Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „GÓÐIR Íslendingar. „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ spurði sr. Matthías forðum, og sama hugsun býr nú með okkur, hverju og einu. „Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð.“ Þannig svaraði skáldið sjálfu sér. Matthías þurfti enga spádómsgáfu til þess að gefa þetta svar. Þetta var ekki spá, heldur vissa. Sr. Matthías hafði, þegar þarna var komið, sigrað efann sem ásótti hann stundum forðum. Hann var kominn fyrir þann vind. Honum var borgið, í öruggri vissu þess að: „Í hendi Guðs er hver ein tíð í hendi Guðs er allt vort stríð hið minnsta happ, hið mesta fár hið milda djúp, hið litla tár Í almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor byggð og gröf, þótt búum við hin ystu höf.“ Ofanverð 19. öldin, meginstarfstími Matthíasar Jochumssonar, var ekki uppgangs- tími á Íslandi. Öðru nær. Flest þau ár voru hall- æris- og hörmungarár og fátt til bjargar. Drjúg- ur hluti þjóðarinnar, bláfátækt bjargarlítið manndómsfólk, sá enga útleið aðra en að yf- irgefa landið og leita allslaus á vit hins óþekkta á sléttum Norður-Ameríku. Það var mikil blóð- taka. En við lok þessa tímabils fær þjóðin loks fyrsta stóra skammtinn af frelsinu – heima- stjórnina, sem verður eitt hundrað ára eftir réttan mánuð. Fyrsti ráðherrann, Hannes Haf- stein, kom vígreifur til starfa í gamla Landshöfðingjahúsinu við Bakarabrekku. Nú finnst okkur sjálfsagt, í ljóma sögunnar, að Hannes hafi verið sjálfkjörinn til þessa nýja embættis. En því fór fjarri. Ekki eru efni til þess hér að rekja þá sögu eða lýsa þeim svipt- ingum og tilviljunum sem lituðu atburðarásina. En hvað sem að- dragandanum líður er nú lítt deilt um að einkar vel var fyrir öllu séð með vali á fyrsta ráðherranum. Mér hefur vissulega oft þótt of mikið gert úr hlut þeirra ein- staklinga sem gegna um skeið háum stöðum, þegar vegferð þjóða er skoðuð. Sagan er aldrei spunnin úr einum vef og sjaldan fáum. En um einstök atvik og afmarkaða þætti atburðarásar geta öflugir menn og fylgnir sér þó einatt haft úrslitaáhrif. Ef horft er til þeirra 24 manna sem farið hafa með þjóðarforystu síð- astliðin eitt hundrað ár er væntanlega hafið yfir vafa, að þeir voru allir margvíslegum hæfi- leikum búnir og þess vegna hafi þeir valist til forystu. En ég held að á engan sé hallað, þótt fullyrt sé að það skipti mestu, að sá fyrsti í þeirra röð skyldi vera svo kostum búinn sem hann var – svo óvenjulega vel af Guði gerður. Ýmsum finnst sjálfsagt, að margt megi betur fara í okkar þjóðfélagi. Og ef við drægjum í eina mynd lungann af því sem segir í aðsendum greinum blaðanna frá degi til dags, þá mætti ætla að þetta land væri ein allsherjar ræfildóms ruslakista. Óþarft er auðvitað að láta þess hátt- ar nöldur ná til sín, svo fráleitt sem það er. En Áramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráð Davíð Oddsson Vandinn við að varðveit „GUÐ gefi þér og landslýð öllum gleðilegt nýtt ár, í Jesú nafni. Við höfum fengið að fagna nýju ári, árinu tvöþúsund og fjögur frá fæðingu frelsarans. Ljósadýrð flugeldanna sem á miðnætti lýstu himininn með tilheyrandi drunum og gný er slokknuð og gnýrinn hljóðnaður. En jóla- ljósin loga enn og fagna blessaðri nýjárssól. Velkomið vertu nýja ár! Snemma á síðustu öld orti skáldið Þorsteinn Erlingsson: „… jeg vil lifa litlu jólin mín Við ljósið það, sem skín úr barnsins augum. Mjer finst þar inn svo frítt og bjart að sjá, að friðarboðið gæti þángað ratað, og enn þar minni heit og þögul þrá á þúsund ára bróð- urríki glatað. Þar vefst úr geislum vonarbjarmi skær sem veslings kalda jörðin eigi að hlýna; Jeg sje þar eins og sumar færast nær, jeg sje þar friðarkonúngs stjörnu skína.