Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 26

Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 26
AUSTURLAND 26 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ w w w. m o s . i s - Þjónusta í þína þágu Þjónustuver Mosfellsbæjar sími: 525 6700 Fermingarúrið í ár Kjarna Mosfellsbæ • Sími: 544 4990 Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími 566 6090 Öll fermingarbörn fá gjöf. 3 heppnir fá óvæntan glaðning. Munið að panta tímanlega fyrir fermingar 20% afsláttur Ágætu Mosfellingar! Nú er tilboð á málningu og tengdum vörum frá HörpuSjöfn. Hjá okkur fást einnig; garðyrkjuáhöld, ljósaperur, lampar og ljós, fittings, rafmagns- og handverkfæri, hestaskeifur og verkfæri, heimilistæki, gjafavörur og margt fleira. ALLT Á GÓÐU VERÐI Urðarholti 4, s. 586-1210 KJARNA Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími: 534 3424 • Rakakrem • Hreinsifroða • Förðunanburstasett • Minimaskari Fermingartilboð kr. 1.900 Í fallegri tösku Háaleitisbraut 58-60 s: 5535280 • Urðarholti 2 s: 566 6145 • mosbak@mosbak.is SÖÐLASMIÐURINN MOSÓ þverholti 2 , 270 mosó S: 566 8540 / 893 5777 d-tour@d-tour.is ÍSLAND SLEIPNIR Ferja | Vegagerð ríkisins hefur aug- lýst eftir tilboðum í útgerð ferju sem siglir tvisvar í viku á milli Mjóa- fjarðar og Norðfjarðar. Vélbáturinn Anný frá Mjóafirði hefur verið í þessum siglingum í áraraðir, en nú vill Vegagerðin semja um reksturinn til ársins 2006.    Ný vefur | Skeggjastaðahreppur hefur opnað vefinn bakkafjordur.is og er þar hægt að fræðast um sveit- arfélagið í formi almennra upplýs- inga, aflafrétta, fréttabréfs og fund- argerða, svo eitthvað sé nefnt. Skriðuklaustur | Á sunnudaginn kemur mun Einar Már Guðmunds- son rithöfundur lesa úr verkum sín- um og fjalla um hugðarefni sín í Skriðuklaustri í Fljótsdal. Þá ætlar franska listakonan Anne Pesce jafn- framt að sýna vídeóverk sem hún hefur unnið síðustu vikur í gesta- íbúðinni Klaustrinu. Verk eftir Anne Pesce verða jafnframt til sýnis í Galleríi Klaustri. Skriðuklaustur verður opið á sunnudag milli kl. 14 og 17. Þar eru nú til sýnis ýmis listaverk í eigu Gunnarsstofnunar, en einnig nokkr- ir munir frá Þjóðminjasafni Íslands. Sögustundin hefst kl. 14.30.    Uppsagnir | Bæjarstjórn Austur- Héraðs ætlar að segja öllum starfs- mönnum áhaldahúss bæjarins upp vegna skipulagsbreytinga. Á að minnka verklegar framkvæmdir áhaldahússins til stórra muna og bjóða þær fremur út. Selja á bifreið- ar og áhöld og verður áhaldahúsið í framtíðinni þjónustumiðstöð sem sinnir einnig eftirliti. Er reiknað með endurráðningu flestra starfs- manna sem þess æskja.    Fjarðabyggð | Stýrihópur vinnur nú að mótun fjölskyldustefnu í Fjarðabyggð og á að kynna hana á íbúaþingi sem haldið verður um miðjan apríl í sveitarfélaginu. Í stýrihópnum eiga sæti Kristinn S. Einarsson forstöðumaður fé- lagsþjónustusviðs, Árdís Að- alsteinsdóttir og Sigrún J. Geirs- dóttir úr félagsmálanefnd og Sigríður Stefánsdóttir æskulýðs- og íþróttafulltrúi. Hefur hópurinn undanfarið haft samband við ein- staklinga, félagasamtök, stofnanir og nefndir með óskum um tillögur að inntaki fjölskyldustefnunnar. Þá hafa íbúar í Fjarðabyggð verið hvattir til að hafa áhrif á fjöl- skyldustefnuna með ábendingum og hugmyndum. Stefnt er að því að leggja fyrstu drög að fjöl- skyldustefnu Fjarðabyggðar fyrir íbúaþing, sem halda á 17. apríl n.k. Kristinn Einarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það sem helst væri verið að taka á um þess- ar mundir í félagsþjónustunni væri fyrrnefnd fjölskyldustefna, málefni aldraðra, málefni íbúa af erlendum uppruna og forvarnir. Veruleikatengd markmið „Ég á von á að þessir málaflokk- ar verði samtvinnaðir í eina öfluga fjölskyldustefnu“ segir Kristinn og segist sjá fyrir sér að Fjarðabyggð taki forystu í þessum málaflokki og marki brautina. „Ég vona að þau erlendu fyrirtæki sem eru að taka hér til starfa, eins og Bechtel og Alcoa, komi að vel mótaðri stefnu sem þau geta tekið þátt í. Þá skipt- ir öllu máli að þetta séu ekki að- eins háleit markmið, heldur til- lögur að raunhæfum aðgerðum sem menn ætla sér að fram- kvæma.“ Kristinn segir mótun fjöl- skyldustefnu gríðarlega víðtækt verkefni og inntak hennar snúist um það hvers konar samfélag íbú- arnir vilji að Fjarðabyggð sé og hvaða þjónustu eigi að veita þar. „En umfram allt verður stefnan að vera veruleikatengd.“ Kristinn segist hafa nokkrar áhyggjur af því að í þeim gríð- arlegu framkvæmdum sem standa fyrir dyrum finni konur sér ekki farveg í þeim störfum sem skapist. „Við þurfum að ná eyrum kvenna og opna augu þeirra fyrir tækifær- um í atvinnusköpun og þátttöku. Það er ekki fullnægjandi að segja konur geta unnið störf sem skapast við byggingu álvers á fram- kvæmdatíma og þegar það er tilbú- ið, það þarf eitthvað meira til.“ Kristinn segir undirbúning að íbúaþinginu í apríl í fullum gangi og verði megininntak þess stefnu- mótun sveitarfélagsins. „Mér finnst afar mikilvægt að íbúarnir komi með markvert tillegg í stefnumót- unarvinnu og hana þarf jafnframt sífellt að endurskoða.“ Börnin eru framtíð byggðarlagsins: Tvíburarnir Haukur og Hafþór, Hildur Írena og Höskuldur, starfsmaður leikskólans í Neskaupstað. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hugað að þörfum íbúanna: Kristinn S. Einarsson, forstöðumaður félags- þjónustusviðs Fjarðabyggðar, vinnur ásamt stýrihópi að fjölskyldustefnu. Gríðarlega víðtækt og áríðandi verkefni Unnið að mótun heildstæðrar fjölskyldustefnu í Fjarðabyggð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.