Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vegna mistaka birt- ist greinin sem hér fer á eftir með minningar- greinum um Sigríði Kristjánsdóttur og eru hlutaðeigendur beðnir afsök- unar á þessum mistökum. Elsku Sigga mín. Eftir árið 1950, þegar Súgandafjörður fór að verða mitt sumarathvarf, var Stekkjarnesið einn fyrsti viðkomustaðurinn. Þar var aldrei í kot vísað, þó vissulega væri þar ekkert stórt í sniðum né mikið umleikis af ytri efnum. Þar var hins vegar fullt af fólki sem elskaði náung- ann af gleði og hjartahlýjunni einni SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR ✝ Sigríður Péturs-dóttir fæddist á Laugum í Súganda- firði 21. október 1910. Hún andaðist á heimili sínu í Reykja- vík, að kvöldi sunnu- dagsins 14. desem- ber síðastliðins og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 22. desember. saman, svo orð fór af. Þar var barnahópurinn fyrirferðarmestur. En sjálf þú varst hjartað sem allt sló í takt við. Svo ótrúlega lífsreynd en lífsglöð og traust og einlæg, svo af bar. Það var þarna á Stekkjar- nesinu að ég kynntist þér, móðursystur minni, þá kannske 6 ára gamall. Búinn að vera á Gelti eitt sumar og kominn til að vera á Stað mörg næstu sumr- in. Þetta sumar urðum við Friðbert, sonur þinn, vinir og þarna urðum við frændsystkinin hin, Kjartan, Pétur, Siddý og Kiddi vinir líka til lífstíðar. Þar var þér mikil gleði. Þú varst kona lífsins og vinátturnnar. Allt sem lífs- anda dró laðaðist að þér og allur fjöld- inn af ungum og eldri sem virti þig var með ólíkindum. Það átti ekki að- eins við um mannfólkið, því dýrin löð- uðust takmarkalaust að þér. Það átti ekki aðeins við um fugla himins og jarðar, heldur spendýr öll, er áttir þú, en dýrmætastar voru þó ærnar þínar sem litu á þig sem drottningu alla daga. Þú umgekkst þær líkt og mann- eskjur og talaðir við þær sem slíkar. Það segir svo margt um þig. Blíða þín og hjartahlýja var einstök. Það segir þó ekki að þú hafir verið skaplaus. Þú sagðir okkur til syndanna þegar þörf var á. Og það nægði, því við hlýddum allir sem einn eins og tilefnið gaf til. Og „púkarnir“ voru ekki bara við Friðbert og Þói frændi okkar Axels, sem dó fyrir nokkrum árum, heldur við strákarnir á Suðureyri sem vorum á líku reki. Þetta voru 20-30 drengir, sem ég minnist allra sem vina og fé- laga á þessum árum. Elsku Sigga frænka. Þú elskaðir Laugar, Stekkjarnesið og Súgandafjörð til hinstu stundar. Rétt eins og ég og all- ir hinir elskuðu þig. Systkinakærleik- ar voru miklir og samheldni, því kom mér í raun ekki á óvart er ég heim- sótti þig á Nönnugötuna fyrir nokkr- um árum eftir að þú varst flutt suður að lenda í jólakortaveislu hjá þér milli jóla og nýárs. Hvílíkur fjöldi korta! Voru þau kannske þúsund? Ég var nokkra klukkutíma að fara gegnum þau þegar þú bauðst mér að lesa. Þar voru ekki aðeins kveðjur nánustu ást- vina, heldur ólíklegasta fólks, sem rataði á þínar fjörur í lífsins ólgusjó. Ég get ekki látið hjá líða að minnast elsku sona ykkar beggja, mömmu minnar og þinnar. Báðir utanhjóna- bandsbörn, sem komust til æðstu metorða, hvor á sínu sviði. Þið elsk- uðuð