Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 6
OFT ERU fermingarbörn að koma í fyrsta skipti fram opinberlega ef svo má segja. Þau ganga inn kirkjugólfið og standa við altarið og síðar um daginn eru þau líka miðpunktur athyglinnar í fermingarveislunni. En það eru ekki allir unglingar undir slíka at- hygli búnir, sumir er feimnari en aðrir. Skyldi vera hægt að bregðast við því, æfa þá á ein- hvern hátt undir þessa athygli? Kristín Ásta Kristinsdóttir hefur unnið hjá Esk- imo Models með hléum frá 1998 og hefur leið- beint mörgum unglingum, m.a. hvað snertir framkomu og hreyfingar svo ekki sé talað um hvernig hið unga fólk eigi að klæðast, greiða sér og mála sig. „Mér finnst vanta talsvert upp á sjálfsöryggi hjá unglingum á fermingaraldri, þeir miða sig gjarnan við næsta mann og finnst þeir oft ekki standast samanburðinn,“ segir Kristín Ásta. Unglingar ættu að taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi fermingu sína En hvaða ráð getur hún gefið þeim unglingum sem nú fara senn að verða miðpunktur athygl- innar í fermingunni sinni? „Ef unglingar taka þá ákvörðun að fermast þá ættu þeir að taka sjálfstæðar ákvarðanir hvað varðar t.d. klæðaburð og veisluhöld. Stúlka sem treystir sér ekki að ganga á háum hælum í fyrsta sinn við fermingu ætti að vera á sléttbotna skóm, þá liði henni betur og yrði öruggari með sig. Foreldrar ættu almennt að hvetja unglinginn sinn til að gera það sem hann treystir sér til í þessum efnum. Það eru til dæmis ekki allir ung- lingar sem vilja bjóða fjarskyldum ættingjum, sem þeir hafa kannski aldrei hitt, í veisluna sína og verða að kyssa fjöldann allan af ókunnugu fólki. Það er oft betra að hafa minni íburð, hlut- ina hófstilltari og eðlilegri, þá líður öllum betur.“ Þú valdir fyrirsæturnar sem sýna ferming- arfötin í þessu blaði – eru þið hjá Eskimo með marga unglinga á þessum aldri á skrá? „Já, það er mikill fjöldi á skrá hjá okkur. Ung- lingarnir gefa sig sjálfir fram og vilja sitja fyrir á myndum í auglýsingum, bæklingum og sýna föt – en reyndin er sú að það er ekki mikil eftirspurn eftir fyrirsætum á þessum aldri. Þess má geta að Eskimo er með námskeið fyrir 13 ára ung- linga og eldri. Þar er kennd framkoma og allt það sem verða má til að styrkja sjálfsmynd fólks.“ Námskeiðunum ætlað að auka vellíðan og skapa sjálfsöryggi Eiga þeir sem sækja slík námskeið auðveld- ara með að komast í fyrirsætustörf síðar? „Það eru allir velkomnir á svona námskeið, engin skilyrði þarf að uppfylla, þau eru einkum ætluð til að auka almenna vellíðan, skapa sjálfsöryggi og til að svala forvitni þeirra sem vilja fræðast um fyrirsætustörf en auðvitað eru þau líka tískutengd. Námskeiðin enda með myndatökum og í kjölfarið fara allir á skrá hjá okkur. Þannig að við fylgjumst áfram með þess- um krökkum og ef þeir hafa það til að bera sem þarf í eitthvert verkefni og vilja koma fram þá er þeim boðið verkefni. Margar af þeim stúlkum sem nú taka þátt í Ford-fyrirsætukeppninni, sem haldin verður 20. mars í Vetrargarðinum í Smáralind, hafa verið á námskeiðum hjá Eskimo. Nokkrar af þeim sem sigrað hafa þessa keppni byrjuðu feril sinn á svona námskeiðum, t.d. Margrét Una Kjart- ansdóttir (Malla) og Edda Pétursdóttir, sem báð- ar eru nú starfandi fyrirsætur í New York.“ Námskeið í framkomu vinsæl Kristín Ásta Kristinsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Kristín Ásta Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.