“ Við vonarbjar- mann frá Betlehem heilsum við ári nýju. Ljósið tæra, hreina, sem skín af barnsins augum, vísar fram til vonarríkrar framtíðar. Það var áhrifarík frásögn á baksíðu Morg- unblaðsins sl. laugardag undir fyrirsögninni: „Lífgjöfin besta jólagjöfin.“ Þar er vitnað í orð móður á Flateyri, sem lýsir á áhrifaríkan hátt þegar sonur hennar á öðru aldursári var nærri drukknaður á aðfangadag. Ekki mátti tæpara standa. En snarræði viðstaddra og hárrétt viðbrögð hinna mörgu varð til bjarg- ar. „Ég er þakklát fyrir að allt fór vel. Það skiptir mestu máli,“ segir hún. Og frásögn blaðsins lýkur með orðunum: „Það hefur ekki mikið farið fyrir hátíðleika jólanna og segir (móðirin) að atvikið á aðfangadag setji allt um- stangið í kringum þennan árstíma í annað samhengi og undirstriki hvað sé mikilvægast í lífinu.“ Við samfögnum þeim og öðrum sem gæfan hefur brosað við, og öllum ham- ingjubörnum. Engill gleðinnar gæti þeirra og leiði. Og við hugsum til þeirra sem áföll og auðnubrigði hafa sótt heim á árinu sem leið, engill líknar og umhyggju umvefji þau öll. Hvað er mikilvægast í lífinu? Svarið skín við okkur af barnsins augum, jólabarnsins. Lífið er besta gjöfin. Barnið, jólabarnið, gaf líf sitt heiminum til lífs og gerði hag og kjör barnanna að sínum. Og þegar hann var spurð- ur hver væri mestur þá benti hann á barnið, það er mest og mikilvægast alls. Barnið er ekki bara und- ursamleg gjöf. Það er krafa á hendur okkur sem eldri erum. Ekkert hefur eins áhrif á sam- skipti fólks, verðmætamat og lífsviðhorf, eins og það að eign- ast og ala upp barn. Barnið minnir okkur á varnarleysi lífs- ins. Það vekur þakklætið, auð- mýktina, og tilfinninguna fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er lögð á herðar: Að vaka yfir velferð þess til lífs og sálar. Að beina því á gæfuvegu og heilla sér og öðrum. Tæru augun barnsins bera birtu af ljóma barnsins í jötunni, frelsara heimsins. Hvort tveggja á í vök að verjast í heiminum í dag, börnin okkar og Jesúbarnið, Jesú trú. Svo virðist sem mat okkar yfirleitt á því hvað mikilvægast er hafi farið afvega. Græðgin og fýsnin grúfa yf- ir. Könnun meðal tíu ára barna hér á landi leiðir í ljós að helsta áhyggjuefni íslenskra barna sé annríki foreldra og fjármál heimilis- ins. Tökum eftir þessari umsögn barna okkar um okkur og samfélag okkar! Umboðsmaður barna hefur kallað eftir opinberri heild- arstefnu í málefnum barna og þjóðarvakningu. Það er alveg ljóst að við þurfum að vakna upp og meta börnin meira og gefa þeim tíma, börnunum sem sannarlega eru mikilvægasta auðlind landsins. Sú auðlind virðist afgangs- stærð á Íslandi. Það virðist enginn tími fyrir börnin. Þau verða fórnarlömb lífsgæðakapp- hlaupsins. Vanlíðan barnanna, kvíði og von- leysi ber því vitni, og alls konar dæmi um van- rækslu sem börnin okkar líða. Það er auðvelt að skella skuldinni á kerfið en er ekki eitthvað að hvað varðar gildismat okkar sjálfra? Er ekki kominn tími til að horfa í eigin barm, er ekki eitthvað alvarlegt að þegar við megum varla vera að því að sinna því sem mestu máli skiptir? Hagtölur segja að við séum í hópi rík- ustu þjóða heims. En virðumst þó ekki hafa efni á