Morgunblaðið - 02.01.2004, Page 28

Morgunblaðið - 02.01.2004, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Abrakadabra - galdraskólinn JÆJA ÞÁ HELD ÉG AÐ ALLIR SÉU KOMNIR OG BEST AÐ LESA UPP! © DARGAUD © DARGAUD framhald ... ÉG GERI RÁÐ FYRIR AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ MIKIÐ YFIRVARA- SKEGG OG AÐ ÞÚ GENGUR EINS OG ÞÚ SÉRT MEÐ REGNHLÍF Í AFTURENDANUM! ... HAHAHA! ... MJÖG FYNDIÐ! SETJIÐ NÚ SAMT ALPAHÚFU Á KOLL- INN OG SNITTUBRAUÐ Í HANDAKRIKANN! EF SKE KYNNI AÐ ÉG GLEYMDI REGNHLÍFINNI MINNI! ... HJÁLPI MÉR! FRÖNSK KÍMNI KEMUR ALLTAF JAFNMIKIÐ Á ÓVART! EN HARALDUR FRÆNDI ... MÆLA SÉR MÓT VIÐ VIN SEM MAÐ- UR þEKKIR EKKI ... ER ÞAÐ BRESK KÍMNI? Í RAUN OG VERU ER HÉR UM AÐ RÆÐA VIN ... VINKONU, HÉRNA ... KUNN- INGJAKONU ... SEM BAÐ MIG UM Að BIÐJA ÞENNAN VIN ... HMM ...ÖH... Á EINFÖLDU MÁLI ...ÞÚ ERT Á KAFI Í EINHVERJU ÞESSA STUNDINA, EKKI SATT? ... HMM! ÉG ER GLORSOLT- INN, DRENGUR MINN. EN þÉR? ... ÖÖÖ ... ORÐIN EITT NÚ ÞEGAR! ... VIÐ FINNUM OKKUR VEITINGASTAÐ NÁ- LÆGT VOR FRÚAR KIRKJU ... FRÁBÆRT! ANNA! JÁ, HÉR! STEINI JÁ, HÉR! GRANI JÁ, HÉR! PÍ OG PÚ JÁ, HÉR! KOLLI! JÁ HÉR! SIGGI! EKKI KISI! KOMDU! LÁTTU HANN VERA! HV ... HVER GERÐI ÞETTA!! MÍÁU! VIÐ, HANN ULLAÐI Á OKKUR! MAMMA! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIRRITUÐUM var brugðið við lestur tímarits Morgunblaðsins sunnudaginn 28. desember síðastlið- inn. Ég var eðlilega í jólaskapi, hafði fagnað því að hið skærasta ljós var komið í heiminn eða eins og segir í jólaguðspjalli Jóhannesar: „Hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn.“ Ég var að hugsa til jólahaldsins í okkar fögru kirkju, „musteri Guðs“. Ég hugsaði til þess hve margir hefðu tekið þátt í helgihaldi kirkjunnar. Ljóst er að um tuttugu þúsund hafa tekið þátt í því helgihaldi Grafar- vogskirkju í desembermánuði. Um sjö þúsund grunn- og leikskólabörn heimsóttu kirkjuna með formlegum heimsóknum, frá 1. desember til 21. desember. Ánægður með helgihaldið þó að margir hafi saknað þess að aftan- söng kirkjunnar skyldi ekki vera sjónvarpað á Skjá l eins og undanfar- in 5 ár, einnig söknuðu margir út- sendingar á mbl.is. Um leið og ég var að hugleiða þessi efni barst mér vandað tímarit Morgunblaðsins í hendur. Þar var fjallað um tónleika sem „íslensku dívurnar“ stóðu fyrir. Yfirskrift tón- leika þeirra var Frostrósir. Nú brá svo við að í sjálfu Morg- unblaðinu voru viðhöfð orð eins og „múgstappa, andnauð, fótadofi, mammon og græðgi“, og það á sjálf- um jólunum. Til að gera langa sögu stutta, þá komu ungir menn sem reka fyrir- tækið „þúsund og ein nótt“ að tali við okkur. Höfðu eðlilega samband við kirkjuvörð og gjaldkera sóknar- nefndar um hvort hægt væri að fá kirkjuna leigða fyrir tónleikahald. Við í Grafarvogskirkju fögnum framtaki ungs fólks, fögnum því að það skuli vera að „brjóta ísinn“ og stuðla að fjölbreyttu tónlistar og leiklistarlífi. Morgunblaðið hefur ávallt fagnað slíku framtaki, einka- framtakinu sjálfu. Við í Grafarvogskirkju bentum þeim á að rétt væri að binda sig við 900 selda miða, þar sem stuttu áður hefði Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi staðið fyrir tónleikum til styrktar barna- og unglingageðdeild Landspítalans, og hefðu þá verið seldir 1150 miðar. Það gekk vel og enn er verið að lofa þá tónleika eins og þá sem „dív- urnar“ stóðu fyrir. Uppselt var á alla stórtónleika í desembermánuði í Grafarvogskirkju. Sjálfur sat ég aftast í kirkjunni á umræddum tónleikum. Naut þess vel ásamt Páli Óskari og nokkrum þjóðþekktum söngvurum er þar sátu. Ég var ánægður með lagavalið, nánast allt sálmar fornir og nýir. Ég hugsaði á allt annan hátt en grein- arhöfundur „Flugunnar“. Ég hugs- aði: Mikið er það stórkostlegt hve vel unga fólkið stendur sig í tónlistinni sem og í leiklistinni. Framtíðin er svo sannarlega björt. Mér fannst loftið vera gott, enda til staðar dýr og mikil loftræsting. Varðandi ungu stúlkuna sem þurfti að hvíla sig um stund, þá má greina frá að hún var illa fyrir kölluð, jafnvel með flensuna. Höfundur þekkir lítið til tónleika- halds ef henni bregður við það að barn þurfi að hvíla sig um stund á glæsilegum tónleikum og miklum. Það þekkjum við í kirkjunni bæði á tónleikum og við fermingar svo ein- hver dæmi séu nefnd. Rætt var og um stærð Grafar- vogskirkju. Væntanlega hafa tón- leikahaldarar fengið upplýsingar um það hjá Reykjavíkurborg hvaða kirkja er stærst talið í fermetrum, ekki rúmmetrum. Í Grafarvogs- kirkju eru til staðar fimm hæðir, þegar Borgarbókasafnið er tekið með, en það starfar á tveimur hæð- um. Best er í lok þessa pistils að óska Morgunblaðinu sem ávallt hefur bor- ið höfuð og herðar yfir aðra fjöl- miðla, ekki síst þegar fjallað er um viðkvæm mál samfélagsins, til ham- ingju með glæsilegt blað, „Tímarit Morgunblaðsins“. Guð gefi ykkur gleðilegt ár, þakka blessunarríkt samstarf á því ári sem er að líða. Í Guðs friði. VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON sóknarprestur. „Jólastress Flugunnar“ Frá Vigfúsi Þór Árnasyni Morgunblaðið/IngóGrafarvogskirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.