Morgunblaðið - 02.01.2004, Side 10

Morgunblaðið - 02.01.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Stefánsson handknatt- leiksmaður var í gær sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir afrek í íþróttum, en forseti Íslands sæmdi í gær, nýárs- dag, fjórtán Íslendinga heið- ursmerki hinnar íslensku fálka- orðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Aðrir sem hlutu fálkaorðu eru: Bryndís Tóm- asdóttir fyrir störf í þágu Park- inson-samtakana, Elín Sigurlaug Sigurðardóttir húsfreyja fyrir framlag til varðveislu íslensks handverks, Ellert Eiríksson, fv. bæjarstjóri, fyrir störf að sveit- arstjórnar- og félagsmálum, Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri fyrir störf að ferðamálum, Finn- bogi Eyjólfsson fyrir frum- kvöðulsstarf innan bílgreinarinnar, Guðrún Margrét Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri ABC-hjálparstarfs, fyrir líknarstörf á alþjóðavett- vangi, Gunnar Dal, heimspekingur og rithöfundur, fyrir ritstörf og framlag til íslenskrar menningar, Hörður Áskelsson organisti fyrir framlag til íslenskrar tónlistar, Margrét Gísladóttir forvörður fyrir varðveislu textílfornmuna, Ragn- heiður Sigurðardóttir aðstoð- arhjúkrunarframkvæmdastjóri fyr- ir framlag til barnahjúkrunar, Sigurður Guðmundsson listamaður fyrir listsköpun og framlag til menningar, Tryggvi Gíslason, fv. skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri, fyrir störf að menntamálum og Þorsteinn Ingi Sigfússon pró- fessor fyrir vísindastörf og fram- lag til hátækniatvinnugreina. Morgunblaðið/Sverrir Fjórtán Íslendingar sæmdir fálkaorðu Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðir við Ólaf Stefánsson handknattleiks- mann í nýársmóttöku forseta Íslands á Bessastöðum í gær að lokinni fálka- orðuveitingu forsetans. Ólafur var í gær sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir afrek í íþróttum. FORSETI ASÍ segir vera fulla ástæðu til þess að skoða hringa- myndun í ís- lensku atvinnu- lífi. „Við teljum að menn þurfi að gæta sín þegar völd á nánast flestum sviðum í atvinnulífinu fær- ast á sífellt færri hendur,“ segir Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ. „Þarna er ég að tala um banka, verslun, þetta er ekkert nýtt í sam- bandi við olíu- og tryggingafélögin. Auðvitað verður að gæta að þessu af fullri alvöru jafnframt að menn séu sér meðvitaðir um það að við erum í svo litlu sam- félagi að það eru ákveðnir kostir við að ekki sé fjöldinn allur af fyrirtækjum að fást við sömu hlutina. Þróunin hefur núna allra síðustu ár og sérstaklega síðustu misserin verið ansi mikið á einn veg þannig að ég leyfi mér að taka undir það að það sé full ástæða til þess að skoða þessi mál,“ segir Grétar. Vilja almennar reglur „Þetta hefur ekki enn verið rætt á vettvangi SA og maður hefur svo sem ekki heyrt hvaða forsendur það væru sem forsætisráðherra byggir mat sitt á varðandi það að það þyrfti að fara að setja strangari reglur, “ segir Ingimundur Sigurpálsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins. Ingimundur segir það hafa verið afstöðu manna innan SA að hafa al- mennar leikreglur og að menn innan viðskiptalífsins hafi ákveðið svigrúm til þess að móta síðan framkvæmd- ina. „Að sjálfsögðu byggist þetta allt á því að það sé farið eftir almennum siðferðisgildum og almennum laga- reglum. Ef það er mat löggjafar- þingsins að menn séu að fara á skjön við það þá er út af fyrir sig eðlilegt að það sé tekið til umfjöllunar. En hvort það leiði til tiltekinnar laga- setningar er svo kannski annað mál,“ segir Ingimundur. Alltaf hætta á ofstýringu Bogi Pálsson, formaður Verslun- arráðs Íslands segir að auðvitað skynji menn þar eins og aðrir að frjálsræðið verði að vera framkvæmt með þeim hætti að ásættanlegt sé. „En þjóðfélagið verður líka að átta sig á þeim breytingum sem frjáls- ræðið hefur í för með sér á sam- félagsuppbyggingunni.“ Spurður um hugsanlega lagaset- ingu segir Bogi að það sé mjög auð- velt að ofstýra þegar frelsið er að finna sér farveg. „Hættan er sú að menn reyni að grípa eftir á með einhverjum aðgerð- um í eitthvað sem orðið er í staðinn fyrir að leyfa hlutunum að finna sér eðlilegan farveg í jafnvægi. En þetta er vissulega sagt innan þess ramma að viðskiptalífið verður eins og aðrir að virða leikreglur þjóðfélagsins. En ég tel að lagasetning þyrfti að vera verulega ígrunduð,“ segir Bogi. Hringamyndun í íslensku atvinnulífi Full ástæða til að skoða málin Bogi Pálsson Grétar Þorsteinsson Ingimundur Sigurpálsson VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segist telja sjálfsagt að skoða