Morgunblaðið - 02.01.2004, Side 25

Morgunblaðið - 02.01.2004, Side 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 25 Það er dálítið merkilegt hversu af- gerandi litir fylgja minningunni um Björgvin Eiríksson. Það var snemma á sólríkum mánu- dagsmorgni sem ég sá hann fyrst. Hann var þá roskinn skipverji á Óðni eða Þór og kom til vinnu á fjólublárri nælonúlpu með grá- sprengdan kollinn ógreiddan og hafði þennan þunga en ágenga svip sem einkenndi hann svo oft. Ég horfði á hann stíga með gustmiklu fasi út úr eiturgulum willis-jeppa, með svörtum sportröndum, og það vakti strax athygli mína þetta gróskumikla skegg sem var snyrt í myndarlegum boga yfir efri vör- inni. Þetta var mikil þversögn að sjá mann á þessum aldri stíga út úr svona bíl, og ekki hjálpaði úlpan mikið upp á. Hann horfði á mig með þjósti og virti mig ekki einu sinni svars þegar ég spurði hann um erindi á bryggjuna svona árla morguns. Ég var þá nýgræðingur í vaktmennsku hjá Landhelgisgæsl- unni og var að staulast eitthvað við að sinna skyldum mínum. Þarna strax komst ég að því að leiðin að kviku þessa manns var af- ar löng og torfær og yfirborðið úfið og hvasst. En seinna átti ég þó eft- ir að varða þessa leið og finna að fyrir innan sló mjög gegnheilt og hlýtt hjarta með skoðanir sem allar voru vel ígrundaðar og meitlaðar og mannúðin var aflið sem knúði þær áfram. Þessu öllu kynntist ég þegar við áttum eftir að vaka sam- an yfir varðskipunum, öll árin sem ég var í menntaskóla og síðar í há- skóla. Það er erfitt að kynnast ekki vel manni sem setið er með í þröngu varðskýli nótt eftir nótt. Hins veg- ar veit ég vel að ekki kynntust allir Björgvini jafnvel og ég þótt þeir sætu andspænis honum margar langar nætur. Mörgum yfirsást leiðin til hans og honum var nú ekkert alltaf um það gefið að vísa veginn. Leiðin lá nefnilega fráleitt um alla þessa dægurvímu og þeyti- vindulífsstíl sem margt einkennir, ekki í aðdáun á poppi eða í lang- lokum um kvikmyndir, ekki í sporti eða hraðskreiðum bílum... þótt Björgvin ætti þá reyndar nokkra skrautlega um dagana. Bílar Björgvins eru reyndar kap- ítuli út af fyrir sig og ekki tókst honum nú að halda þeim öllum á hjólunum. Það átti fyrir honum að liggja að velta eiturgula jeppanum sínum þegar hann var að víkja sér undan óhappi, eins og hann orðaði það. Svo staulaðist hann út úr jepp- anum á miðri umferðareyju með hjólin á fullum snúningi en vísandi til himins. Sagan segir að hann hafi snúið jeppanum einsamall yfir á hjólin aftur og ekið á brott með sinn þekkta yfirlætissvip á meðan hökur vegfaranda sigu niður í mal- bikið í undran yfir því sem þessi gamli jaxl hafði fengið áorkað með viljanum einum. Oft laumuðust ungir djarfir menn upp að hlið Björgvins, færi hann á milli húsa, og heimtuðu með pústrum, blístri, akreinaskaki og flautaþyrilshætti að kappakstur yrði ræstur ekki seinna en strax. Björgvin leit á þessa menn í for- undran og þeir á hann þegar þeir sáu hver sat við stjórnvölinn í þess- um svarta bensínháki. Þetta var á þeim tíma þegar Björgvin ók amer- ískum upphækkuðum Chevrolet. Hann var þá hátt í sjötugur og lík- legast sá síðasti sem menn gátu vænst þarna undir stýrinu á þessu BJÖRGVIN EIRÍKSSON ✝ Björgvin Eiríks-son fæddist á Dyrhólum í Mýrdal 26. ágúst 1918. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Droplaug- arstöðum 20. