Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TALNINGA- VOGIR Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is  Léttu þér vinnuna í talningunni!  Leiga eða sala  Vog á fínu verði Hafðu samband eða skoðaðu www.eltak.is FJÁRMÁLAHNEYKSLIÐ hjá ítalska matvörufyrirtækinu Parmalat vatt enn upp á sig á gamlársdag þeg- ar sjö voru færðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Áður hafði stofnandi fyrirtækisins og fyrrverandi forstjóri verið settur í gæsluvarðhald. Á meðal þeirra sem teknir voru höndum á gamlársdag var stjórnarformaður ítalsks útibús Grant Thornton-endur- skoðunarfyrirtækisins. Grant Thornton hefur frá því upp komst um ólögmætt athæfi innan Parmalat sagst vera fórnarlamb svika en ekki þátttakandi í þeim. Sak- sóknarar segja að bókhaldssvikin hjá Parmalat hafi verið kerfisbundin og nái nokkur ár aftur í tímann. Grant Thornton hefur starfað fyrir Parmalat frá árinu 1990, eða í þrettán ár, og telja saksóknarar víst að endurskoðendur fyrirtækisins hafi tekið þátt í að falsa bókhald Parmalat. Gatið sem upp hefur komist um í bókhaldi Parmalat er talið nema allt að 10 milljörðum evra eða tæplega 900 milljörðum íslenskra króna, að því er fram kom í fréttum BBC og Reuters. Tanzi segist ekki vera svikari Stofnandi Parmalat, Calisto Tanzi, sem handtekinn var á götu í Mílanó 27. desember síðastliðinn, hefur játað að hafa beint 500 milljónum evra úr sjóðum Parmalat inn í önnur félög honum tengd. Hann játar einnig að hafa vitað að meira tap var á reksti fyrirtækisins en bókhaldið sýndi, en neitar því að yfirmenn fyrirtækisins hafi stundað bókhaldssvik til að breiða yfir tapið. Rannsókn á fjármálum Parmalat er afar víðtæk, enda fyrirtækið með starfsemi vítt og breitt um heiminn. Upptök málsins má rekja til banka- reiknings á Cayman-eyjum sem átti að vera í eigu Bonlat, dótturfélags Parmalat, en reyndist svo ekki vera til. Það var Bank of America sem staðfesti að gögnin um reikninginn væru fölsuð. Saksóknarar bíða nú eft- ir gögnum frá starfsstöðvum Parmalat utan Evrópu og Bandaríkj- anna, en sá hluti rannsóknarinnar er talinn líklegur til að dragast á lang- inn. Handtökuskipun hefur verið gef- in út á hendur yfirmanni Parmalat í Venusúela, Giovanni Bonici, en hann er væntanlegur til Ítalíu. Stal ekki en blekkti hluthafa Enginn hefur enn verið ákærður í málinu. Lögfræðingar Tanzis eru sagðir ætla að byggja vörn hans á því að hann hafi ekki stolið neinum pen- ingum, heldur einungis falið slæma fjárhagsstöðu Parmalat fyrir hluthöf- um. Parmalat var stofnað árið 1961 og er í fararbroddi á mörkuðum fyrir mjólk, ávaxtasafa, jógúrt og fleiri matvörur í Ítalíu og víðar. Meðal eigna Parmalat er ítalska knatt- spyrnuliðið Parma. Parmalat-hneykslis- málið vindur upp á sig Sjö til viðbótar handteknir vegna bókhaldssvika ÍBÚAR Hong Kong fögnuðu áramótunum með eftirminnilegum hætti en þessi mynd var tekin þar. Teikn eru á lofti um að árið 2004 verði þeim gott ár en merki eru um að heldur hafi dregið úr atvinnuleysi í Hong Kong og að von sé á upp- sveiflu í efnahagsmálum. Reuters Nýju ári vel fagnað í Hong Kong ÞÝSKUR fyrrverandi flugmaður segir að ráðamenn í Þýskalandi nasismans hafi haft um það áform að flýja til Grænlands við lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Sunday Times. Að sögn viðmælanda blaðsins hugðust þýskir ráðamenn fara með flugbáti frá Norður-Þýska- landi til Grænlands og halda bar- áttunni áfram