Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Ánægja með frumvarpið | Stjórn Ey-
þings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum hefur lýst yfir ánægju
með að frumvarp til laga um verndun Mý-
vatns og Laxár hafi verið lagt fram á Al-
þingi, en um það var fjallað á síðsta fundi
stjórnarinnar. Stjórnin telur að umdeilt
bráðabirgðaákvæði III megi ekki koma í
veg fyrir framgang frumvarpsins „og því
geti reynst nauðsynlegt að fella það út náist
ekki samkomulag um málið í tíma. Stjórnin
telur bráðabirgðaákvæðið engu að síður
mikilvægt því miklir hagsmunir eru í húfi.
Sá möguleiki er fyrir hendi að breyta lög-
unum síðar náist samkomulag svo hægt
verði að framkvæma umhverfismat,“ segir í
bókun frá fundi stjórnar Eyþings.
Spænskir dagar verðaá Akureyri umhelgina, dagana 26.
og 27. mars. Minerva Igl-
esias Garcia frá Kramhús-
inu ætlar þá að kenna
Norðlendingum flamenco-
dans. Kennslan fer fram í
Vaxtarræktinni og er fyrir
alla aldurshópa, en sér-
stakur hópur verður fyrir
stúlkur á aldrinum 7 til 9
ára.
Um helgina verða líka
spænskur matur í boði á
veitingahúsinu Friðriki V
við Strandgötu og boðið
verður upp á dagskrá við
borðhaldið. Kaffi Ak-
ureyri, sem er í sama húsi
og Friðrik V, verður svo
með spænska stemningu á
laugardagskvöld, 27.
mars; Mínerva sýnir þá
flamingó dans og boðið
verður upp á tískusýningu
frá Frúnni í Hamborg þar
sem vor- og sumartískan
verður sýnd.
Spænskir
dagar
Sandgerði | Tuttugu ára
afmæli leikskólans Sól-
borgar í Sandgerði var
haldið hátíðlegt síðastlið-
inn mánudag. Börnunum
og gestum var meðal ann-
ars boðið upp á tertu.
Leikskólin var opnaður
22. mars 1984 í eldra hús-
næði en viðbygging við
það var tekin í notkun á
afmælisdegi skólans fyrir
tveimur árum. Nú eru
níutíu börn á leikskól-
anum, þar af 34 í heils-
dagsvistun. Þar eru nú
fimmtán börn frá átta
þjóðlöndum, utan Íslands.
Þrjár deildir eru í skól-
anum, Kópadeild, Kuð-
ungadeild og Fiskadeild.
Starfsmenn eru tuttugu.
Jórunn Guðmundsdóttir
er leikskólastjóri.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Afmæli á Sólborg
Stefán S. Kristinssoná Reyðarfirði yrkirsvo í orðastað
manns, sem ekki var al-
veg sáttur við hlutskipti
sitt í tilverunni:
Allt er nú fyrir mér fipað,
festur við gamla norn.
Svo er mér skákað og skipað
og skammaður út í horn.
Stefán yrkir einnig um
tilurð manns:
Athöfn gerðist furðu frjáls
fyrir neðan mitti.
Þetta er víst mergur máls:
Maður skaut og hitti.
Loks yrkir Stefán um of-
drykkjumanninn:
Sýnist marga hildi heyja,
heimskum er það jafnan tamt.
Rembist við að reyna að deyja,
en ræður ekki við það samt.
Helgi Seljan fylgist með
framgöngu Ástþórs
Magnússonar, sem ætlar í
forsetaframboð:
Jólasveinn í framboð fer
við friðartölvur laginn.
Vill á tróninn tylla sér
tómatsósugæinn.
Mergur máls
pebl@mbl.is
setningu og leikstjórn en einn-
ig hönnuðu þau og útbjuggu
búningana sjálf með aðstoð
annars þeirra, Grétu B. Jó-
hannesdóttur, sem jafnframt
kennir þeim hönnun. Batiklitun
á hippamussum, saumaskapur
og sköpunargleði var því stór
hluti af undirbúningi sýning-
arinnar. Heimsmálefnin stríð
og friður virtust þeim ofarlega
í huga en í prentaðri leikskrá
þeirra var stutt ágrip um
Þórshöfn | Mikil vinna og und-
irbúningur var að baki þegar
nemendur eldri deildar Grunn-
skólans á Þórshöfn sýndu söng-
leikinn „Hárið“ í leikgerð Balt-
asar Kormáks. Húsfyllir var á
fyrstu sýningu og fögnuðu
áhorfendur þessum ungu og
áhugasömu leikendum ákaft en
kraftur og leikgleði einkenndu
sýninguna.
