Morgunblaðið - 02.01.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.01.2004, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing TRYGGINGASTOFNUN ríkisins er nú óheimilt að endurgreiða kostnað sjúklinga sem sækja sér þjón- ustu sérfræðilækna og þurfa þeir því að greiða fyrir slíka þjónustu úr eigin vasa. Á gamlársdag var slitið viðræðum milli samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur (LR) og samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis (HTR) um nýjan samning um greiðsluþátttöku TR í sérfræðilækn- ishjálp. Reynt var til þrautar að ná samningum en í fréttatilkynningu frá HTR segir að samninganefnd lækna hafi ekki treyst sér til að taka afstöðu til fyr- irliggjandi samningsdraga en málið verði kynnt og rætt á félagsfundi sérfræðilækna á morgun, laug- ardag. Þessu mótmæla læknar og segja hið rétta vera að samninganefnd lækna hafi ekki treyst sér til að skrifa undir fyrirliggjandi samningsdrög þar sem þau voru óviðunandi að mati nefndarinnar. Fullur vilji hjá LR Í fréttatilkynningu LR segir m.a. að samninga- nefnd LR hafi haft fullan vilja til að ná samningum og hafi gefið eftir í öllum atriðum nema hvað varð- aði atvinnufrelsi lækna en HTR hafi ekki boðið upp á samninga heldur tilskipanir. TR hafi nú gefið til kynna í fréttatilkynningu að stofnuninni sé óheimilt að endurgreiða sjúklingum þann hluta af kostnaði við sérfræðilæknishjálp sem henni beri að greiða. TR geti ekki með þessum hætti afnumið trygginga- rétt landsmanna sem kveðið sé á um í almanna- tryggingalögum. Enginn samningafundur hefur verið boðaður og segist Garðar Garðarsson, formaður samninga- nefndar HTR, ekki bjartsýnn á að mönnum takist að ná niðurstöðu fljótlega. Læknar vilji að lögum um almannatryggingar verði breytt en það sé ekki á færi samninganefndar heilbrigðisráðherra að verða við þeim kröfum. Að sögn Ingólfs S. Sveinssonar, fulltrúa í samn- inganefnd lækna, hækkar kostnaður við þjónustu sérfræðilækna nú mjög mikið fyrir almenning. „Fyrir áramót kostaði til dæmis klukkutímaheim- sókn til mín, sem geðlæknis, um 7.000 krónur í heild. Hlutur sjúklings af því var 4.060 krónur. Nú um áramótin ákvað Tryggingastofnun að hækka hluta sjúklings verulega og þegar engir samningar gilda þyrfti manneskja að borga í kringum 7.700 krónur til þess að læknar haldi sama taxta.“ Viðræðum TR og sérfræðilækna var slitið Sjúklingar fá ekki endurgreitt LÖGREGLAN á Egilsstöðum var kölluðu að Kárahnjúkum um hádegisbilið í gær vegna innbrots í söluturn á virkj- anasvæðinu. Að sögn lögregl- unnar á Egilsstöðum var brotist inn í söluturn skosks fyrirtækis, Universal Sod- hexo, sem rekur þrjá sölu- turna á svæðinu. Stolið var vörum og peningum að and- virði ein og hálf milljón króna og er talið að það hafi gerst á tímabilinu frá kl. 23.30 á gamlárskvöld til kl. 10 á ný- ársmorgun. Rannsókn beinist að virkjanasvæðinu Færð við Kárahnjúka á þeim tíma var með þeim hætti að þungfært var ef ekki ófært og beinist rannsókn málsins því að virkjanasvæð- inu. Einni og hálfri millj- ón króna stolið við Kárahnjúka SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum var opið þrjá daga milli jóla og nýárs. Fjöldi fólks lagði leið sína í fjöllin, að sögn forstöðumanns skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Stefnt er að því að hafa opið í Bláfjöllum í dag en snjóruðningstæki voru að störfum í alla nótt. Grétar Hallur Þórisson forstöðumaður segir skilyrði til skíðaiðkunar afar góð miðað við árstíma. „Það eru orðin nokkur ár síðan það hefur verið svona góður snjór hjá okkur á þessum tíma.