Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 31 DAGBÓK Söfnunarsíminn er 907 2020 Rauði kross Íslands til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í íran Opið virka daga kl. 8.00-17.00 Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Laugavegi 170, 2. hæð 105 Reykjavík Sími 552 1400 fax 552 1405 FOSSVOGUR GLEÐILEGT ÁR Skrifstofur Foldar eru lokaðar í dag, en við bendum á gsm-síma sölumanna atvinnuhúsnæðis: Böðvar 892 8934 og Helgi 897 2451. Til sölu eða leigu þetta glæsilega 1015.9 fm atvinnuhúsnæði þar sem FLAGA er nú til húsa. Húnæðið er staðsett á friðsælum stað í Fossvoginum við rætur Öskjuhlíðar. Einstök staðsetn. miðsvæðis í borginni, en þó fjarri öllum skark-ala. Teikningar og frekari upplýsingar eru á skrifstofu Foldar. 6350 Á NÝÁRSDAG 1845 Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á ég samt, og annast vil ég þig, hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu, er himin sér og unir lágri jörðu, og þykir ekki þokan voðalig. Ég man þeir segja: „Hart á móti hörðu“, en heldur vil ég kenna til og lifa, og þó að nokkurt andstreymi ég bíði, en liggja eins og leggur uppi í vörðu, sem lestarstrákar taka þar og skrifa, og fylla, svo hann finnur ei, af níði. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Hjónin Björgvin Björgvinsson lögg.fasteignasali og Marólína Erlendsdóttir eru 50 ára í dag, 2. janúar. Þar sem þau eru að heiman á afmælisdaginn verður vinum og vandamönnum boðið til afmælisveislu að Garðsstöðum 51 þegar betur viðrar. SUÐUR spilar fjögur hjörtu í tvímenningi og þarf að velja á milli þriggja leiða í öðrum slag: Norður ♠Á1043 ♥K2 ♦KD9 ♣KD9 Suður ♠K86 ♥ÁD7543 ♦32 ♣G5 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Allir pass Vestur leggur niður tíg- ulás í byrjun, en skiptir síðan yfir í smátt lauf. Hvernig á að spila upp á tólf slagi? Þrennt kemur til greina. Í fyrsta lagi má einfaldlega svína fyrir laufkónginn. Ann- ar möguleiki er að henda spaða í tígul, spila öllum trompunum og henda laufum úr borði. Þá byggist upp þvingun ef sami mótherji er með laufkóng og spaðavald- ið, fjórlit eða DG. Þriðja leið- in (og sennilega sú besta) er að taka með ás, henda lauf- gosa niður í tígul og reyna að trompa út laufkónginn þriðja. Falli hann ekki er enn möguleiki á þvingun ef mót- herjinn með laufkóng á líka fjórlit í spaða. Þá eru tromp- in öll tekin og í endastöðunni á blindur Á10 í spaða og drottningu í laufi, en heima er sagnhafi með Kxx í spaða. Spilið er frá Minning- armóti Harðar Þórðarsonar um síðustu helgi og það var sama hvaða leið var valin – það var engin leið að ná í tólfta slaginn: Norður ♠Á1043 ♥K2 ♦KD9 ♣ÁD93 Vestur Austur ♠G52 ♠D97 ♥G9 ♥1086 ♦ÁG1064 ♦875 ♣762 ♣K1084 Suður ♠K86 ♥ÁD7543 ♦32 ♣G5 Fyrir ellefu slagi í hjörtum fengust aðeins 20 stig af 52 mögulegum, enda voru tví- menningshaukarnir flestir í þremur gröndum. Og þar fengu margir tólf slagi eftir lauf út frá austri. BRIDS Umsjón Guðm. Páll GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 2. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari og Jóhann Ingjaldsson, fv. aðalbókari Seðlabankans, Sæviðarsundi 60, Reykjavík. Þau eru að heiman í dag. 60 ÁRA afmæli. BergurVernharðsson slökkviliðsmaður, sjómað- ur, jeppakarl og dellukarl, Elliðavöllum 2, Keflavík, verður sextugur sunnudag- inn 4. janúar nk. Hann mun ásamt konu sinni, Margréti, taka á móti gestum hinn 3. janúar í safnaðar- og félags- heimilinu Innri-Njarðvík frá kl. 20. Hjónin vona að fjöl- skylda, vinir og kunningjar komi og samfagni þeim á þessum tímamótum. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. O- O-O Bb4 9. f3 Re5 10. Rb3 b5 11. Kb1 Be7 12. Bd4 d6 13. Df2 O-O 14. g4 Bb7 15. Bb6 Db8 16. Ra5 Hc8 17. Bd4 b4 18. Ra4 Staðan kom upp í öflugu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Pamplona á Spáni fyrir skömmu. Svissneski stórmeistarinn Yan- nick Pelletier (2604) sneri nú laglega á undrabarnið Sergey Karjakin (2562). 18... Rxe4! 