börnum. Þau virðast vera fyrir. Ber það ekki vott um fátækt, andlega fátækt, um sam- félag sem hefur misst sjónar á því hvað mik- Nýársávarp biskups Íslands, Karls Sigurbjörn Þörf er þjóðarvakninga Karl Sigurbjörnsso VAXANDI HRINGAMYNDUN Í áramótagrein sinni hér í Morgun-blaðinu á gamlársdag vék DavíðOddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra, að vax- andi hringamyndun og sagði: „Nefnd, sem ríkisstjórnin fól menntamálaráð- herra að skipa vinnur nú að athugun á samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, en eins og kunnugt er skortir hér slíkan laga- ramma öfugt við það sem gerist í flest- um þeim löndum, sem við þekkjum til. Lög, sem á niðurstöðum nefndarinnar yrðu byggð, mundu auðvitað ekki verða afturvirk. Aðilum, sem þau kynnu að taka til, yrði gefinn hæfilegur tími til að laga sig að hinu nýja lagaumhverfi. Þessar aðstæður minna á, að Sam- keppnisstofnun taldi sig ekki á sínum tíma hafa lagaskilyrði til að stemma stigu við tiltekinni ákvörðun, sem leiddi til samþjöppunar á matvörumarkaði. Úr þeim lagaannmörkum hefur nú verið bætt. Það þýðir með öðrum orðum, að slíkur samruni, sem nú er orðinn, hefði ekki náð fram að ganga, miðað við þau lög, sem gilda í landinu. Nauðsynlegt virðist að bregðast við þessu og vaxandi hringamyndunum á ýmsum sviðum með nýrri löggjöf, sem gefa mundi þeim, sem í hlut ættu, tiltekinn aðlögunartíma að breyttu lagaumhverfi. Öll merki benda til þess að samruni fyrirtækja og einok- unartilburðir í kjölfarið sé að verða meinsemd í íslenzku viðskiptalífi. Við því er sjálfsagt og eðlilegt að bregðast.“ Í ljósi þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð barizt fyrir sem mestu at- hafnafrelsi, hljóta þessi ummæli for- manns Sjálfstæðisflokksins að vekja mikla athygli. Þau eru Morgunblaðinu sérstakt fagnaðarefni en blaðið hefur ítrekað á undanförnum misserum varað við þeirri þróun, sem nú stendur yfir í íslenzku viðskiptalífi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði þessi málefni einnig að umtalsefni í nýársávarpi sínu til þjóð- arinnar en óneitanlega á nokkuð á ann- an veg. Hann sagði: „Við þurfum að ræða á sanngjarnan og heiðarlegan hátt hvernig við ætlum að gefa athafnafólki tækifæri til að njóta sín um leið og við varðveitum eðliskosti samfélagsins … höfum í huga að opnun hagkerfisins er þess eðlis, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að fyrirtæk- in geta einfaldlega flutt heimkynni sín, skattskyldu og þjóðþrifaframlög til ann- arra landa ef tökin eru hert um of hérna heima.“ Ein helzta hótun auðhringa og stórra viðskiptasamsteypa um allan heim er sú, að þeir flytji starfsemi sína á brott úr viðkomandi landi, ef stjórnvöld láti ekki að vilja þeirra í einu og öllu. Þessi tónn hefur heyrzt hér í umræðum um nauðsyn þess, að setja íslenzku við- skiptalífi eðlilegan starfsramma. Þess vegna kemur það óneitanlega á óvart, að forseti Íslands skuli sjá ástæðu til í ný- ársávarpi sínu til þjóðarinnar að minna á þessa hótun stórfyrirtækja og pen- ingavalds. Þetta kemur enn meira á óvart í ljósi þess, að hér hafa engar um- ræður farið fram um að „herða tökin“ eins og forsetinn kemst að orði. Um hvað hefur verið rætt? Að efla eftirlits- stofnanir þjóðfélagsins, svo að þær geti sinnt skyldu sinni. Þær hafa nóg að gera eins og allir vita við umfangsmiklar rannsóknir á starfsháttum nokkurra ís- lenzkra stórfyrirtækja. Og nú þegar liggur fyrir að þær rannsóknir eru í sumum