“ Að sögn Grétars sóttu fjölmargir skíða- svæðið í Bláfjöllum þá þrjá daga sem opið var á milli jóla og nýárs. „Það var rífandi stemning í fjallinu og svaka góð aðsókn.“ Grétar segir Bláfjallastarfsmenn bjart- sýna á veturinn, byrjunin lofi í það minnsta góðu. Sífellt fleiri kjósa að renna sér niður brekkurnar í Bláfjöllum á snjóbrettum en skíðum, að sögn Grétars. Hann giskar á að um 80% gesta í fjöllunum séu á snjóbrett- um og segir hlutfall skíðafólks fara lækk- andi ár frá ári. Ekki verður opnað í Skálafelli alveg á næstunni en Grétar segir unnið að því að koma skíðasvæðinu þar í stand fyrir ver- tíðina. Skíðasvæðið í Bláfjöllum Góður snjór mið- að við árstíma Morgunblaðið/Árni Sæberg FYRSTA barn ársins 2004 fæddist á fæðingardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss klukkan 7.41 í gærmorgun. Áramótabarnið er stúlka og vegur 14 merkur. For- eldrar hennar eru þau Anna Mar- grét Þorláksdóttir og Róbert Sverrisson. Að sögn Önnu gekk fæðingin afar vel og áfallalaust. „Ég var komin hérna á spítalann um fjögurleytið og stúlkan var komin í heiminn rétt upp úr hálf- átta í morgun,“ segir Anna, en þau Róbert eiga saman 13 ára son, Ingvar Örn, og dóttur, Hjördísi Lilju, sem er að verða fjögurra ára. Áramótastúlkunni líður, að sögn Önnu, afar vel og sefur rólega. Stór og falleg fjölskylda, frá vinstri talið: Anna Margrét Þorláksdóttir, Hjördís Lilja Róbertsdóttir, Róbert Sverrisson, Ingvar Örn Arngeirsson og litla stúlkan fremst. Morgunblaðið/Sverrir Hjördís Lilja Róbertsdóttir, sem er alveg að verða fjögurra ára, kíkir á litlu systur sína. Þegar hún var spurð hver ætti barnið sagði hún hiklaust: „Ég.“ Fyrsta barn ársins fæddist í Reykjavík ÞJÓNUSTA við ferðamenn sem dvöldu hér á landi yfir hátíðarnar var meiri en áður. Að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, Ernu Hauksdóttur, fer ferðamönnum sem dvelja yfir áramót fjölg- andi. Hún segir um 1.700–1.800 erlenda ferðamenn hafa verið skráða á hótel í Reykjavík yfir áramótin. Um 400 ferða- menn voru skráðir á hótel í borginni yfir jól- in en það er svipaður fjöldi og í fyrra. Erna segir einnig nokkuð um að fólk sé eingöngu á landinu milli jóla og nýárs. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið að því í samvinnu við þjónustuaðila að kynna fyrir ferðamönnum sem hingað leggja leið sína hvernig haldið er upp á jól og áramót á Íslandi. „Við unnum að því í sameiningu að setja inn góðan texta um það hvernig jól og ára- mót eru haldin hér á landi. Fólk þarf að vita hvers kyns hátíð þetta er. Í Bretlandi er það til dæmis lenska að fara á pöbbarölt á að- fangadagskvöld. Þeir Bretar sem hingað koma yfir jólin verða að vita að það er ekki gert hér á landi.“ Erna segir margs konar þjónustu í boði fyrir ferðamenn sem komi á þessum árs- tíma. Til dæmis sé hægt að fara í dagsferðir frá Reykjavík alla daga ársins auk þess sem sundlaugar séu opnar flesta hátíðisdagana. Þá segir hún að til dæmis Þjóðmenning- arhúsið hafi verið opið bæði á aðfangadag og jóladag sem sé nýbreytni. „Það er kapp- nóg þjónusta í boði fyrir það fólk sem kem- ur, en það þarf að vita hvar hana er að finna.“ Á annað þús- und ferðamenn yfir áramótin FÓLKI á atvinnuleysisskrá hefur fjölgað nokkuð að undan- förnu og voru 5.211 skráðir at- vinnulausir hjá Vinnumála- stofnun undir lok ársins, 30. desember, og hafði fjölgað um 300 frá lokum nóvember. Á sama tíma árið 2002 voru 4.911 skráðir atvinnulausir og hefur þeim því fjölgað um 140 milli ára og mælist atvinnuleysið nú nær 3,2%. Atvinnulaus- um fjölgar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.