Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 12

Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ GERA má ráð fyrir að iðgjöld til líf- eyrissjóða hækki um allt að sex og hálfan milljarð króna á ári þegar kjarasamningar Starfsgreinasam- bandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að fullu komnir til framkvæmda hvað þetta varðar og þeir verða stefnumarkandi fyrir kjarasamn- inga annarra félaga og sambanda á samningssviði Alþýðusambandsins. Ekki er hins vegar reiknað með að þessum auknu framlögum til líf- eyrissjóðanna fylgi aukin réttindi, þar sem með þessum auknu greiðslum er verið að bregðast við fyrirsjáanlegum auknum skuldbind- ingum lífeyrissjóðanna vegna auk- inna ævilíkna og vaxandi örorku- byrði, eins og fram kemur í bókun samningsaðila vegna vanda almenna lífeyriskerfisins. Kjarasamningarnir kveða á um að frá og með næstu áramótum hækki framlag atvinnurekemda í lífeyris- sjóði úr 6% í 7% af heildarlaunum og frá 1. janúar 2007 hækkar framlagið aftur úr 7% í 8% af heildarlaunum. Frá þeim tíma nemur því greiðslur í lífeyrissjóði 12% af heildarlaunum þar sem atvinnurekandi greiðir 8% og starfsmaður 4%, en nú eru greidd 10% af heildarlaunum í líf- eyrissjóði þar sem starfsmaður greiðir 4% og atvinnurekandi 6%. Iðgjöldin um 40 milljarðar á ári Heildariðgjöld til lífeyrissjóða á almennum markaði námu 28,5 millj- örðum kr. á árinu 2002. Framreikn- að til ársins í ár má gera ráð fyrir að það séu um 33 milljarðar króna. Ár- leg iðgjöld til lífeyrissjóða á almenn- um markaði verða því nálægt 40 milljarðar króna miðað við árið í ár þegar iðgjaldið hefur hækkað í 12% af heildarlaunum. Í fyrrgreindri bókun við samn- ingagerðinni er einnig ákveðið að setja á laggirnar séstaka lífeyris- nefnd Samtaka atvinnulífsins og Al- þýðusambands Íslands, sem hafi það að markmiði að gera tillögur um lausn á þeim vanda sem nú steðji að samtryggingarsjóðum og kerfis- breytingar sem horfi til lengri tíma. Staða einstakra sjóða sé afar mis- munandi, bæði þegar horft sé til áfallinna skuldbindinga og framtíð- arskuldbindinga. Meðal verkefna nefndarinnar verði að leita leiða til þess að jafna örorkulífeyrisbyrði líf- eyrissjóða eftir því sem mögulegt er og einnig að leita leiða til þess að sjóðirnir geti staðið undir núverandi skuldbindingum sínum og aukið eft- irlaunarétt í heild án skerðingar á rétti sjóðfélaga til örorkulífeyris. Gert er ráð fyrir að nefndin hefji störf í þessum mánuði og ljúki störf- um fyrir árslok með lokaskýrslu og beinum tillögum. Í yfirlýsingu ríkistjórnarinnar vegna samningana lýsir hún sig reiðubúna að taka upp viðræður við nefndina um hugsanlega aðkomu stjórnvalda að tilteknum þáttum sem nefndin muni taka til meðferð- ar, „m.a. að því er varðar verka- skiptingu milli lífeyrissjóða og al- mannatrygginga,“ eins og segir í orðrétt í yfirlýsingunni. Ákvæði nýgerðra kjarasamninga um auknar greiðslur í lífeyrissjóði Árleg iðgjöld til lífeyrissjóða hækka um 6,5 milljarða kr. Ekki gert ráð fyrir auknum rétt- indum en skuldbindingum mætt BYGGING nýja fjóssins við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri gengur vel og verður þetta síð- asti veturinn sem nemendur fara í gamla fjósið. Stefnt er að því að hafa um 60 kýr í nýja fjósinu, sem verður tekið í notkun í sum- ar. Nýja fjósið leysir