Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 16
ERLENT
16 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, fer til Líbýu í dag
þar sem hann mun eiga fund
með
Moammar
Gaddafi, leið-
toga lands-
ins. Þykir
þetta sýna
vel bætt
samskipti
Líbýu við
vestræn ríki
eftir að
Gaddafi
ákvað að hætta öllum áformum
um smíði gereyðingarvopna og
taka upp fullt samstarf við
Alþjóðakjarnorkumálastofnun-
ina. Háttsettur, breskur emb-
ættismaður, sem var með Blair
við minningarathöfnina í
Madríd um fórnarlömb hryðju-
verkanna þar, sagði, að ferðin
væri farin í virðingar- og þakk-
lætisskyni fyrir ákvörðun
Gaddafis. Michael Howard,
leiðtogi Íhaldsflokksins, gagn-
rýndi í gær, að Blair skyldi
ætla að fara beint frá minning-
arathöfninni í Madríd til Líb-
ýu, sem hefði borið ábyrgð á
mesta hryðjuverkinu í Evrópu,
örlögum Pan Am-þotunnar,
sem sprakk yfir Lockerbie í
Skotlandi. Fórust þá 270
manns.
Konur varað-
ar við víni
KOMIÐ hefur í ljós við rann-
sóknir, að áfengisneysla eykur
verulega líkur á því, að konur
fái brjóstakrabbamein. Með
það í huga hafa heilbrigðisyf-
irvöld í Danmörku ráðlagt
konum að drekka aldrei meira
en sem svarar til 14 vín-
skammta eða sjússa á viku.
Sumir danskir krabbameins-
sérfræðingar og danskt
krabbameinsfélag telja hins
vegar, að þessi skammtur sé
allt of mikill og benda á, að
rannsókn á 30.000 dönskum
konum hafi sýnt, að hver ein-
asti sjúss auki líkurnar á
brjóstakrabbameini. Segir
Anne Tjønneland, vísindamað-
ur hjá krabbameinsfélaginu,
að í meira en 5% tilfella sé
beint samband á milli áfeng-
isneyslu og brjóstakrabba-
meins. Gagnrýnir hún heil-
brigðisyfirvöld harðlega fyrir
fyrrnefnda ráðleggingu.
Offita ógnar
börnunum
HÆTTA er á að offita geri að
engu það sem áunnist hefur í
baráttunni fyrir betra heilsu-
fari bandarískra barna síðustu
30 árin. Kemur þetta fram í
nýrri skýrslu en í henni segir,
að 2002 hafi 15,6% barna á
aldrinum 12 til 19 þjáðst af of-
fitu. Margt annað hefur hins
vegar batnað. Þetta ár mátti
búast við, að 44,4 börn af 1.000
yrðu fyrir alvarlegu ofbeldi en
77,5 árið 1974. Þá hefur neysla
eiturlyfja minnkað verulega
frá 1978. Eitt helsta áhyggju-
efnið hvað varðar velferð
barna er atvinnuleysið en í tíð
núverandi stjórnar hafa 2,2
milljónir manna misst vinnuna.
STUTT
Blair til
fundar
við
Gaddafi
Tony Blair
NÝR æðsti leiðtogi Hamas-samtaka
Palestínumanna, Khaled Meshaal,
kveðst vilja að Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, verði ráðinn
af dögum í hefndarskyni fyrir dráp
Ísraela á Ahmed Yassin, stofnanda
og andlegum leiðtoga Hamas, á
mánudaginn.
„Það er eðlilegt að óvininum sé
svarað á þann hátt sem jafngildir
glæp hans,“ sagði Meshaal í viðtali
við arabíska dagblaðið al-Hayat í
gær. Hann sagði ennfremur að
ákvörðun um að drepa Sharon yrði
einungis tekin af forystusveit vopn-
aða arms Hamas.
Nýr yfirmaður Hamas á Gaza-
svæðinu, Abdelaziz Rantissi, útilok-
aði í gær að samið yrði um vopnahlé
við Ísraela fyrr en þeir létti hersetu
sinni af landsvæðum Palestínu-
manna. Rantissi var á þriðjudag út-
nefndur eftirmaður Yassins sem
leiðtogi Hamas á Gaza.
Rantissi reyndi ennfremur að slá
á ótta við að Hamas myndu beina
spjótum sínum að bandarískum
skotmörkum. „Það er heimskulegt
að hafa áhyggjur af því, við höfum
margoft sagt, að við munum ein-
ungis ráðast gegn óvini okkar, ísr-
aelska hersetuliðinu,“ sagði Rantssi.
