Fyrsti ráðherrann kaþólskrar trúar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „ÉG mun byrja á að ganga frá ýmsum málum sem hafa safnast saman á nokkuð löngum pólitískum ferli. Síðan reikna ég með að hleypa heimdrag- anum í febrúar og mars,“ segir Tómas Ingi Olrich sem lét af embætti menntamálaráðherra á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Tómas Ingi tekur við sendiherra- embætti í París í haust en ætlar m.a. að nota tímann þangað til og leggja stund á nám í ítölsku erlendis á kom- andi mánuðum. Ítalía er meðal þeirra landa sem heyra undir sendiráðið í París. „Ég á von á því að ég komi mér í einhvers konar nám og endurhæfingu. Það er fyrst og fremst tungu- málanám en mig langar til að rifja upp það litla sem ég kann í ítölsku og bæta við,“ segir hann. Tómas Ingi hefur setið á Alþingi frá 1991 og verið menntamálaráðherra frá 2002. Hann afsalaði sér þingsætinu frá og með áramótum og tekur Arnbjörg Sveinsdóttir sæti hans á Alþingi. Tómas Ingi Olrich tekur við sendiherrastarfi í haust Tómas Ingi Olrich Stefnir á nám í ítölsku á árinu ÁRAMÓTIN voru með rólegra móti um allt land og lítið var um alvarleg slys. Víða var þó erilsamt hjá lög- reglu á gamlárskvöld og á nýárs- nótt. Lögreglumenn sem Morgun- blaðið ræddi við voru sammála um að áramótin sem nú liðu hafi verið ein þau friðsömustu í langan tíma. Í Reykjavík var engu að síður nóg að gera, að sögn varðstjóra, en ekki var um nein stóratvik að ræða. Talsverður fjöldi fólks var í mið- borginni til um níu á nýársmorgun. Aðeins tveir ökumenn voru teknir undir áhrifum áfengis í Reykjavík, en viðbúnaður var eins og um önnur áramót. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði það náðugt um áramótin en á gamlárskvöld voru fjögur útköll, öll minniháttar, en þó tvær íkveikjur. „Þetta voru mjög róleg áramót, sem er afar gott, því það er betra að við höfum minna að gera,“ segir Birgir Finnsson, framkvæmdastjóri útkallssviðs Slökkviðliðs höfuðborg- arsvæðisins, og bætir við að kannski megi rekja þessi rólegheit til samverkandi þátta. Annars vegar mikils snjós sem kom í veg fyrir að alvarlegir eldar kviknuðu, „og hins vegar þess að nú eru brandajól og fólk búið að skemmta sér um helgina milli jóla og nýárs og því nokkuð rólegra yfir fólki og ekki eins mikil spenna og asi,“ segir Birgir. Varðstjóri lögreglunnar í Hafn- arfirði sagði áramótin hafa verið ein þau friðsömustu í langan tíma. Varðstjórinn vildi þakka forvarnar- starfi sem unnið var í samstarfi lög- regluyfirvalda, félagsmálayfirvalda, skólaskrifstofu og grunnskólanna í bænum um að lítið bar á unglingum á ferli í Hafnarfirði. Maður gekk berserksgang Áramótin fóru ekki síður vel fram úti á landi, skv. upplýsingum lög- regluyfirvalda. Tilkynnt var um eina líkamsárás í Borgarnesi og þar var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur. Í Vestmannaeyjum gekk ölvaður maður um tvítugt berserksgang við mannlaust íbúðarhús, braut rúður og braust inn í bílskúr þar sem hann vann skemmdarverk. Ná- grannar létu lögreglu vita og gisti maðurinn fangageymslur. Ein friðsömustu áramót lengi að mati lögreglu Fá slys og eldsvoðar minniháttar VEL seldist af flugeldum hjá björg- unarsveitunum fyrir þessi áramót að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýs- ingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir flugelda- söluna að vísu hafa raskast vegna óveðursins á mánudaginn en salan hafi verið mjög góð á þriðjudag og gamlársdag. „Þeir sem ég talaði við í morgun [gærmorgun] voru kampa- kátir. Það seldist mjög vel hjá okkur og þótt við vitum ekki enn hver salan var nákvæmlega sýnist mér margt benda til þess að við höfum jafnvel selt meira en í fyrra. Þannig að við erum mjög ánægðir og þá ekki síst með að áramótin virðast hafa verið því sem næst slysalaus. Enn og aftur upplifum við það að ekki verða nein alvarleg augnslys þannig að við er- um kátir,“ segir Valgeir. Morgunblaðið/Kristinn Flugeldasala jafnmikil eða meiri en í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.