Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 18
ERLENT
18 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mjög vandað og vel byggt nýlegt um 310 fm einbýlishús sem er tvær
hæðir auk kjallara, þar sem hægt er að hafa séríbúð. Innbyggður bílskúr.
Húsið skiptist þannig. 1. hæð: forstofa, hol, snyrting, tvær stofur, eldhús
og geymsla (þvottahús). 2. hæð: hol, fjögur herbergi og baðherbergi.
Kjallari: stofa með eldhúsi, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og
geymslur. Sérinngangur er inn í þetta rými og er það því hentugt til út-
leigu eða sérnota. Skjólgóður garður, vandaðar innréttingar, stutt í alla
þjónustu og skóla. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. V. 50,0 m. 4004
VEL STAÐSETT EINBÝLI
Í VESTURBORGINNI
Lágu pólitískar ástæður aðbaki því að ríki heimsinsféllust á að Rússland erfðireikninga Sovétríkjanna í
erlendum bönkum og sæti þeirra í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar
þau leystust upp, á meðan Serbum
var neitað um svipaða viðurkenningu
þegar Júgóslavía liðaðist í sundur?
Eða var eðlilegt út frá lagabókstaf
þjóðaréttarins að tekið væri með ólík-
um hætti á málum þessara tveggja
ríkja?
Þessum spurningum mun dr. Ineta
Ziemele reyna að svara í fyrirlestri
sem hún heldur í dag í Reykjavík á
vegum Mannréttindaskrifstofu Ís-
lands. Hún mun jafnframt víkja að
stöðu Kosovo, héraðs sem áður til-
heyrði Serbíu en sem hefur um fimm
ára skeið verið undir stjórn Samein-
uðu þjóðanna.
Moskvustjórn barði ekki
niður sjálfstæðishreyfingar
Ziemele er lettneskur þjóðarétt-
arfræðingur, hún er prófessor í al-
þjóðarétti og mannréttindum við
lögfræðiháskólann í Ríga og jafn-
framt gestaprófessor við Raoul Wall-
enberg-mannréttindastofnunina og
lagadeild háskólans í Lundi í Svíþjóð.
Hún segir í samtali við Morgunblaðið
að vissulega sé eðlilegt að rifja upp að
Júgóslavía hafi liðast í sundur í hern-
aðarátökum á meðan upplausn Sov-
étríkjanna hafi farið fram á til-
tölulega friðsaman máta.
„Það er hugsanlega til marks um
að dæmin séu ekki fullkomlega sam-
bærileg,“ segir hún, „en við megum
þó ekki gleyma hinum blóðugu at-
burðum sem áttu sér stað í Bakú, í
Vilnius og í Ríga á sínum tíma.“
Ziemele segir það hugsanlega hafa
skipt máli, hvað varðar ólíka afstöðu
alþjóðasamfélagsins til upplausnar
Sovétríkjanna og Júgóslavíu, að
Rússar voru samvinnuþýðari í sam-
skiptum við Vesturveldin.
Að stjórnvöld í Moskvu beittu ekki
aflsmunar til að berja niður sjálfstæð-
ishreyfingar í lýðveldum eins og Eist-
landi, Lettlandi og Litháen sem þau
hefðu vel getað gert;
nokkuð sem serbneski
herinn hafi hins vegar
gert í gömlu Júgóslavíu,
eða reynt að gera. Í
þessum skilningi hafi
Vesturveldin hugs-
anlega einfaldlega verið
að refsa stjórnvöldum í
Belgrad.
Er þá lærdómurinn
sá að ef menn beiti slíku
valdi, sem Slobodan Mil-
osevic gerði, glati þeir
samúð umheimsins, af-
staða þeirra hætti að
njóta viðurkenningar?