19. fxe4 Bxe4 20. Bxe5 Bxc2+ 21. Dxc2 Hxc2 þó að hvítur hafi hrók og tvo létta menn fyrir drottn- ingu þá stendur svartur til vinnings þar sem hann er mörgum peðum yfir. Í fram- haldinu barðist hvítur um hæl og hnakka en án árang- urs. 22. Bxd6 Bxd6 23. Kxc2 Dc7+ 24. Kb3 Dxa5 25. Hxd6 Hd8 26. Hxd8+ Dxd8 27. Bc4 a5 28. a3 Db8 29. Ka2 bxa3 30. bxa3 Df4 31. Rb2 Dxg4 32. Hd1 g5 33. Hd3 Df4 34. h3 h5 35. Hc3 g4 36. hxg4 hxg4 37. Be2 g3 38. Bf3 Dd2 39. Hc4 f5 40. Hc8+ Kg7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert stórhuga og gerir miklar kröfur til þín og nærð því yfirleitt mjög góðum árangri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gærdagurinn var erfiður en dagurinn í dag verður betri. Við þurfum bara stundum að reka okkur á það að við getum ekki gert allt það sem við vilj- um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið er í merkinu þínu og því líður þér betur í dag en í gær. Leggðu hart að þér fram- an af degi og taktu það svo ró- lega í eftirmiðdaginn. Dag- urinn hentar ekki vel til innkaupa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert svolítið einræn/n í dag. Samskiptin ganga vel en þig langar þó mest til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú þarft á rósemi að halda. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagurinn hentar vel til sam- ræðna við góða vinkonu. Það kemur þér ánægjulega á óvart hversu mikið trúnaðartraust ríkir á milli ykkar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yf- irmenn en gærdagurinn. Leit- aðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita. Bíddu til morguns með að skuldbinda þig til nokkurs. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti við menntastofnanir og aðila sem tengjast útgáfu- starfsemi og öðrum löndum ættu ganga betur en þau hafa gert að undanförnu. Gerðu eins mikið og þú getur fyrri hluta dags. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur lagt of hart að þér og þarft því á hvíld að halda. Þó það sé gott að leggja sig alla/n fram megum við ekki ganga fram af sjálfum okkur. Það verður bara til þess að draga úr afköstum okkar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tunglið er beint á móti merk- inu þínu í dag og því þarftu að sýna öðrum sérstaka þol- inmæði. Gættu þess að hlusta á það sem aðrir segja og reyndu að gera ekki of miklar kröfur til þeirra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einbeittu þér að vinnunni fyrri hluta dagsins og gerðu svo eitt- hvað skemmtilegt í eftirmið- daginn. Þú færð enn eitt tæki- færið til að auka á starfsframa þinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ferðaáætlanir gætu tafist eitt- hvað. Þetta gæti leitt til þess að eldri áætlanir verði teknar fram að nýju. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að gefa þér tíma til einveru í dag. Þú hefur um margt að hugsa og þarft að gefa þér tækifæri til þess í ró og næði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt eiga léttar og skemmtilegar samræður við systkini þín og aðra ættingja í dag. Þú finnur að það er gagn- kvæm vinsemd á milli ykkar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 FRÉTTIR/ÞJÓNUSTA SPARISJÓÐUR Mýrasýslu hefur gefið skjávarpa til notkunar á Mími, kaffihúsi fyrir eldri unglinga í Borg- arnesi. Skjávarpinn er nýttur til þess að horfa á útsendingar sjónvarps, bíómyndir, tónlistarmyndbönd og tölvuleiki. Guðrún Daníelsdóttir af- henti skjávarpann formlega nýlega og veitti Gunnar Aðils Tryggvason, formaður stjórnar Mímis, honum viðtöku og þakkaði fyrir. Kaffihúsið Mímir er rekið á veg- um Borgarbyggðar og er ætlað ung- lingum á aldrinum sextán ára til tví- tugs. Þar er er opið þrjú kvöld í viku. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar skjávarpinn var formlega af- hentur og tekinn í notkun. Með ung- lingunum á myndinni er nýr starfs- maður Mímis, Hafdís Priscilla Hanssen, ásamt þeim Indriða Jós- afatssyni, íþrótta-og æskulýðsfull- trúa, og Guðrúnu Daníelsdóttur, fulltrúa Sparisjóðs Mýrasýslu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Sparisjóðurinn gefur skjávarpa Borgarnesi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.