Unglingarnir fengu aðstoð
tveggja kennara sinna við upp-
helstu staðreyndir Víetnam-
stríðsins.
Í hléi var kaffisala en stór
hluti af ágóða sýningarinnar
fer í kostnað vegna heimsóknar
danskra nemenda úr vinaskóla
í Assens sem eru væntanlegir í
apríl.
Önnur sýning á Hárinu verð-
ur í kvöld, fimmtudaginn 25.
mars og vonast aðstandendur
sýningarinnar til að sjá sem
flesta.
Morgunblaðið/Líney
Sýna söngleikinn „Hárið“
Leiklist
Unga fólkið hefur haft í mörgu að snúast síðustu vikur við búningahönnun, saumaskap o.fl.
VIÐGERÐ er hafin á Baldvini Þorsteins-
syni í Noregi en skipið var tekið í slipp rétt
sunnan við Álasund síðla dags á mánudag.
Sjö menn úr áhöfn Baldvins fór til Noregs
með skipinu og voru flestir þeirra væntan-
legir heim í gær. Ekki liggur fyrir hversu
langan tíma viðgerðin mun taka né hver
heildarkostnaður vegna hennar verður
enda heildarskoðun á botni skipsins ekki
endanlega lokið.
Svipað tjón og við höfðum
ímyndað okkur
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri
Samherja, sagði í samtali við Morgunblaði
frá Noregi, að botn skipsins sé svolítið lask-
aður en endanlegri skoðun á því sé þó ekki
lokið en ekki séu þó neinar stórar dældir á
skrokk skipsins. „Þetta eru svona minni
dældir og það þarf að skipta um nokkrar
plötur. Skrúfan er heil en stýrið er skemmt
og það þarf að gera við það. Vélin er í lagi en
það þarf að skipta um kúplingsdiskana í
gírnum. Ég myndi orða að þetta sé svipað
og við höfðum ímyndað okkur, við vorum
náttúrulega búnir að láta kafara skoða und-
ir skipið,“ segir Kristján.
Spurður um skemmdir á öðrum búnaði í
Baldvini segir Kristján hann að mestu vera
heilan. „Það eru nokkrar dælur sem hefur
farið sandur í og það þarf að skipta um þétt-
ingar og legur í þeim og hreinsa út kæla.“
Kristján segir að gengið hafi verið að til-
boði í umræddum slipp rétt sunnan við Ála-
sund og þá í einingaverð á þeim hluta við-
gerðanna sem hafi verið þekktir.
Kristján segist ekki treysta sér til áætla
hversu langan tíma viðgerðin muni taka þar
sem eftir sé að fara betur yfir hvort fara
þurfi í stálvinnu á skipinu. Kostnaðartölur
vegna viðgerðanna liggi þar af leiðandi held-
ur ekki fyrir að svo komnu máli.
Engar stórar
dældir eru
á skrokk
Baldvins EA
Morgunblaðið/RAX
Svarfdælskur mars | Um komandi
helgi verður haldinn svarfdælskur mars,
sem svo er kallaður, og hefst að venju með
heimsmeistaramóti í Brús í Rimum í
Svarfaðardal á föstudagskvöld, 26. mars.
Spilað verður í meist-
araflokki og 1. flokki
auk þess sem kennsla
verður fyrir byrjendur.
Málþing um Dalvík-
urskjálftann 1934 verð-
ur haldið í Dalvík-
urskóla á laugardag kl.
11. Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur
flytur erindi um skjálft-
ann, orsakir hans og af-
leiðingar. Einnig verða
fluttar endurminningar fólks sem var að
alast upp á Dalvík þegar skjálftinn varð
og nemendur Dalvíkurskóla verða með at-
riði. Söngfélagið sunnan heiða, Samkór
Svarfdæla og Kór Dalvíkurkirkju verða
með tónleika í Dalvíkurkirkju á laugardag
kl. 14. Söngkonurnar Kristjana Arngríms-
dóttir og Guðrún Lóa Jónsdóttir koma
einnig fram ásamt Helgu Bryndísi Magn-
úsdóttur píanóleikara. Svarfdælasaga,
leikrit eftir Ingibjörgu og Hjörleif Hjart-
arson sem byggt er á Svarfdælasögu,
verður frumsýnd kl. 17 í Ungó. Þar er
sagt frá landnámi dalsins og víkurinnar.
Karlakór Dalvíkur tekur þátt og syngur
frumsamda tónlist eftir Guðmund Óla
Gunnarsson.
Marsinn verður svo tekinn að Rimum
um kvöldið undir stjórn Ingunnar Mar-
grétar Hallgrímsdóttur.
Úr
bæjarlífinu
Ragnar Stefánsson
jarðskjálfta-
fræðingur.
HÉÐAN OG ÞAÐAN