Morgunblaðið - 02.01.2004, Page 23

Morgunblaðið - 02.01.2004, Page 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 23 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORSTEINN BJARNASON, Böðvarsgötu 9, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar- daginn 3. janúar 2004 kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna. Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Steinunn Pálsdóttir, Bjarni Kr. Þorsteinsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Unnsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR frá Árbakka, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju, Holtum, laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá Hreyfilshúsinu við Grens- ásveg kl. 12.00. Guðríður Bjarnadóttir, Jóhann Bjarnason, Sigrún Bjarnadóttir, Pálmi Bjarnason og fjölskyldur. Elskuleg móðir mín og amma okkar, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Stangarholti 3, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 21. desember, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.30. Guðlaug M. Jónsdóttir, Tryggvi R. Guðmundsson, Hjördís Hilmarsdóttir, Magðalena Ósk Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Trausti Guðmundsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA PÁLSDÓTTIR frá Höfða, Grunnavíkurhreppi, húsmóðir, Hlíð, Eskifirði, sem lést á hjúkrunardeild Hulduhlíðar fimmtu- daginn 25. desember, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 3. janúar 2004 kl. 14.00. Jenny G. Leifsdóttir, Páll Leifsson, Guðrún Leifsdóttir, Jörvar Bremnes, Ásgeir Leifsson, Elizabeth Leifsson, Helgi Leifsson, Theresa Bodio, Óðinn Leifsson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, KARÓLÍNA HALLDÓRSSON, Miðvangi 41, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstudaginn 19. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ragnar Halldórsson. Elskuleg móðir okkar, ÞÓRUNN EIRÍKSDÓTTIR, Kaðalsstöðum, Stafholtstungum, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 29. desember. Sigrún Ólafsdóttir, Unnur Ólafsdóttir, Björk Ólafsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÓLAFUR GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi í Fagradal, Sundabúð, Vopnafirði, sem lést sunnudaginn 28. desember, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju laugardag- inn 3. janúar kl. 14.00. Kristján Magnússon, Guðfinna Kristjánsdóttir, Oddný Elín Magnúsdóttir, Halldór Valdimarsson, Árni H. Magnússon, Ásgerður Sigurðardóttir, barnabörn og fjölskyldur. tækni í sína þjónustu; gefa börnum og ungu fólki kost á að ganga í skóla. Svo kom enn ein kynslóð, kynslóðin mín og við (mörg hver a.m.k.) vildum bylta öllu við, taka völdin og færa at- vinnutækin í alþýðueign. Fyrir það vorum við úthrópuð sem bolsar og stimpluð þjóðhættuleg. Eftir á að hyggja held ég að Dísa og Sigmundur á Núpum hafi að ýmsu leyti verið róttækari en ég. Og án alls vafa miklu raunsærri. Og þannig koma mér reyndar Vestur- skaftfellingar fyrir sjónir: harðdug- legt, þrautseigt raunsæisfólk, laust við alla draumóra og grillufang. Trú- mál bara sjaldan á góma en prests- kosningarnar þegar séra Gísli lét af störfum og séra Sigurjón bauð sig fram urðu hatrammar. Dísa sagði mér frá þessu fyrir fáeinum árum og hve henni hefði ofboðið þegar gamall bóndi í Hverfinu hefði haft við orð að negla aftur hurðina á Kálfafells- kirkju ef kommúnisti yrði kosinn prestur í sókninni. „Þá ákvað ég að fara að kjósa,“ sagði hún. „En ég er hundheiðin,“ bætti hún við eftir svo- litla þögn. En það er víst skemmst frá því að segja að séra Sigurjón varð afar vinsæll og farsæll sóknarprest- ur. Afstaða Dísu er til vitnis um heið- arlegt og raunsætt mat sem lét ekki brenglast af pólitísku moldviðri. Annað dæmi um þetta er að hún stóð fast á sínu þegar hún sætti ámæli fyrir að leggja til að lestrarsafn Ung- mennafélagsins keypti bækur Hall- dórs Laxness fyrir litla bókasafnið í gamla skólahúsinu á