hvort bregð- ast eigi við hringamyndun með lagasetningu eins og forsætisráð- herra hefur stungið upp á án þess að menn séu með því nokkuð að ákveða fyrirfram um hvort þörf sé á henni eða ekki. „Við erum auðvitað bundin af regluverki Evrópusambandsins en ég skal ekki segja til um hvort það bindi hendur manna í þessu sambandi. Það hafa miklar breyt- ingar orðið á viðskiptalífinu á síð- ustu árum, ekki síst í tengslum við fyrirtæki sem hafa verið í útrás og þess vegna þurfa menn sífellt að hafa augun opin og reyna að koma málum þannig fyrir hér að þau séu viðskiptalífinu til hagsbóta. En það má líka benda á að það er auðvelt og einfalt að efla Samkeppnisstofn- un en það myndi skipta máli í þessu sambandi,“ segir Valgerður. Hafa lengi bent á fákeppni í atvinnulífinu Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir jafnaðar- menn lengi hafa bent á að hér hafi ríkt fákeppni á mörgum sviðum at- vinnulífsins, svo stappað hafi nærri einokun í sumum greinum. Forystu um þessa þróun megi segja að Kol- krabbinn og fyrirtæki honum tengd hafi haft. „Við höfum talað mjög ákveðið fyrir því að það yrði með einhverjum hætti reynt að stemma með lögum stigu við þessari þróun. En óneitanlega sætir það furðu að það skuli ekki vera fyrr en kol- krabbinn hefur lotið í lægra haldi fyrir nýjum öflum í atvinnulífinu sem forysta Sjálfstæðisflokksins loksins rís upp og tekur sér í mun þetta gamla baráttumál jafnaðar- manna. Mín fyrstu viðbrögð eru þó: of lítið og of seint. Þetta hefði for- sætisráðherra átt að gera fyrir tíu árum. En betra er seint en aldrei. Sannarlega munum við í Samfylk- ingunni ekki skorast undan því að skoða þetta mál út í hörgul því síst viljum við að hér skapist staða sem er fallin til þess að draga úr hags- munum neytenda. Óneitanlega veik- ir það trú manns á að Davíð meini nokkuð með þessu að ekki er lengra en mánuður síðan stærsti flokkur þjóðarinnar undir forystu hans hafnaði því að aukið fjármagn yrði sett í Samkeppnisstofnun til þess að vinna einmitt gegn því að fyrirtæki gætu læst sig saman í hringa og haft samráð um okur á neytendum,“ segir Össsur. Hann segir að á hinn bóginn finn- ist sér þróunin eins og hún hafi ver- ið á allra síðustu misserum vera þannig að það sé eins og klakabönd hafi verið að bresta af atvinnulífinu. „Ég tel að aldurtilinn sem kolkrabb- inn beið hafi verið vítamínsprauta fyrir atvinnulífið og það sé meiri lík- ur nú en áður á því að dragi úr fá- keppninni. Þar á ég ekki síst við að Samkeppnisstofnun hefur komið eins og múrsteinn í haus þeirra sem hafa orðið uppvísir að einokunartil- burðum,“ segir Össsur. Ekki seinna vænna Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG), segir um- mæli forsætisráðherra vera mjög í þeim anda sem hann og VG hafi tal- að fyrir. „Skömmu fyrir jólaleyfi lögðum við fram tillögu í þinginu um að það yrði gerð endurnýjuð skýrsla um stjórnunar- og eigna- tengsl í viðskiptalífinu og þar á meðal og þá ekki síst hvort hringa- myndun hafi farið vaxandi. Við fögnum því ef augu manna eru að opnast, ekki síst höfundanna að markaðs- og einkavæðingu þjóð- félagsins. Það er ekki seinna vænna en þeir fari að sjá ljósið.“ Steingrímur segir að oft hafi menn orðað þessi mál eins og for- sætisráðherra nú en síðan hafi menn bara látið sitja við orðin ein. „Ég held að menn verði að fara að horfast alvarlega í augu við það hvort þeir ætli þegjandi og baráttu- laust að horfa upp á þessa stór- auknu fákeppni á mörgum nýjum sviðum viðskipta festa sig hér í sessi,“ segir Steingrímur. Hann segir með ólíkindum ef menn fari ekki nú að staldra við og hugsa sinn gang. „Við munum leggja okkar af mörkum til þess að halda bæði forsætisráðherra og öðr- um við efnið. Almenningur er orð- inn mög hugsi yfir því sem hefur verið að gerast, þ.e. hvernig völd og fé eru að sópast saman á mjög fáar hendur.“ Magnús Þór Hafsteinssson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, segir málið ekki hafa verið rætt enn innan þingsflokks Frjálslynda flokksins en hann segir að sér lítist persónulega mjög vel á hugmyndir Davíðs Oddssonar. „Ég fagna þessu hjá forsætisráðherra. Í okkar litla þjóðfélagi þurfum við alltaf að vera á varðbergi gagnvart fákeppni, samþjöppun, verðsamráði og þess háttar hlutum í viðskipta- og at- vinnuumhverfinu. Þannig að mér finnst þetta mjög gott mál,“ segir Magnús Þór. Fagna því ef tekið verður á fákeppni og einokun Stjórnarandstaðan telur rétt að skoða lagasetningu vegna hringamyndunar Magnús Þór Hafsteinsson Valgerður Sverrisdóttir Össur Skarphéðinsson Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.