þá báða frá dýpstu hjartans rót- um - annar þjóðháttafræðingur í Kan- ada og höfundur um 20 bóka um Íslendinga vestanhafs - nú látinn, og hins vegar höfundar ómetanlegs fróð- leiks um Vestfirði og Vestfirðinga allra tíma. En það þýddi ekki að þið elskuðuð ekki hin börnin ykkar. Þau hafa öll komist til frama og góðra verka upp til hópa. Ekki veit ég hvort allir verða að englum er þeir kveðja þetta líf? En þú, Sigga mín, þú varst engill í þessu lífi hér. Meira að segja engilbjart hár þitt bar vitni um það. Núna þegar við kveðjum þig, gáfaða jóladrottningu allra tíma, 93ja ára gamla óskólagengna gáfumanneskju í lífsins ólgusjó, fögnum við komu frels- arans Jesú Krists, sem nærir okkur af kærleika sínum alla daga í boðun friðar og fagnaðarerindis. Þú boðaðir alla tíð fagnaðarerindi og svo margir hlustuðu. Ég þakka þér fyrir þig, elsku frænka mín, þú varst gull í lífi svo margra - og einnig mínu. Nú hitt- ist þið mamma aftur eins og svo margir aðrir. Þakka þér samfylgdina. Vertu sæl. Ævar Harðarson, Suðureyri. ✝ Sigfinnur Sig-urðsson hagfræð- ingur fæddist í Stykkishólmi 16. febrúar 1937. Hann lést á Landspítala- háskólasjúkrahúsi aðfaranótt 20. des- ember, 66 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Skúlason verslunar- maður, f. 12.11. 1905, d. 14.1. 1972, og Soffía Sigfinnsdótt- ur, f. 30.5. 1917, d. 11.3. 1998. Hann var elstur níu systkina. Hinn 18. mars 1962 kvæntist Sigfinnur Helgu Sveinsdóttur, f. 8.2. 1941. Foreldrar hennar voru séra Sveinn Ögmundsson prófast- ur í Þykkvabæ í Rang., f 19.5. 1897, d. 1.10. 1979, og seinni kona hans Dagbjört Gísladóttir, f. 20.5. 1915. Börn Sigfinns og Helgu eru: 1) Dagbjört, f. 31.10. 1965, gift Ervin Árnasyni, f. 24.3. 1964. Þeirra börn eru: a) Aníta, f. 20.12. 1986, b) Alexander, f. 31.8. 1992, og c) Daníel, f. 28.1. 1994. 2) Soffía, f. 13.4. 1970, gift Gunnari Má Geirssyni, f. 21.4. 1968. Þeirra börn eru a) Andri og Bjarki, f. 8.7. 1993, og b) Sigfinnur Helgi, f. 12.12. 1996. 3) Sveinn, f. 9.1. 1973, maki Sonja Jónsdótt- ir, f. 7.11. 1976. Sigfinnur var kennari að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og stundaði nám í við- kiptafræði við Há- skóla Íslands en hélt árið 1958 til Þýska- lands til náms í hag- fræði, fyrst við há- skólann í Marburg en síðan í Köln og lauk þaðan prófi 1963. Meðan á Kölnardvöl- inni stóð starfaði Sigfinnur þrjú sumur í sendiráði Íslands í Bonn. Sigfinnur var starfsmaður Fast- eignamats ríkisins og Reykjavík- urborgar og starfaði sem borgar- hagfræðingur árin 1967–1972. Síðar var hann framkvæmdastjóri Sambands sunnlenskra sveitarfé- laga og bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum 1975–1976. Hann var hag- fræðingur Verslunarmannafélags Reykjavíkur í rúm sex ár og starf- aði síðar sjálfstætt við bókhalds- og skattaráðgjöf. Útför Sigfinns fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nótt og hugurinn reikar er mér ofvaxið þetta fallvalta líf? (Þorsteinn frá Hamri.) Hann Sigfinnur mágur minn lést að morgni 20. des. s.l. eftir stutta legu, en langvarandi heilsuleysi. Hugurinn reikar til baka, margs er að minnast