„Þú þrengir mjög
stöðuna, það er rétt. Milosevic og
stjórnvöld í Belgrad reyndu að sýna
fram á að þó að sum lýðveldanna
hefðu sagt skilið við ríkjasambandið
þá væri kjarninn áfram hinn sami,
Belgrad hefði erft aðild að al-
þjóðastofnunum, bankareikninga er-
lendis og eignir ríkisins. Farið var
fram á að þetta yrði viðurkennt en al-
þjóðasamfélagið hafn-
aði því hins vegar. Þá
þarf að rifja upp að
stjórnin í Belgrad hafði
gerst sek um alvarlega
glæpi, á sama tíma og
hún var að reyna að
tryggja sér þessi rétt-
indi. Það gengur ekki
upp, hvorki að því er
varðar alþjóðalög né al-
þjóðastjórnmál.“
Ziemele rifjar upp að
Króatíu, Slóveníu og
Makedóníu hafi gengið
greiðlega að tryggja
sér viðurkenningu
Vestur-Evrópuríkja á
sjálfstæði þeirra, eftir að þau sögðu
sig úr júgóslavneska ríkjasamband-
inu. Hið sama eigi ekki við um Kos-
ovo. Eðlilegt sé að menn velti fyrir
sér hvers vegna Kosovo-búum hafi
ekki verið leyft að nýta sér sjálfs-
ákvörðunarrétt sinn á sama hátt.
Hún bendir hins vegar á að sér-
staklega sé reynt að tryggja í al-
þjóðalögum að ekki séu þar veittar
forsendur fyrir því að sambandsríki
liðist í sundur með þessum hætti.
Sjálfstæði er ekki spurningin
„Saga Kosovo síðustu árin sýnir að
mörgu leyti hversu flókin álitaefni er
hér um að ræða,“ segir Ziemele. „Ég
held að það hafi verið á sama tíma og
loftárásir stóðu yfir á Serbíu 1999
sem alþjóðasamfélagið tók í reynd
undir kröfur Albana um sjálfstæði
Kosovo. Þarna voru mistökin gerð,
þetta voru pólitísk mistök því al-
þjóðalög gerðu ekki ráð fyrir að Kos-
ovo gæti orðið sjálfstætt ríki. Nema
þá aðeins að ríki heimsins lýstu því
einfaldlega yfir að við þessar að-
stæður væri rétt að kröfur Kosovo-
Albana næðu fram að ganga.
Vandinn var sá að stjórn-
málamennirnir vissu ekki að málum
væri háttað með þessum hætti, eða
leiddu ekki hugann að því. Stjórn-
málamenn gleyma gjarnan að lög
setja oft tilteknar skorður um hvað er
hægt og hvað er ekki hægt og setja
því fram svona yfirlýsingar, sem aft-
ur verða þess valdandi að fólk fer að
gera sér væntingar.“
Þeim stjórnmálamönnum sem Zie-
mele er hér að tala um snerist seinna
hugur að því er varðar sjálfstæð-
iskröfur Kosovo-Albana.
Ziemele er spurð að því hvort hún
telji sjálf að Kosovo eigi að hljóta
sjálfstæði. „Það er ekki spurningin,
að mínu mati. Spurningin er sú hvort
Sameinuðu þjóðirnar og aðrar al-
þjóðastofnanir, sem fóru þarna inn og
tóku við stjórn mála, hafi raunveru-
lega vitað hvernig þau ættu að fara að
því að stýra héraðinu. Spurningin er
líka hvernig alþjóðastofnanir hafi
leyst þetta verkefni sitt af hendi. Ég
tel ekki að við værum að horfa upp á
vaxandi spennu í Kosovo í dag ef þær
hefðu unnið gott starf við stjórn hér-
aðins,“ segir Ziemele.
Fyrirlestur dr. Inetu Ziemele fer
fram í Norræna húsinu í dag og hefst
hann kl. 16.
Hvað ræður
því hver erfir
réttindi ríkja?
Hvers vegna fengu Rússar að erfa réttindi og
skyldur Sovétríkjanna á meðan Serbum var
neitað um hið sama í gömlu Júgóslavíu? Dr.
Ineta Ziemele reynir að svara þessu í fyr-
irlestri sem hún flytur í Reykjavík í dag.
Reuters
Enn er óútkljáð hvaða stöðu Kosovo fær; sjálfstæði, fari aftur undir Serbíu,
verði skipt upp eða hvort SÞ stjórni þar áfram og þá til langframa.
Ineta Ziemele
BILL Clinton, þáverandi forseti
Bandaríkjanna, vildi árið 1998 að
leiðtogi al-Qaeda-samtakanna,
Osama bin Laden, yrði drepinn.