þaðan. Gert var ráð fyrir því að Her- mann Göring flugmarskálkur og Heinrich Himmler, yfirmaður SS- sveita nasista og helsti skipuleggj- andi fjöldamorða á gyðingum í Þriðja ríkinu, myndu ásamt fleir- um flýja innrásarheri banda- manna með þessum hætti og koma sér fyrir á Grænlandi. Hitler átti ekki að fara fyrir útlagastjórninni Að sögn heimildarmanns blaðs- ins var ekki ráð fyrir því gert að Adolf Hitler myndi fara fyrir út- lagastjórn þýskra nasista á Græn- landi. Hann var ákveðinn í að fara aldrei frá Berlín þar sem hann framdi sjálfsmorð þegar ríki hans var hrunið. Nasistar hugðust flýja til Grænlands TVEIR létu lífið og sá þriðji slas- aðist alvarlega í Danmörku aðfara- nótt nýársdags þegar flugeldar sprungu. Þá létu tveir lífið af slysför- um í Svíþjóð. Lögregla í Danmörku segir að áramótin þar í landi hafi verið þau annasömustu í áratugi og flugeldar hafi valdið fjölda slysa og eldsvoða. 28 ára gamall karlmaður frá Hol- bæk lést samstundis þegar flugeldur lenti framan við hann og sprakk. Þá lést 48 ára gamall maður í Borup þegar flugeldur sem hann ætlaði að skjóta á loft sprakk. Þriðji maðurinn, 23 ára, slasaðist alvarlega á höfði þegar flugeldur sprakk. Þá skemmdist brú í bænum Svendborg þegar öflug skotkaka sprakk og gígur, sem var um hálfur metri í þvermál, myndaðist. Mann- laus bíll í nágrenninu brann þegar flugeldur lenti á honum. Annasöm nýársnótt Lögregla í Svíþjóð segir að nóttin hafi verið annasöm. Þrítugur maður lést á skíðasvæðinu í Tandaadalen þegar hann missti stjórn á sleða og lenti á tré. Annar lést þegar hann rann til og datt. Vitað er um eitt al- varlegt slys þegar flugeldur sprakk og 18 ára maður fékk alvarleg bruna- sár á andliti. Flugeldar ollu dauðs- föllum á Norðurlöndum Kaupmannahöfn. AFP. ÖFLUG bílsprengja sprakk utan við veitingahús í Bagdad á miðvikudags- kvöld þar sem fjöldi fólks fagnaði áramótum. Átta Írakar týndu lífi og á þriðja tug særðist, þar af þrír fréttamenn bandaríska blaðsins Los Angeles Times. Nabil-veitingahúsið í Karrada- hverfi er nánast rústir einar eftir sprenginguna sem varð um klukkan 18.30 að íslenskum tíma á gamlárs- kvöld. Lögregla í Írak og bandaríska hernámsliðið hertu mjög öryggis- gæslu vegna áramótanna þar eð bú- ist var við árásum skæruliða. Í bílnum sem sprakk voru um 180 kg af sprengiefni og sprengikúlur. Veitingahúsið jafnaðist við jörðu í sprengingunni og einnig bygging þar nærri. Talið er að um hafi verið að ræða sjálfsmorðsárás. Hún kem- ur á sama tíma og Bandaríkjaher gerir tilraun til að uppræta þær sveitir Íraka sem hafa staðið fyrir árásum á bandaríska hermenn. Átta drepnir í Írak Bagdad. AFP. JÓHANNES Páll páfi hvatti til þess í nýársávarpi sínu í gær að staða Sameinuðu þjóðanna yrði styrkt og að komið yrði á „nýrri skipan í alþjóðamálum“. Páfinn nefndi ekki hinar hatrömmu milli- ríkjadeilur sem urðu vegna her- farar Bandaríkjamanna í Írak en af ræðu hans mátti ráða að hann teldi að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að leika lykilhlutverk í öllum tilraunum til að leysa vandamál líðandi stundar í heiminum, tryggja frið og öryggi í vályndri veröld. Eftir því var tekið að páfi virt- ist við þokkalega heilsu er hann flutti ávarp sitt en Jóhannes Páll er nú 83 ára gamall og hefur ver- ið heilsuveill. Um sex þúsund manns hlýddu á ávarp hans í Péturskirkjunni í Róm. Reuters Vill styrkja SÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.