Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 39
mikilli ánægju tveggja ferða sem við
fórum saman til Sovétríkjanna á 9.
áratugnum í boði sovéskra sam-
starfsmanna okkar. Þar var gaman
að verða vitni að þeirri virðingu sem
þar var borin fyrir Guðmundi, jafnt
sem vísindamanni og skákmanni.
Nú hafa leiðir skilið og Guðmund-
ur er horfinn á braut. Minning hans
mun lifa í verkum hans um langa
framtíð og hans verður minnst sem
eins merkasta jarðvísindamanns Ís-
lands á 20. öld. Starfsfólk Íslenskra
orkurannsókna hugsar til Guð-
mundar með þakklæti og virðingu
um leið og við sendum Ólöfu konu
hans, sonum hans og öðrum ætt-
ingjum okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Ólafur G. Flóvenz.
Guðmundur Pálmason var í far-
arbroddi Íslendinga í alþjóðasam-
starfi um jarðhita í þrjá áratugi.
Jarðhitadeild Orkustofnunar, sem
hann stýrði 1964–1996, varð á þess-
um árum heimsþekkt meðal þeirra
sem vinna að rannsóknum og
vinnslu á jarðhita. Jarðhitamenn frá
öllum heimshornum komu til Ís-
lands til að kynnast hvernig staðið
væri að verki við jarðhitaleit, jarð-
hitavinnslu og hitaveituvæðingu
landsins. Jafnframt var mikið leitað
eftir samstarfi við Íslendinga og
þátttöku þeirra í tæknilegum ráð-
stefnum. Guðmundur var góður fyr-
irlesari og mjög eftirsóttur í alþjóð-
legar nefndir sem fjölluðu um
jarðhita og jarðskorpurannsóknir.
Það var lærdómsríkt að fylgjast
með honum í nefndum. Hann hafði
til að bera mikla fræðilega þekk-
ingu, langa og fjölþætta reynslu,
rökfastan málflutning og ljúfmann-
lega framkomu. Í nefndastörfum
hugsaði hann gjarnan nokkra leiki
fram í tímann eins og í skákinni.
Hann náði framúrskarandi árangri
á báðum sviðum.
Guðmundur tók mikinn þátt í
undirbúningi að stofnun Jarðhita-
skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna,
var í undirbúningsnefnd af hálfu ís-
lenskra stjórnvalda og stýrði alþjóð-
legum vinnufundi á Laugarvatni
1978 þar sem ákveðið var að mæla
með stofnun skólans. Skólinn var
síðan vistaður hjá Jarðhitadeild
Orkustofnunar. Guðmundur tók
mjög virkan þátt í jarðhitaráð-
stefnum á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í Pisa 1970 og San Francisco
1975. Hann var einn af frumkvöðl-
um að stofnun Alþjóðajarðhitasam-
bandsins 1989 og sat í stjórn þess og
framkvæmdastjórn fyrstu tvö kjör-
tímabilin til 1995. Hann vann mikið
þrekvirki sem dagskrárstjóri fyrstu
alþjóðajarðhitaráðstefnu sambands-
ins í Flórens 1995. Þar voru kynnt
yfir fimm hundruð fræðileg erindi
og þátttakendur voru um þúsund.
Guðmundur var einn af frum-
kvöðlum að stofnun Jarðhitafélags
Íslands árið 2000 og einróma kjör-
inn fyrsti formaður þess. Í apríl
2003 var hann kjörinn heiðursfélagi
Jarðhitafélagsins. Í viðurkenningar-
skyni við hans mikla framlag til al-
þjóðlegs jarðhitasamstarfs var hon-
um ekki afhent heiðursfélagaskjalið
fyrr en við setningu alþjóðlegrar
jarðhitaráðstefnu í Reykjavík í sept-
ember 2003 þar sem um tvö hundr-
uð þátttakendur frá 32 löndum
hylltu hann.
Fyrir hönd Alþjóðajarðhitasam-
bandsins, Jarðhitafélags Íslands og
Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna vil ég þakka Guðmundi
fyrir hans mikla og gifturíka fram-
lag til alþjóðlegrar jarðhitastarf-
semi. Við Þórdís sendum Ólöfu og
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Ingvar Birgir Friðleifsson.
