Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 20
FÆST Í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS Gestabók • Myndir • Skeyti VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • SÍMI 5628500 • WWW.MULALUNDUR.IS Veislubrauð í 18 ár Búðargerði 7 Sími 581 4244 og 568 6933 OPIÐ: Virka daga frá kl. 8-15 og laugardaga frá kl. 9-13 Brauðstofa Áslaugar Matarbrauðsneiðar • Pinnamatur Snittur • Brauðtertur • Samlokur og fleira Fermingarföt í miklu úrvali Hátíðarbúningar, smókingar og jakkaföt Verð frá kr. 3.500-6.500 Opið virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14 Garðatorgi 3, sími 565 6680. Fataleiga Garðabæjar Gott grænmetissalat 1½ poki salatblanda nokkur blá vínber 4 tómatar 5–6 sveppir ½ agúrka 1 rauð paprika fetaostur í kryddolíu 1–2 msk. af kryddolíunni frá fetaostinum 2 tsk. balsamik edik rauðlaukur 1. Setjið salatblönduna í fallega glerskál. 2. Skerið tómatana í þunna bita, sveppina í þunnar sneiðar og paprikuna í þunnar lengjur og leggið yfir salatið í skálinni. Raðið fallega. 3. Skerið agúrkuna í sneiðar og sneiðarnar síðan í fernt. Skerið vínberin í tvennt og takið úr þeim steinana og bætið þessu út í skálina. 4. Flysjið rauðlaukinn og skerið hann í þunna hringi og leggið yfir grænmetið. 5. Setjið fetaostinn yfir og hafið magnið eft- ir smekk. Má einnig bera fram í skál með. 6. Blandið saman 1 msk. af olíunni af feta- ostinum og 2 tsk. af balsamik ediki og hellið yfir salatið. Tvöfalda þarf uppskriftina fyrir 20 manna boð. Salatið þarf að vera ferskt og er því best að útbúa það samdægurs. Verð á þessu salati er u.þ.b. 1.800 kr. Daimterta Botn: 4 eggjahvítur 2½ dl sykur 100 g saxaðar valhnetur 1. Stífþeytið eggjahvítur með sykri (blandið sykrinum smám saman út í). 2. Hrærið valhnetunum saman við. 3. Setjið deigið á smurðan bökunarpappír og hafið stærð kökunnar ca 37cm x 25cm. 4. Bakið við 100° í 1½ klst. Fylling: 7½ dl rjómi (3 pelar) 4 eggjarauður 1 dl sykur 6 stk. daimsúkkulaði (smátt saxað) 1. Þeytið mjög vel saman eggjarauður og sykur. 2. Þeytið rjómann. 3. Blandið síðan öllu varlega saman ásamt daimsúkkulaðinu. 4. Fyllingin sett yfir botninn (kaldan) og tert- an síðan fryst. Þessi terta er mjög góður eftirréttur með kaffi og hana má baka tímanlega fyrir veislu því kakan er sett í frysti og borin fram frosin. Tertuna má baka í eldföstu fati og setja ísinn ofan á og frysta, bera síðan fram í fatinu. Fyrir 20 manns er ágætt að baka 2 tertur. Kostnaður við tvær tertur er u.þ.b. 2.300 kr. Í uppskriftum á kaffihlaðborðinu eru einnig tertur sem má nota í eftirrétt. Sér- staklega er mælt með Sælgætistertunni sem eftirrétti. Þegar áætla á magn á manninn í svona veislu er gott að þekkja hópinn og áætla magn veitinganna út frá því. Í ferming- arveislum er það einmitt hægt því þá er það yfirleitt fjölskyldurnar sem eru að koma saman. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu! Morgunblaðið/Sverrir Glös, skál, hjörtu úr gervilaufblöðum til að skreyta borð og undirdiska frá Leonardo frá Í húsinu við Ingólfsstræti. Morgunblaðið/Ásdís Kertin gera fermingarborðið há- tíðlegt. Kertastjakarnir eru frá Lauru Ashley. Morgunblaðið/Jim Smart Rósir eru yndislegt borðskraut. Morgunblaðið/Þorkell Ávaxtaskál er fallegt borðskraut. Þessi skál er úr handunnu gleri frá Listgalleríi í Listhúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.