Bandarísk stjórnvöld hafa varað
borgara sína við því að fara til
Gazasvæðisins og fresta ferðum til
Ísrael og palestínsku heimastjórn-
arsvæðanna. Þegar George W.
Bush Bandaríkjaforseti var spurður
álits á drápinu á Yassin sagði hann:
„Ísraelar eiga rétt á að verja sig
fyrir hryðjuverkum.“
Þrátt fyrir alþjóðlega fordæm-
ingu á drápinu á Yassin, sem var
háaldraður og bundinn við hjólastól,
hafa Ísraelar lýst því yfir að þeir
ætli að halda áfram uppteknum
hætti og þurrka út alla forystusveit
Hamas. Ísraelska útvarpið sagði að
varnarmálaráðherra landsins, Shaul
Mofaz, hefði ráðgast við háttsetta
öryggisráðgjafa og ákveðið að Rant-
issi væri réttdræpur og lýst hann
„hernaðarlega mikilvægasta óvin-
inn“.
! " #$ " %
"
" #$%%&
'(
) &' (
" (
$ ( )
'
$
!"
#$
%
$ #
#
' (
#)
%
*
# '
$*#
)
'
+ #*
( ,
"*
*
+
* + ,
Gazaborg. AFP.
Ariel Sharon
verði ráðinn
af dögum
ABDEL Aziz al-Rantissi, sem orðinn er leiðtogi Hamas
á Gaza-svæðinu, er einn einarðasti andstæðingur frið-
arsamninga við Ísrael. Hann hefur sagt sjálfsmorðs-
sprengjutilræði Palestínumanna gegn óbreyttum borg-
urum í Ísrael réttlætanleg því að þau séu svör við
hryðjuverkum Ísraela.
Rantissi fæddist 1947 og er barnalæknir að mennt. Á
námsárum sínum í Egyptalandi á áttunda áratugnum
komst hann í kynni við Bræðralag múslíma, íslömsk út-
lagasamtök. Hann komst til metorða innan Hamas í fyrri uppreisn Palest-
ínumanna, intifata, gegn hersetu Ísraela á níunda og tíunda áratugnum.
Hann hefur ítrekað gagnrýnt heimastjórn Palestínumanna fyrir að
vilja miðla málum við Ísraela. Palestínska lögreglan handtók hann 1998
eftir að hann krafðist afsagnar nokkurra háttsettra manna í heimastjórn-
inni.
Rantissi
Abdel-Aziz
al-Rantissi
KHALED Meshaal, sem hefur aðsetur í Damaskus, tók við
sem leiðtogi Hamas-samtakanna eftir að Ísraelar drápu
andlegan leiðtoga og stofnanda þeirra, Ahmed Yassin.
Meshaal er um leið æðsti stjórnandi aðgerða samtakanna.
Meshaal varð áberandi innan Hamas eftir að Írakar
réðust inn í Kúveit 1990, en hann var þá leiðtogi Kúv-
eitdeildar samtakanna og fór fyrir Palestínumönnum sem
bjuggu og störfuðu í landinu. Hann kenndi um tíma eðl-
isfræði í kúveitskum skólum.
Eftir innrás Íraka fluttist hann til Jórdaníu, líkt og margir Palestínumenn,
en þeir eru um 60% af íbúum landsins. Meshaal hafði yfirumsjón með fjár-
söfnun fyrir Hamas á alþjóðavettvangi, en farið er með peningana til Vest-
urbakkans og Gazasvæðisins og þeir notaðir til að standa straum af velferð-
aráætlun samtakanna, en fullyrt er að eitthvað af peningunum hafi farið í að
kosta sjálfsmorðssprengjutilræði.
Meshaal
Khaled
Meshaal
YFIRVÖLD samkeppnismála í
Evrópusambandinu, ESB, sektuðu
í gær bandaríska hugbúnaðarfyr-
irtækið Microsoft um hálfan millj-
arð evra, nærri 44 milljarða ísl.
kr., fyrir að hafa misnotað raun-
verulega einokunaraðstöðu sína á
einkatölvumarkaðinum.
Úrskurðurinn, sem getur haft í
för með sér miklar breytingar á
Windows-stýrikerfinu, gengur
miklu lengra en það samkomulag,
sem Microsoft gerði við sam-
keppnisyfirvöld í Bandaríkjunum.
