Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 31

Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 31
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 31 Háskólanám á Hvanneyri Umsóknarfrestur er til 10. júní 2004 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - www.hvanneyri.is Almenn inntökuskilyrði - Það sama gildir um allar námsbrautir við LBH að umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru, sem háskólaráð telur jafngilt. Námið tekur að lágmarki þrjú ár til BS-prófs (90 einingar). Síðan er hægt að bæta við sig 30 eininga sérnámi og rannsóknaþjálfun og brautskrást með kandidatsgráðu (120 einingar). Á Hvanneyri er þægileg nánd milli nemenda og starfsfólks og góð aðstaða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra í starfi og leik. Þar eru nemendagarðar fyrir fjölskyldur jafnt sem einstak- linga, grunnskóli og leikskóli. Útivistar- og afþreyingarmögu- leikar eru fjölbreyttir og stutt í alla þjónustu. Hvanneyri er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. F jó ra r námsb raut i r t i l BS -p rófs Búvísindi Fjölbreytt nám með áherslu á búfjárrækt, jarðrækt og bútækni auk margra valgreina. Undirstaða fyrir framhaldsnám í búvísindum, ráðgjafarstörf, kennslu og rannsóknir auk búrekstrar. Landnýting (landgræðsla) Skipulag, nýting og umhirða lands með áherslu á landgræðslu og náttúruvernd við íslenskar aðstæður. Hentar vel til starfa við landgræðslu, náttúruvernd, kortagerð og hvers kyns umhverfis- mál. Skógrækt Námsbrautin er ný á Hvanneyri og með tilkomu hennar er nú fyrst hægt að nema þessi fræði á háskólastigi á Íslandi. Fjallað er m.a. um umhirðu og ræktun skóga, búskaparskógrækt, ferskvatnsnýtingu, náttúruvernd og auðlindahagfræði. Umhverfisskipulag (Landslagsarkítektúr) Námið er fyrri hluti náms í landslagsarkítektúr og öðrum skipu- lagsfræðum. Meðal áfanga er nýting og mótun lands, hönnun útivistarsvæða, tölvustudd hönnun og vistfræði, mat á umhverfisáhrifum, jarðvegsfræði og fríhendisteikning. F ramha ldsnám að loknu BS -p róf i Kandidatsnám Boðið er upp á eins árs viðbótarnám og rannsóknaþjálfun til kandidatsprófs í búvísindum og landnýtingu. Námið hentar þeim einkar vel sem ætla að verða leiðbeinendur í landbúnaði t.d. hjá búnaðarsamböndum, landgræðslu og skógrækt. Inntökuskilyrði er BS-próf frá LBH eða sambærilegt BS-nám frá öðrum háskólum. Meistaranám (MS) Meistaranám til 60 eininga í búvísindum. MS-námið veitir mögu- leika á sérhæfingu á sviði búfjárræktar, jarðræktar og bútækni. Meistaranám til 60 eininga í landnýtingu. MS-námið veitir möguleika á sérhæfingu á sviði landgræðslu, umhverfisstjórnunar, jarðræktar og bútækni. MS-námið er skipulagt sem einstaklingsbundinn námsferill með sveigjanlegri námsframvindu. Inntökuskilyrði er BS-gráða í búvísindum, landnýtingu, líffræði, landafræði eða annað sambærilegt BS-nám. Á ÞESSUM tíma var mikið um að vinir og vandamenn kæmi í heimsókn, það vildu nátt- úrulega allir fá að sjá þig! Meðalið var að virka og þótt þú værir stundum óvær var það ekkert á við hinn sára grát sem fylgdi kveisunni fyrst. Við konurnar gátum og getum enn, rætt um allt á milli himins og jarðar svo lengi sem það tengist meðgöngu, fæðingu eða barnseignum yfir höfuð. „Finnst þér ekkert skrýtið að fara frá henni?“ var algeng spurning hjá vinkonum, eða „ertu eitthvað búin að prófa að fara frá henni?“ „Já,“ svaraði ég og kinkaði kolli um leið og ég lýsti fyrsta aðskilnaðinum okkar. Þú varst tveggja vikna og móðurafi þinn kom þá að passa kl. 17 en amma þín bættist síðan við eftir vinnu kl.18. Báð- ir afar þínir voru frekar stressaðir með þig svona litla, fengu hálfgerða vöðvabólgu þegar þeir héldu á þér enda sátu þeir alltaf eins og krypp- lingar með þig í fanginu, svo stífir voru þeir. Pössunin gekk nú samt bara vel. Strax eftir að ég var farin leit ég á gsm-símann á mínútu fresti til að athuga hvort barnapíurnar væru ekkert búnar að hringja. Um kl.19.30 hringdu þau (loks- ins!) og þá varstu bæði vöknuð og búin með pel- ann. Þú varst samt enn svöng þannig að auðvitað þaut ég út í bíl og beinustu leið heim. Ég var í rauninni hálffegin því að þau hringdu en á leið- inni heim sá ég fyrir mér mér allra verstu mynd- ir um að þú værir nánast hungurmorða vegna þessarar fjarveru minnar. Auðvitað varstu samt allt í lagi þegar ég kom og eftir nokkrar mínútur á brjósti vorum við báðar búnar að gleyma þess- ari óþægilegu tilfinningu. Allar konur sem ég segi þessa sögu hafa kinkað kolli með skilningi um leið og þær hlæja og segja „Já, ég man að svona var þetta fyrst!