Kom þetta fram í vitnisburði Samu-
els Bergers sem var þjóðaröyggis-
ráðgjafi Clintons en Berger kom í
gær fyrir nefnd sem rannsakar að-
draganda árásanna á Bandaríkin 11.
september 2001.
Vildi Berger með þessu andmæla
þeim sem í tveggja daga vitna-
leiðslum hafa sakað stjórn Clintons
um að hafa sofnað á verðinum gagn-
vart hryðjuverkahættunni og segja
ráðleysi hafi einkennt viðbrögð
stjórnvalda þegar hryðjuverkamenn
bin Ladens myrtu hundruð manna í
tilræðum í Afríku 1998.
Demókratinn Clinton var við völd
1991–2001 en repúblikaninn George
W. Bush tók við í janúar 2001. „Eng-
inn getur efast um markmiðið þegar
Clinton forseti lét skjóta 60 Tom-
ahawk-stýriflaugum á bin Laden í
ágúst 1998,“ sagði Berger. „Ég get
fullvissað ykkur um að þær fluttu
ekki handtökuskipun. Markmiðið
var að drepa bin Laden.“
Mikilvægt en ekki brýnt?
Richard Clarke, sem árum saman
var yfirmaður hryðjuverkavarna í
Hvíta húsinu, hefur ritað bók þar
sem hann gagnrýnir mjög Bush fyrir
að hafa nær hunsað hættuna á árás.
Clarke kom fyrir nefndina í gær.
„Ég tel að fyrstu átta mánuðina hafi
stjórn Bush talið hryðjuverk mikil-
vægt mál en ekki brýnt,“ sagði hann.
Clarke sagði að jafnt hann sem
George Tenet, yfirmaður leyniþjón-
ustunnar, CIA, hefði reynt að brýna
menn til dáða og benda á að hættan
væri yfirvofandi. „En ég held að
þannig hafi ekki nokkurn tíma verið
tekið á því,“ sagði Clarke.
Tenet sagði að haft hefði verið ná-
ið samstarf við leyniþjónustur í Mið-
Asíulöndum og afganska uppreisn-
armenn sem börðust gegn talíbönum
til að reyna að komast að því hvað al-
Qaeda ætlaði sér. Fjöldi vísbendinga
hefði borist en ekkert sem hægt
hefði verið að nota til að kæfa áform-
in í fæðingu.
„Það var skelfilegur skortur á
upplýsingum um atriði sem hægt var
að bregðast við,“ sagði hann. Flest
hefði bent til þess að ætlunin væri að
leggja til atlögu gegn stöðum í Mið-
Austurlöndum. Talsmenn rannsókn-
arnefndarinnar sögðu í gær að CIA
hefði ekki talið sig hafa heimild til að
drepa bin Laden áður en árásirnar
voru gerðar 11. september 2001, að-
eins handtaka hann. Leyniþjónustan
studdist einkum við afganska hópa í
baráttunni gegn bin Laden, jafnvel
þótt Tenet vissi að líkurnar á árangri
væru aðeins 10–20%, segir nefndin.
Hún segir að embættismenn á
jafnt lágum sem háum stjórnstigum í
tíð jafnt Clintons sem Bush hafi
efast um gagnið að því að láta fram-
kvæmd stefnunnar ráðast af
frammistöðu erlendra aðila. Verði
því að kanna hvers vegna þessari
stefnu hafi fyrst verið breytt eftir
árásirnar 11. september.
Tenet segir
að skort hafi
vísbendingar
Rannsóknarnefnd telur að CIA hafi
skort heimild til að drepa bin Laden
Washington. AFP, AP.
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna
hefur verið beðinn að skera úr
um hvort það samræmist lögum
um aðskilnað ríkis og kirkju, að
milljónum skólabarna skuli gert
að segja „ein þjóð undir augliti
guðs“ þegar þau fara með holl-
ustueiðinn.
Er það fimmtugur guðleysingi,
sem vill fá úr þessu skorið, og
eins og alltaf þegar trúmál ber á
góma vestra rísa tilfinningarnar
í hæstu hæðir. Safnaðist nokkur
hópur manna saman fyrir utan
aðsetur réttarins í Washington í
gær til að mótmæla því, að
hreyft yrði við eiðnum og orða-
lagi hans.
Reuters
„Undir aug-
liti guðs“