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 30. desember. biksvarta tryllitæki. Reyndar átti hann til að klæðast svörtum leðurjakka með skinn- kraga á þessum tíma og stjórnvölurinn var samansettur úr króm- uðum keðjum. Bílinn hafði Björgvin keypt sér sem almennan far- arskjóta og hirt minna um þá ímynd sem fest- ist við tækið um leið og því var sleppt lausu á götur borgarinnar. Þegar Björgvin ræddi bíla, ræddi hann einvörðungu praktískar hlið- ar. Þegar öllu var á botninn hvolft lá vegurinn að hjarta hans um göng skáldskaparins og þar fundum við Björgvin sameiginlega tóna sem við reyndum að stilla saman meðan aðrir sváfu. Björgvin var þeirrar náttúru að það var þægilegt að þegja með honum á sama hátt og það var til- hlökkunarefni að skrafa. Tök hans á tungunni voru sterkari en al- mennt gerist, hann var ósínkur á sjaldgæf orð og stundum fannst mér sem ég væri að spjalla við mann frá öðrum tíma. Vitranir hans úr fortíðinni eru mér ógleym- anlegar. Engan hef ég þekkt sem unni jafnheitt skáldskap og Einar Benediktsson setti hann á háan stall. Ég sat margar nætur og heyrði hann flytja mér kvæði hans og brot og alltaf fannst mér Björg- vin líkjast meir skáldinu eftir því sem árin liðu. „Geðið ber ugg, þeg- ar gengi er hátt. Gleðin er heilust og dýpst við það smáa.“ Óhætt er að fullyrða að gengi Björgvins hafi alltaf risið hæst í gleðinni að hjálpa fólkinu sínu. Það gerði hann af myndarskap, natni og af ótrúlegum hagleik. Þessar stóru og grófu hendur voru svo óvenju fíngerðar þegar kom að lagfæringum og sýsli. Björgvin átti þá útgáfu Einars Ben. sem Pétur Sigurðsson há- skólaritari bjó til prentunar. Blöðin voru öll velkt og bækurnar svo óvenju þrútnar á hornum þar sem síðunum var flett að það sást alltaf undir þær hvar sem þær lágu. Ég sá snemma að bækurnar komu honum ekki að neinu haldi nema til að rifja upp heiti ljóðanna því hann kunni þau öll utanbókar. „Jarð- neski andi, hvað er vor heimur? Í ómælisdjúpi ein brothætt skel.“ Skel Björgvins var óvenju þykk og hrjúf og mér fannst alltaf eins og þessi sterki maður myndi aldrei deyja, skelin myndi standa af sér þungan nið tímans og aldrei bresta. Maður sem hvolfdi í sig hálfum lýs- ispela með þungum brúnum en gráglettni í augunum, maður sem hrundi úr rjáfrum húsa með pens- ilinn fastan í lúkunni og málning- ardósina í hinni án þess að helltist úr henni dropi, maður sem stóð upp keikur á eftir og hélt sína leið, maður sem hélt heilu varðskipi í festum við bryggju í úthafssogi og tólf vindstigum, maður sem sótti flaksandi flaggsnúrur upp í topp á möstrum með sjóinn beljandi einan undir og himininn rifinn af óveðri yfir úfnu höfðinu, þessi maður gat auðvitað ekki dáið. Í honum flétt- aðist saman förumannseðli sjó- mannsins, meitlað af einskærri þrá og úthaldi sæfarans, og þolgæði bóndans sem glaður fjötrast við túngarðinn sinn í aldir sökum sam- viskunnar gagnvart fénu, mjöltun- um og aldalangri skyldu um gegn- ingar. En svo kvaddi Björgvin auðvitað einn daginn, rétt fyrir jól, eins og lög himins og jarðar segja til um. Þá var hann orðinn linur og þreytt- ur á þessu síðasta striti sem snýst um að halda sér á róli þótt hug- urinn hafi verið tekinn að leita í önnur og betri víðerni. Þegar ég horfi til baka er ég afar þakklátur fyrir kynni okkar og það góða veganesti sem Björgvin gaf mér ungum út í lífið. Við urðum af- ar góðir