og margt ber að þakka. Helga systir mín og Sigfinnur kynntust ung að árum, þau voru glæsilegt par, svo eftir var tekið. Þau voru gefin saman í mars 1960 í kirkj- unni gömlu í Þykkvabænum, þar sem faðir okkar hafði þjónað lengi. Þar höfðum við systur alist upp saman en nú hlutu leiðir að skiljast. Ungu hjón- in fluttu til Þýskalands nokkrum dögum eftir brúðkaupið, þar sem þau bjuggu til ársloka 1963. Til Kölnar kom ég til ársdvalar og deildi með þeim heimili. Þrátt fyrir þröngan fjárhag voru heimsóknir í Kölnaróperuna tíðar, svo og í kvik- mynda- og kaffihús. Þetta var skemmtilegur tími, þegar eftirvænt- ingin liggur í lofti og ekkert er ómögulegt. Að loknu námi hófst alvara lífsins, þau hófu búskapinn smátt, en brátt höfðu þau búið sér fallegt heimili, heimili sem alla tíð stóð mér opið og var sem mitt eigið. Hvarvetna var það með glæstum menningarbrag, Sigfinnur var höfðingi heim að sækja, örlátur og bóngóður. Gæfa hans í lífinu var tryggur lífsförunaut- ur og börnin þrjú . Að leiðarlokum vil ég sérstaklega þakka honum umhyggju hans og vin- áttu við föður minn. En fyrst og síð- ast vil ég þakka fyrir að hafa fengið að eiga hlutdeild í lífi barna þeirra, - það hefur veitt mér ómælda gleði. Ég votta Helgu og fjöskyldu inni- lega samúð. Guðrún Gyða Sveinsdóttir. SIGFINNUR SIGURÐSSON Kæri Sigfinnur. Mig langar í fáum orðum til að þakka þér sam- fylgdina, góðsemina og vináttuna á liðnum árum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ég sendi Helgu minni, Dag- björtu, Soffíu, Sveini og fjölskyld- unni allri mínar hjartans sam- úðarkveðjur. Fríða. HINSTA KVEÐJA ✝ Þráinn Finn-bogason fæddist í Reykjavík 13. júní 1945. Hann lést í Reykjavík 18. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Finn- bogi Finnbogason, f. 6. september 1909, d. 21. mars 1996, og El- ín J. Jónasdóttir, f. 28. nóvember 1914. Systkini Þráins eru: Jónas, f. 1936, kvænt- ur Kristínu Arnalds, f. 1939, Edda, f. 1937, gift Guðgeiri Pedersen, f. 1938, bróðir sammæðra er Matthías Ax- elsson, f. 1958 og bróðir samfeðra er Finnbogi, f. 1951, kvæntur Sig- ríði Kristinsdóttur, f. 1952. Þráinn kvæntist 5. desember 1970 Soffíu Hjartardóttur. Þau skildu barnlaus. Börn hans eru: 1) Björk, f. 29. júlí 1976, maður hennar er Hlynur Þ. Sigur- jónsson, f. 1964 og dóttir þeirra er Diljá Ösp, f. 2003, 2) Birna, f. 13. desem- ber 1978, og 3) Þór, f. 10. maí 1982. Þráinn varð stúd- ent frá MR 1965 og hóf nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands 1965 og lauk exam. pharm prófi 1969. Vann um árabil í Ingólfsapóteki, sá um lyfjabirgðir á Hrafnistu í Reykjavík og Hafn- arfirði. Einnig starfaði hann við Borgarapótek og síðustu ár í Lyfju. Útför Þráins fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Æskuvinur minn, Þráinn, er látinn fyrir aldur fram og minningar hrann- ast upp. Við bundumst vináttubönd- um þegar við hófum nám í gagn- fræðaskólanum við Lindargötu. Allar götur síðan höfum við verið samferða og því er söknuðurinn mikill og margs að minnast. Okkur leið vel í Lindar- götuskólanum enda störfuðu þar margir úrvalskennarar undir styrkri stjórn