Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 11

Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 11 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Ný sending af Lloyd og LXL herraskóm 30% afsláttur HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann í 2 mánaða skilorðs- bundið fangelsi og 13,4 milljóna króna sekt fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákærði var stjórnarmaður í einkahlutafélagi sem úrskurðað var gjaldþrota árið 2002 og var ákærður fyrir að standa ekki skil á tæplega 7 milljónum króna. Málið dæmdi Finnbogi H. Alex- andersson héraðsdómari. Málið sótti Helgi Magnús Gunnarsson fulltrúi ríkislögreglustjóra. Tveggja mánaða fangelsi fyrir skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær þrjá fiskútflytjendur í 6 milljóna króna sekt fyrir brot gegn tollalögum og almennum hegningarlögum með því að hafa sammælst um að flytja út sjávaraf- urðir til fimm landa Evrópusam- bandsins sem um íslenskar væri að ræða. Málið var höfðað af efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra og snerist um samtals 803,1 tonn af þorskafurðum sem unnar voru hjá fiskvinnslufyrirtækinu Sæunni Ax- els á Ólafsfirði og fluttar voru út af inn- og útflutningsfyrirtækinu Va- leik í 76 sendingum út til Spánar, Ítalíu, Danmerkur, Frakklands og Grikklands á árunum 1998 og 1999. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að fyrirsvarsmenn fyrir- tækjanna hefðu sammælst um út- flutninginn og að gefa út rangar yfirlýsingar um að varan væri af íslenskum uppruna á vörureikning- um og útflutningsskýrslum, sem afhentar voru Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Akureyri. Afurðirnar vann Sæunn Axels úr hráefni sem Valeik flutti inn frosið og veitt hafði verið við Alaska og Rússland af erlendum fiskiskipum. Vegna yfirlýsinga um að þær væru íslenskar nutu afurðirnar tollfríð- inda við innflutning til ESB. Í ákæru segir að með þessu hafi verið komið í veg fyrir að greiða þyrfti tolla af afurðunum við inn- flutning sem að lágmarki nam um 56,9 milljónum króna. Leitaði dómurinn til dómstóls EFTA um túlkun á álitaefnum varðandi upprunareglur þorskaf- urðanna og byggir héraðsdómur á þeirri niðurstöðu sem var á þann veg að þíðun, hausun, flökun, bein- hreinsun, snyrting, söltun og pökk- un á heilfrystum fiski, sem fluttur var inn á EES-svæðið, gæti ekki talist nægileg aðvinnsla í skilningi bókunar fjögur í EES-samningum til þess að varan geti talist upp- runnin á EES. Ekki fullframið blekking- arbrot hjá ákærðu Ákærðu neituðu sök og kröfðust sýknu vegna þess að þeir bæru ekki refsiábyrgð. Einnig lögðu þeir þunga áhersla á að yrðu þeir fundnir sekir væri um afsakanlega lögvillu að tefla hjá þeim. Báru þeir fyrir sig óvissu varðandi upp- runareglur og aðvinnslu afurð- anna. Dómurinn taldi varhugavert að telja að tilgangurinn með útgáfu rangra útflutningsskjala hafi verið að blekkja í lögskiptum. Lét dóm- urinn mennina njóta þess vafa sem leikið hefði á því hvort umræddar sjávarafurðir teldust vera af ís- lenskum uppruna og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði ver- ið leidd fyrir því lögfull sönnun að fullframið blekkingarbrot í merk- ingu 158. gr. almennra hegning- arlaga hafi átt sér stað. Um gá- leysisbrot hafi verið að ræða og hafi mennirnir ekkert hagnast per- sónulega á því. Dómurinn segir að í málinu verði að telja að um miklar sakir hafi verið að ræða þegar horft væri til hinna miklu hagsmuna sem í húfi voru, en aftur á móti hefur verið litið svo á að um gáleysisbrot hafi verið að ræða. Af þeim sökum var talið að brot ákærðu varði þá sektum en ekki fangelsi að auki. Málið dæmdi Sveinn Sigurkarls- son héraðsdómari. Verjendur ákærðu voru Rúna Soffía Geirs- dóttir Hansen hdl., Magnús Thor- oddsen hrl., og Lárentíus Krist- jánsson hdl. Málið sótti Helgi Magnús Gunnarsson fulltrúi rík- islögreglustjóra. Þrír menn dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í 6 milljóna króna sekt fyrir að flytja út Rússaþorsk sem íslenskan Gáfu út rangar yfirlýsing- ar