Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ B ækur hafa alla tíð verið hjartfólginn hluti tilveru minnar. Þegar ég lít um öxl, gengur upprifjunin oftar en ekki út frá því, hvaða bækur ég var að lesa, fremur en að tíunda eitthvað annað sem ég hafði fyrir stafni. Árin með Árna í Hraunkoti eru til dæmis dýr- mætur kafli í bernskuminning- unni og árið, sem ég las Bréf til Láru, stendur upp úr unglings- árum mínum. Þannig get ég þreifað mig eftir bókahillunni. Nýliðið ár var mér gleðilegt bókaár. Reyndar verð ég fyrst að setja þá varinhellu fyrir mínum bókadyrum, að í fyrra tók ég mér enga nýja ljóða- bók í hönd. Það var ekki vegna þess að for- vitnileg ljóð væru ekki á ferðinni, það voru þau svo sannarlega og þar á meðal skáld, sem mér eru kær af fyrri kynnum, heldur æxlaðist þetta bara svona. Og nú er of seint að bæta úr því! En heita má því að gera bragarbót hið fyrsta og láta þessa tilviljun ekki bitna á ljóðabókum liðins árs. Má samt vera að ég minnist 2003 sem árs- ins þegar ég las enga ljóðabók. Ég sé til með það. Annars er sennilega meira vit að tíunda eitthvað sem ég las heldur en að halda því á lofti, sem ég las ekki! Ég hef reyndar nefnt, bæði í Við- horfi og Lesbók, nokkrar bækur, sem urðu mér fagnaðarfundur á síðasta ári. Og nú ætla ég að hefja nýtt ár með því að segja frá einni bók til viðbótar; þetta er bókin Af norskum rótum – gömul timburhús á Íslandi. Má vera að þrátt fyrir góð skáldverk verði hún bók ársins 2003 í mínum huga, bæði sjálfrar sín vegna og fyrir tengsl við annað hús, sem nú á að kæfa undir hóteli við Að- alstræti í Reykjavík. Í formála Kjell H. Halvorsen, fyrrum sendiherra Noregs á Ís- landi, kemur fram að bókina Af norskum rótum – gömul timbur- hús á Íslandi megi rekja til for- vitni hans um það sem gæti verið „norskt“ á Íslandi. Sú forvitni færði honum sögur af norskum húsum, sem hann langaði til að grafast nánar fyrir um. Afrakst- urinn er þessi bók, sem segir ekki einvörðungu sögu gamalla timburhúsa, heldur greinir hún einnig frá þróun íslenzks sam- félags og samskiptum Íslendinga og Norðmanna fyrir liðlega einni öld. Hjörleifur Stefánsson segir í kafla um norsk áhrif í íslenzkri byggingarsögu, að svonefnd „katalóghús“ séu áþreifanlegustu vitnisburðir byggingarmenning- arstrauma frá Noregi til Íslands. „Elstu hús sem varðveist hafa hér á landi og með vissu eiga uppruna sinn í Noregi eru frá seinni hluta 18. aldar og þau eru örfá. Fáein hús frá fyrri hluta 18. aldar kunna að vera af norskum rótum, en það verður þó ekki tal- ið óyggjandi, Katalóghúsin (innsk.: þ.e. fullbúin hús eftir vörulista) frá því um aldamótin 1900 eru hins vegar æði mörg.