Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 31
Vinaarmböndin vinsælu Persónuleg fermingargjöf Hlekkir frá kr. 1.000 Armbönd frá kr. 800 KRINGLUNNI • SMÁRALINDFrábært úrval Ferming 2004 TVEIR megindrættir eru í fermingar- tísku fyrir mæðgur í versluninni Noa Noa. Annars vegar er um að ræða róm- antíska og mjúka línu í pasteltónum og hins vegar ákveðnari snið og sterk- ari liti, segir Ragnhildur Anna Jóns- dóttir, eigandi verslunarinnar. „Rómantíska línan er í ljósum og mjúkum litum, til dæmis fölbleikum, og sterka línan er rauð, dökkgræn og appelsínugul,“ segir hún. Fölbleikt er mjög áberandi í fata- tísku sumarsins og segir Ragnhildur að sterku litirnir hafi hins vegar vakið mestu viðbrögðin meðal viðskipta- vina. „Það eru fleiri sem njóta sín í sterkum litum og fötin í þeirri línu eru líka með ákveðnari sniðum og form- fastari. Rauði liturinn selst rosalega vel, og sá appelsínuguli líka, sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Mjúka línan er vinsæl fyrir ferming- arnar og í henni er hægt að púsla sam- an til dæmis hekluðu vesti, pilsi og bol. Einnig eru hekluð vesti og sjöl vin- sæl. „Við seljum meira af litum fyrir ferm- ingardömurnar, þótt mömmurnar séu spenntari fyrir hvítu. Þær yngri vilja hins vegar fallega, mjúka liti.“ Praktískar mömmur Mömmurnar velja síðan eitthvað praktískt, segir Ragnhildur ennfremur, það er flíkur sem þær geta haldið áfram að nota eftir ferminguna. „Þær vilja vera fínar en leita líka eftir því sem er gott að vera í. Oft eru þær að bera fram mat og hella kaffi í bolla fyrir gestina og þá þurfa þær að velja sér eitthvað sem er bæði smart og þægilegt, til dæmis pils og jakka úr kakíefni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Útsaumað ullarpils og sjal fyrir móður og kínakjóll fyrir dóttur. Fermingartíska fyrir mæður og dætur Elísabet Guðmundsdóttir og Margrét Berg Sverrisdóttir í kakí-dragt og pilsi og hekluðu vesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.