Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 38
Ég varð prestur í Háteigskirkju 1993 og hef starfað þar síðan. Preststarfið hefur jafnan verið mér til óblandinnar ánægju þótt stundum sé það erfitt. Ekki síst hef ég haft ánægu af ferm- ingarfræðslunni. Ég fæ alltaf sérstaka gleði- tilfinningu þegar ég lít yfir mannvænlegan hóp tilvonandi fermingarbarna og reyni svo allt sem ég get til þess að ná til þeirra. Ég fæ þau til að tala um það sem þau vilja ræða um og leitast við að koma þeirri fræðslu sem mér ber sem prestur til þeirra í gegnum samtöl við þau. Mér finnst sem fyrr sagði mjög mikilvægt að þau læri að tjá sig og koma sínum skoð- unum á framfæri óhikað. Einnig að þau öðl- ist hugrekki og sjálfstæði til þess að taka sínar eigin ákvarðanir. Þetta getur verið erf- itt í ungmennahópi, unglingar hafa svo sterka tilhneigingu til þess að reyna að falla í hópinn og vera eins og hinir. Tímarnir breytast og mennirnir með. Mér finnst ég skynja að unglingar viti nú minna um Biblíuna en við sem eldri erum gerðum á sínum tíma. Kennsla í kristnifræðum hefur líka breyst á þessu tímabili. Margir ungling- ar nútímans kannast t.d. varla við Lazarus og ýmsar persónur úr Biblíunni sem nánast allir þekktu, í það minnsta af afspurn, þegar ég var á fermingaraldri. Ég hef líka á tilfinningunni að ferming- arbörn nú séu þroskaðri en við vorum, eink- um stúlkurnar. Þær hafa flóknara tilfinninga- líf á þessum aldri en piltar, að manni virðist, velta mörgu fyrir sér og spyrja kannski þess vegna fleiri spurninga. Mér finnst því þurfa að uppfræða þær á vissan hátt öðruvísi en piltana. Við prestar í Háteigskirkju höfum skipt fermingarbörnum upp í hópa, stúlkna- og drengjahópa. Við skiptumst svo á að fræða hópana, ég, Pétur Björgvin Þorsteinsson og séra Tómas Sveinsson sem um áratugi hef- ur verið sóknarprestur við Háteigskirkju. Fermingin er þýðingarmikið skref inn í framtíðina og því mikilvægt að vel sé að fermingarfræðslu staðið og sú held ég að sé yfirleitt raunin hjá prestum samtímans.“ vonandi eiginmanni mínum. Ég bjóst ekki við að það samband yrði meira en skammvinnt ástarsamband en þegar ég kom heim héld- um við áfram að hafa bréfasamband og svo bauð fjölskylda hans mér til Japan. Þar ákváðum við að leiðir okkar skyldu liggja saman til frambúðar. Við giftum okkur í Reykjavík en bjuggum fyrstu búskaparárin í Japan þar sem maðurinn minn var prestur. Ég hafði fyrir giftingu verið kennari við Lýðháskólann í Skálholti og aðstoðarprestur í Fella- og Hólaprestakalli í Reykjavík. Prestur í Svíþjóð var ég svo á árunum 1986 til 1990. Fluttu frá Japan til Íslands Við hjónin fluttum til Íslands eftir nokkra dvöl í Japan og eignuðumst tvö börn, ferm- ingardrenginn Ísak og dótturina Önnu Maríu. Ísak á reyndar nokkuð óvenjulegan bak- grunn sem fermingarbarn. Hann hefur stund- að nám við Landakotsskóla og var í tengslum við vináttu við skólabræður þar boðið að verða kórdrengur í Landakotskirkju. Hann hefur vegna þessa haft talsverðan áhuga á kaþólskri trú og kirkjusiðum og átti í nokkurri sálarbaráttu. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að fermast í hópi vina sinna í kaþólsku kirkjunni eða lútherskum sið, en hann er í þjóðkirkjunni. Hann togaðist sem sé dálítið á milli trúfélaga í nokkurn tíma en ákvað svo að fermast að lútherskum sið. Það er eins og hann eigi heimili í báðum kirkjum þótt hann hafi ákveðið að fermast að lútherskum sið. Vissulega er það líka miklu fleira sem er sameiginlegt með kaþólskri trú og lútherskri en hitt sem aðskilur. Við eigum sama Guð og sjálf hef ég sterkar taugar til þess hátíðleika sem mér finnst einkenna kaþólskar messur. Trúin er mér mjög mikilsverð, ég bið kvölds og morgna og miðjan dag, þakka Guði þegar vel gengur og leita styrks hjá honum á raunastundum. Þessu viðhorfi hef ég reynt að miðla til barnanna minna eftir bestu getu. Það eru forréttindi að eiga lifandi trú. Ég hef einnig reynt að koma þessu viðhorfi að í fermingarfræðslunni. úr því að ég hefði sofnað, hitt þótti henni miklu verra að ég skyldi gleyma að ávarpa prestinn eins og henni þótti tilhlýðilegt – „Þú átt að segja séra Óskar, mundu það,“ sagði hún alvarleg. Foreldrar mínir voru orðnir nokkuð full- orðnir þegar ég fæddist og mér fannst þeir stundum nokkuð gamaldags í viðhorfum. Faðir minn, Konráð Gíslason kaupmaður, var 56 ára þegar ég kom í heiminn 23. febrúar 1960 og móðir mín