Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 6

Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Doug Aitken Pash Buzari Steve Christer Ólafur Elíasson Gabríela Friðriksdóttir Elín Hansdóttir Carsten Höller Hekla Dögg Jónsdóttir Jessica Morgan Hans Ulrich Obrist Philippe Parreno Dagur Kári Pétursson Anri Sala Edi Rama Sigurjón Sighvatsson Þorvaldur Þorsteinsson á laugardag Morgunblaðið/RAX BÆNDUR eru margir hverjir farnir að huga að því að brenna sinu á túnum og logaði glatt á þessum bæ í Borgarfirði þegar ljósmyndara bar að garði. Bóndinn notaði nokkuð nýstárlega aðferð til að hafa stjórn á eldinum eins og sjá má á myndinni. Rétt er að minna á að bændur þurfa leyfi sýslumanns til að brenna sinu í landi sínu, og því af sem áður var þegar heilu héruðin loguðu og reykurinn lá yfir sveitunum. Brennir sinu í Borgarfirði BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands hefur ákveðið að veita árlega blaðamannaverðlaun. Verða þau afhent í fyrsta sinn á pressuballi á Hótel Borg 21. apríl n.k. Verðlaun verða veitt í þremur flokkum og fær hver verðlaunahafi gullpenna, 100 þúsund krónur og viðurkenningarskjal. Fulltrúar Blaðamannafélagsins kynntu verðlaunin á blaðamannafundi í gær og segir Róbert Marshall, for- maður félagsins, að tilgangur þeirra sé að stuðla að vönduðum vinnubrögðum og hvetja til faglegrar um- ræðu. Segist hann vona að þessi verðlaunaveiting verði blaðamönnum hvatning til dáða. Stjórn félagsins hefur skipað dómnefnd en framvegis verður hún kjörin á aðal- fundi félagsins. Formaður dómnefndar er Birgir Guð- mundsson og aðrir eru Elín Pálmadóttir, Elín Alberts- dóttir, Sigmar Guðmundsson og Lúðvík Geirsson. Flokkarnir þrír eru besta umfjöllun ársins 2003, rann- sóknarblaðamennska ársins 2003 og blaðamannaverð- laun ársins 2003. Birgir segir að undir fyrsta flokkinn, besta umfjöllun ársins, falli röð frétta og frásagna þar sem blaðamaður hefur fylgt máli vel eftir og gert flókið mál aðgengilegt og upplýsandi. Einnig segir hann að tekið verði til hversu mikilvægt málið sé almannaheill. Fyrir verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins segir hann verða horft til rannsóknarvinnu viðkomandi blaðamanns og sé ætlunin að verðlauna fyrir mál þar sem hverjum steini sé velt við og metið hversu mikilvægt það er. Þriðju verðlaunin, blaðamannaverðlaun ársins, segir hann veitt þeim sem þykir hafa sýnt eftirtektarvert framtak á sviði fjölmiðlunar. Óskað er eftir tilnefningum og er hægt að koma þeim á framfæri á vefsíðunni press.is til 6. apríl. Blaðamannafélag Íslands hyggst veita árleg blaðamannaverðlaun Tilgangurinn að stuðla að vönduðum vinnubrögðum Morgunblaðið/Ásdís Arna Schram, varaformaður Blaðamannfélags Íslands, Birgir Guðmundsson, formaður dómnefndar, og Ró- bert Marshall, formaður félagsins, kynntu verðlaunin. FORELDRAR 12 ára barna fengu í fyrradag sendan heim markpóst frá Íslandsbanka undir fyrirsögninni „Má bjóða þér páskaegg?“ Í mark- póstinum var að finna páskatilboð frá svokallaðri XY þjónustu bankans sem ætluð er börnum á aldrinum 12– 16 ára. Í bréfinu, sem stílað var á for- eldri og barn, var útskýrt hvernig barnið gæti, með því að sækja um hraðbankakort og leggja eitt þúsund krónur inn á kortið, nælt sér í páska- egg númer 4 frá Nóa Síríusi. Eina myndefni markpóstsins var mynd af páskaeggi. Móðir drengs sem er nýorðinn tólf ára sagði við Morgunblaðið að henni þætti bankinn leggjast lágt með svona markaðssetningu. Kirsten Rühl, móðir tveggja drengja í Hafn- arfirði, varð hissa þegar hún fékk markpóstinn í hendur. „Það virðist allt gert til að veiða þessi börn, meira að segja með páskaeggjum. Mér finnst þetta ósið- legt. Við neytendur verðum að vera duglegir við að tala um svona hluti, annars verður þessi yfirgengni alveg sjálfsögð.