Morgunblaðið - 25.03.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 25.03.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORMENN aðildarfélaga Starfs- greinasambands Íslands komu sam- an til fundar í gær þar sem staða viðræðna við ríkið var rædd. Á þriðjudag slitnaði upp úr fundi hjá ríkissáttasemjara og ákváðu for- mennirnir í gær að bera það undir samninganefndir í hverju félagi fyr- ir sig, alls 28 að tölu um land allt, hvort gripið verði til vinnustöðvun- ar á næstu vikum. Komi til vinnu- stöðvunar nær það til á fjórða þús- und ófaglærðra starfsmanna hjá ríkinu þar sem langflestir vinna á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigð- isstofnunum, m.a. í mötuneytum, þvottahúsum og við ræstingar. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar SGS í viðræðun- um við ríkið, segir viðræðurnar við ríkið vera í hnút. Ákveðið hafi verið í gær að ræða við samninganefndir hvers félags um framhaldið. Telur Björn alveg jafn miklar líkur á vinnustöðvun sem öðrum aðgerðum. Hvert félag fyrir sig verði að taka eigin ákvörðun. Að sögn Björns mun það skýrast um eða upp úr næstu helgi hvort til vinnustöðvana kemur eða að sest verði að samn- ingaborðinu á ný. Það sé undir rík- issáttasemjara komið að boða til næsta samningafundar. Björn segir að ef félög ákveði vinnustöðvun geti atkvæðagreiðsla um það tekið ein- hvern tíma og síðan verði að til- kynna verkfall með sjö sólarhringa fyrirvara. Sú krafa sem ríkið kom fram með á fimmtudag, sem SGS sætti sig ekki við, var að sögn Björns að for- gangsréttur til starfa hjá ríkinu félli niður ef jafna ætti lífeyrisréttindi á við aðra opinbera starfsmenn. Björn segir það ekki hafa komið til greina að fallast á þessa eða aðrar kröfur. Vinnustöðvun áhyggjuefni Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar rík- isins, segir það vissulega vera áhyggjuefni ef til vinnustöðvunar kemur á sjúkrahúsum og öðrum op- inberum stofnunum. Hins vegar sé ekki einfalt mál að koma til móts við aðalkröfur Starfsgreinasambands- ins. Samræming við samninga ann- arra félaga opinberra starfsmanna sé flókin og erfitt geti verið að taka upp nýtt fyrirkomulag án þess að fórna einhverju á móti eða leggja ekki niður eldra fyrirkomulag. Rétt- indin verði ekki eingöngu jöfnuð í aðra áttina. Bendir Guðmundur á að félagar SGS starfi ekki undir sömu samningalögum og aðrir ríkisstarfs- menn og réttindin séu mismunandi, m.a. varðandi verkfallsheimildir og forgang á störf. Ekki sé þó öll nótt úti enn um lausn í viðræðunum. Vonandi takist að finna nýja fleti. Formannafundur Starfsgreinasambandsins fjallaði um viðræðuslit SGS og ríkisins Aðildarfélögin ákveði hvort til vinnustöðvunar kemur TVÆR konur og einn karlmaður voru flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Barma- hlíðar og Lönguhlíðar sem endaði með því að annar bíllinn kastaðist á húsvegg við Barmahlíð 33. Slysið átti sér stað um klukkan 15 í gær. Ekki var talið að fólkið hefði slasast alvarlega. Þegar bíllinn kastaðist á húsið brotnuðu rúður í glugga kjallara- íbúðar auk þess sem skemmdir Þrennt á slysadeild eftir árekstur í Barmahlíð Morgunblaðið/Júlíus urðu á húsinu. Slysið varð með þeim hætti að bíl var ekið suður Lönguhlíð og beygt í akstursstefn- una austur í átt að Barmahlíð og í veg fyrir aðra bifreið sem var ekið norður Barmahlíð. Við áreksturinn kastaðist annar bíllinn á vegg á húsi á horni Barmahlíðar og Lönguhlíðar. Einn maður var í kjallaraíbúðinni en sakaði ekki. Kona sem ók öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús en tvö börn henn- ar sem voru með henni í bílnum sakaði ekki. Þá voru karl og kona í hinum bílnum flutt á sjúkrahús. Töluverðar