Hjá okkar litlu þjóð tengjast
flestir með einhverju móti, að ætt,
með vináttu, í starfi eða með öðrum
hætti. Þetta rifjast upp þegar ein-
hver fellur frá. Þá verður okkur
ljósara en ella að við erum ein þjóð-
arfjölskylda sem finnur til sam-
kenndar og hlýju.
Fyrsta minning mín um dr. Guð-
mund Pálmason er frá unglingsár-
um mínum í Vogahverfinu í Reykja-
vík, þegar þau hjón, Guðmundur og
Ólöf fluttu í næsta nágrenni við föð-
urhús mín. Guðmundur var þá
þekktur sem taflmaður mikill og
Ólöf var úr minni föðursveit, og efa-
laust skyld mér eins og allir aðrir
þar á milli sanda. Næsta minning
mín um Guðmund er þegar ég er ný-
kominn heim frá námi til starfa á
Raunvísindastofnun Háskólans en
hann að vinna þar að doktorsrit-
gerð, grundvallarverki um gerð
jarðskorpu Íslands. Síðan skildu
leiðir þar til ég tók við starfi orku-
málastjóra 1996, en þá var hann for-
stöðumaður jarðhitadeildar stofnun-
arinnar. Skipulagi og hlutverki
deildarinnar var síðan gjörbreytt og
kaus Guðmundur að draga sig í hlé
sem stjórnandi en nota síðustu
starfsárin til að helga sig fræðistörf-
um. Það var gæfuspor því nú gat
hann einbeitt sér að því að nýta sína
víðfeðmu þekkingu og reynslu til að
draga saman mikið yfirlitsrit um
jarðhita á Íslandi. Honum auðnaðist
að ljúka ritinu, Jarðhitinn, fyrir
andlát sitt og mun það senn koma út
hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Fáir hafa skilað ríkulegra ævi-
starfi en Guðmundur. Ekki svo að
skilja að starfið hafi skilað honum
miklum persónulegum auðævum;
það verður seint sem launamaður
hjá hinu opinbera. En þeim mun
meira var framlag hans og sam-
starfsmanna hans til hagsældar
þjóðarinnar. Guðmundur var einn af
forvígismönnum í leit að jarðhita og
beislun hans. Þegar Guðmundur hóf
störf naut minna en fjórðungur
þjóðarinnar yls úr iðrum jarðar, nú
nær fjórir fimmtu. Guðmundur og
félagar hans slógu tölum á ábatann
af þessum gæðum og reiknast svo til
að þjóðartekjurnar séu um hálfu
öðru prósenti hærri en þær væru ef
hita þyrfti upp hús með dýrari
hætti. Auðvitað eiga margir hlut-
deild í þessum ávinningi, en ekki
hvað síst jarðhitadeildin sem Guð-
mundur stýrði.
Orkustofnun minnist farsæls for-
ystumanns og félaga sem var allra
hugljúfi. Fjölskyldu hans eru send-
ar hugheilar samúðarkveðjur.
Þorkell Helgason,
orkumálastjóri.
Ég kynntist Guðmundi Pálmasyni
um það leyti sem hann kom til
starfa hjá raforkumálastjóra, sem
mun hafa verið 1955. Hóf hann þar
störf hjá dr. Gunnari Böðvarssyni,
sem hafði með höndum stjórn jarð-
hitarannsókna raforkumálastjóra.
Samskipti okkar voru þá ekki mikil
umfram það sem gengur og gerist
milli starfsmanna á sama vinnustað.
Hann kom mér strax fyrir sjónir
sem hæglátur, íhugull maður; mað-
ur sem vildi fremur vera en sýnast.
Hefur mér fundist það einkenna
hann alla tíð. Fljótlega eftir að hann
kom til starfa fór ég til námsdvalar
erlendis um tíma. Eftir heimkom-
una fól raforkumálastjóri mér að sjá
um vatnsorkurannsóknir þær sem
embætti hans hafði með höndum.