Brást Microsoft við úrskurðinum
með því að lýsa yfir, að hann væri
„áfall fyrir allan iðnaðinn“ og
kvaðst mundu áfrýja honum til
Evrópudómstólsins.
Mario Monti, sem fer með sam-
keppnismál í framkvæmdastjórn
ESB, kynnti úrskurðinn í Brussel í
gær en rannsóknin á viðskipta-
háttum Microsoft hefur staðið í
fimm ár. Gaf hann jafnframt fyr-
irtækinu 90 daga frest til að koma
með á markað í Evrópu nýja út-
gáfu af Windows, sem væri ekki
með Media Player-forritið fyrir
hljóð- og myndskrár, og 120 daga
frest til að veita upplýsingar, sem
gera öðrum fyrirtækjum kleift að
famleiða vefþjóna, sem geta unnið
með Windows.
„Niðurstaðan er sú, að Microsoft
hafi misnotað raunverulega einok-
unaraðstöðu sína evrópskum
einkatölvumarkaði,“ sagði Monti.
Brad Smith, aðstoðarforstjóri og
aðallögfræðingur Microsoft, sagði,
að það myndi hafa alvarleg áhrif á
Windows að fjarlægja Media Pla-
yer og valda því, að kaupendur
fengju minna fyrir peningana sína.
Þeir, sem gagnrýnt hafa Micro-
soft, segja, að í raun hafi fyr-
irtækið stundað það að stela
tækninýjungum frá öðrum fyrir-
tækjum með því að búa þær í sinn
eigin búning og tengja þær Wind-
ows. Í úrskurðinum segir, að þessi
háttur „kæfi nýjungar og valdi því,
að neytendur eigi færri kosta völ
en ella“. Þá segir, að Microsoft
hafi neitað Sun Microsystems og
öðrum fyrirtækjum um upplýsing-
ar, sem hefðu gert þeim kleift að
framleiða vefþjóna, sem unnið geta
með Windows.
Gagnrýnendur
Microsoft fagna
Talsmaður Sun Microsystems
sagði í gær, að fyrirskipun ESB
um að Microsoft skuli veita upp-
lýsingar um forritaskil vefþjóna
væri „óhemju mikilvæg“ og í sama
streng tók talsmaður RealNet-
works
Sektin, sem Microsoft á að
greiða, er sú hæst, sem ákveðin
hefur verið innan ESB. Fyrir
þremur árum var svissneski lyfja-
risinn Hoffman-Laroche sektaður
um rúmlega 40 milljarða ísl. kr.
Microsoft hefur þó líklega minnst-
ar áhyggjur af sektinni því að það
á í handraðanum nærri 3.800 millj-
arða ísl. kr.
Microsoft sektað fyrir
einokun á Evrópumarkaði
Skipað að skilja að Media Player-forritið og Windows-
stýrikerfið og veita upplýsingar um forritaskil vefþjóna
Brussel. AFP.
Mario Monti
ANDERS Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, einn af
staðföstustu stuðningsmönnum
Bandaríkjanna í
Íraksstríðinu,
sagði í gær, að
hann væri hlynnt-
ur fyrirbyggjandi
árásum, með eða
án samþykkis
Sameinuðu þjóð-
anna.
„Þegar okkur
er ógnað af
hryðjuverka-
mönnum og gereyðingarvopnum, get-
um við ekki leyft okkur að bíða end-
anlegra sannana áður en við ráðumst
til atlögu,“ sagði Rasmussen er
danska þingið hóf í gær opna umræðu
um Íraksstríðið og þátttöku Dana í
því. Vitnaði hann í 51. grein sáttmála
Sameinuðu þjóðanna og sagði, að öll
ríki hefðu rétt til að verjast þegar á
þau hefði verið ráðist og einnig þegar
árás á þau væri yfirvofandi.
„Undir þeim kringumstæðum get-
ur verið rétt, að einstök ríki taki málin
í sínar hendur og hefji hernað til að
verja eigin borgara,“ sagði Rasmus-
sen og benti á, að NATO hefði ráðist á
Kosovo þegar öryggisráð SÞ hefði
verið ófært um að taka ákvörðun.
Rasmussen varði þátttöku Dana í
Íraksstríðinu og sagði, að Saddam
Hussein hefði neitað að fara eftir
ályktunum SÞ og gereyðingarvopna-
hættan hefði ógnað friði og öryggi.
Styður
fyrirbyggj-
andi árásir
Kaupmannahöfn. AFP.
Anders Fogh
Rasmussen