af hólmi gamla fjósið, sem byggt var árið 1929 og gegnt hefur hlutverki sínu með sóma. Guðmundur Hallgrímsson, bú- stjóri Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, segir nýja fjósið vissu- lega breyta miklu fyrir nemendur og starfsfólk, enda sérstaklega hannað með þarfir þeirra í huga. Hann segir nýja fjósið þó í sjálfu sér ekkert undrafjós, það sé ein- faldlega eins og bændur séu að byggja í dag. Þó er aðstaða þar til kennslu, skólastofa og veit- ingaaðstaða í einum enda fjóssins. „Hitt er annað mál með gamla fjósið að þó að það sé byggt fyrir 1930 þá stendst það allar reglu- gerðir um framleiðslu mjólkur, og stenst ótrúlega mál á básafjós- um sem hafa verið byggð fram undir þetta,“ segir Guðmundur. Merkileg bygging Gamla fjósið er merkileg bygg- ing, og sennilega eitt af elstu fjósum sem eru enn í notkun í landinu, en það var byggt árið 1929 og tekið í notkun 1930. Núna eru í því á milli 40 og 50 mjólkurkýr að staðaldri, auk kálfa. Fjósið var upphaflega byggt fyrir 66 kýr en svo var settur mjólkurbás í annan endann og nokkrar stíur teknar fyrir kálfa. Guðmundur segir því vissu- lega nokkur eftirsjá í gamla fjós- inu, þó að það eigi eflaust eftir að fá eitthvað nýtt hlutverk þegar kýrnar hafa flutt sig á nýja heim- ilið sitt. Nýtt og fullkomið fjós verður tekið í notkun á Hvanneyri í sumar Morgunblaðið/RAX Guðmundur Hallgrímsson bústjóri segir að nýja fjósið verði tilbúið til notkunar í sumar. Leysir af hólmi 65 ára gamalt fjós HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli manns á hendur Árna Magnússyni fé- lagsmálaráðherra. Féllst dómur- inn á að stefna mannsins, sem flutti mál sitt sjálfur, hafi um margt verið óskiljanleg. Ráðherra var stefnt fyrir brot á lögum Sameinuðu þjóðanna og lögum um félagsþjónustu sveit- arfélaga. Kom fram að stefnandi hafði farið fram á skaðabætur, samtals rúmlega 530 milljónir og sent ráðherra gíróseðla fyrir þeim. Af hálfu ríkislögmanns var því haldið fram að aðild málsins væri verulega vanreifuð, þ.e. hvers vegna félagsmálaráðherra væri stefnt í málinu. Dómkröfur stefn- anda væru mjög óskýrar og full- nægðu ekki skilyrðum laga, en helst mætti skilja að félagsmála- ráðherra væri stefnt fyrir meint brot á ýmsum tilgreindum lög- um. Stórkostlega vanreifað Hugsanlega fælist í dómkröf- unni krafa um skaðabætur en það væri þó ekki ljóst. Væri mál- ið stórkostlega vanreifað að öllu leyti og einnig skorti málsástæð- ur í stefnu. Lýsing máls sem þar væri gef- in væri mjög óskýr og veruleg óvissa hvert sakarefni málsins væri. Þá mætti telja að í stefnu fælist beiðni um lögfræðilegt álit dómsins sem væri í andstöðu við lög. Allt þetta leiddi til þess að málið væri algerlega ódómtækt og á það féllst héraðsdómur en sagði þó að stefnan uppfyllti ákvæði laga að því leyti að í henni kæmi fram hver væri stefnandi og hverjum væri stefnt. Þá hefði stefna haft að geyma viðvörun um að útivist- ardómur geti gengið ef ráðherra mætti ekki við þingfestingu málsins. Sigurður H. Stefánsson hér- aðsdómari kvað upp úrskurðinn. Óskar Thorarensen flutti málið fyrir ríkið. Máli á hendur félagsmála- ráðherra vísað frá dómi SUM stéttarfélög gefa konum í fæð- ingarorlofi, sem telja að þær hefðu fengið betri kjör samkvæmt gömlu fæðingarorlofslögunum en þeim nýju, kost á að fá greiddan mismun- inn