Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 14
boð hvað mikið magn ég hafði þurft og fyrir hvað marga gesti. Ég skrifaði líka stundum hjá mér hvað ég var lengi að gera hvern rétt, lagði alltaf á borðið daginn fyrir boðið og ákvað hvernig ég ætlaði að raða upp veitingunum og á hvaða föt og í hvaða skál- ar. Það skiptir svo miklu máli hvernig borðið lítur út og hvernig maturinn er fram borinn því sagt er að við borðum með augunum líka. Og þetta getur tekið heillangan tíma. Það er lykilatriði að gera sér grein fyrir því magni sem til þarf því annars fer kostnaður úr böndunum og þú ert að borða feitan og sætan hátíðarmat marga daga eftir boðið, mat sem þú kannske vilt ekki borða en ger- ir það vegna þess að hann er til og búið er að borga fyrir hann dýrum dómum.“ Tvær ólíkar fjölskyldur í einni veislu „Það er einnig lykill að vel heppnaðri veislu að húsbændurnir séu ekki svo upp- teknir í eldhúsinu að þeir geti ekki sinnt gestunum og á fermingardegi verður einnig að vera tími fyrir fermingarbarnið. Í fermingarveislum eru oft tvær ólíkar fjöl- skyldur að mætast, fólk sem kannske þekkist ekki mikið og hvor fjölskylda um sig situr í sitt hvoru horninu. Þá er það hlutverk gestgjafanna að ganga á milli, kynna gest- ina hvern fyrir öðrum og reyna að finna um- ræðuefni sem tengt getur saman. Það get- ur verið mikil prýði að því í svona veislum ef einhver nákominn fermingarbarninu talar til þess nokkrum orðum og ég tala nú ekki um ef einhver spilar á hljóðfæri eða ef að- stæður eru til þess að að láta gestina syngja. Eins getur verið gott að koma veit- ingunum þannig fyrir að fólk þurfti að sækja þær á t.d. tvo mismunandi staði t.d. að kaffi sé borið fram á öðrum stað en mat- urinn til að meiri hreyfing verði á gestunum og það sitji síður einhverjir fastir í sínu horni.“ Söngurinn sameinar hjörtu manna „Á uppvaxtarárum mínum austur á Fljóts- dalshéraði var mikið sungið þegar fólk kom saman. Ég held að söngurinn hafi sam- einað hjörtu manna og styrkt vináttubönd- in. Að minnsta kosti var mikil samkennd meðal fólksins þar og samhjálp ef eitthvað erfitt steðjaði að. Einhver skemmtilegustu „partý“ sem ég hef upplifað voru boðin heima hjá pabba og mömmu þegar vinir þeirra komu saman og sungið var allt kvöld- ið. Enda voru margir góðir söngmenn í hópnum. Nú er almennur söngur á und- anhaldi og tónmennt á líkt og aðrar list- og verkgreinar við vissa erfiðleika að etja í skólakerfinu. Það er að mínu mati mikill skaði, vegna þess að allar auðga þær lífið hver á sinn hátt og fyrir mér eru það lífs- gæði að kunna til verka, geta byggt upp um- hverfi sitt, búið með reisn og skapað ánægjustundir fyrir sig og sína auk þess sem það er heilbrigt tómstundagaman.“ Heimilisfræðin aldrei verið nauðsynlegri en nú „Heimilisfræðideild KHÍ flutti fyrir fjórum árum í list- og verkgreinahús Kennarahá- skólans í Skipholt 37 þar sem þessar greinar voru allar sameinaðar undir eitt þak. Áður hafði hún verið til húsa í stóru einbýlishúsi við Hamrahlíð. Við flutninginn átti sér stað viss uppbygging og endurmat. Skólastjórnendur studdu vel við þá upp- byggingu og allur ytri aðbúnaður er hér til fyrirmyndar. Þeir höfðu góðan skilning á gildi þessarar greinar enda allir kennslu- fræðingar að mennt, sem vita vel að greinin hefur samfélagslegt gildi og að fábreytt skólastarf getur leitt af sér hóp óánægðra nemenda sem aftur getur leitt til óánægðra þjóðfélagsþegna sem hvorki verða sjálfum sér né samfélaginu til þess gagns og gleði sem efni gætu staðið til. Þjóðfélag sem þannig býr að sínu unga fólki nýtir ekki mannauð sinn og spurning er hvernig það síðar endurspeglast í heilsufars- og efna- hagslegu tilliti. Heimilisfræðin hefur sennilega aldrei verið nauðsynlegri samfélagslega séð en einmitt nú um stundir. Allir vita um ofeldið og offituna sem er að stórskaða heilsu allt- of margra og meðal nemenda finnast ein- staklingar komnir undir þrítugt sem hvorki kunna að elda kjöt né fisk og geta nánast enga björg sér veitt í þessu tilliti hvað þá borið ábyrgð á neyslu annarra. Þegar mað- ur spyr; en hvernig fórstu að þessu eða hinu? heyrir maður svör eins og – ég sauð bara pasta og opnaði krukkur og dósir með sósum sem ég hellti