Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 4
SÁ MAÐUR sem einna mest hefur mótað það kirkjustarf sem nú fer fram í landinu er Sigurbjörn Einarsson biskup. En líka hann var einu sinni ungur drengur sem stóð frammi fyrir altarinu og staðfesti sitt skírn- arheit. „Ég fermdist annan í hvítasunnu 1925 í Langholtskirkju í Meðallandi, enda er ég fæddur og uppalinn í þeirri sveit. Langholts- kirkja var reist árið 1863, mjög vegleg kirkja. Kirkjan sem áður var í Meðallandi fór undir hraun,“ segir Sigurbjörn Einarsson þegar blaðamaður Morgunblaðsins heim- sótti hann og konu hans Magneu Þorkels- dóttur á heimili þeirra við Reynigrund í Kópa- vogi. Á heimilinu er margt mynda á veggjum enda er sambúð þeirra hjóna orðin löng og viðburðarík, börn þeirra urðu átta og afkom- endur þeirra eru fjölmargir. „Alltaf var fermt í minni sveit á hvítasunnu eða á Trinitatis, næsta sunnudag á eftir. Presturinn hafði ábyrgð á þremur sóknum og þurfti að raða þessu niður. Maður tengdi ferminguna alltaf við vorið enda er hvítasunnan vorhátíð. Minn ferm- ingardagur var fagur og bjartur. Við vorum fimm skólsystkini sem fermd- umst þarna saman og messan byrjaði á því að sungið var Skín á himni skír og fagur …, þann fallega og rismikla sálm. Mér er þessi atburður mjög minnisstæður. Allir í sveitinni fylgdust með að venju enda var jafnan mikil þátttaka í þessari athöfn og áhugi. Flest fólkið var líka nágrannar og ættingjar, svo sem eins og ein fjölskylda allt saman. Í þessari kirkju höfðu bæði móður- og föð- ursystkini mín fermst, móður mína missti ég í bruna þegar ég var hálfs annars árs. Ég hafði verið í fermingarfræðslu hjá séra Birni O. Björnssyni en hann var ekki eft- irgangssamur með lærdóminn. Ég hafði nokkuð góðan undirbúning, hafði sníkt af prestinum að fá að vera með í ferming- arfræðslunni frá því ég var ellefu ára. Lögð var líka mikil áhersla á biblíusögurnar í far- skólanum sem ég var í. Fermingin var mikil hátíð, þegar farið var að syngja sálminn: Lát þennan dag ó Drottinn nú oss dýran ávöxt færa … var víst enginn ósnortinn í kirkjunni. Séra Björn talaði mikið og fallega við okkur og ég gleymi aldri svipnum á honum þegar ég stóð frammi fyrir honum við altarið – hann hafði sterk augu. Björn hafði jákvæð áhrif á mig með allri sinni framkomu. Andúð á kirkju og kristni var þá mér vitanlega óþekkt fyrirbæri í minni sveit. Fermdist á hælaháum kvenskóm Ég man ekki gjörla hvernig ég var klædd- ur, nema hvað ég var sérvitur og vildi endi- lega vera á sauðskinnsskóm. Ég hafði lesið að Eggert Ólafsson vildi nota íslensk efni í fatnað. Ég vildi ekki vera minni þjóðernissinni en hann. En þegar kom að því að hafa fata- skipti við kirkjuna, við komum auðvitað ríð- andi, þá var þar skörungskona sem sagði að það væri algjör óhæfa að láta barnið vera á sauðskinnsskóm. Þá voru stígvélaskór komnir í tísku. Ég var borinn ofurliði, hún færði mig í skó af sér. Þeir voru með nokkuð háum hælum svo mér þótti dálítið óþægi- legt að standa á þessu. En svona fór þetta. Þessi dagur er mér í alla staði ákaflega minnisstæður, þótt ekki væri mikið tilhald. Fermingarveisla var engin – kannski einhver tilbreytni í mat af því þetta var hátíð. Við feðgarnir gengum út og faðir minn gaf mér hest, þriggja vetra fola, Móaling, sem var ljónstygg skepna en rennivakur og mikið hestefni. Hann var ekki fyrir nána umgengni við fólk, helst þýddist hann mig. En auðvitað varð ég að láta hann þegar ég fór í skóla. Ég grét svolítið en það varð að hafa það. Á fermingardaginn sýndi faðir minn okkur mér og bróður mínum tvær bankabækur. Móðir okkar fékk verðlaun úr Sjóði Carnaegis vegna þess að hún fórnaði lífinu fyrir bróður minn. Það kviknaði í og hún bjargaði honum en lést síðan af brunasárum. Faðir minn lagði peningana á bók og þeir komu í góðar þarfir þegar námið hófst. Fermingin er tímamót Fermingin var kannski meiri tímamót þá en er núna. Við ferminguna lauk skólanámi Tjaldið er svo þykkt og þétt Magnea Þorkelsdóttir fermdist 15 ára gömul í Fríkirkj- unni í Reykjavík ásamt Ingu systur sinni sem er ári yngri. Vinkona móður þeirra saumaði á þær alveg eins kjóla. Fermingarveislan var haldin á heimili þeirra systra á Óð- insgötu 5. Faðir þeirra var vélstjóri og síðar sótari. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurbjörn Einarsson biskup. Sigurbjörn Einarsson fermingarárið sitt. flestra, fæstir hugðu á langskólanám. Mig dreymdi um það og það rættist. Trúrækni var sterkur þáttur í lífi fólks á uppvaxtarárum mínumog heimilisguðrækni sjálfsögð á öllum heimilum að heita má, hugvekja á kvöldin og lestur á sunnudögum og hátíðum öllum, ef ekki var farið í kirkju. Árið 1939 fermdi ég sjálfur minn fyrsta fermingarbarnahóp, ég var þá prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd. Sú frumraun er mér minnisstæð en fermingarbörnin þekkti ég vel, ég hafði kennt þeim um vet- urinn. Fermingin fór fram á heitum og fal- legum degi þessa einstaklega sólríka sum- ars. Síðar fermdi ég marga einstaklinga í Reykjavík þegar ég var prestur í Hallgríms- kirkju. Þótt börnin í Reykjavík þekktust mörg úr skóla var ekki eins náið samband með þeim og börnunum sem bjuggu í kotunum í Meðalandinu þegar ég var ungur. Nú eru aðrir tímar – aðrar bækur notaðar en ég var með þegar ég var sóknarprestur. Synir mínir hafa m.a. komið að samningu nýrra bóka fyrir fermingarbörn og aðra, sem vilja fræðast um kristnidóm. Heimilin eru lykilaðili á þessu sviði eins og annars staðar. Sú mótun sem barnið verður fyrir frá allra fyrstu tíð er mikilvægust af öllu. Meira að segja skiptir máli hvað haft er fyrir börnum á óvitaaldri. Í dulvitund fer meira fram en við gerum okkur grein fyrir. Bænin er afar þýðingarmikil og börn eru svipt óendanlega miklu ef ekki er beðið með þeim í æsku, það er tjón sem ekki verður bætt. Annað er líka það sem margir fara á mis við – og það er kyrrðin, börn og ungling- ar ná ekki sambandi við sjálf sig, ef svo má segja. Fermingin er mikilvægt tækifæri til þess að styrkja börnin til góðs áður en þau halda út í lífsbaráttuna. Sameiginlegar bænastundir á heimilinu Uppeldið á átta börnum okkar hjóna hvíldi mest á herðum móður þeirra, hún kom börn- unum í háttinn og átti helga stund með þeim áður en þau sofnuðu, hún bjó að sínum arfi og miðlaði þeim. Einnig höfðum við sameig- inlegar bænastundir fjölskyldan ef því varð við komið, kvöldvökur þar sem allir komu saman. Og alltaf áttum við hjónin bæna- stundir hvort með öðru kvölds og morguns, ef kringumstæður leyfðu. Þegar kom að því að ferma Gíslrúnu, elstu dóttur okkar, var ég erlends. Ég var þá ekki sóknarprestur lengur heldur kominn að Háskólanum. Fermingarnar fóru fram en hún beið eftir mér og ég fermdi hana svo eina. Hin börnin okkar fermdi séra Jakob Jónsson. Eftir fermingarnar höfðum við kaffiboð fyrir nákomna vini og ættingja. Hefðbundin kaffiboð og ekki íburðarmikil. Staða og gildi fermingarinnar er óbreytt frá því sem var og verið hefur frá upphafi, þó að þjóðhagir og lífshættir hafi breyst mikið síðan ég gekk völtum fótum á of háum hæl- um upp að altarinu á fermingardegi. Hún er, eins og skírnin, kærleiksyfirlýsing frá Guði og fyrirheit hans um handleiðslu og hjálp í lífi og dauða. Og jafnframt þakkarkveðja barnsins og ástvina þess fyrir þetta og bæn þeirra um að Guðs góði vilji rætist, að sann- ur og fullkominn leiðtogi lífsins, Jesús Krist- ur, styðji hinn unga vegfaranda, varðveiti hann og stýri honum í straumi lífsins. Vissulegar er staða prestsins og prests- makans öðruvísi nú en var, þegar sæmd- arhjónin maddama Ingibjörg Jónasdóttir og séra Sveinn Guðmundsson, sem áttu mörg börn, m.a. Kristján Sveinsson augnlækni, bjuggu sínu rausnarbúi í Árnesi. Þá var einu sinni messa að hefjast sem oftar á helgum degi en Ingibjörg var að eltast við fé, líklega kvíær, fram á síðustu stundu og prestur fann að því með mikilli hægð, að hún væri ekki farin að búa sig til messu. Þá svaraði hún: „Passa þú þitt, séra Sveinn, ég passa mitt.“ Þú spyrð hverju ég vilji spá um framtíðina. Ég svara því með vísu eftir svila séra Sveins, séra Guðlaug Guðmundsson á Stað í Steingrímsfirði. Að horfa fram á lífsins leið oss stoðar ekki neitt. Því tjaldið er svo þykkt og þétt sem þar er fyrir breitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.