vinir og raunar hefur mér þótt jafnvænt um afar fáa menn í þessu lífi. Reynsla Björgvins var mikil og ekki öll fengin úr bókum þótt hann læsi ógrynni á vöktunum okkar. Hann missti tvö barnabörn sín í voveiflegum slysum sem hefðu getað brotið margan manninn; en Björgvin bognaði og hélt svo sínu striki í þessum umhleypingum sem við köllum líf, eilítið hoknari en áð- ur og líklega var brúnin á honum örlítið þyngri. Í mestu sorginni sýndi hann mér myndir af konu sinni, börnum og barnabörnum; hann fullyrti við mig að fjölskyldan væri sín dýrmætasta eign auk þess sem hann lýsti því í einlægni hversu glæsilegt honum þótti kvonfang sitt. Gamlar myndir af honum sjálfum tóku af allan vafa um að hann hafði sjálfur verið myndarlegur efnispiltur. Þau voru heppinn, hann og Anna, að mætast í þessari hrímþoku sem lífið er, hún vann upp með mildi sinni og guð- legri blessun allt það sem Björgvin náði ekki að tjá úr sinni stóru skel. Við hittumst ekki oft hina síðustu mánuði, þó var ekkert á milli okkar Björgvins nema ein gata og hugur minn reikaði oft til hans. Við rædd- umst líka stundum við í síma þang- að til hann hafði ekki þrek til þess lengur. Símtöl okkar voru löng og líka þagnirnar í þeim. Hann sá ekki mun á því þessi trausti maður að einhverju ætti að breyta í venjum þótt tæknin væri nýtt og við næð- um ekki að horfa hvor í annars augu. En nú eru augun hans Björg- vins brostin en sjá samt meira og lengra en nokkru sinni. Ég sendi Önnu og fjölskyldu Björgvins mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi þessi mikli og vandaði maður lifa í hjörtum okkar og verða kveikjan að hugsun um kærleik og jafnan rétt handa öllum. Ekkert þráði hann heitar. Jón Örn Guðbjartsson. Tileinkað elsku afa mínum. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Þinn dóttursonur Finnbogi. Látinn er elskulegur frændi minn, Finnbogi Friðfinnsson frá Oddgeirs- hólum í Vestmannaeyjum, sonur þeirra hjóna Ástu Sigurðardóttur og Friðfinns Finnssonar er þar bjuggu lengst af sinni búskapartíð. Þeim fækkar nú óðum afkomend- um þeirra Ólafar Þórðardóttur og Finns Sigurfinnssonar er bjuggu að Stóru-Borg undir A-Eyjafjöllum árið 1890–1901 en það ár drukknaði Finn- ur í sjóróðri er farin var kaupstað- arferð til Vestmannaeyja með ýmsan varning sem átti að selja einsog títt var í þá daga og jafnframt átti að sækja björg í bú. Talið var að báturinn hefði verið of hlaðinn og sökk í djúpið, þá áttu margir um sárt að binda sem þá misstu ástvini sína. Eftir þetta hræðilega slys sat FINNBOGI FRIÐFINNSSON ✝ Finnbogi Frið-finnsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt 21. desember síðastliðins og fór út- för hans fram 27. desember, í kyrrþey að ósk hins látna. amma okkar ein eftir, gekk með ellefta barn þeirra hjóna, son er fæddist 22. des. 1901 og er Friðfinnur Finnsson faðir Finnboga er hér er kvaddur. En lífið heldur áfram, erfið ár fara í hönd, fjölskyldan flytur til Vestmannaeyja. Þar bjó afabróðir okkar Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, faðir Ein- ars „ríka“, er svo var kallaður. Í Vestmannaeyjum vænkaðist hagur fjölskyldunnar, börnin uxu úr grasi og urðu öll ein- staklega duglegar og hæfileikaríkar manneskjur. Ekki eru nema tæplega tvö ár síð- an Jóhann, einkabróðir Boga, lést mjög snögglega og var það Boga mikið áfall. Þeir voru alltaf sem einn maður og nefndum