tilvikum ekki að tilefnislausu. Er forseti Íslands að halda því fram að með þessum störfum séu eftirlitsstofn- anir að „herða tökin um of“? Jafnframt hefur verið rætt um að setja viðskiptalífinu ákveðnari leikregl- ur og nú síðast hefur forsætisráðherra vakið máls á löggjöf til þess að koma í veg fyrir hringamyndun. Hvernig getur forseti Íslands talið þessar umræður gefa tilefni til að vara við því að „tökin verði hert um of“? Forseti Íslands hefur lagt áherzlu á að skapa sér tengsl í hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, áreiðanlega með það í huga að geta opnað dyr fyrir unga ís- lenzka athafnamenn, og sú viðleitni get- ur vel átt eftir að skila árangri og ekki skal dregið í efa, að á bak við hana býr góður hugur. En hinn alþjóðlegi við- skiptaheimur getur verið viðsjárverður. Stjörnur viðskiptalífsins falla með ógn- arhraða úti í heimi eins og dæmin sanna og forsetinn þekkir. Umsvifamiklir kaupsýslumenn geta ekki haldið okkur Íslendingum í gísl- ingu með hótunum um að fara. Við eig- um að leggja áherzlu á að byggja hér upp viðskiptalíf, sem nýtur frelsis og svigrúms til athafna en starfar innan ákveðins ramma. Við eigum að leita fyr- irmynda í nálægum löndum, bæði til Norðurlandanna, Bretlands og Banda- ríkjanna og sumra meginlandsþjóðanna í Evrópu. Reynsla þeirra er betra vega- nesti fyrir okkur en t.d. fyrirkomulag þessara mála í Rússlandi og á Ítalíu. ÞJÓÐARVAKNING Í ÞÁGU BARNA Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands,gerði hlutskipti íslenzkra barna að meginumtalsefni sínu í nýársprédikun sinni í Dómkirkjunni í gærmorgun. Biskup kallar eftir því að foreldrar end- urskoði eigið gildismat og gefi sér meiri tíma fyrir börnin sín en fyrir lífsgæða- kapphlaupið. Hann bendir á mótsagn- irnar, sem í því felast að ein ríkasta þjóð heims virðist stundum varla hafa efni á að eiga börn. Karl Sigurbjörnsson vekur jafnframt athygli á því hvernig neyzlusamfélagið gerist æ aðgangsharðara við ómótuð börn. Biskup nefnir meðal annars hvernig vafasöm tákn og skilaboð eru notuð í auglýsingum og á ýmsum barna- fatnaði, hvernig auglýsingar „tæla sak- leysingjann inn í viðjar kyntáknsins og neysluþrælkunarinnar“, hvernig „klám- fengið látæði og æ grófara ofbeldi á myndböndum og fjölmiðlum hefur áhrif á ómótaða sál“. Á ýmsu því, sem biskup nefnir, hefur verið vakin athygli hér í blaðinu und- anfarin misseri, t.d. á barnafatnaði með merkingum, sem vísa til kláms og kyn- lífs, og á tölvuleikjum með svo grófu of- beldi að öllum hlýtur að ofbjóða. Athygli hefur vakið að þegar fjallað er um þessi mál vilja seljendur varningsins gjarnan firra sig ábyrgð – forðast að leggja eigið siðferðismat á innihaldið og áletrarnirn- ar, en vísa til óræðrar „tízku“ eða að þetta sé það, sem börnin vilji. Sömu til- hneigingar gætir hjá mörgum foreldr- um, sem ber þó auðvitað skylda til að taka afstöðu til þess hvers konar föt og leikföng börnin þeirra eiga að eignast, með hvers konar afþreyingarefni þau fylgjast o.s.frv. Áminning biskups er því þörf. Hann hvetur til „þjóðarvakningar hvað varðar viðhorf til barna. Að leyfa þeim að vera börn. Að sinna börnunum betur. Að stuðla að því að barnið fái að vaxa og þroskast í kyrrð og næði“. Og hann bendir réttilega á eftirfarandi: „[Barn- ið] á kröfu til að hamlað sé gegn hinum gegndarlausa flaumi áreitanna, ofur- spennu afþreyingarinnar og ginningum auglýsinganna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.