var 44 ára. Ég á þrjár eldri systur og níu ár eru á milli mín og þeirrar næstu í röðinni. Ég man vel fermingardaginn minn. Það var fallegt veður og ég var klædd í sítt pils og blá- an velúrjakka og var í bol undir og í rauðum háhæluðum og þykkbotna skóm, sem síðar urðu svo frægir að vera sýndir sem „minjar“ á sýningu í Árbæjarsafni. Mér fannst ég harla fín og var mjög glöð yfir skíðunum sem ég fékk í fermingargjöf frá foreldrum mínum og ekki síður yfir hljómflutningsgræjunum sem systur mínar gáfu mér. Svo fékk ég skartgripi og bækur, einkum ljóðabækur eftir þjóðskáldin okkar. Mér fannst ekki mikið til þeirra koma þá en þær urðu vísir að bóka- safni mínu og hafa komið mér að mjög miklu gagni við ræðusmíðar í preststörfum mín- um.“ Hlaut mikla trúfræðslu í KFUK Helga Soffía ólst upp í Vesturbæ Reykja- víkur, gekk í Hagaskóla og lauk svo stúd- entsprófi 1980 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands 1985. „Ég var alin upp við trúrækni, móðir mín lét mig biðja bænir upphátt og einnig hlaut ég mikla trúfræðslu í KFUK, þar sem ég var lengi viðloðandi og hafði mikla ánægju af. Líklega hefur þetta orðið til þess að ég ákvað að læra guðfræði, móður minni til mikillar gleði. Eftir guðfræðipróf stundaði ég framhalds- nám í trúarbragðasögu við Uppsalaháskóla og var við nám við Swedish Theological Sem- inary í Jerúsalem 1989. Þar kynntist ég til- „MÉR finnst einkum mikilvægt að ferming- arbörn læri að tjá tilfinningar sínar og taka sjálfstæðar ákvarðanir, ég reyni að stuðla að því í minni fermingarfræðslu. Það er þýðing- armikið að unglingar geti talað og tjáð sig óhikað, geti öðlast sjálfstæði í skoðunum og tekið ákvarðanir, óháð því að hugsa fyrst og fremst um að fylgja hópnum, sem jafnan er sterk tilhneiging til á þessum aldri,“ segir Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju í Reykjavík. Hún hefur á 18 ára starfsferli sínum sem prestur fermt yfir fimmtán hundruð börn. Þrátt yfir góða æfingu ætlar hún ekki að ferma sjálf son sinn, Ísak Toma, né heldur mun faðir hans, séra Toshiki Toma, ferma hann, en hann er prestur nýbúa á Íslandi. „Ísak verður fermdur í Dómkirkjnni eins og ég var á sínum tíma og ég hef reglulega notið þess að fara með honum í messur, rétt eins og faðir hans hefur líka gert. Það er mér mikil og athyglisverð reynsla að vera nú móðir fermingarbarns. Ég hélt að ég yrði tauga- strekktari vegna þess en raun ber vitni. Ég er mjög róleg og hef engar áhyggjur af ferming- arundirbúningnum, systur mínar og vinkonur ætla að hjálpa mér að baka og undirbúa veisluna, sem við foreldrarnir sameinumst um að halda syni okkar, við erum ekki lengur hjón en förum sameiginlega með forræði barna okkar,“ segir Helga Soffía þegar ég spyr hana um þetta nýja hlutverk hennar, að vera móðir fermingarbarns. Fermdist í Dómkirkjunni í síðu pilsi og á rauðum þykkbotna skóm Sjálf kveðst Helga Soffía hafa fermst í Dómkirkjunni hjá séra Óskari J. Þorlákssyni. „Mér fannst mjög skemmtilegt að hitta í fermingarfræðslunni marga nýja krakka. Það komu börn víðs vegar að úr borginni til að fermast í Dómkirkjunni þann 21. apríl 1974,“ segir Helga Soffía. „Flest þessara krakka höfðu búið í sókn- inni á barnsaldri en sum flutt burt í úthverfi en vildu svo fermast í Dómkirkjunni. Ég man ekki sérstaklega eftir ferming- arfræðslunni hjá séra Óskari. Hann var virðu- legur maður og móðir mín, Anna María Helgadóttir, hafði uppálagt mér að ávarpa hann aldrei nema sem séra Óskar. Ég lagði á þetta áherslu en svo var það eitt sinn í hlýju veðri að ég dottaði undir tali prestsins, mér leið svo vel í kirkjunni og þótti andrúmsloftið svo notalegt. Allt í einu hrökk ég upp við að presturinn beindi til mín spurningu. „Hvað varstu að segja, Óskar,“ sagði ég ósjálfrátt og skammaðist mín um leið fyrir að gleyma að ávarpa hann sem séra Óskar. Ekki batn- aði það þegar ég kom heim og sagði mömmu frá þessu. Hún gerði nú ekki mikið Fermingin er mikilvægt skref inn í framtíðina Morgunblaðið/Sverrir Séra Helga Soffía Konráðsdóttir og sonur hennar, Ísak Toma, sem fermist í Dómkirkjunni í vor. Fermingarfræðsla er nokk- uð yfirgripsmikið ferli sem prestar landsins sjá um. Séra Helga Soffía Konráðs- dóttir hefur fermt yfir 1.500 börn á ferli sínum sem prestur og er nú að auki móðir fermingarbarns, en sonur hennar, Ísak Toma, fermist í Dómkirkjunni í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.