skemmdir urðu á bíl- unum og voru þeir dregnir á brott með kranabíl. Loka varð Lönguhlíð til norðurs um tíma á meðan lög- regla og sjúkralið athöfnuðu sig á vettvangi. Þá var Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins kallað út með tækjabíl en ekki reyndist þörf á að nota hann. Bíllinn kastaðist á húsvegg eftir árekstur HEIMSÓKN Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, til Íslands hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna annarra skyldustarfa. Scheffer var væntanlegur hingað til lands í gærkvöldi og áformað að hann héldi af landi brott í kvöld eftir fundi með forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er fram- kvæmdastjórinn væntanlegur hingað síðar en ekki hefur verið gengið frá endanlegri dagsetn- ingu. Heimsókn fram- kvæmdastjóra NATO til Íslands Frestað um óákveð- inn tíma Morgunblaðið/Jim Smart „ÉG heyrði væl í hjólbörðum fyrir utan hjá mér og við slysið lenti annar bíllinn utan í húsinu mínu,“ sagði Obinna Sturla Chijioke Anuforo, íbúi í Barmahlíð 33, sem var heima við þegar árekst- urinn varð á mótum Lönguhlíðar og Barmahlíðar í gær. „Ég var nokkrum sentímetrum frá glugga sem brotnaði við áreksturinn en slapp samt við meiðsli. Glerbrotunum rigndi inn og ég þaut út til að athuga hvað gerst hafði. Þar reyndist ökumað- urinn sem lenti á húsinu hafa meitt sig í hálsinum og var fluttur á sjúkrahús ásamt farþegum sínum. Ég hringdi í pabba minn til að segja honum tíð- indin. Glugginn er nú brotinn og það var reynt að hylja hann með viðarplötum.“ Að sögn annars íbúa sem var inni við annars staðar í húsinu þegar atvikið varð heyrði hann hávaða og læti fyrir utan og sagðist hafa verið viss um að árekstur hefði orðið. „Glerbrotunum rigndi inn“ ARNAR Jensson aðstoðaryfirlög- regluþjónn segir að í kjölfar birtingar á yfirheyrslum og öðrum gögnum verði lögreglan að endurskipuleggja sína vinnu við rannsóknina í lík- fundarmálinu. Í raun hafi lögregl- an þegar skipu- lagt nýja aðgerða- áætlun. Arnar segir að líkleg áhrif af birt- ingu gagnanna séu þau að erfitt verði að sanna eða ná utan um þræði sem ná til Litháen eða mögulegra samverkamanna hér á landi. Líkur á að slíkt takist hafi minnkað með birtingu á gögnunum. Hins vegar teljist upplýstir þeir þættir málsins sem snúi að komu Vaidas Jucevicius til lands, dauða hans og meðferðar á líkinu. Þeirri rannsókn sé þó ekki lokið og enn beð- ið niðurstaðna úr DNA-greiningum. Einnig sé búið að ganga frá sýnatök- um á gólfi íbúðarinnar í Kópavogi sem Vaidas dvaldi í. Þar hafi parket verið tekið upp í svefnherbergi hins látna í gær til að ná betri lífsýnum. Fyrri sýni hafi ekki reynst nógu góð til DNA-greiningar og ný sýni verði send utan. Vitni hafði samband Eftir að yfirheyrslur voru birtar í heild sinni í DV segir Arnar að eitt þeirra vitna sem þar er nefnt á nafn hafi sett sig í samband við lögreglu og lýst áhyggjum sínum af stöðu mála. Lögreglan hafi rætt við viðkomandi en ekkert frekar verið gert að svo stöddu. Lögregla skipu- leggur nýja aðgerðaáætlun Rannsókn á líkfundarmálinu Arnar Jensson AFTURHLUTI bifreiðar fannst á mánudag á Kópsvatnseyrum í Hvítá rétt ofan við Flúðir. Að sögn rannsóknarlögreglumanns við lögregluembættið á Selfossi er verið að kanna uppruna bílsins en taldar eru líkur á að um sé að ræða bifreið, sem hafnaði í Hvítá við Brúarhlöð í byrjun ágústmán- aðar árið 2002. Tveir ungir menn voru í bílnum, annar bjargaðist við illan leik en leit að hinum bar ekki árangur. Bílflakið er illa farið og var tek- ið í vörslu sýslumannsins á Sel- fossi til frekari rannsóknar. Bílflak fannst í Hvítá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.