Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 21
KRINGLAN/LEIFSSTÖÐ SÍMI 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s 7.700 ,- kr 6.700 ,- kr 6.700 ,- kr 6.700 ,- kr 7.700 ,- kr TVÆR ÚR kennarahópnum sem útbjó „ferm- ingarveisluna góðu“ eru þær Stefanía Ólafs- dóttir, aðstoðarskólastjóri í námsleyfi, og Jó- hanna Jónasdóttir framhaldsskólakennari. Jóhanna er að afla sér réttinda til heim- ilisfræðikennslu í grunnskóla en Stefanía er í heimilisfræði „sér til ánægju“, eins og hún orðar það. „Ég hafði ánægju af að útbúa þetta ferm- ingarborð, sem er samansett úr þægilegum uppskriftum. Ég hef sjálf látið ferma þrjú börn fyrir nokkuð löngu og var tvisvar með kaffiveislu heima en einu sinni var ég með matarveislu úti í bæ. Eftir þetta nám þá er ég betur í stakk búin til þess að halda stórar veislur, heima eða í sal. Námið hefur veitt mér bæði mikla ánægju og ýmislegt hef ég lært sem ég hafði ekki hugsað mikið út í áð- ur. Það er mjög fjölbreytt og lögð mikil áhersla á hollustu og það að geta lagað góð- an mat á stuttum tíma og einnig hve miklu skiptir að maturinn sé fallega fram borinn. Heimilisfræði er mikilvæg námsgrein í hröðu samfélagi. Sjálf hef ég ekki kennt heimilisfræði enda hef ég litla kennslu- skyldu en ég get vel hugsað mér að kenna þetta fag meðfram þegar ég tek til starfa aft- ur að loknu námsleyfi. Heimilisfræði verður stundum dálítið út undan í skólunum, víða vantar menntaða heimilisfræðikennara og nú er ég færari en áður til að halda heim- ilisfræðinni á lofti þegar verið er að skipu- leggja skólastarfið. Myndi nú treysta sér vel í slaginn „Ég á fjögur börn og hef því auðvitað eytt miklum tíma í matseld í eldhúsi, en nú nálg- ast ég þetta efni á allt annan hátt,“ segir Jó- hanna Jónasdóttir. „Ég hef lært næringarfræði og veit nú vel hvað er hollt og óhollt og er nú miklu örugg- ari þegar kemur að veisluhöldum af öllu tagi. Ég er búin að standa fyrir þremur ferming- arveislum og treysti mér þá ekki til að útbúa veisluföngin sjálf en nú myndi ég vel treysta mér í slaginn. Veisluborðið sem við útbjuggum krefst ekki neinnar sérþekkingar og ætti að vera aðgengilegt öllum þeim sem vilja halda veislu heima hjá sér. Ég hef réttindi sem framhaldsskólakenn- ari á hársnyrtibraut en vildi víkka sjóndeild- arhringinn og fór í heimilisfræðinám sem tekur tvo vetur en ég lýk á einum vetri með því að vera bæði í fjarnámi og staðnámi KFÍ. Mér finnst heimilisfræðinámið mjög skemmtilegt og gefandi og það er að mínu mati mjög nauðsynlegt, sérstaklega í „heimi skyndibitans“. Það er þýðingarmikið að börn og unglingar læri að búa til hollan og góðan heimilismat og það mætti vera meiri kennsla í þessum efnum í efri bekkjum grunnskólans að mínu mati. Ekki má gleyma að þetta er kannski eina kennslan í mat- reiðslu sem fólk fær áður en það fer út í líf- ið.“ Miklu skiptir að bera matinn fallega fram Morgunblaðið/Ásdís F.v. Stefanía Ólafsdóttir og Jóhanna Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.