Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 29
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 29 I ð n s k ó l i n n í R e y k j a v í k , s e m e r s t æ r s t i f r a m h a l d s s k ó l i l a n d s i n s b ý ð u r f r a m f j ö l b r e y t t , s p e n n a n d i o g h a g n ý t t n á m í k v ö l d s k ó l a . Innritun Innritun lau. 3. janúar kl. 10–14, mán. 5. janúar og þri. 6. janúar kl. 16–19. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 12. janúar. Verð Hver eining er á 4.000 kr., þó er aldrei greitt fyrir fleiri en 9 einingar. Fastagjald er 4.250 kr. og efnisgjald þar sem við á. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um þátttöku. Upplýsingar um námsframboð kvöldskólans eru á vefsetri skólans www.ir.is/kvold/kvoldnam.html Upplýsingar í síma 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Grunnnám tréiðna – Húsasmíði / Húsgagnasmíði Hér er allt sem tengist tréiðnaði, bæði húsgögnum, innréttingum og byggingum. Grunnnám rafiðna 2. önn – Rafvirkjun / Rafeindavirkjun Ef þú vilt vinna við raflagnir, rafstýringar, sjónvörp, tölvur eða hljómtæki. Tölvufræðibraut Grunnáfangar í tölvuvinnslu. Margmiðlunarbraut Hreyfimyndagerð, viðsmótshönnun fyrir vef, margmiðlunarfræði og tölvuteikning. Listnámsbraut – Almenn hönnun Byrjunaráfangar í almennri hönnun. Tækniteiknun Teikniáfangar í AutoCad og 3ds Max. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Spennandi grunnnám fyrir grafíska miðlun, ljósmyndun, prentun, bókband, veftækni og nettækni. Sérnám í grafískri miðlun. Almennt nám Bókfærsla 102, danska 102/202, enska 102/202/212/303, eðlis- og efnafræði NÁT 123, félagsfræði 102, íslenska 102/202/242/252, stærðfræði 102/112/ 122/202/243/323, spænska 103, þýska 103, fríhendisteikning 102, grunnteikning 103/203. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is G Ú S T A Meistaraskóli Allar almennar rekstrar- og stjórnunargreinar. Faggreinar byggingagreina. Fagnám málara. EINS og almennt er vitað, hafa þorpin í kring- um landið byggst upp að mestu leyti vegna þess sem hafið hefur gefið. Sagt var forðum um góðar jarðir sem höfðu útvegsnytjar, að þær væru hálfar í sjó. Það þýddi að bjargræðið kom að hálfu úr sjónum. Í þeim skilningi hefur líka löngum mátt segja að landsbyggðarþorpin væru að heilu og hálfu í sjó. Fólkið flutti úr sveitunum og skapaði sjávarbyggðirnar og sjórinn gaf. Þjóðin háði landhelgisstríð til að tryggja rétt sinn yfir auðlindinni og trúði því að um alla framtíð myndi sú barátta skila sér vel fyrir heildarhagsmuni íslensks mannlífs. En svo komu sérhagsmunaöflin til skjalanna, íslenskir hákarlar sem vildu ekki vera í neinu kompaníi við smáfólkið, sardínurnar í landinu. Og það vantaði ekki að sumir í pólitíkinni væru reiðubúnir til að vinna að því að sard- ínurnar yrðu ætislausar með öllu. Aðeins há- karlarnir skyldu fá að éta og það eins og þeim sýndist. Og brátt sá þjóðin að allur ávinningur af landhelgisbaráttunni var afhentur sérútval- inni auðklíku og Kölski sjálfur hefði ekki getað farið betur eftir eigin forskriftum. Kvótakerfið er nefnilega eins og skapað eftir hans stjórn- arháttum; allir í stríði við alla, sundrung, svínarí, spilling, ósætti og hatur. Allt sem ein lítil þjóð hefur síst af öllu efni á og þarf að vera sem mest laus við. Og nú er svo komið að sumir óska þess heitt og innilega að erlendir hákarlar komi og éti innlendu hákarlana upp til agna með skráp og öllu saman. Það er eina huggunin sem menn telja sig eiga möguleika á héðan af. Það er búið að skapa tvær þjóðir í landinu með hyldýpisgjá misskiptingar. Þjóðleg afstaða virðist ekki lengur til. Henni hefur trúlega verið sturtað niður í ræsið með tilkomu frjálshyggjunnar og yfirgengilegrar græðgi sérhagsmunaaflanna – á kostnað al- þjóðar! Og nú flýtur allt fyrir blindum augum að þjóðlegum feigðarósi, meðan auðmennirnir hamast við að flytja illa fengið fé úr landi í fjár- festingar erlendis. Og hin yfirlýstu stjórnvöld eru að verða valdalaus í landinu. Bankarnir sem voru eign fólksins í landinu skiluðu svo miklum hagnaði að það varð að selja þá á tom- bóluverði til hákarlanna, svo það væri nú öruggt að ágóðinn lenti ekki í röngum höndum. Og fyrir vikið eru stjórnmálamennirnir að verða áhrifalausir með öllu og fólk man ekki einu sinni lengur hvað ráðherrarnir heita. Svo miklir ómerkingar eru þeir orðnir í augum landslýðsins. Og sumir segja að það skipti engu með alþingi og ríkisstjórn lengur, þar sé hvort sem er allt að fyllast af kvenfólki og því hið besta mál að færa völdin út í viðskiptalífið þar sem (há)karlarnir ráði enn öllu! Þeir sem tala þannig virðast fæddir á forsögulegum tímum, að minnsta kosti löngu áður en jafnréttishug- sjónir fóru að vinna sér veg. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu vakni af andvaraleysinu svo að það sjái í alvöru hvernig búið er að fara með það og sameig- inlegar eignir þess. Þetta þjóðfélag sem var byggt upp til velferðar í krafti félagshyggju á árum áður, er nefnilega á fullri ferð með að verða afskræming þess sem það var. Það er að verða leikvöllur samviskulausra fjárhættuspil- ara sem varpa á milli sín fjöreggi þjóðarinnar af fullkomnu ábyrgðarleysi og að því er virðist með þegjandi samþykki stjórnvalda. Snúum þessari óheillaþróun við áður en hún gerir end- anlega út af við siðvitund okkar og sjálfstæði. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Hákarlar og sardínur Frá Rúnari Kristjánssyni HIV og alnæmi geta snert viðkvæma strengi í öllum samfélögum. Fordómar gagnvart HIV og alnæmi tengjast bannhelgi sem á sér djúpar rætur í samfélaginu. Fyrir mörgum táknar sjúkdómurinn langvarandi veikindi, dauða, kynlíf og fíkniefnaneyslu – málefni sem mörgum okkar finnst erfitt að ræða opinskátt. Auk þess að eiga erfitt með að ræða þessi málefni glíma mörg samfélög við vanþekkingu, afneitun, ótta og umburð- arleysi gagnvart sjúkdómnum sjálfum. Þeg- ar þessir sterku orsakaþættir koma saman getur það leitt til höfnunar og jafnvel fjand- samlegrar hegðunar gagnvart HIV-smituð- um. Fyrir vikið er þeim jafnvel útskúfað af fjölskyldu sinni, sagt upp vinnu eða gert að yfirgefa heimili sitt. Þá verða HIV-smitaðir fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu. For- dómar og mismunun geta leitt til þunglynd- is, veikrar sjálfsmyndar og jafnvel örvænt- ingar hjá HIV-smituðu fólki. En það eru ekki eingöngu HIV-smitaðir sem eru í áhættuhópi vegna ótta og fordóma af þessu tagi. Neikvæð viðhorf til HIV geta leitt til meiri ótta við fordóma og mismunun sem tengjast sjúkdómnum en við sjúkdóminn sjálfan. Þegar mismunun og ótti eru ríkjandi hættir fólki til að líta framhjá þeim möguleika að það sjálft geti verið HIV- smitað, jafnvel þótt það sé meðvitað um að hafa stundum tekið áhættu. Sumir gera ekki ráðstafanir til verndar sjálfum sér vegna ótta við að slíkt brennimerki þá HIV-sjúk- dómnum. Allt þetta stuðlar að útbreiðslu veirunnar. Sá sem finnst hann vera öruggur í eigin samfélagi er líklegri til að axla ábyrgð á sín- um málum hvað varðar hugsanlegt eða stað- fest HIV-smit. Því er afar mikilvægt að hvert og eitt okkar líti í eigin barm og velti fyrir sér eigin viðhorfum. Við þurfum að spyrja okkur: Erum við að leggja okkar af mörkum svo fólk geti axlað ábyrgð á sjálfum sér og öðrum? Eða eiga viðhorf okkar þátt í skömm, ótta og afneitun sem kemur í veg fyrir að tekið sé á málunum? Til að vinna bug á sjúkdómnum verðum við að horfast í augu við, takast á við og fræða þá sem láta í ljósi fordóma og van- þóknun á HIV- og alnæmissmituðu fólki. Horfast í augu við. Ef þú heyrir fólk lýsa fordómum sínum skaltu segja því hvernig HIV tengist lífi þínu. Þetta gerir því ljóst að HIV hefur áhrif á líf venjulegra, holdi klæddra einstaklinga. Jafnvel þótt þú hafir ekki smitast af HIV má vera að einhver ná- inn þér sé smitaður eða hafi látist úr al- næmi. Þá má vera að þú takir þátt í aðstoð við HIV- eða alnæmissmitaða með einhverj- um hætti. Lýstu áhrifum HIV á líf þitt. Þetta auðveldar mörgum að skilja að HIV- smitaðir eru ekki bara eitthvert fólk úti í bæ heldur raunverulegir einstaklingar. Takast á við. Það að horfast í augu við þá sem láta í ljósi fordóma er bara byrjunin. Í slíkum tilvikum verðum við oft fyrir særandi ummælum og hegðun. Þá ber okkur að tak- ast á við fordómana og gera fólki ljóst hvaða áhrif þeir hafa á okkur og okkar nánustu. Fræða. Yfirleitt byggjast fordómar á ótta, en óttinn byggist oft á vanþekkingu. Þegar þú hefur horfst í augu við og tekist á við fólk með fordóma skaltu reyna að fræða það um HIV og alnæmi. Segðu frá smitleiðum HIV; lýstu því hvernig það er að vera HIV-smitaður á hverjum degi; sýndu fram á að um lygisögur sé að ræða þegar þörf er á og upplýstu við- mælendur þína með raunverulegum sögum af raunverulegu fólki og skaðlegum áhrifum fordóma á líf þeirra. ALEX GÍSLASON stjórnandi HIV.IS HIV-info Íslandi. Fordómar Frá Alex Gíslasyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.