“ Þegar sleppir köflum um norsk áhrif á íslenzka byggingarsögu, timburhús í Evrópu og Noregi, forsmíðuð hús og hval- og síld- veiðar Norðmanna við Ísland, taka við kaflar um einstök hús á fimm stöðum; Reykjavík – mið- stöð stjórnsýslu, Seyðisfjörður – norski bærinn, Akureyri – höfuð- staður Norðurlands, Siglufjörður – síldarbærinn og Ísafjörður og Vestfirðir – miðstöð hvalveiða. Allt varð þetta mér til gagns og gamans, en sem gamlan Sigl- firðing munar mig mest um kafl- ann um Siglufjörð. „Hér er ekki frásögn af merkilegum glæsi- húsum sem flutt voru til Íslands í þágu landsmanna, heldur húsum, sem reist voru af Norðmönnum sjálfum og þjónuðu þeim í mikl- um umsvifum í síldarútveginum, hús sem eru hin sýnilegu dæmi um mikilvægan þátt Norðmanna í atvinnusögu Íslendinga á 20. öld.“ Þarna er margt um mikil at- vinnuhús, en Róaldsbrakki, sem nú hýsir Síldarminjasafnið, segir Örlygur Kristfinnsson, safnvörð- ur og höfundur Siglufjarðarkafl- ans, að sé „eitt glæsilegasta síldarhúsið sem byggt var hér- lendis.“ Annað hús er norska sjó- mannaheimilið, þar sem nú er Tónlistarskóli Siglufjarðar. Ekki eru mörg íbúðarhús í Siglufirði innflutt frá Noregi, en nokkur af norskum toga og kemur skemmtilega á óvart að sjá þarna gamlan nágranna; húsið Hverfis- götu 2, sem (norski) bygginga- fræðingurinn Sverre Tynes reisti fjölskyldu sinni, en sjálfur er ég fæddur og alinn upp í Hverfis- götu 4. Hjörleifur Stefánsson segir í bókarkafla sínum, að við nánari umhugsun sé auðvitað ljóst, að hús hafi ekki einasta verið flutt frá Noregi til Íslands um alda- mótin 1900. „Líklega hafa hús verið flutt tilsniðin frá Noregi þegar á fyrstu árum búsetu nor- rænna manna á Íslandi og senni- lega hefur slíkur innflutningur átt sér stað á öllum öldum síðan.“ Það er svo saga til næsta bæj- ar, að meðan við höldum ótrauð til haga þessum áhrifum norsk- um í okkar húsakosti, þessu síð- ara „landnámi“ Norðmanna á Ís- landi, þá skuli ráðamenn Reykjavíkur án minnsta hiks moka heilu hóteli ofan á þau norsku húsagerðaráhrif, sem ís- lenzk urðu þúsund árum fyrr; grunn fyrsta landnámsmannsins frá Noregi. Þetta óðagot við Aðalstræti er með ólíkindum og líka hitt, hversu tómlátir flestir eru um þessa framkvæmd. Má vera að menn muni ekki til hennar í þeirri skeggöld, sem geisar í þjóðfélaginu. Það mun þó fara svo, að þessi hótelbygging verður talin með mestu óhappaverkum liðins árs; eitt tákn þeirrar taum- lausu græðgi, sem nú ríður hús- um á Íslandi og er ekkert heilagt, ekki einu sinni árdagur íslenzku þjóðarinnar. Í þeirri von að menn snúi frá villu síns vegar, óska ég sér- hverju okkar meira ljóss og gam- ans, og farsældar og friðar á nýju ári. Af norskum landnámum Hér segir af norskum landnámum á Íslandi, hvernig við höfum þau síðari í hávegum en hirðum lítt um það fyrsta og ætlum reyndar að grafa það í hótel- kjallara gleymskunnar og græðginnar. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Hún Dísa er dáin. Dísa á Núpum. Eftir móður minni, Ólöfu Gissurar- dóttur, komst hún næst því að vera mamma mín frá fimm ára aldri fram á unglingsár. Þegar ég kom frá Reykjavík að Núpum vorið 1941 stóð nú víst ekki til að ég ílentist þar held- ur yrði um sumardvöl að ræða. En atvikin höguðu því svo að þessi sum- ardvöl stóð í tólf ár. Vorið 1941 voru fimm manns í heimili á Núpum. Búsforráð höfðu hjónin Helgi Bjarnason og Agnes Sigmundsdóttir. Helgi var ættaður frá Hörgsdal á Síðu en hafði alist upp