meðan á orlofi stendur. Sam- kvæmt núverandi lögum greiðir ríkið 80% af heildarlaunum síðustu tólf mánaða til fólks í fæðingarorlofi. Gísli Tryggvason, framkvæmda- stjóri BHM, segist aðspurður ekki líta á þetta sem brot á jafnréttissjón- armiðum, þar sem í raun sé verið að bæta þeim konum sem koma verr út samkvæmt núverandi lögum upp mismuninn, en ekki gera á hlut feðra. Samkvæmt þeim reglum sem giltu áður en ný fæðingarorlofslög tóku gildi fengu konur full laun fyrstu þrjá mánuði orlofsins og síðan ein- göngu dagvinnulaun næstu þrjá mánuði á eftir. Karlar fengu ein- göngu tvær vikur á fullum launum. Nú fá báðir foreldrar aftur á móti 80% af heildarlaunum síðustu tólf mánaða greidd fyrir þann tíma sem þeir eru í orlofi. Gísli segir að talsverðs misskiln- ings gæti um þetta mál, sumir haldi að fjölskyldustyrktarsjóðir stéttar- félaganna greiði það sem upp á vanti á full laun, en það sé ekki rétt. Ein- hverjir karlar muni hafa óskað eftir því að fá það sem upp á vantar greitt, en þeir komi alltaf betur út í nýja kerfinu en því gamla þar sem þá fengu þeir eingöngu greidd laun í tvær vikur. Viðbótarlaun í fæðingarorlofi Brýtur ekki jafn- réttissjónarmið GAGNAVEFSJÁ Orkustofnunar var opnuð á ársfundi stofnunarinnar í gær en þar verða gögn sem Orku- stofnun hefur safnað um langt árabil gerð almenningi aðgengileg. Orkustofnun hefur um langt árabil safnað gögnum um orkulindir lands- ins og síðastliðna mánuði hefur verið unnið að því að gera sem flest þess- ara gagna aðgengileg með aðstoð svonefndrar Gagnavefsjár á verald- arvefnum. Í tilkynningu Orkustofnunar kem- ur fram að stefnt sé að því að öll gögn Orkustofnunar verði tengd land- fræðilegri staðsetningu en að enn þá vanti nokkuð upp á að allir staðir sem upplýsingar séu til um séu tengdir hnitum. Þá verði útgefið efni Orkustofnunar einnig tengt þeim stöðum, sem fjallað er um, og unnið sé að því að koma skýrslum á staf- rænt form svo hægt verði að nálgast þær með Gagnavefsjánni. Helstu gögn sem komin eru á Gagnavefsjá Orkustofnunar snúa að upplýsingum um vatnafar, jarðhita, s.s. borholur, jarðhitasvæði og há- hitasvæði. Í þriðja lagi að orkunýt- ingu, s.s. sundlaugar, hitaveitur, al- menningsvirkjanir. Í fjórða lagi að rammaáætlun, s.s upplýsingar um stöðvarhús, stíflur, göng og lón. Þá er þar að finna ýmis önnur gögn, s.s. um bæi, jarðamörk, örnefni, hæðar- línur o.s.frv. Gagnavefsjána má ná- lagast á vef Orkustofnunar www.orkustofnun.is. Gagna- vefsjá Orkustofn- unar opnuð NÍU umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Hofsóss- og Hóla- prestakalli í Skagafirði. Frestur til að sækja um embættið rann út 22. mars sl. Þau sem sóttu um embættið eru: Arndís Ósk Hauksdóttir guðfræð- ingur, séra Fjölnir Ásbjörnsson, Gunnar Jóhannesson guðfræðing- urm, Klara Hilmarsdóttir guðfræð- ingur, Sigríður Gunnarsdóttir guð- fræðingur, Sigríður Munda Jónsdóttir guðfræðingur, Sólveig Jónsdóttir guðfræðingur, séra Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Þóra Ragn- heiður Björnsdóttir guðfræðingur. Embættið er veitt frá 1. júní nk. Það er vígslubiskup Hólaumdæmis sem boðar valnefnd prestakallsins saman en í henni sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups. Níu sækja um Hofsóss– og Hóla- prestakall ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.