um uppruna afurðanna ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra opnaði í gær nýja hæfing- arstöð að Dalvegi 18 í Kópavogi. Þar er gert ráð fyrir að þjónusta 37 fatlaða einstaklinga, en hæfing og félagsleg þjónusta miða að því að auka hæfni fatlaðra til starfa og til þátttöku í daglegu lífi. Opnun stöðvarinnar býður upp á möguleika til aukinnar sérhæf- ingar í þeirri þjónustu sem veitt verður þar, segir Sigríður Krist- jánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. „Til dæmis not- uðum við tækifærið og end- urskipulögðum alla starfsemi okkar í hæfingastöðinni í Fann- borg, sem er einnig í Kópavogi. Þar er lögð áhersla á að bjóða einhverfum og ungu fólki upp á hæfingu og starfsþjálfum,“ segir Sigríður. „Frábær aðstaða“ Á Dalveginum verða aftur á móti frekar eldri þjónustunot- endur sem þurfa einstaklingsmið- aðri þjónustu, en einnig sérhæfir nýja stöðin sig í mikið fötluðum einstaklingum. Í nýju hæf- ingastöðinni eru sjö rými til að mæta sértækum þörfum, fimm hóprými og tvö einstaklingsrými. „Þetta er alveg frábær aðstaða, og það sem er merkilegt við þessa hæfingarstöð er að verkefn- isstjórnin kom að allri hönnun ásamt eiganda og þeim sem hann- aði húsnæðið. Við vorum í und- irbúningsferlinu, bæði efnisvali, uppskiptingu hússins og fleiru,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri um hina nýju aðstöðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni Magnússon félagsmálaráðherra opnaði miðstöðina í Kópavogi í gær og afhenti lykla. Ný hæfingarstöð í Kópavogi FLUGFÉLAG Íslands hefur ákveð- ið að bjóða áætlunarflug til Kangerl- ussuaq, eða Syðri Straumfjarðar, á vesturströnd Grænlands. Er flugið í samvinnu við ferðaheildsalana Katla DMI, Troll Tours og Thomas Cook. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum frá Reykjavík með Fokker 50-vélum og á fimmtudögum frá Keflavík með þýska flugfélaginu Aeroflight á Airbus 320-þotum. Hefjast ferðirnar upp úr miðjum júní og standa fram yfir miðjan ágúst. Fargjaldið er báðar leiðir 49.900 kr. með sköttum. Hægt er að fara aðra leiðina með Flugfélagi Íslands en hina með þýska félaginu. Flugtíminn með Fokker er rúmir þrír tímar en rúmir tveir með Airbus. Skrifað var undir samstarfssamn- ing um flugið í gær og segja forráða- menn Flugfélags Íslands að þetta nýja áætlunarflug opni ýmsa mögu- leika á að tengja saman ferðalög er- lendra ferðamanna til Íslands og Grænlands. Einnig sé þessi leið mik- ilvæg Íslendingum og Grænlending- um. Kangerlussuaq er í um 25 km fjar- lægð frá jökulröndinni og ýmis af- þreying er í boði, m.a. bátsferðir um Syðri Straumfjörð sem er einn lengsti fjörður Grænlands. Þá segja þeir góða tengimöguleika frá Kang- erlussuaq til flestra staða á vestur- strönd Grænlands og þýska ferða- skrifstofan Troll Tours hefur sett upp leiguflug til Ilulissat eða Jakobs- havn, í tengslum við komu vélanna frá Íslandi. Sveigjanleiki í ferðum Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flug- félags Íslands, segir að með samn- ingum við ferðaheildsalana hafi Flugfélagið selt þeim ákveðinn sæta- fjölda í hverri ferð en félagið selji síðan sjálft afganginn. Með þann grunn hafi verið ákveðið að hefja flugið og kveðst hann ekki í vafa um að áhugi sé á þessum ferðamögu- leika. Bendir hann á þann sveigjan- leika að geta farið í þriggja, fjögurra eða sjö daga ferðir með því að nýta sér ferðirnar með öðru félaginu aðra leiðina og hinu til baka. Samið um Græn- landsflug í sumar Morgunblaðið/Ásdís Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands (lengst til hægri), Michael Ricken, frá Troll Tours, og Andreas Lutze, frá Thomas Cook. LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði í gærmorgun 17 ára ökumann á Garð- vegi í Leiru á 149 kílómetra hraða. Á þessum stað er 90 kílómetra há- markshraði og má pilturinn búast við því að missa ökuskírteinið í einn mánuð og þurfa að greiða 50 þúsund krónur í sekt og fá að auki 4 punkta í ökuferilsskrá. Tekinn á 149 km hraða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.