Um það leyti var m.a. farið að beita
jarðeðlisfræðilegum rannsóknarað-
ferðum við að kanna aðstæður á
virkjunarstöðum vatnsorku. Gunnar
Böðvarsson hafði þá þegar innleitt
slíkar aðferðir í rannsóknir raforku-
málastjóra á jarðhita. Var því leitað
til hans um þessar kannanir og fól
hann Guðmundi Pálmasyni að ann-
ast þær og stjórna mælingaflokki
sem í voru aðallega stúdentar í sum-
arvinnu. Mér er enn minnisstætt
með hvílíkri prýði Guðmundur og
flokkur hans luku þessu verkefni.
Þetta voru mín fyrstu nánari kynni
af Guðmundi og vandvirkni hans í
vinnubrögðum.
Árið 1964 fluttist Gunnar Böðv-
arsson búferlum til Bandaríkanna
og varð Guðmundur þá forstöðu-
maður jarðhitadeildar raforkumála-
stjóra og stjórnaði jarðhitarann-
sóknum á hans vegum. Þegar
Orkustofnun kom í stað embættis
raforkumálastjóra 1967 varð Guð-
mundur forstjóri jarðhitadeildar
hennar. Gegndi hann því starfi þar
til hann fór á eftirlaun. Við urðum
samstarfsmenn hvor á sínu sviði, ég
í vatnsorkurannsóknum en hann í
jarðhitarannsóknum. Kynntist ég
honum þá nánar en áður. Vakti það
sérstaka athygli mína hve gerhugull
hann var og íhugaði hverja spurn-
ingu vandlega áður en hann svaraði.
Undir hans stjórn stækkaði jarð-
hitadeildin smám saman og fjöldi
starfsmanna óx. Margir byrjuðu
sem sumarstúdentar en komu til
fastra starfa að námi loknu. Það
vakti athygli mína hversu auðvelt
hann virtist eiga með að koma fljótt
auga á hæfileikaríkustu mennina og
beitti hann sér fyrir að þeir yrðu
fastráðnir þegar þeir höfðu lokið
námi. Þessi glöggskyggni hans á
hæfileika manna átti mikinn þátt í
því mannvali sem löngum hefur ver-
ið á jarðhitadeild Orkustofnunar og
í að efla jarðhitarannsóknir á Ís-
landi og að skipa Íslendingum í
fremstu röð meðal þjóða heims í
jarðhitarannsóknum.
Þegar ég varð orkumálastjóri
varð Guðmundur minn trausti bak-
hjarl í jarðhitamálum, en á þeim
hafði ég ekki sérþekkingu. Því hlut-
verki brást hann aldrei og ég gat
ávallt reitt mig á hans ráðgjöf. Kom
það sér m.a. vel þegar mest gekk á
við Kröflu. Samstarf okkar var
ávallt gott. Eins og vera bar hélt
Guðmundur fast á hlut jarðhita-
deildar við skiptingu þess fjár sem
stofnunin fékk á fjárlögum til orku-
rannsókna. Gat ég þar ekki ávallt
komið til móts við óskir hans. Hann
tók því með jafnaðargeði og skiln-
ingi þótt við værum ekki ávallt sam-
mála.
Guðmundur sinnti oft ráðgjafar-
störfum í jarðhitarannsóknum víða
um heim á vegum Sameinuðu þjóð-
anna og var eftirsóttur til þeirra
starfa. Hann sinnti einnig ráðgjaf-
arstörfum fyrir íslensk stjórnvöld í
tengslum við hafréttarmál, einkum
varðandi réttindi til hafsbotnsins, og
var formaður hafsbotnsnefndar iðn-
aðarráðuneytisins 1985 til 1993.
Hann var vel þekktur og naut virð-
ingar meðal jarðhitasérfræðinga um
allan heim og tók virkan þátt fyrir
Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi
á því sviði og var félagi í alþjóð-
legum samtökum og vísindafélögum
á sviði jarðhita og jarðvísinda. Með-
al annars var hann formaður tækni-
dagskrárnefndar alþjóðajarðhit-
aráðstefnu í Flórens 1995.
Guðmundur var gæfumaður í
einkalífi. Hann var kvæntur mikilli
ágætiskonu, Ólöfu Jónsdóttur
sjúkraliða frá Teygingarlæk í Vest-
ur-Skaftafellssýslu, sem lifir mann
sinn. Þau eignuðust tvo syni, Magn-
ús Atla kerfisfræðing og Jón Pálma
viðskiptafræðing.
