Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 18
1. Setjið reykta laxinn og rækjurnar í mat- vinnsluvél og maukið. 2. Hrærið kryddið saman við sýrða rjómann. 3. Látið matarlímsblöðin liggja í bleyti í 5 mínútur í köldu vatni. 4. Setjið rjómann í lítinn pott og hitið við vægan hita þangað til hann er orðin yl- volgur um það bil 35 gráður. Takið pottinn af hellunni 5. Takið matarlímið upp úr vatninu og kreist- ið úr því vatnið og setjið út í rjómann. Gott er að hræra aðeins í vökvanum meðan matarlímið er að bráðna. Gætið þess að hafa ekki of mikinn hita á rjómanum. 6. Hrærið síðan rjóma- og matarlímsblönd- unni saman við sýrða rjómann og krydd- ið. 7. Bætið að lokum maukaða laxinum og rækjunum varlega saman við. Gangið frá laxamaukinu á eftirfarandi hátt 1. Klæðið 2–3 stór jólakökuform (eða önnur mót sem henta) með matarfilmu. 2. Hellið því næst maukinu í formin og lokið með plastfilmu. Ef vill má raða þunnum laxasneiðum í formin og upp með hliðum þeirra, hella maukinu síðan í og leggja að lokum laxasneiðar ofan á og filmuna þar yfir. Ef þessi leið er valin þarf að bæta við laxasneiðum. 3. Látið standa í kæli yfir nótt. Gott er að frysta þennan rétt og taka hann síðan úr frosti 5–6 klst. áður en veisla hefst. Þá er tilvalið að taka hann úr forminu hálffrosin og skera í 1 cm sneiðar og setja á fat. Fallegt er að skreyta laxasneiðarnar með fersku dilli eða steinselju. Skreyta má fatið með harðsoðnum eggjum sem búið er að skera í báta, tómata, agúrku, sítrónu eða limebátum og ef til vill ristuðu brauði. Geymist í kæli í 2–3 daga. Sósan: 4 dl sýrður rjómi 3 dl majones 3 dl fínt saxaðar súrar agúrkur smá sítrónusafi 1. Hrærið saman sýrða rjómanum og majonesinu. 2. Saxið gúrkurnar smátt og bætið út í. 3. Bragðbætið með sítrónusafa. Þessi réttur er mjög bragðgóður og fersk- ur. Það er hægt að gera hann löngu áður og geyma í frysti. Sósuna þarf að gera daginn áður. Áætlaður kostnaður við þennan rétt er 4000 kr. hafa þær í formi brauðs/snittubrauðs. Auð- vitað má baka brauðið þegar hentar og frysta. Hlaðborð: Laxakonfekt – rækjuréttur – kaldur kjúklingur á grænmetisbeði – köld skinka – pottþéttur pottréttur – grænmet- issalat – hrísgrjón – kartöflur í eldföstu móti – Dajmterta – brauð. Athugið að uppskriftirnar miðast við 20 manna veislu. Laxakonfekt 500 g reyktur lax 375 g rækjur 375 g sýrður rjómi 2½ tsk. þurrkað dill ¾ tsk. salt ¾ tsk. pipar 1½ tsk. karrý 13 blöð matarlím 2½ dl rjómi ÞEGAR halda á góða veislu er að mörgu að hyggja. Hér eru nokkrar góðar ábendingar um það hvernig hægt er að halda góða fermingarveislu í heimahúsi og hafa hana á viðráðanlegu verði. Undirbúningur hefst venjulega löngu fyrir tilsettan dag og má þar nefna að ferming- arfatnaður, boðskort og fleira hafa verið keypt. Boðskort er hægt að útbúa í tölvu, kaupa tilbúin kort eða föndra kortin sjálfur. Eins og allir vita er kostnaður við veislu sem þessa talsverður og því getur verið gott að dreifa honum. Ýmislegt er hægt að kaupa fyrirfram og nauðsynlegt er að vera búinn að ákveða tímanlega borðskreytingu og hvaða liti á að nota. Fermingarservíettur fást á bilinu 250– 500 kr. pakkinn. Fermingarkerti sem merkt eru barninu kosta 1000–3000 kr. Margt til veislunnar er hægt að kaupa löngu áður svo sem kaffi, gos, niðursoðnar dósavörur og frystivörur. Tveir pakkar af kaffi ættu að duga í 20 manna veislu og er verðið á bilinu 250–320 kr. fyrir 500 g pakka. Áætla þarf um hálfan lítra af gosi fyrir hvern mann, þannig að 10– 15 lítrar ættu að duga fyrir 20 manns. Gos í tveggja lítra umbúðum kostar um 190 kr. Nauðsynlegt er að bjóða upp á ískalt klaka- vatn og fallegt er að setja sítrónu- og lime- sneiðar út í. Gott er að velja rétti til veislunnar sem hægt er að útbúa fyrirfram. Húsráðendur ættu að vera sem minnst uppteknir við mat- artilbúning á fermingardaginn. Með þetta að leiðarljósi eru settar fram hugmyndir að köldu matarhlaðborði sem allir ættu að geta útbúið sjálfir heima. Fyrir valinu urðu réttir sem eiga það sameig- inlegt að vera einfaldir og góðir. Suma þeirra er hægt að matreiða með góðum fyr- irvara og geyma í frysti en aðra er hægt að hafa til daginn áður. Grænmeti er best að kaupa sem ferskast eða degi fyrir veisluna. Til að flýta fyrir er gott að vera búinn að skera/rífa niður græn- meti og geyma á köldum stað. Uppskrift- irnar að bollunum sem eru á kaffihlaðborð- inu henta vel sem meðlæti og má ef vill Morgunblaðið/Ásdís Þær útbjuggu „fermingarveisluna" góðu og völdu mataruppskriftir. F.v. Agnes Þorleifsdóttir, Anna Fjeldsted, Ásdís Kristinsdóttir, Jóhanna Jónasdóttir, Jóna S. Sigurðardóttir, Kristín Þórey Eyþórsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Sigríður Ósk Reynaldsdóttir, Sigríður F. Halldórsdóttir, Sigrún Ágústa Harðardóttir og Stefanía Ólafsdóttir. Fermingarhlaðborð fyrir 20 manns Nemendur Stefaníu Stefánsdóttur við heim- ilisfræðideild KHÍ koma hér með tillögur að réttum á fermingarhlaðborð. Þetta eru allt uppskriftir sem þær hafa sjálfar reynt með mjög góðum árangri, margar upp- skriftanna eru úr eldhúsi þeirra sjálfra. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.