Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 17
Bollur með gráðosti og hnetum 1 dl hveitiklíð 1 dl heilhveiti 5 dl hveiti 1 tsk salt 3½ tsk þurrger 100 g valhnetukjarnar 3 dl volgt vatn 2 msk olía 4 msk kotasæla eða skyr 100 g gráðostur 1. Takið frá 1 dl af hveiti og setjið á disk til nota síðar ef þörf krefur. 2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og gerinu líka. 3. Blandið næst saman vatni og olíu og myljið gráðostinn út í og setjið kotasæluna/skyrið saman við og hrærið. 4. Blandið þessari blöndu saman við þurrefnin og hrærið og hnoðið. 5. Bætið hveitinu sem tekið var frá í upphafi saman við eftir þörfum og hnoðið deigið þar til það sleppir bæði hönd og borði. Deigið á að vera mjúkt. 6. Setjið það aftur í deigskálina og skálina í heitt vatnsbað í eldhús- vaskinn og látið hefast í um 15 mín. 7. Hvolfið deiginu aftur á borðið, þrýst- ið loftinu úr því og hnoðið og mótið litlar bollur, penslið þær með eggi og bakið í um 20 mín. við 200°C. Morgunblaðið/Ásdís Norsk smábrauð ¾ dl olía 1 dl léttmjólk 1 dl heitt vatn 1 egg 5 tsk þurrger ½ tsk salt 2 msk sykur 6 dl brauðvélarhveiti Til að pensla með: 1 egg valmúafræ sesamfræ 1. Takið frá 1 dl af hveiti og geymið á diski til nota síðar ef þörf krefur. 2. Blandið saman í stóra skál, heitu vatni úr krananum, kaldri mjólk, eggi og olíu og hrærið saman. 3. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið og hnoðið. Bætið hveitinu sem tekið var frá í upphafi út í ef þörf krefur. 4. Passið að gera deigið ekki of þurrt, það á að vera mjúkt og klístrast hvorki við hendur né borð þegar það fer í skálina aftur. Setjið skálina í heitt vatnsbað í eldhúsvaskinn og látið hefast í um 15 mín. 5. Hnoðið deigið aftur og skiptið því í 12 jafna bita. Mótið bollur úr bitunum og notið beittan hníf til að skera 8 djúpar raufar í kantana á bollunum. 6. Penslið þær með samanslegnu eggi og stráið fræjunum yfir og látið hefast í um 10 mín. á bökunarplötunni. 7. Bakið við 225°C í um 10 mín. og kælið síðan á bökunargrind. Nokkrar ritningargreinar Jesús segir: Ég er ljós heimsins, hver, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins. Jesús segir: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Jesús segir: Leyfið börnunum að koma til mín,varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríkið. Sannlega segi ég yður: Hver sem ekki tekur við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma. Ekki lifir maðurinn á einu saman brauðinu! Vinsælustu fermingar- gjafirnar KRINGLUNNI • SMÁRALIND Frábært úrval St. 36-46 Dragtir - ný sending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.