Kálfafelli. Hjátrú varð ég aldrei var við á Núpum og ég held bara ekki í Hverf- inu yfirleitt. Ja, nema þessa hagnýtu eins og þegar mér var bannað að leggja frá mér hrífuna þannig að tindarnir sneru upp; þá færi að rigna! Allir vita auðvitað að hrífu- tindar sem snúa upp eru viðsjálverð- ir gangandi fólki að ekki sé minnst á að meiri hætta er á að þeir brotni af ef stigið er á hrífuhausinn. Þegar hin skemmtilega bók Árna Björnssonar, Vættatal, kom út, rak ég upp stór augu er ég sá myndina af hraunklett- inum við gaflinn á gamla hesthúsinu á Núpum og var sagt að þarna væri nátttröll. Þegar ég minntist á þetta við Dísu kom hún af fjöllum, sagðist aldrei hafa heyrt af því að þarna væri steinrunninn bergrisi. Ég hef alltaf gleymt að spyrja Árna að því hvaðan hann hafi þetta. Margs væri að minnast af kynnum okkar Dísu á Núpum og dvöl minni í Fljótshverfinu fyrir hálfri öld en nú læt ég staðar numið. Ég held að Dísa mundi segja að ég væri búinn að blaðra nóg. Mér finnst það ljúf til- hugsun að hún muni framvegis liggja við hliðina á heitmanni sínum heitn- um í Kálfafellskirkjugarði. Eins og fyrr sagði hét hann Sigmundur Þor- steinn en seinna nafnið heyrði ég engan nota nema Dísu. Þegar hún kallaði í hann, til að mynda að koma inn að borða, sagði hún „Steini!“ og ég fann að það lá mikil tilfinning í þessu gælunafni. Ég skildi á auga- bragði að mér var ekki ætlað að nota þetta nafn, það átti enginn nema Dísa. Þetta var um það bil það næsta sem ég komst í því að heyra og skynja tjáningu djúpra tilfinninga í Fljótshverfi bernsku minnar. Eins og menn vita eru nokkur af virkustu eldfjöllum landsins hulin ísskildi skaftfellsku jöklanna. Eldur og ís. Þetta eru andstæðurnar sem skapað hafa hina einstæðu fegurð héraðsins og mótað kjör, lífshætti og skaphöfn íbúa þess. Franz Gíslason. Dísa í sveitinni er dáin. Það var mikið áfall fyrir mig, unglinginn, þegar Sigmundur maðurinn hennar lést 1974. Sem barni hafði mér ein- hvern veginn fundist að Dísa og Sig- mundur yrðu alltaf á Núpum. Ég var í sveit hjá þeim og leið vel þar. Þau höfðu þann hæfileika góðs uppal- anda að láta mér finnast ég vera dug- leg og vinna vel þó ég hefði alltaf tíma til að leika mér, lesa, spila og spjalla. Þegar ég hugsa um þennan tíma finnst mér við Dísa hafa mjög oft staðið við eldhúsvaskinn, hún vaskaði upp og ég þurrkaði og talaði og talaði. Það var svo skrítið að Dísa virtist muna allt sem sagt var við hana. Hún gat spurt löngu seinna hvernig var þetta með hana vinkonu þína? Á Núpum var mikið lesið. Það eru sterkar myndir sem koma upp í hug- ann. Sigmundur er kominn inn að loknum löngum vinnudegi, sestur við eldhúsborðið með kaffibolla og bók. Dísa er að ljúka við að þvo mjólk- urföturnar. Hann les fyrir hana eitt- hvað sem honum finnst merkilegt eða skemmtilegt. Eða allir eru að leggja sig eftir hádegismatinn og við heyrum að þau eru farin að lesa því af og til lesa þau hvort fyrir annað. Það var ekki bara að þau læsu mikið heldur var líka alltaf einhver rann- sóknarvinna í gangi. Þau flettu upp í öðrum bókum eða skoðuðu landa- kort. Ef þau hefðu verið nokkrum áratugum yngri er ég sannfærð um að Internetið hefði verið þeirra fróð- leiksnáma. Stundum þegar ég hend- ist um landið eða er í útlöndum og sé og skil bara brot af því sem fyrir augu ber, hugsa ég til þeirra. Þau fóru ekki í mörg eða löng ferðalög en það sem þau fóru þekktu þau og mundu. Sem betur fer fóru þau hringinn strax og hann var opnaður því sama sumar lést Sigmundur. Þau voru góð hjón. Þegar ég var á Núp- um svaf ég í innri stofunni þar sem var eingöngu rúmið sem ég svaf á, Kjarvalsmálverk og blóm. Hjá Dísu var alltaf allt fullt af blómum sem urðu stærri en sams konar blóm ann- ars staðar og öll blóm blómstruðu þar, líka þær tegundir sem ég vissi ekki til að blómstruðu nokkurn tím- ann. Í nokkur ár var Dísa með stóran kálgarð. Það var henni að skapi að geta borið fram fullt fat af salati og spínati með