“ Kirsten kveðst hafa sett póstinn beint í ruslið, enda vildi hún ekki að sonur sinn læsi hann. Hún segist telja að fjármálin eigi ekki heima í litlum höndum og telur ljóst að gylli- boð bankans miði að því að ná sér í viðskiptavini. „Mér finnst bankinn leggjast lágt með þessu,“ segir Kirsten. Íslandsbanki býður börnum páskaegg fyrir viðskipti Móðir 12 ára drengs telur bankann leggjast lágt með slíkri markaðssetningu JÓN Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, segir að bankinn hafi haft samráð við umboðsmann barna varðandi markpóst sem sendur er forráðamönnum barna. „Við höfum lagt áherslu á að þetta sé gert af ábyrgð. Pósturinn er stílaður á forráðamann og það er því á hans valdi hvort barnið sér póstinn eða fær að vita af honum,“ segir Jón. Hann segir að nafn barnsins hafi einnig komið fram á markpóstinum en það hafi verið skyggt og í næstu línu fyrir neðan nafn forráðamanns. Spurður um ástæður þess að páskaegg hafi verið í boði segir Jón það vera hluta af því að ná til krakkanna. „Það er stöð- ugt erfiðara að ná í gegn, ná athygli. Þetta er partur af því. En fólk ræður því hvort það þiggur boðið eða ekki,“ segir Jón. Hann segir mikilvægt að fjármálastofnanir taki ábyrgð og veki athygli ungmenna á mikilvægi sparnaðar. „Okkur finnst að með þessu stuðlum við að því að þetta fólk umgangist nútímagreiðsluhætti með ábyrgð í framtíðinni.“ Jón segir að mörkin séu dregin við fjórtán ára aldur varðandi debet- kort en 12 ára börn geti fengið hraðbankakort. Hann segir að ekki sé hægt að taka út meira en sem nemur upphæðinni á reikningnum á hrað- bankakortunum. Yfirdráttarheimildir séu ekki veittar fólki undir 18 ára aldri. Partur af því að ná athygli Jón Þórisson RIÐA hefur komið upp á bænum Vatnsleysu í Biskupstungum og þarf að skera niður allt fé á bænum, um 230 talsins, af þeim sökum. Þetta er í þriðja skipti sem riða kemur upp í Biskupstungum í vetur. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýra- lænir á Suðurlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið, að tvö riðutilfelli hefðu komið upp á Vatnsleysu og hefði greiningin fengist staðfest á föstu- daginn var. Það þýddi að skera þyrfti allt fé niður á bænum, um 230 talsins. Að auki þyrfti að skera niður allt fé, 30–40 kindur, á tveimur nágranna- bæjum, Vatnsleysu II og Heiði, en mikill samgangur væri á milli bæj- anna. Katrín sagði að þetta væri þriðja tilfellið af riðu sem komið hefði upp í héraðinu í vetur. Riða hefði komið upp rétt eftir áramótin í Vegatungu og skömmu síðar í Hrosshaga, en bæ- irnir væru einnig báðir í Biskupstung- um. Landfræðilega væri stutt á milli bæjanna og þar af leiðandi töluverður samgangur fjár bæði heima og á fjalli. „Ég veit ekkert hvort ég er búin að finna síðasta bæinn. Ég lofa engu um það,“ sagði Katrín aðspurð ennfrem- ur. Hún sagði að samtals hefðu verið skornar niður um 200 kindur á þess- um bæjum og bæjum í næsta ná- grenni. Ekkert annað ráð væri til við riðuveikinni en niðurskurður. Að auki gæti fjárbúskapur á bæjunum ekki hafist á nýjan leik fyrr en eftir tvö ár og umfangsmikil sótthreinsun færi fram í millitíðinni. Katrín sagði að þetta væri sorglegt ástand og mikið áfall fyrir þá sem lentu í þessu og yrðu fyrir niðurskurði og einnig fyrir þá sem áfram byggju með fé. Engin leið væri að ráða við það hvar sjúkdómurinn stingi sér nið- ur. Meðgöngutími sjúkdómsins væri mjög langur og engin leið að greina hann fyrr en kindurnar væru orðnar veikar. Þriðja tilfelli riðu í Biskups- tungum í vetur FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst kjördag vegna forsetakosn- inga í sumar laugardaginn 26. júní. Framboð þurfa að hafa borist eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag sem er föstudagurinn 21. maí. Í auglýsingunni kemur fram að framboðum til forsetakjörs skuli skila til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins, ásamt samþykki forseta- efnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningabærir, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. For- setaefni þarf að hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, og skipast þeir þannig eftir fjórðungum að úr Sunnlendingafjórðungi kemur ekki færri 1.181 meðmælandi og ekki fleiri en 2.362, úr Vestfirðingafjórð- ungi ekki færri en 75 en mest 150, úr Norðlendingafjórðungi ekki færrri en 178 en mest 355 og úr Austfirðingafjórðungi minnst 66 en mest 133. Forsetakjör fer fram 26. júní Framboðs- frestur renn- ur út 21. maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.