á Blómsturvöllum í Fljótshverfi og búið þar uns hann fluttist að Núpum aldamótaárið 1900 en faðir heima- sætunnar, Agnesar, lést það ár. Helgi og Agnes bjuggu síðan á Núp- um til dauðadags og eignuðust þrjú börn, tvær dætur og einn son. Þegar ég kom að Núpum voru dæturnar, Elín Helga og Margrét, flognar úr hreiðrinu, en sonurinn, Sigmundur Þorsteinn, bjó þar áfram og 1939 flutti til hans heitkona hans, Þórdís Ólafsdóttir, sú sama og hér er minnst. Dísa fæddist á Blómsturvöll- um og ólst þar upp líkt og gert hafði Helgi tengdafaðir hennar einni kyn- slóð fyrr. Auk þess bjó á Núpum bróðir Agnesar, Jón Hjörtur, þannig að þegar ég bættist við vorum við sex í heimili og þannig var það lengst af meðan ég dvaldi á bænum. Dísa er sú síðasta af Núpafólkinu sem fellur frá og jafnframt síðust í systkinahópn- um frá Blómsturvöllum. Þau dóu öll barnlaus. Núpar (upphaflega Gnúpar) eru landnámsjörð í Fljótshverfi, aust- ustu sveit í Vesturskaftafellssýslu. Landnámsmaðurinn hét Bárður ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR ✝ Þórdís Ólafsdótt-ir fæddist á Blómsturvöllum í Fljótshverfi 13. októ- ber 1913. Hún lést á Klausturhólum, dvalarheimili aldr- aðra á Kirkjubæjar- klaustri, 23. desem- ber síðastliðinn. Móðir hennar var Guðríður Þórarins- dóttir, f. 1878, d. 1962, en faðir henn- ar var Ólafur Filipp- usson, f. 1868, d. 1921. Systkini Þór- dísar voru: Guðlaugur, f. 1898, d. 1977, óskírt sveinbarn, f. 12. jan- úar 1900, d. 19. janúar sama ár, Elín Ólöf, f. 1901, d. 1954, Margrét Jónína, f. 1904, d. 1983, og Guð- jón, f. 1916, d. 1999. Þórdís verður jarðsungin frá Kálfafellskirkju í Fljótshverfi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Heyjangurs-Bjarnar- son og eru af honum merkilegar frásagnir í Landnámabók. Ætla ég ekki að rifja þær upp hér en get þó ekki stillt mig um að minn- ast á eitt atriði: Synir Bárðar tveir hétu Sig- mundur og Þorsteinn, þ.e. sömu nöfnum og tíðkuðust í ætt Agnesar á Núpum. Hafði kannski ættarbandið frá Bárði aldrei slitn- að? Svari því fróðari menn en ég. Alkunna er að alþýða manna hér á landi bjó við kröpp kjör og útbreidda fátækt á síðari öldum, allt þar til tók að rofa til upp úr 1900. Ekki mun hallað á aðra landshluta þó fullyrt sé að lökust hafi lífsskilyrðin verið í Vesturskaftafellssýslu austanverðri og ber þar margt til: einhæfir bú- skaparhættir (eingöngu sauðfjár- rækt), hafnleysi (nánast engir mögu- leikar á sjósókn), erfiðar samgöngur (miklar vegalengdir og óbrúuð stór- fljót), náttúruhamfarir (eldgos, frostavetur og graslaus sumur) og fleira. Í kjölfar Skaftárelda lögðust allir bæirnir tíu í Fljótshverfi í eyði í nokkur ár. Á kuldaskeiðinu hundrað árum seinna, á árunum 1881-87, lá við að allt færi á sömu leið. Höfuð- ástæðan í bæði skiptin: sauðféð sem afkoma fólks byggðist á hafði strá- fallið og aðeins brot af stofninum komist af. Það segir sig sjálft að fólk sem lifði af slíkar og viðlíka þrengingar var harðgert og stælt. Og þannig komu Fljótshverfingar mér fyrir sjónir þegar ég var barn og unglingur. Líka Dísa