Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 28
„ÞAÐ er rómantík í loftinu,“ segir Hrefna Hlín Svein- björnsdóttir hjá hárgreiðslu- stofunni Mojo. Hún segir greinileg áhrif frá Hringa- dróttinssögu í hártísku stúlkna um þessar mundir. „Hárið á að vera fallega bylgjað og þá stórir liðir og sléttujárnin sívinsælu hafa vikið fyrir bylgjujárnunum, í það minnsta um stund- arsakir. Einnig eru túper- ingar í anda sjötta áratug- arins mikið notaðar til þess að lyfta hárinu. Flestar stelp- ur eru að safna hári fram að fermingu og því er um að gera að leyfa síddinni að njóta sín og bylgja það og brjóta jafnvel upp með litlum fléttum, þær eru alltaf klass- ískar. Minna um flóknar fermingarhárgreiðslur Það er miklu minna um flóknar fermingarhár- greiðslur en áður var og heldur hefur dregið úr slöngulokkaflóðinu. Þó eru alltaf einhverjir sem vilja leggja svolítið í greiðsluna og þá er gott að hafa í huga þá einföldu reglu að því flóknari sem hár- greiðslan er því minna skal nota af hár- skrauti, en hins vegar ef hárgreiðslan er einföld að brjóta endilega upp með skrauti, til dæmis laufblöðum eða ferskum blóm- um, gjarnan í sama lit og fötin. Ef hár er millisítt er upplagt að taka hárið frá andlit- inu, setja í það bylgjur og taka jafnvel upp. Strákar eru margir með nokkuð sítt hár í dag, klippingar eru flestar þannig að þær eiga að virka þannig að hárið sé úr sér vax- ið en samt með ákveðna línu. Til þess að fríska upp á hárið á strákunum er því upp- lagt að blása það og setja í hárefni. Ferm- ingargreiðslur kosta á bilinu 4.500 til 7.500 krónur, allt eftir því hversu flóknar þær eru. Fyrir þær stelpur sem eru byrjaðar að mála sig er mikilvægt að passa að nota ekki of mikinn farða á fermingardaginn, segir Þórunn Sif Garðarsdóttir eða Tóta Sif hjá Mac-snyrtivörum í Debenhams í Smára- lind. Ef notaður er farði er fallegast að förð- unin sé eins náttúruleg og hægt er. Það má til dæmis slétta örlítið út húðina og setja endilega á sig bjartan og fallegan kinnalit og einn sætan augnskugga yfir augun, ef til vill blýant en þó ekki of sterk- an. Augnskuggarnir eru í ljósum litum núna, fjólubláir, sægrænir, fölbleikir og silfraðir. Maskarar eru brúnir og nátt- úrulegir og svo er að setja punktinn yfir i-ið og skella á sig glossi, gjarnan gegnsæju eða með bleikum tóni. Áhrif frá Hringadróttinssögu Morgunblaðið/Þorkell Hárgreiðsla og förðun er stórt mál hjá margri ferming- arstúlkunni og strákunum er heldur ekki sama hvernig hárið er. Móeiður Júníusdóttir ræddi við Hrefnu Hlín Sveinbjörnsdóttur hjá hárgreiðslustofunni Mojo um tískustrauma á þessum sviðum. Hárgreiðsla: Hrefna Hl ín Sveinbjörnsdóttir hjá Mojo. Förðun: Sólveig hjá MAC í Debenhams, Smáral ind. MAC-snyrt ivörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.