Morgunblaðið - 02.01.2004, Side 9

Morgunblaðið - 02.01.2004, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 9 Mikið úrval 5 % aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Í dag, föstudag 2. janúar, kl. 12-19, á morgun, laugardag 3. janúar, kl. 13-19, sunnudaginn 4. janúar, kl. 13-19 . Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Pakistönsk 60x90 cm 9.800 6.400 Pakistönsk „sófaborðsstærð“ 125x180 cm 44.900 28.400 Rauður Afghan 100x180 cm 29.300 21.900 og margar fleiri gerðir. RAÐGREIÐSLUR Sími 861 4883 Töfrateppið Áramótaútsala ÚTSALAN HEFST Á MORGUN LAUGARDAG LANGUR LAUGARDAGUR Laugavegi 25, sími 533 5500 ÚTSALA Bankastræti 14, sími 552 1555 Útsala opið í dag - laugardag frá kl. 10-14 Opið 2. jan. frá kl. 13-18 - Verið velkomin. Glæsibæ – Sími 562 5110 Útsalan hafin! 20-80% afsláttur - Glæsilegur fatnaður Lokað í dag Útsalan hefst á morgun Kringlunni - sími 568 1822 UM áramótin hættir samstarf iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjunar um rekstur markaðsskrifstofu. Und- irrituðu Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, samkomu- lag þess efnis skömmu fyrir áramótin. Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar (MIL) hefur verið rekin á grundvelli sam- starfssamnings frá árinu 1988. Hefur skrifstofan haft það hlutverk að vinna að öflun erlendrar fjárfestingar á sviði orkufreks iðnaðar. MIL hefur meðal unnið að stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík og byggingu álvera á Grundartanga og í Reyðarfirði. Í tilkynningu kemur fram að það sé sameiginleg niðurstaða þessara aðila að slíta samstarfinu og vegi þar þyngst nýskipan raforkumála, sem byggist á samkeppni í raforkufram- leiðslu. Ekki þykir eðlilegt að iðnaðar- ráðuneytið starfræki markaðsskrif- stofu í samstarfi við einn orku- framleiðanda. Þó mun ráðuneytið og Landsvirkjun hafa samstarf næstu tvö árin um málefni rafskautaverk- smiðju í Hvalfirði, álþynnuverksmiðju og stóriðjumál á Norðurlandi. Þrír af fjórum starfsmönnum MIL hefja störf hjá Landsvirkjun hinn 1. janúar nk. en sá fjórði fer til iðnaðarráðuneytisins. Nýskipan raforkumála Hætta samstarfi tengdu orkufrekum iðnaði TRYGGVI Axelsson var á gaml- ársdag skipaður í starf forstjóra Löggildingarstofunnar til fimm ára. Valgerður Sverr- isdóttir við- skiptaráðherra skipaði í stöðuna. Tryggvi fædd- ist 5. október 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1978, embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og meistaragráðu í viðskiptafræði og stjórnun frá Háskólanum í Reykja- vík með MBA-gráðu árið 2002. Tryggvi starfaði sem deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu frá árinu 1986 til 1992 en þá tók hann við starfi lögfræðings hjá lagadeild EFTA í Genf og síðar í Brussel til ársins 1995. Starf hans hjá EFTA laut m.a. að undirbúningi og stofnsetningu Eftirlitsstofnunar EDTA (ESA). Á árinu 1995 hóf Tryggvi störf í viðskiptaráðuneytinu að nýju og hef- ur frá þeim tíma lengst starfað á skrifstofu samkeppnis- og neytenda- mála. Síðan í apríl á síðasta ári hefur Tryggi verið settur forstjóri Lög- gildingarstofunnar. Skipaður forstjóri Löggilding- arstofunnar Tryggvi Axelsson ÞAÐ þótti undrum sæta þegar ungmenni í 8. - 10. bekk á Egils- stöðum brugðu sér í útilegu milli jóla og nýárs, enda ekki veðursæld fyrir að fara þá daga á Héraði. Skipti þó engu hvort úti var tutt- ugu stiga gaddur eða tíu stiga hiti með regnskúrum, því krakkarnir settu tjöld sín og viðlegubúnað upp í félagsmiðstöðinni Ný-Ung og var þröng á þingi í þeim salarkynnum þegar kúlutjöldin höfðu öll risið. Þráinn Sigvaldason, for- stöðumaður Ný-Ungar, segir þetta vera í þriðja skiptið sem slík tjald- úti/innilega fer fram, fyrst hafi þátttakendur verið 15 talsins, svo 30 og nú séu þeir eitthvað yfir hálft hundraðið. „Hugmyndin hefur alveg hreint slegið í gegn,“ segir Þráinn. „Menn mættu með tjöldin sín og aðrar útilegugræjur og tjölduðu inni í Ný-Ung. Yfirleitt er ekki mikið rok hér inni svo ekki þurfti að festa kúlutjöldin sérlega tryggi- lega. Við grilluðum 25 kg af kjöti ofan í tjaldgestina og notuðum svo kvöldið og fram í nóttina í þrí- þraut; spurningakeppni, kvikind- isboðhlaup og leiklestur.“ Útileguljósin voru slökkt kl. 02 og sváfu ungir tjaldgestir flestir hverjir vært meðan kaldur garrinn gnauðaði úti fyrir. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Unglingar á Egilsstöðum brugðu sér í inni-tjaldútilegu milli jóla og nýárs. Tjaldútilega milli jóla og nýárs Egilsstöðum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.