á Núpum. Einkennandi þættir í eðlisfari hennar og margra íbúa sveitarinnar voru æðruleysi, ósérhlífni og dugnaður; tilfinningar voru ekki bornar á torg; menn tóku því sem að höndum bar og undu glaðir við sitt. Að sjálfsögðu höfðu orðið ýmsar framfarir í Vesturskaftafellssýslu árið 1941 þegar ég gerðist Fljóts- hverfingur. Búið var að leggja vegi og brúa helstu ár, bændur höfðu eignast áhöld til jarðvinnslu og öfl- unar heyja: plóga, herfi, sláttuvélar, rakstrarvélar o.s.frv. Ekkert af þessum tækjum var þó vélknúið heldur voru þau knúin áfram af hest- um. Á því varð ekki veruleg breyting fyrr en um áratug síðar. Húsakynni voru sömu gerðar og tíðkast hafði frá örófi alda. Eini munaðurinn í gamla torfbænum á Núpum var eldhús- kraninn sem gaf frá sér mjóa bunu af köldu vatni þegar skrúfað var frá. Á vetrum fraus stundum í leiðslunni og þá þurfti aftur að sækja vatnið í skjólum í bæjarlækinn (tæpa 200 m). Jú, ég gleymi annarri nýjung sem reyndar gjörbreytti fábreytninni í strjálbýlinu: útvarpið var komið! Þvílíkur undragripur! Og svo kom heimarafstöðin sem gaf frá sér 5 kw orku og leysti olíulampann og tað- eldavélina af hólmi. Smám saman birti af nýrri öld. Varla þó að ráði fyrr en ég var fluttur burt. Dísa á Núpum var í meðallagi há, grönn og bein í baki, andlitssvipur- inn geislaði af orku og stundum af nokkurri hörku. Sem barni stóð mér stöku sinnum svolítill beygur af henni en mér lærðist fljótlega að Dísa var sanngjörn og kröfur hennar til mín voru ávallt réttmætar. Hún var forkur til allra verka og ætlaðist til að aðrir væru það líka. En hún var líka mjög verkhög. Eitt árið var sett- ur upp vefstaður uppi á lofti í gamla bænum og Dísa óf ógnarlangan (fannst mér!) vaðmálsdúk og úr hon- um saumaði hún meðal annars fyrstu jakkafötin sem ég eignaðist á ævinni. Haldið ég hafi verið montinn! Ekki orðið stoltari af neinu klæðisplaggi sem ég eignaðist síðar um dagana. Seinna rann upp fyrir mér að Dísa var fjölfróð og skarpgreind. Hún hafði 17 ára gömul verið einn vetur við nám í Laugarvatnsskóla og eftir að ég fór sjálfur að ganga í skóla varð ég þess ákynja að hún og ekki síður Sigmundur heitmaður hennar byrgði með sér löngun til frekara náms. Dísa og Sigmundur hefðu bæði orðið úrvalsnámsmenn ef for- lögin hefðu gefið þeim kost á að stofna til lengri skólagöngu. Raunar er það svo að mín kynslóð er sú fyrsta í allri sögu Íslands sem al- mennt bauðst að ljúka framhalds- skólanámi, að ég tali nú ekki um langskólanámi. Þetta var bylting: menntunin var ekki lengur forrétt- indi fólks af yfirstétt. Ég varð vitni að því að Dísa minnt- ist ársins á Laugarvatni með gleði og minntist tveggja skólabræðra sinna þar, Gunnars Eggertssonar og Stef- áns Jónssonar, en sá síðarnefndi varð seinna þjóðkunnur rithöfundur og einkar vinsæll fyrir sérlega næm- ar og raunsannar lýsingar á börnum og unglingum. Og þessir skólabræð- ur Dísu voru líka kunnir róttækling- ar í stjórnmálum. Já, vel á minnst, stjórnmál. Í þeim efnum voru ákaf- lega hreinar línur í Vesturskafta- fellssýslu um miðja