Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 34
Boðskort Ertu að fara að ferma? Allar tegundir af boðskortum Fljót afgreiðsla Gott verð M júk fermingargjöf Sængur, koddar og sængurfatnaður BLÓMASKREYTINGAR eru eitt af því sem setur hvað mestan svip á veislur. Þær geta „lagt línuna“, í litum og formum, bæði á veisluborðinu sjálfu, borðum í salnum og jafnvel á fermingarbarninu sjálfu. Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir starfar hjá Blómastofunni á Eiðstorgi. „Í tískunni í fermingarskreytingum í ár er einfaldleikinn ráðandi. Laukar eru mikið notaðir og lögð áhersla á að blómin séu sett upp á sem náttúrulegastan hátt,“ segir Guðrún Ragnheiður. „Litirnir í ár eru skærir, lime-grænt, sæ- grænt (túrkís), dökkbleikt og appels- ínugult. Mér finnst mjög fallegt að blanda þessum litum saman á borð, blóm sem við not- um í slíkar skreyt- ingar eru t.d. túl- ípanar, ranunculus og hýasintur, sem mörgum finnast vera jólablóm en eru nú mjög vin- sælar sem vor- blóm, þær eru til í ýmsum litum. Það er mjög mikið núna um hvíta dúka og borðdregla yfir í skærum litum og svo eru hafðar servíettur í stíl við dregla, blóm og kerti.“ Hvernig eru blómaskreytingar helst sett- ar upp? „Mikið er notað gler, vasar af ýmsu tagi, lágir og breiðir eða háir og í ýmsum lit- um.“ En hvað með blóm í hárskreytingar? „Ef notaðar eru hýasintur í borðskreyt- ingu eru t.d. notaðar klukkurnar af því blómi í hárið á fermingarstúlkunni. Annars hefur dregið dálítið úr notkun blóma í hár- greiðslum fermingarstúlkna að und- anförnu.“ Segið það með blómum Guðrún R. Guðmundsdóttir með blómaskreytingu sem nú er vinsæl á fermingarborðum. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.