við því oftast báða er talið barst að þeim, Bogi og Jói! Nú eru þeir báðir farnir á eilífðar- braut, þá braut er bíður okkar allra fyrr eða síðar. Það er samt alltaf svo óvægið og við þurfum langan tíma til að sætta okkur við að sjá á eftir þeim sem voru okkur kærir, þeir voru svo stór hluti af okkur og skarð þeirra verður ekki fyllt. Bogi var hrókur alls fagnaðar, greindur og orðheppinn svo af bar, það var því oft glatt á hjalla þegar Bogi kom í hópinn. Til eru margar hnyttnar sögur og tilsvör þegar frændi minn komst á flug, það er fá- gætur hæfileiki að geta hrifið fólk með sér svo það gleymi stund og stað. Bogi var lánsamur í sínu einkalífi. Ungur kynntist hann yndislegri stúlku, Kristjönu Þorfinnsdóttur, er hann var við nám í Samvinnuskólan- um en Kristjana stundaði nám í Verslunarskóla Íslands, en hún var ein af þessum fallegu stúlkum sem mér, stelpunni frá Vestmannaeyjum, varð starsýnt á. Með þeim hjónum var mikið jafnræði og á þeirra fallega heimili ríkti einstök gestrisni og reisn, sem ekki gleymist þeim er nutu og þeir voru ekki fáir sem sátu veisluborð þeirra í gegnum tíðina. Þau hjón eignuðust fimm elskuleg börn, Gunnar, Friðfinn, Ástu, Krist- ínu og Auði. Elsta barn sitt Gunnar misstu þau í blóma lífsins og það varð þeim mikil sorg sem aldrei greri um heilt. Gleðin og sorgin eru systur er fylgja okkur gegnum lífið, orð eru til lítils megnug en minningin lifir um mann sem var glaðastur er hann gaf sem mest, mann sem hlustaði og skildi. Elsku Kiddý, ég og fjölskylda mín sendum þér, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Ykkar Ebba frænka og fjölskylda. Árni minn, ertu heima í fyrramálið, sagði Þórir við mig þegar ég kvaddi hann í síðasta skipti. Má ég hringja í þig vinur, mig langar svo að þú gerir mér greiða og aðstoðir mig við að koma mér fyrir í herbergi ÞÓRIR SIGTRYGGSSON ✝ Þórir Sigtryggs-son fæddist í Mið- Samtúni í Glæsibæj- arhreppi í Eyjafirði 22. júní 1919. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 15. desember síðastlið- inn og var útför hans var gerð frá Foss- vogskapellu 22. des- ember, í kyrrþey að ósk hins látna. mínu hér á Hrafnistu. Þú ert búinn að vera svo almennilegur og hjálplegur við mig. Ég ætla svo sann- arlega að launa þér og kaupa handa þér eð- alvín og við skulum skála saman, því núna líður mér svo vel. Hringing kom næsta morgun frá Hrafnistu en ekki frá Þóri mín- um heldur frá hjúkr- unarfræðingi sem til- kynnti okkur að hinn mikli öðlingur væri á förum í sína hinstu ferð. Ég kynntist Þóri fyrir tuttugu árum síðan er ég hóf búskap með dóttur hans Sigfríði. Alla tíð var Þórir auðfúsugestur á okkar heimili og aldrei bar skugga á okkar góðu vináttu. Ég minnist margra boða sem við höfum haft á okkar heimili og var Þórir ætíð velkominn í okkar hóp. Um tíma bjó hann inni á heim- ili okkar Siffýjar og ekki var hægt að hugsa sér betri gest, svo hljóð- legur og nærgætinn. Gaman var að horfa á knattspyrnu með honum og það voru góðar stundir þegar við sátum saman og fylgdumst með enska boltanum. Þórir minn, það væri hægt að skrifa mörg orð um þína fögru sál. Í hvert sinn er ég heyri góðs manns getið þá dettur mér þú í hug. Vertu blessaður Þórir minn og ég hlakka til að hitta þig aftur vinur og þá skálum við saman. Farðu í friði minn góði vinur. Árni Magnússon. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.