tuttugustu öld. Eldra fólkið fylgdi sjálfstæðismönn- um að máli en það yngra framsókn- armönnum. Í stórum dráttum hygg ég að þetta hafi verið svona: kynslóð- inni sem var ung upp úr aldamót- unum 1900 fannst að hún hefði unnið fullnaðarsigur þegar sjálfstæðisbar- áttunni gegn Dönum lauk og vildi síðan halda landi og þjóð sem mest í föstum skorðum; ekkert breytinga- brölt eða umbyltingu á gömlum hefð- um. Næsta kynslóð – kynslóð Dísu, stundum nefnd ungmennafélagskyn- slóðin, vildi bylta, hverfa frá gömlum búskaparháttum og taka vélar og ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í Álftagerði í Skaga- firði 29. september 1906. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 25. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Sig- fússon og Arnfríður Halldórsdóttir. Systkini Sigríðar voru sjö og eru þrjú þeirra á lífi. Eiginmaður Sigríð- ar var Jóhannes Guð- mundsson frá Ytra-Vallholti í Skagafirði, d. 5.10. 1971. Dætur Sigríðar og Jóhannesar eru Guðrún Jóhannes- dóttir, f. 7.6. 1938, gift Sigurði Ingi- marssyni og eiga þau þrjár dætur, og Val- gerður Jóhannes- dóttir, f. 8.9. 1940, gift Snorra Jónas- syni og eiga þau tvær dætur og einn son. Útför Sigríðar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur barnabörnin langar til að minnast ömmu okkar Sigríðar Ólafs- dóttur sem lést á jóladag 97 ára að aldri. Hún var yndisleg amma sem vildi öllum svo vel og hugsaði vel um sína. Það var svo gott að heimsækja hana á Heiðmörkina, alltaf tilbúin með ekta súkkulaði með rjóma og hlaðborð með dýrindis kræsingum svo ekki sé minnst á pönnukökurnar hennar sem voru bestu pönnukökur í heimi. Hún amma okkar lá sko ekki á skoðunum sínum heldur sagði alltaf hreint út það sem henni lá á hjarta, t.d. ef hárið á okkur var orðið of sítt og toppurinn kominn niður í augu sagði hún alltaf: „Þið þurfið nú að fara að láta klippa á ykkur toppinn upp á mitt ennið svo þið sjáið eitthvað út.“ Hún vildi hafa alla stuttklippta. Í janúar árið 2000 fór amma okkar á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði, það var mikil breyting fyrir hana að fara úr sínu húsi og á Dvalarheimilið og tók það sinn tíma að átta sig á því. Þegar við fórum að heimsækja hana þangað fannst henni ómögulegt að geta ekki gefið okkur neitt meðlæti eins og hún var vön að gera í húsinu sínu. Því var nú fljótt reddað og hvert einasta skipti sem við komum í heim- sókn var okkur alltaf gefið konfekt sem hún var með í skál á kommóð- unni sinni. Öll fjölskyldan sá til þess að hún ætti alltaf nóg af konfekti til að gefa gestum og starfsfólkinu, enda vildi hún bara fá konfekt í jólagjöf, þ.e.a.s. ef við vildum endilega gefa henni eitthvað sem henni fannst vera óþarfi. Ömmu leið vel á Dvalarheimilinu og er það frábæru starfsfólki að þakka sem hugsaði einstaklega vel um hana. Undir það síðasta var amma okkar orðin veik og kvaddi hún okkur sátt. Hvíl þú í friði. Þú munt alltaf eiga þér stað í hjörtum okkar. Þín barnabörn Guðrún, Jóhanna og Jóhannes. SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.