Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 11.30 Sýnd kl. 12. Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 11. B.i. 14. Pow er- sýni ng kl. 11 og12 ámið nætt i Sýnd kl. 12, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 10 og powersýningar kl. 11 og 12 á miðnætti  Kvikmyndir.com „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.comkl. 12, 4, 8 og 12 á miðnætti EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ Yfir 40.000 gestir á 5 dögum! Gleðilegt nýtt ár „Besta mynd ársins.“ SV MBL Sýnd kl. 2. Með ísl. tali. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og kraftsýning kl. 12.  Kvikmyndir.com KRAFT SÝNIN G KL. 12 Will Ferrell  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ Yfir 40.000 gestir á 5 dögum! „Besta mynd ársins.“ SV MBL Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsalan hefst í dag 30-70% afsláttur ÁRIÐ 1987 kom út skáldsagan Kaldaljós og skipaði Vigdísi Gríms- dóttur í hóp áhugaverðustu rithöf- unda þjóðarinnar. Meðal þeirra sem heilluðust af bókinni var ungur kvik- myndagerðarmaður sem vildi kvik- mynda hana og nú, 16 árum síðar, er sú kvikmynd fullsköpuð. Meðal þess sem leikstjórinn, Hilmar Oddsson, og samstarfsfólk hans hefur glímt við á þessu tímabili eru spurningar um hvernig laga megi hina áhrifaríku sögu Vigdísar að hvíta tjaldinu, og er ljóst að mikil hugsun hefur verið lögð í handritsvinnuna og alúð í útfærslu hennar. Niðurstaðan er gullfalleg kvikmynd sem hefur gríðarlega sterkan tilfinningalegan slagkraft og notast á markvissan hátt við sjónræn- ar og táknrænar lausnir við að miðla sögunni. Það er í sjálfu sér áhugavert að sjá byggt á söguheimi Kaldaljóss í kvik- myndaformi, í miðli sem er mynd- rænn í eðli sínu. Skáldsagan er mjög ljóðræn og myndræn, uppfull af sterku myndmáli og birtir lesendum á áhrifaríkan hátt innri heim einstak- lings, aðalpersónunnar Gríms Her- mundssonar. Myndlist og myndræn tjáning er sterkur þáttur í sögunni, en einnig hið yfirnáttúrulega, óáþreifan- lega og kannski síðast en ekki síst hið ósegjanlega og óskiljanlega. Sem barn og síðar sem ungur maður upp- götvar Grímur að tilveran á sér ljósar og dökkar hliðar, og reynir með sinni næmu og skörpu en viðkvæmu lund að meðtaka þær staðreyndir að í lífinu felst mikil grimmd, því fylgir dauði og sorg, höfnun og viðurkenning, en einnig gleði, ást og erótík. Hræðilegt slys og ástvinamissir eru miðjan í þessum innri átökum sögupersónunn- ar, þau eru risavaxið tilfinningalegt áfall sem litar alla hans tilveru og varpar á hana skugga sem stöðugt er glímt við. Áfallið verður að jafnvel enn skýr- ari miðju í kvikmyndafrásögninni, enda má segja að bygging hennar lýsi sér í nokkurs konar hringsóli um harmleikinn sem greyptur er í vitund aðalpersónunnar. Kvikmyndin er langt frá því að vera hefðbundin í upp- byggingu, heldur skapar kvikmynda- gerðarmaðurinn sér byggingarstíl sem hentar þessari tilteknu sögu, og leysir verkið mjög vel af hendi. Þann- ig er sú leið farin að stokka upp og tvinna saman hina tvískiptu frásögn skáldsögunnar, sem lýsir annars veg- ar Grími á barnsaldri og síðar á full- orðinsaldri, annars vegar æsku hans í firðinum undir Tindi og hins vegar í borginni, annars vegar fyrir og hins vegar eftir atburðinn. Kvikmyndin flakkar á lipran hátt milli tímasviða og er harmleikurinn þar alltumlykj- andi. Áhorfandinn veit nokkurn veg- inn hvað gerðist, þó svo að ekki sé horfst í augu við full áhrif atburðarins fyrr en undir lok frásagnarinnar. Stundum er afturhvarfinu til æskuár- anna miðlað undir formerkjum end- urlits, eða minningarhugsana, og opn- ar sú útfærsla fyrir möguleikann á að skoða æskuþáttinn sem eitt stórt en brotakennt uppgjör í huga hins full- orðna og tilfinningalega skaddaða Gríms. Með þessu móti næst fram sterk heildarbygging, jafnframt því sem áherslusviðið er þrengt niður í hæfilegt umfang fyrir kvikmynda- formið. Leikstjórinn er óhræddur við að nálgast kvikmyndina sem sjálf- stæða sögu, að endurvinna og túlka marga þætti hennar, þó svo að innst inni sé hún trú hinum margflókna Glímt við skuggana Kvikmyndir Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka Leikstjórn: Hilmar Oddsson. Handrit: Hilmar Oddsson og Freyr Þormóðsson. Byggt á skáldsögu eftir Vigdísi Gríms- dóttur. Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Pálsson. Klipping: Sigvaldi J. Kárason. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Leik- mynd: Sigurjón Jóhannsson. Förðun: Ásta Hafþórsdóttir. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Hljóðhönnun: Paul Wright- son og Kjartan Kjartansson. Aðal- hlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Áslákur Ingvarsson, Kristbjörg Kjeld, Ruth Ólafs- dóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Þórey Sig- þórsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Edda Heiðrún Backman. Ísland. Íslenska kvikmyndasamsteypan, 2003. Kaldaljós HINIR ódauðlegu Stuðmenn fögn- uðu nýju ári með því að halda ára- mótadansleik á skemmtistaðnum NASA. Dansleikurinn var vel sóttur og að venju var mikil ánægja ríkjandi með framgöngu sveit- arinnar. Stuðmenn fögnuðu nýju ári á NASA Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.