Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 10

Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNENDUR Century Aluminum hafa um árabil fylgst með áliðnaðinum á Íslandi og segjast horfa björtum augum á þátttöku sína í áliðnaði hér með kaupunum á Norður- áli sem falli vel að rekstri félagsins. Þeir gera sér vonir um að auka megi fram- leiðslugetu Norðuráls umfram fyrirhugaða stækkun í 180 þúsund tonn, sem þeir telja að eigi að geta gengið hratt og vel fyrir sig, en taka fram að það velti auðvitað á orku- framboði og orkuverði. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Kenneth Peterson, eiganda Columbia Vent- ures, Craig A. Davies, stjórnarformanni og forstjóra, og Jack Gates, framleiðslustjóra Century Aluminum. Þeir Davies og Gates vildu ekki nefna ákveðna tölu þegar þeir voru spurðir um hver æskileg framleiðslugeta Norðuráls væri að þeirra mati en sögðu greinilega vera svigrúm til þess að auka hana enn frek- ar eftir stækkunina í 180 þúsund tonn, al- geng framleiðslugeta álvera væri 200–300 þúsund tonn þótt vissulega væru reist enn stærri álver. Kenneth Peterson sagðist sem fyrr vera opinn fyrir fjárfestingum hér á landi. Ekkert hafi enn verið ákveðið í þeim efnum en hann muni skoða fjárfesting- armöguleika hér. Þá benti Peterson einnig á að Century Al- uminum – og þar með Norðurál – væri skráð á Nasdaq-markaðinn vestra og það kynni að auka almennan áhuga á fjárfestingum á Ís- landi. Kaupin á Norðuráli falla vel að stefnu Century Aluminum Craig A. Davies segir kaupin á Norðuráli falla vel að stefnu Century Aluminum, sem hafi einbeitt sér að frumframleiðslu á áli og hafi að undanförnu keypt lítil eða meðalstór fyrirtæki á því sviði. Þetta séu þó fyrstu kaupin í álframleiðslu utan Norður- Ameríku. Bæði Davies og Gates hafa lengi starfað í álgeiranum og þekkja vel til Ís- lands og sögðust því ekki hafa þurft að skoða efnhagsumgjörð eða aðstæður hér sérstaklega vegna kaupanna. Davies sagði Century Aluminum hafa rætt við Kenneth Peterson fyrir nokkrum árum vegna hugs- anlegs samstarfs sem ekki hafi orðið af á þeim tíma. Fyrir um hálfu ári hafi Century Aluminum síðan aftur rætt við Petersen. Þeim viðræðum hafi síðan lyktað með kaup- um félagsins á Norðuráli og það horfði nú til þess að starfa til frambúðar á Íslandi, stað- setningin væri hentug og allt til staðar hér sem tryggt geti hagkvæma álframleiðslu. Svigrúm til frekari stækkunar Norðuráls Morgunblaðið/Ásdís Kenneth Peterson ásamt Jack Gates framleiðslustjóra (t.v.) og Craig A. Davies, stjórnarfor- manni Century Aluminum, á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærmorgun. ÞORKELL Helgason orkumála- stjóri sagði á ársfundi Orkustofn- unar í gær að það væri vandi í uppsiglingu varðandi keppni orku- fyrirtækja um auðlindirnar, sam- anber áhuga þeirra á virkjun í Skjálfandafljóti og rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum. Hvatti Þor- kell stjórnmálamenn til að leggja á ráðin um lausn þessa vanda í tæka tíð. Einnig taldi Þorkell í ræðu sinni að það hlyti að mega einfalda ferlið við að reisa orkuver hér á landi. Þorkell vitnaði til nýlegra frétta um að Orkuveita Reykjavíkur og Norðurorka bæru sig eftir heimild til að virkja Skjálfandafljót. Áður hefðu fleiri en eitt fyrirtæki sóst eftir rannsóknarleyfi með fyrirheit um nýtingarleyfi í Brennisteins- fjöllum. Þorkell sagðist hafa á árs- fundi Orkustofnunar fyrir