út á og hitaði. Ef ég spyr hvernig fórstu að um helgar eða hátíð- ir? getur svarið verið: Þá fer ég bara með fjölskylduna til mömmu eða tengdó. Mig uggir að það fari í vöxt að ungt fólk fari út í lífið vanbúið að þessu leyti og með litla þekkingu á hollustuháttum og næringu. En þessir nemendur hafa nær undantekning- arlaust verið duglegir að tileinka sér námið og stundum finnst mér þeir beinlínis drekka í sig nýja þekkingu og vera fljótir að öðlast nýja hæfni. Þeir finna sjálfir að þeir verða að læra til verka, kunna skilin á milli holl- ustu og óhollustu til að ráða við að ala upp börn og stofna fjölskyldu. Síðan kemur sú uppgötvun að það er gaman að náminu, framfarirnar ótrúlegar og magnað andrúms- loft getur skapast í kennslustundum. Stundum finnst mér mest gaman að kenna þeim sem minnst kunna þegar þeir koma til mín. Það er svo stórkostlegt að upplifa hverju sköpunargleðin fær áorkað.“ Hópurinn sem útbjó „fermingarveisluna góðu“ „Við erum með breiðan hóp nemenda og kunnáttan er á öllum stigum. Hingað hafa sótt í auknum mæli kennarar sem eru í námsleyfi. Svo vildi til að það var einmitt þannig hópur sem valdist í verkefnið „ferm- ingarveislan góða“. Þetta voru æfðar hús- mæður, bráðduglegar og vel verki farnar. Það tók þær 11 talsins aðeins rúmlega tvær stundir að útbúa veisluborðið. Þetta verkefni var kennarastýrt en þær skila þér líka plani að fermingarveislu sem þær hafa alfarið útbúið sjálfar. Þessir nemendur eru að sjálfsögðu ólíkir hinum yngri því þeir hafa reynslu og þroska og þekkja skóla- starf og allar hinar fjölbreyttu hliðar þess. Þetta eru þakklátustu nemendur sem ég fæ og gefa kennaranum mesta endurgjöf. Þeir vita sem er að kennari veit aldrei nema að hluta hvernig honum tekst til í starfi og hverju hann fær áorkað og því er mikilvægt fyrir hann að fá að heyra hvað nemendum finnst. Þeir rökstyðja mat sitt af þekkingu og reynslu og mat þeirra á verkefnunum og kennslunni hafa verið mér leiðarljós og kynnin af þeim veitt mér ómælda gleði.“ Morgunblaðið/Ásdís Súkkulaðikaka 125 g suðusúkkulaði 125 g smjör 1½ dl sterkt kaffi 4 egg 275 g sykur 200 g hveiti 2 tsk lyftiduft 1. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita. Látið kólna. 2. Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt. 3. Blandið eggjunum saman við smjör- og súkkulaðiblönduna. 4. Hrærið þurrefnunum ásamt kaffinu var- lega saman við með sleikju. 5. Bakið deigið í tveimur tertumótum 23 cm í þvermál í um 20 mínútur við 200°C. Krem: 150 g sigtaður flórsykur 75 g smjör 1 egg 125 g suðusúkkulaði 1 msk vatn e.t.v. vanilludropar 1. Bræðið smjörið og súkkulaðið hægt við mjög lágt hitastig. 2. Hrærið sigtuðum flórsykrinum, eggi og vatni (og e.t.v. vanilludropum) saman við. 3. Smyrjið kreminu yfir kalda kökuna. 4. Berið fram með þeyttum rjóma. Veisluterta 4 egg 2 dl sykur 2 dl möndlur 2 dl döðlur 2 dl súkkulaði 2 dl hveiti 1 tsk lyftiduft ½ lítri rjómi ca 400 g Odense marsipan til að hjúpa kökuna með 60–70 g flórsykur 1. Þeytið egg og sykur mjög vel saman, brytjið á meðan möndlur, döðlur og súkkulaði. 2. Setjið þetta allt saman í eina skál og hrærið 2 msk. af hveitinu saman við. 3. Blandið þessu síðan varlega saman við eggjahræruna ásamt hveitinu sem eftir er og lyftiduftinu. 4. Klippið bökunarpappír í botninn á þeim tertumótum sem þið ætlið að baka tert- una í, smyrjið hann og einnig vel upp með köntunum. 5. Skiptið deiginu jafnt í tvö 24 cm tertu- form í þvermál og bakið við 200°C í 15– 20 mín. 6. Lofið kökunum að kólna í mótunum á bökunargrind. Stífþeytið rjómann, smyrjið hluta af hon- um á kökuna kalda og leggið hinn botninn ofan á. Smyrjið rjóma einnig ofan á kökuna og á hliðarnar. Hnoðið saman marsipani og sigtuðum flórsykri og bætið flórsykri út í þar til marsip- anið er hætt að klístrast við hendurnar. Fletjið það út (hafið plastfilmu undir á borð- inu) í svo stóra köku að hægt sé að hjúpa tertuna með henni. Leggið hana þétt að hliðum tertunar. Skreytið að vild. Gott er að láta rjómann og marsipanið á kökuna 1–2 dögum áður en hún á að borð- ast því þá verður marsipanið mýkra. Athugið að marsipan er líka hægt að kaupa útflatt í stórmörkuðum. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.