“  DAGBÓK MÓÐUR Ertu búin að prófa að fara frá henni? Meira á morgun. F jöldi kvartana berst reglulega inn á borð Neytendasamtak- anna vegna gjafa- korta og vilja sam- tökin benda gefendum á að í sumum tilvikum nýtast gjafakort ekki eins og skyldi. Gjafakort, sem gilda í einni ákveðinni sérvöruverslun, bindur viðtak- andann við að velja gjöf úr tak- mörkuðu vöruúrvali og ef hann finnur ekki gjöf, sem honum hugnast, situr hann uppi með bundna fjárhæð, sem hefði betur mátt ávaxta á annan hátt eða nýta til annarra hluta, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur, fulltrúa hjá Neyt- endasamtökunum. Nú er að fara í hönd tími ferm- inga og brúðkaupa og vill þá vand- ast málið hjá ættingjum og vinum, sem vilja gleðja með gjöfum. Gjafakort vill oft verða þrauta- lendingin og er þá viðtakandanum gefnar frjálsar hendur með það hvernig nýta á gjöfina. Gjafakort, sem bundin eru við ákveðnar verslanir, eru án efa gefin í góðri trú um að viðtakandi finni sér eitt- hvað við hæfi í verslunum, en oft vill glaðningurinn snúast upp í andhverfu sína, að sögn Sesselju. „Mál hafa komið upp vegna fermingargjafa í formi gjafakorta frá sérvöruverslunum. Sem dæmi má nefna að fermingarbarn, sem hafði óskað sér gjafa frá ákveðinni sérvöruverslun, fékk það háar upphæðir í formi gjafa og gjafa- korta frá versluninni að fjölskyld- an lenti í vandræðum með að taka út á allar inneignirnar.“ Brúðkaupið og óskalistinn Að sögn Sesselju hafa nokkur brúðhjón leitað til Neytenda- samtakanna þar sem verslanir hafa ekki staðið við sín munnlegu fyrirheit um það vöruúrval, sem brúðhjónin hafa sett á óskalistann sinn. „Algengt er að verðandi brúðhjón fari á stúfana nokkrum vikum fyrir brúðkaup og velja sér vörulínu í matar- og kaffistelli í þar til gerðum sérvöruverslunum. Gestunum er síðan vísað á versl- anirnar fyrir væntanlegt brúð- kaup. Það kemur fyrir að ekki eru til allir hlutir í viðkomandi vöru- línu, en afgreiðslufólkið fullvissar parið um að hlutirnir í stellinu verði komnir fyrir áætlaðan brúð- kaupsdag. Þegar gestirnir síðan streyma inn í verslunina eru hlut- irnir ekki sjáanlegir. Gefendum er þá gjarnan sagt að sendingin sé á leiðinni og verði komin innan fárra daga. Gjafakort er þá freist- andi kostur en ekki er öruggt að hlutirnir skili sér í verslunina og dæmi eru um að framleiðslu til- tekinnar vörulínu hafi verið hætt. Fólk kaupir gjafakort í fullvissu um að allt gangi eftir, en ég mæli með að fólk geri samning við verslunina um að fá andvirði gjafakortsins endurgreitt skili varan sér ekki innan tiltekins tímaramma,“ segir Sesselja. Neytendasamtökin kappkosta að gefa verslunum tækifæri til að leysa ágreiningsmál með frið- sælum hætti gagnvart sínum við- skiptavinum og hafa þar milli- göngu. Dæmi er um að verslanir hafi ekki sinnt erindi Neytenda- samtakanna og áskilja samtökin sér þá rétt til að fjalla um málið á opinberum vettvangi. Sesselja segir að gjafa- kort, sem sé ígildi pen- inga, gildi í fjögur ár, sé annað ekki tekið fram, en það orki auðvitað tvímæl- is að vera með peninga bundna svo lengi án vaxta. „Við viljum endi- lega brýna fyrir fólki að hugsa vel sinn gang þegar keypt eru gjafakort. Það skiptir máli hvort gjafa- kortin eru bundin einni verslun eða gildi í öllum verslunum í verslunar- miðstöð, eins og nú er al- gengt. Fjölmörg dæmi eru um að verslanir verði gjaldþrota. Þá hefur eig- andi gjafakorts í viðkom- andi verslun ekki annarra kosta völ en að lýsa kröfu í þrotabúið, en sjaldgæft er að nokkuð hafist upp úr því. Affarasælla er ef við- takandi getur valið sér gjöf úr öllum þeim versl- unum, sem eru t.d. í Kringlunni, Smáralind- inni eða á Laugaveginum. Sumum kann að finnast ósmekk- legt að gefa peninga, en ferming- arbörnin eru því ekki sammála, þar sem metingurinn er oftast um það hver fær hæstu upphæðina. Það þarf þó ekki að vera slæmt að stuðla að því að gjafirnar fari í einn sjóð, sem nýtist þá við kaup stærri hluta.“ Innborgun á bankareikninga Neytendasamtökin hafa reynt að beina því til fjármálastofnana að bjóða upp á tækifæriskort með peningainneign, stíluð á ákveðin nöfn. „Kortin yrðu meðhöndluð líkt og ávísanir og eins gætu þau virkað sem kvittun fyrir inn- borgun á bankareikning.“ Gjafakortin eiga að gleðja Morgunblaðið/Kristinn Fermingardagurinn: Það getur skyggt á gleðina að sitja uppi með gjafabréf sem ekki nýtist eins og til var ætlast. Þótt gjafakort séu keypt í góðri trú, hafa Neyt- endasamtökunum borist ótal kvartanir vegna þeirra. Sesselja Ásgeirsdóttir, fulltrúi samtak- anna, hvetur því fólk til að hugsa vel sinn gang. join@mbl.is  NEYTENDUR| Brúðar- og fermingargjafir geta valdið vandræðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.