hins mikla skólamanns Jóns Á. Gissurarsonar. Áhugi okkar á fram- haldsnámi var vakinn og fylgdumst við að á þeirri braut. Leiðin lá í lands- prófið við Vonarstræti og þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. Lengst af vorum við sessunautar. Deildum sömu áhugamálum. Samskiptin á þessum árum voru því mikil og m.a. minnist ég ánægjulegra stunda sem við áttum í sumarbústað fjölskyldu Þráins við Elliðavatn. Þráni var margt til lista lagt. Hann var góður námsmaður. Það henti hann hins vegar eins og svo marga aðra, þ. á m. undirritaðan, að láta námið stundum sitja á hakanum en sinna þeim mun meira áhugamálun- um. Um tíma voru boltaíþróttirnar fyrirferðamiklar en síðar skákin og bridgeíþróttin. Sérstaklega var bridge okkur hugleikið og mér er nær að halda að á vissu skeiði á mennta- skólaárunum höfum við lesið fleiri bridgebækur en námsbækur. En allt þetta dekur við áhugamálin kom þó ekki í veg fyrir að öllum prófum væri lokið á tilskildum tíma. Þráinn tók um árabil virkan þátt í keppnisbridge og eitt árið var hann hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli í tvímenning. Makker hans var lands- þekktur spilari Jóhann Jónsson, bet- ur þekktur sem Jói Sigló. Fyrir síð- ustu umferðina voru þeir félagar langefstir og gullið blasti við. En rak- in óheppni elti þá og titillinn gekk þeim úr greipum. Þráinn tók við silf- urverðlaununum með rósemd þótt vonbrigðin væru mikil. Við Þráinn völdum okkur ólíkan starfsvettvang en samgangur okkar gegnum árin hefur ávallt verið mikill. Ekki síst við bridgeborðið þar sem m.a. gamlir menntaskólafélagar hafa hist. Nú verður þar skarð fyrir skildi. Þó Þráinn væri gæddur mörgum kostum, - glæsileika, líkamlegu at- gervi, góðum gáfum, hógværð og elskulegu viðmóti -, var líf hans ekki alltaf dans á rósum. En hann var dul- ur um eigin hagi. Það var ekki hans máti að ónáða vini sína ef eitthvað bjátaði á. Þegar við komum saman var það til að létta af okkur amstri hversdagsins og þannig hefur það verið alla tíð. Ég kveð með söknuði náinn vin og votta Elínu móður Þráins, börnum hans, systkinum og öðrum vanda- mönnum mína dýpstu samúð. Megi minningar um góðan dreng vera ykk- ur styrkur í sorginni. Georg Ólafsson. Einn sá skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst um ævina er fallinn frá. Kynni okkar hófust í M.R. Þessi glæsilegi og lífsglaði drengur, dökkur á brún og brá, vakti alls staðar at- hygli, ekki síst hjá kvenþjóðinni. Við völdum sama framhaldsnám og unn- um saman um tíma í gamla Ingólfs- apóteki. Stangveiðin var okkar sam- eiginlega áhugamál og fórum við saman í margar skemmtilegar veiði- ferðir. Árin liðu en tengslin rofnuðu ekki þó ég flytti út á land. Margar voru ferðirnar á hið ægifagra urriða- svæði Laxár í Mývatnssveit. Hann var alltaf sami glaði drengurinn, mik- ill aufúsugestur á heimili okkar hjóna á Húsavík og einn minn besti og skemmtilegasti veiðifélagi. Lítið var rætt um alvöru lífsins í þessum ferð- um en því meira gert að gamni sínu. Síðasta sumar ætluðum við saman til veiða. Báðir hlökkuðum við mikið til en því miður ollu veikindi hans því að hann komst ekki. Það voru okkur báð- um mikil vonbrigði. En ég þakka for- sjóninni fyrir að hafa fengið að njóta samvista Þráins svo marga daga á ár- bökkum íslenskra veiðivatna. Hann mun ætíð verða mér ofarlega í huga þegar ég kasta flugu á fagran hyl. Ég votta móður, börnum og systk- inum hans mína dýpstu samúð. Vigfús Guðmundsson. Með fráfalli Þráins Finnbogasonar hefur kvatt mikill vinur og félagi í áratugi. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an í þriðja bekk MR veturinn 1962. Þráinn var óvenju glæsilegur ungur maður, með svart liðað hár, konung- legt nef, fríður sýnum og með smit- andi hlátur sem unun var að heyra. Hann var skemmtilegur maður enda hafði hann til að bera ágætar gáfur og góðan húmor. Þráinn hafði þægilega návist enda skiptu samverustundirn- ar þúsundum við spil, veiðiskap og gleðskap í góðra vina hóp. Þráinn útskrifaðist sem lyfjafræð- ingur frá Háskóla Íslands og hóf ung- ur störf í Ingólfs Apóteki, sem þá var í eigu Guðna heitins Ólafssonar apó- tekara, þar sem hann vann um langt árabil og gat sér gott orð sem fagmað- ur á sínu sviði og naut vinsælda sam- starfsfólks síns. Síðan starfaði hann árum saman við Apótek hjúkrunar- heimilis Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Þráinn var frekar dulur maður um einkalíf sitt og einkahagi og naut hann ekki eigin fjölskyldulífs nema að litlu leyti. Börn hans þrjú héldu þó góðu sambandi við föður sinn og styrktist það samband með árunum honum til mikillar gleði. Þá var Þrá- inn alltaf uppáhaldsfrændi systkina- barna sinna sem hann sá oft. Um ára- bil tók Þráinn mikinn þátt í bridge- íþróttinni þar sem hann var mjög farsæll spilari auk þess sem hann átti fjölda annarra áhugamála, svo sem útivist, og lestur ljóða og annarra bókmennta sem hann hafði næman smekk fyrir. Þráinn var barngóður með afbrigðum og mikill vinur vina sinna. Hann var umtalsfrómur. Vin- átta okkar í yfir 40 ár var djúp og gef- andi enda var komu hans ætíð fagnað af fjölskyldunni þegar hann birtist í dyrunum. Á síðari árum tók að halla undan fæti í lífi hans en Þráni tókst með harðfylgi að rétta líf sitt af og í fimm ár átti hann innihaldsríkt líf sem hann notaði til að styrkja samband sitt við fjölskyldu sína, börn og vini. En síðan sortnaði á ný. Hans er nú sárt saknað. Megi for- sjónin blessa börn hans og fjölskyldu og veita þeim styrk. Ljúfa minningu um góðan dreng og mikinn vin eigum við eftir. Þorsteinn Ólafsson og fjölskylda. Elsku Þráinn, við kveðjum þig með söknuði og varðveitum minninguna ætíð. Upp hef ég augu mín, alvaldi Guð, til þín. Náð þinni’ er ljúft að lýsa, lofa þitt nafn og prísa. Allt er að þakka þér það gott, sem hljótum vér um allar aldaraðir, eilífi ljóssins faðir. Vér erum gleymskugjörn, gálaus og fávís börn, en þú, sem aldrei sefur, á öllum gætur hefur. Ég veit, að aldrei dvín ástin og mildin þín, því fel ég mig og mína, minn Guð, í umsjá þína. (Herdís Andrésdóttir.) Elsku Björk, Birna, Þór og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Regína Guðbjörnsdóttir og synir. ÞRÁINN FINNBOGASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.