Ég votta Ólöfu, sonum þeirra
Guðmundar og fjölskyldum þeirra
innilega samúð.
Blessuð sé minning Guðmundar
Pálmasonar.
Jakob Björnsson.
Sumarið 1959 átti ég því láni að
fagna ásamt öðrum stúdentum að
komast í vinnuflokk Jarðhitadeildar
raforkumálastjóra sem ferðaðist um
sveitir í leit að jarðhita og öræfi til
að kanna aðstæður til vatnsafls-
virkjana. Honum stýrði Guðmundur
Pálmason en til ráðgjafar var Jón
Jónsson jarðfræðingur. Fræðin og
náttúran heilluðu okkur og vinna
undir handleiðslu þessara manna
reyndist ekki síðri en háskólanámið
erlendis, enda fór svo að fjórir af
fimm urðu síðar starfsmenn Jarð-
hitadeildar undir stjórn Guðmund-
ar.
Þegar brautryðjandi Jarðhita-
deildar, Gunnar Böðvarsson, tók sér
ársleyfi frá störfum setti hann Guð-
mund sem forstöðumann í sinn stað.
Gunnar sneri ekki aftur en val hans
á eftirmanni reyndist happadrjúgt.
Jakob Gíslason raforkumálastjóri
og yfirmenn Jarðhitadeildar voru
með opin augu fyrir grunnrann-
sóknum og nýjungum. Ungum
starfsmönnum voru sköpuð skilyrði
til að vinna helming vinnutímans að
eigin rannsóknarhugmyndum og
einskis var látið ófreistað að laða
hingað leiðangra fremstu fræði-
manna hvarvetna að. Þannig hóf
Markús Båth bylgjubrotsmælingar
á jarðskorpu landsins, en Guðmund-
ur tók við mælingunum og gerði úr
þeim grundvallarrit með doktorsrit-
gerð sinni.
Við lok starfsferils síns tók Guð-
mundur sér fyrir hendur að rita al-
Sambýliskona mín, dóttir okkar, móðir, stjúp-
móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
HRÖNN BENÓNÝSDÓTTIR,
Sundstræti 35b,
Ísafirði,
lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn
16. mars.
Útför hennar fer fram frá Einarsstaðakirkju
í dag, fimmtudaginn 25. mars, kl. 14.00.
Páll Gunnar Loftsson,
Benóný Arnórsson, Valgerður Jónsdóttir,
Valdís Bára Guðmundsdóttir,
Svanhvít Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Friðgeirsson,
Stefán Björgvin Guðmundsson, Harpa Arnórsdóttir,
Dísa Bergþóra Guðmundsdóttir,
Benóný Arnór Guðmundsson, Elínborg Herbertsdóttir,
Þórhalla Pálsdóttir,
Ágúst Örn Pálsson, Vilborg Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ODDRÚN INGA PÁLSDÓTTIR,
Sogavegi 78,
lést á líknardeild Landakotsspítala mánudag-
inn 22. mars.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudag-
inn 2. apríl kl. 10.30.
Jarðsett verður að Skarði í Landsveit kl. 14.00
sama dag.
Ágúst Úlfar Sigurðsson, Erla Þórðar,
Sunna Sigurðardóttir, Ólafur P. Jakobsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Jon G. Jørgensen,
Páll R. Sigurðsson, Marjolein Roodbergen,
Sigurður H. Sigurðsson, Elvíra Méndez Pinedo
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Lindargötu 18,
Siglufirði,
lést á Landspítala, Landakoti, þriðjudaginn
23. mars.
Sólrún Magnúsdóttir, Erling Jónsson,
Guðjón B. Magnússon, Jóhanna Stefánsdóttir,
Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR MÁR BRYNJÓLFSSON,
Breiðagerði 19,
Reykjavík,
sem andaðist laugardaginn 20. mars, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn
29. mars nk. kl. 13.30.
Sigríður M. Þorbjarnardóttir,
Una María Guðmundsdóttir,
Sólrún Erla Guðmundsdóttir,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
Hjartkær móðurbróðir okkar,
ÞORSTEINN JÓHANNSSON,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður til heimilis
á Kárastíg 5,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 23. mars. Útförin verður auglýst síðar.
Einar Halldórsson,
Guðfinna Halldórsdóttir,
Jóhann Halldórsson.