Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 2
Á LÍFSGÖNGUNNI þurfa menn öðru hvoru að staldra við og taka áttir. Á vori lífsins er löng leið fram undan og því mikilsvert að taka stefnu sem ekki leiðir fólk um alltof grýtta stigu eða í hreina ófæru. Fermingin er ákveðin vegamót í mannsævinni. Á því skeiði geta legið leiðir í margar áttir, leiðir sem eru oft „illa merktar“. Því er rétt að nota hvern þann vegvísi sem tök eru á. Ein er sú iðja sem unglingar á ferm- ingaraldri þekkja vel, en það eru tölvu- leikir. Þeir ganga margir út á það að reyna að forðast hinar margvíslegustu hættur og ná ýmsir mikilli leikni í að var- ast þær gildrur sem lagðar eru fyrir hinar saklausu aðalpersónur tölvuleikjanna. Smám saman lærist að smeygja sér framhjá árásum og atlögum og þeir leiknustu komast jafnvel á endastöð. Þetta er auðvitað ekkert annað en grófleg einföldun á lífsgöngunni sjálfri, sem ber í sér margan háskann. Aðferðin til að sneiða hjá hættum, gildrum og freistingum er svipuð og í tölvuleikjunum, að vera snöggur að bregðast við en hugsa jafnframt vel sitt ráð þegar óvíst sýnist hvað gera eigi og leikslok eru óviss. Menn þurfa að hafa sjálfsaga til þess að forðast glapstigu, kjark til þess að ráðast gegn aðsteðjandi ógn – og dóm- greind til að átta sig á hvað eigi við hverju sinni. Nokkrir vegvísar eru til sem hjálpa fólki í þessum efnum. Kristin siðfræði svarar mörgum spurningum sem upp koma. Gömul heilræði eins og t.d.: „Vertu heið- arlegur, reglusamur og duglegur, þá fer allt vel“, eiga við nú ekki síður en áður. Miklu skiptir í hinni tvísýnu „tölvulist“ lífsins að leggja sig allan fram og vera heill en ekki hálfur, hvort heldur er í einkalífi, námi eða starfi. Sé allt þetta haft hugfast verður aðveldara að sjá hættumerki og bregðast við þeim á heillavænlegan hátt þegar áttir eru tekn- ar á lífsgöngunni. Hin tvísýna „tölvulist“ lífsins Morgunblaðið/Gudrún FERMINGAR 2004 | UMSJÓN EFNIS: Guðrún Guðlaugsdóttir | UMBROT: Sigrún Ragnarsdóttir, Björn Arnar Ólafsson | FORSÍÐUMYND: Jim Smart | FYRIRSÆTUR Á FORSÍÐU: Bryndís Högna Ingunnardóttir, Gylfi Bragi Guðlaugsson Fermingartertan er borðprýði. Þrír skólafélagar sem fara ólíkar leiðir. Stefanía Stefánsdóttir stjórnaði undirbúningi „fermingarveislunnar góðu“. Sigurbjörg Einarsson biskup fermdist 1925 á hælaháum skóm. Fermingartískan í ýmsum myndum. 4626 4 22 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.