sex ár- um bent á nauðsyn þess að settar yrðu reglur um útdeilingu á að- gengi að auðlindum og að þær yrðu mótaðar áður en keppni hæf- ist um auðlindirnar. „Nú sýnist mér vandinn vera í upp- siglingu. Það er ekki hlutverk Orkustofnun- ar að gera beina til- lögu um það á hvern hátt taka megi á þess- um útdeilingarvanda, enda um pólitískt við- fangsefni að ræða. Hér er fyrst og fremst verið að vekja athygli á viðfangsefninu og hvetja stjórnmála- menn til að leggja á ráðin um lausn þess í tæka tíð þannig að markaðsvæðingu raf- orkubúskaparins fylgi ekki sama óvissan og deilurnar sem verið hafa um langa hríð um aðganginn að fiskimiðunum,“ sagði Þorkell. Orkumálastjóri rifjaði upp það sem kom fram nýlega á ráðstefnu Samorku um stefnumótun í orku- málum að það kallaði á annan tug leyfa hjá hinum ýmsu aðilum til að reisa og reka orkuver. Þorkell sagði að þetta hlyti að mega einfalda. Til dæmis mætti hugsa sér að fyrirtækin legðu fram eina heil- steypta umsókn um þau leyfi sem heyra undir ríkið og gætu gert það á einum stað. Það væri síðan ríkisins að miðla gögnunum til hinna einstöku leyfis- og umsagnaraðila. Varp- aði Þorkell fram þeirri hugmynd til umhugsunar að Orku- stofnun gæti tekið við þessum umsóknum líkt og syst- urstofnun hennar í Noregi gerði. Hins vegar mætti eflaust sjá á þessari hugmynd einhverja fram- kvæmdaörðugleika. Álið gæti vikið fyrir vetni og útflutningi um sæstreng Í ræðu sinni vék Þorkell að end- ingu að nýtingu orkunnar í fram- tíðinni. Ef vilji væri fyrir því að efla þjóðarhag með beislun orku- lindanna yrði að flytja raforkuna út beint eða óbeint, eða að auka innanlandsmarkaðinn með sérstök- um hætti. Nýtingarkostirnir væru orkufrekur iðnaður og þá einkum álver, framleiðsla á gervieldsneyti eins og vetni og beinn útflutningur um sæstreng. Þorkell sagði að enn væru sjávarafurðir hornsteinninn í vöruútflutningi en álið væri að sækja í sig veðrið og allt stefndi í að álútflutningur yrði jafnoki sjáv- arafurða innan áratugar. Þorkell sagði að til lengri tíma litið gæti álvinnslan hins vegar vikið fyrir öðru til að gefa rúm fyrir eldsneyt- isframleiðslu eða beinum útflutn- ingi. Undir lok þessarar aldar taldi hann þó að hvergi nærri yrði búið að fullnýta orkukostina. Árið 2100 gæti nýtingin verið komin í 35 teravattstundir á ári, af um 50 teravattstundum sem talin er vera hámarksorkugeta hér á landi. Notkunin í dag er um 8,5 teravatt- stundir á ári. Þorkell Helgason orkumálastjóri á ársfundi Orkustofnunar Vandi í uppsiglingu vegna keppni um auðlindirnar Þorkell Helgason GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, segir afstöðu íslenskra stjórnvalda um að lögtaka ekki til- skipun Evrópusambandsins um jafnan rétt til atvinnu, frá árinu 2000, veikja samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið og skapa ójafnvægi í löggjöf ríkja Evrópu. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingar, vakti máls á þessu í fyr- irspurnatíma á Alþingi fyrir skemmstu og sagði Íslendinga hafa lagt lykkju á leið sína til að varna því að tilskipunin yrði tekin upp í samningnum. Félagsmálaráðherra hefur bent á að ekki sé einhugur um að um- rædd tilskipun sé ein þeirra sem Íslendingum beri samkvæmt EES- samningnum að festa í lög. „Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það sé full ástæða til að fara yfir þessa tilskipun og fella mörg meg- inatriði hennar inn í okkar lög,“ sagði ráðherra á Alþingi fyrir skemmstu. Tengsl við aukna örorkutíðni Gylfi segir mikilvægt að treysta réttarstöðu fatlaðra og annarra jaðarhópa með því að lögfesta um- rædda tilskipun sem átti að taka gildi í síðasta lagi 2. desember sl. Með henni sé verið að leiða í gildi lágmarksreglur til að koma í veg fyrir að fólki sé mismunað á grundvelli trúarbragða, skoðana, fötlunar, aldurs eða kynhneigðar. Samkvæmt tilskipuninni er að hluta tekin upp öfug sönnunar- byrði í þá veru að telji einstakling- ur að á sér hafi verið brotið verður atvinnurekandinn að sýna fram á að reglan um jafna meðhöndlun hafi ekki verið brotin. „Það er ljóst að afstaða ís- lenskra stjórnvalda hefur verið sú að standa gegn því að þessi til- skipun verði innleidd. Að okkar mati hefur í því sambandi verið beitt lagatæknilegum forsendum um að það sé ekki skylda að inn- leiða tilskipunina sem byggist á reglum sem verði til eftir gild- istöku EES-samningsins.“ Gylfi bendir á að fólk fari æ fyrr á eftirlaun, fólk með skerta starfs- orku fái í mörgum tilvikum ekki atvinnu og eftir að hafa verið lengi á atvinnuleysisbótum sé því í raun „ýtt út í örorku“. Samband sé á milli þess að fólk sé þvingað út af vinnumarkaðnum og aukinnar ör- orkutíðni. „Það eru mikil vonbrigði fyrir okkur að það eigi að undanskilja þennan þátt og að jaðarhópar njóti ekki þeirrar réttarbótar sem Evr- ópska efnahagssvæðið er að veita okkur að öðru leyti,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Að sögn Gylfa hafa norsk stjórn- völd ákveðið að innleiða tilskip- unina. Tilskipun ESB um jafnan rétt til atvinnu átti að innleiða í lok árs í fyrra Afstaða stjórnvalda veikir EES-samninginn MAGNÚS Norðdahl, deildarstjórilögfræðideildar AlþýðusambandsÍslands, kynnti í gær nýútkomið rit með viðmiðunarreglum Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, ILO, um málefni fatlaðra á vinnustað undir heitinu Fötlunarstjórnun á vinnu- stað. Í reglunum eru reifaðar meg- inskyldur atvinnurekenda og settar fram viðmiðunarreglur til leiðbein- ingar fyrir atvinnurekendur sem eiga að auðvelda þeim að taka upp aðgerðaáætlanir um hvernig skuli tekið á málefnum fatlaðra á vinnu- stöðum. Reglurnar eru ekki laga- lega bindandi. „Þetta eru almennar leiðbeiningareglur um það sem við getum oft á tíðum sagt að sé heil- brigð skynsemi ef menn beita já- kvæðri hugsun til þess að nálgast atvinnumál fatlaðra.“ Unnið er að því að koma bæklingnum í dreifingu. Viðmiðunarreglur um málefni fatlaðra á vinnustöðum Komnar út á íslensku ÞRÍR nýir menn voru kjörnir í stjórn Bensínorkunnar á að- alfundi fyrirtækisins í gær. Bensínorkan er að meirihluta í eigu Skeljungs, sem Pálmi Haraldsson keypti nýverið, og aðrir eigendur eru félög á vegum bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Nýir í stjórn voru kjörnir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, Pálmi Haraldsson og Einar Þór Sveinsson, en Óskar Magn- ússon var endurkjörinn í stjórnina. Gunnar Skaftason, fram- kvæmdastjóri Bensínorkunn- ar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að reksturinn hefði gengið þokkalega í fyrra. Fyrirtækið, sem væri á sínu níunda starfsári, hefði alltaf verið rekið með hagnaði. Hann sagði tvo starfsmenn í föstu starfi hjá félaginu, auk þess sem notast væri við verktaka, en bensínstöðvar þess eru tíu. Þrír nýir í stjórn Bensín- orkunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.