Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 13
brúnu kremi. Ég stóð agndofa og fylgdist með framleiðslunni og hafði aldrei séð önn- ur eins listaverk áður.“ Óútreiknanlegt hvað vekur áhuga barna „Ég held að tertan hennar frænku minnar hafi verið upphafið að áhuga mínum á mat- argerð. Það er óútreiknanlegt hvað það er sem vekur áhuga barna og leiðir til þess að þau uppgötva hæfileika sína og áhugasvið. Sem verkmenntakennara hefur mér alltaf fundist það áhyggjuefni hvað námsframboð skóla virðist oft á tíðum einhæft og bók- miðað og síðan bætist við sú staðreynd sem flestir samþykkja að börn læra minna til verka í foreldrahúsum en áður. Hvar eiga börnin að uppgötva hvað í þeim býr sem ekki eru gefin fyrir stærðfræði og tungu- málahugtök? Það er ekki að furða þótt mörg þeirra rekist illa í hinu bókmiðaða skólakerfi. Sjálf fékk ég afar litla verk- menntakennslu á skyldunámsstigi og óvíst er hvað um mig hefði orðið, ef regnboga- tertan góða hefði ekki kveikt áhuga minn endur fyrir löngu því stærðfræðin var minn óvinur alla mína skólagöngu.“ Fyrsta veislan byrjaði ekki vel „Mín fyrstu veisluhöld byrjuðu ekki vel frekar en hjá mörgum öðrum ungum hús- freyjum. Ég var nýgift og að byrja búskap og ætlaði að sjálfsögðu að sýna manninum mínum hvað í mér byggi. Ég keypti lær- issneiðar í fyrstu máltíðina á nýstofnuðu heimilinu, en lærissneiðar voru meðal þess fínasta sem maður keypti í matinn árið 1962 og náttúrlega gaddfreðnar. Ég steikti þær en ég vissi ekki þá að til þess að loka kjötstykki þarf að steikja það við all háan hita stutta stund og við hitaþrýstinginn springa frumuhimnur kjötsins inn á við og steikarskorpan sem myndast við steik- inguna varnar því að kjötsafinn flæði út úr kjötinu við matreiðslu. Ég gerði hið gagn- stæða. Ég hef steikt sneiðarnar við alltof lágan hita, kjötsafinn flæddi út úr kjötinu og próteinið í kjötsafanum sauð á pönnunni og myndaði skán á hana, kjötið festist í skáninni því meir sem ég hækkaði hitann til að reyna að kalla fram brúningu og að lokum fékk maðurinn minn þurrar soðnar lærissneiðar á diskinn. Ég bætti honum þetta upp síðar.“ Tíndi greinar og blóm til að skreyta borðið „Ég þurfti ung á því að halda að standa fyrir veislum. Maðurinn minn varð ungur op- inber embættismaður og það var í lok þess tímabils þegar enn tíðkaðist að móttökur fóru fram á heimili viðkomandi embættis- manns. Við vildum standa okkur eins og þeir sem eldri voru og tókum þessar skyld- ur alvarlega. Ég átti góða og hjálpsama eldri systur sem leiddi mig fyrstu skrefin þar til ég gat þetta sjálf. Við tókum mikið á móti erlendum gestum á þessu tímabili og ég held að eftirminnilegustu veislurnar sem við stóðum fyrir hafi verið í lok funda eða ráðstefna þegar haldið var með gestina út í íslenska náttúru. Farið var með veitingarnar með sér og á meðan gestirnir skoðuðu markverða hluti lagði ég dúka á jörðina, festi þá niður með fallegum steinum, tíndi greinar og blóm í umhverfinu, „skreytti borðið“, dró fram pappadiska og glös og með hjálp bílstjórans ýmiskonar veitingar sem komið hafði verið fyrir í farangursrými rútunnar. Sjaldan hef ég fengið meiri þakkir fyrir veitingar en þegar fólkið kom glorsv- angt úr skoðunarleiðangrum og átti ekki von á neinu. Þetta voru eftirminnilegar ferð- ir og oft kvöddum við þakkláta gesti.“ Það lærist smátt og smátt að halda veislur „Það lærðist smátt og smátt að halda veislur, skipuleggja og byrja undirbúninginn snemma. Ég skrifaði alltaf niður eftir hvert Ostabollur með ólívum 2 dl rifinn ostur 50 g grænar ólívur m/ paprikufyllingu 7 dl hveiti fyrir brauðvélar 5 tsk þurrger 1 tsk salt 1 tsk sykur 2 ½ dl volgt vatn 2 msk olía 4 msk skyr eða kotasæla 1 egg til penslunar paprikuduft til skrauts 1. Rífið ostinn og skerið ólívurnar smátt. 2. Takið frá 1 dl af hveiti og geymið á diski til nota síðar. 3. Blandið saman öllum þurrefnunum, ostinum og ólívunum. 4. Hrærið skyrið eða kotasæluna út í vatnið og bætið olíunni út í. 5. Blandið öllu saman og hrærið og hnoðið, bætið hveitinu sem tekið var frá út í, ef þörf krefur. Passið að gera deigið ekki of þurrt, það á að vera mjúkt. 6. Setjið deigskálina til hefingar í heitt vatnsbað í eldhúsvaskinn í u.þ.b. 15 mín. Hnoðið deigið á ný og mót- ið pylsu sem skipt er í jafna bita. 7. Mótið bollur og látið þær lyfta sér á plötu með bökunarpappír. 8. Skerið eða klippið kross í bollurnar, penslið með eggi og stráið papr- ikudufti yfir. 9. Bakið við 210°C á miðrim í ofninum í 15–20 mín. Bornar fram volgar með súpum, græn- metisréttum, salötum eða ostum. Sælgætisterta af Netinu 4 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl púðursykur 1-11/2 amerískur bolli Rice krispies morgunverðarkorn 1. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykr- inum og púðursykrinum. 2. Teiknið á bökunarpappír tvo hringi um 23 cm í þvermál . Setjið papp- írinn á bökunarplötu. 3. Skiptið deiginu jafnt á hringana og bakið (báða botnana í einu) við 125°C í 50–60 mínútur á blæstri, 150°C í venjulegum ofni. Kælið síð- an á bökunargrind. Fylling: 2 pelar rjómi 1 askja jarðarber 1 lítil askja bláber 1. Þeytið rjómann, þvoið og skerið nið- ur berin (takið e.t.v. nokkur frá til skreytingar) bætið þeim út í rjómann og setjið á milli tertubotn- anna. Krem: 2½ pakki Rolo (sælgætis- rúllur fást í stórmörkuðum) eða 1½ plata suðusúkkulaði 50 g suðusúkkulaði 4–6 msk rjómi 1. Bræðið súkkulaðið og þynnið með rjómanum, passið að það verði ekki of þunnt, hellið því yfir tertuna og skreytið með ferskum berjum. Sé þessi terta bökuð í ofnskúffu eins og hér er gert þarf að tvöfalda upp- skriftina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.