matnum, eiga nóg af steinselju og öðru góðgæti. Þegar ég var um tvítugt lét ég mig dreyma um Dísu stuttklippta í buxum fulla af þekkingarþrá í Sorbonne í samræð- um við Simone de Beauvoir og Sartre. Ég efast um að Dísu hafi sjálfa dreymt svona drauma og varð aldrei vör við annað en hún væri sátt við sitt starf í einstöku sambandi við skepnurnar. Dísa var einn vetur á Héraðsskólanum á Laugarvatni og ég held að það hafi verið góður vetur. Eftir að ég varð fullorðin var ég nokkrum sinnum með börnin mín á Núpum meðan Dísa skrapp til Reykjavíkur. Það var gott að vera á Núpum hjá Dísu og líka að búa fyrir hana innan um allar bækurnar, blómin og skepnurnar. Dísa var minnug og þegar ég fór að vinna á minjasafni var ekki sjaldan sem ég hringdi og hún fræddi mig um klæðnað, matargerð og fleira frá því hún var ung. Hún var minn fróð- leiksbrunnur. Dísa var lítil og grönn en samt með svo ótrúlega sterkan og mjúkan líkama og hljóp upp um öll fjöll alveg til sjötugs. Undir það síðasta var hún orðin slitin enda búin að búa ein í ald- arfjórðung. Hún flutti á Klaustur- hóla þar sem hún fékk stórt herbergi og fyllti það strax af bókum og blóm- um. Þegar ég hringdi í hana fyrstu jólin hennar þar sagðist hún hafa les- ið alla nóttina og ég spurði hvort hún vissi ekki að svona létu bara ungling- ar. Henni leið vel á Klausturhólum og sagði starfsfólkið vera „allt kerl- ingar úr sveitinni, fyrirtaks mann- eskjur“. Þegar ég spurði seinna hvort þetta væru enn allt kerlingar úr sveitinni sagði hún: „Nei, en þess- ar eru engu síðri.“ Ég hef aldrei komið á stofnun sem mér hefur fund- ist eins notaleg og manneskjuleg og Klausturhólar. Það var gott að vita af Dísu þar. Dagný Guðmundsdóttir. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Þórdísar Ólafsdóttur á Núpum í Fljótshverfi. Kynni okkar Dísu eins og hún var yfirleitt nefnd hófust fyr- ir rúmri hálfri öld er mér var ungum komið fyrir á Núpum í sumardvöl eins og þá tíðkaðist. Ferðin austur er mér afar minnisstæð, hófst með flug- ferð að Kirkjubæjarklaustri sem markaði lífstefnu mína í atvinnu- mennsku í fluginu, en síðan var ekið síðasta spölinn um 25 km að Núpum. Þegar komið var á áfangastað blasti við snotur torfbær með nokkrum burstum og útihúsum, bæjarstæðið afar fagurt undir Núpafjalli. Þarna var mitt annað heimili næstu sumur. Móttökurnar voru góðar og þá var eldra fólkið á Núpum enn á lífi, Helgi Bjarnason bóndi og kona hans Agnes Sigmundsdóttir og einnig Jón bróðir Agnesar sem bjó hjá þeim hjónum. Sigmundur sonur þeirra og Þórdís kona hans tóku fljótlega við búinu eftir sviplegt fráfall Helga. Á þessum tíma var í nógu að snúast fyrir strák á mínum aldri sem var bæði ánægjulegt og þroskandi og ekki varð hjá því komist að meðtaka hið stórbrotna umhverfi Fljótshverf- is sem á fáa sína líka í íslenskri nátt- úru. Þórdís var dugnaðarforkur mik- ill, var fyrst á fætur alla daga, gekk síðust til náða dag hvern og féll aldr- ei verk úr hendi. En það sem hugur hennar stóð helst til var þó að lesa því það var hennar yndi og helst hefði hún kosið að fá að mennta sig í jarðfræði, en á fyrri hluta síðustu aldar tíðkaðist ekki að sveitastúkur færu til náms. Eftir að sumardvölum mínum á Núpum lauk eftir fimm sumur tóku við reglulegar heim- sóknir austur sem urðu tíðari með árunum. Þórdís og Sigmundur voru barnlaus og eftir fráfall Sigmundar fyrir aldur fram bjó Dísa lengi búi sínu á Núpum með góðri aðstoð ná- granna sinna svo og ættingja Sig- mundar sem ber að þakka. Alltaf var jafn notalegt að koma í heimsókn, Dísa var margfróð um menn og mál- efni. Þá var og ættfræði henni of- arlega í sinni og oft var setið lengi fram eftir á kvöldin yfir kaffibolla við umræður um sameiginleg áhugamál okkar, svo sem gamlan fróðleik og sagnir. Að leiðarlokum þökkum við Lauf- ey og dætur okkar áratuga vináttu. Guð blessi minningu Þórdísar Ólafsdóttur. Sverrir Þórólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.