Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
starfaði Taflfélag MR af miklu fjöri
undir forystu Steingríms Her-
mannssonar. Félagið gekkst fyrir
fjöltefli við innlenda og erlenda
skákmeistara, m.a. þá D.A. Yanofski
og R. Wade. Er ekki ofmælt, að teflt
hafi verið í öllum frímínútum í skól-
anum. Guðmundur Pálmason tók
þátt í þessu og var auk þess farinn
að tefla utan skólans. Var Guð-
mundur fremsti skákmaður skólans
og var á leið með að verða einn af
öflugustu skákmeisturum Íslands.
Í desember 1948 kom dr. Max
Euwe, fyrrverandi heimsmeistari í
skák, til Íslands. Euwe-mótið var
haldið í Reykjavík strax eftir komu
Euwe til landsins. Auk Euwe tefldu
fimm efstu menn í landsliði á
mótinu, og var Guðmundur Pálma-
son meðal þeirra. Úrslitin urðu að
Guðmundur varð annar á mótinu
ásamt Ásmundi Ásgeirssyni og
gerði jafntefli við Euwe, sigurveg-
ara mótsins. Teflt var í veitingasaln-
um í Tívolí, Vetrargarðinum í
Vatnsmýrinni, og flykktust áhorf-
endur þangað, þ.á m. margir nem-
endur úr MR, sem voru ákaflega
hreyknir af sínum manni. En þó að
skáklistin væri mikilvæg í lífi Guð-
mundar sló hann ekki slöku við
námið, hvorki nú né síðar meir.
Hann lauk stúdentsprófi vorið 1949
með ágætiseinkunn, enda var hann
frábær námsmaður. Við skólaupp-
sögn hlutu sérstök verðlaun fyrir
„afburða kunnáttu“, Guðmundur
Jónsson í VI.B (fyrir píanóleik) og
Guðmundur Pálmason í VI.X (fyrir
skák).
Að loknu stúdentsprófi hóf Guð-
mundur nám við Kungliga Tekniska
Högskolan í Stokkhólmi og lauk
þaðan prófi í eðlisverkfræði 1955.
Hann lauk MS-prófi frá Purdue
University 1957 og varð dr. scient. í
jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands
1971.
Guðmundur var sérfræðingur hjá
jarðhitadeild og varð síðar forstöðu-
maður jarðhitadeildar Orkustofnun-
ar, þegar Gunnar Böðvarsson flutt-
ist til Bandaríkjanna og tók þar við
prófessorsstöðu.
Guðmundur Pálmason var einn af
frumkvöðlum rannsókna á jarðhita
á Íslandi. Ritaði hann mikið um þau
mál og var sýndur margvíslegur
sómi fyrir rannsóknir sínar. Á ég
von á, að gerð verði ítarlega grein
fyrir rannsóknum Guðmundar af
mönnum, sem hafa meiri þekkingu á
hliða bók um jarðhita á Íslandi og
nýtingu hans. Sú bók leysir úr
brýnni þörf og verður honum verð-
ugur minnisvarði.
Við Guðlaug þökkum Guðmundi
og Ólöfu áratuga vináttu. Samúðar-
kveðjum okkar til fjölskyldunnar
fylgja óskir um velfarnað á komandi
árum.
Sveinbjörn Björnsson.
Guðmundur Pálmason varð lands-
kunnur á unga aldri fyrir hæfni í
skák og skipaði landslið Íslands í
þeirri göfugu grein við góðan orðs-
tír. Alla ævi sína bjó hann yfir þeirri
yfirveguðu rósemi sem einkennir
mestu skákmeistara en er jafnframt
driffjöður viljans til að sigra í hverri
þraut. Á þessum árum dáðist ég að
Guðmundi Pálmasyni sem afreks-
manni en kynni sköpuðust ekki.
Skákin varð síðan hans hjáverk,
en lærdómur og vísindi urðu hans
lífsstarf. Á því sviði, eins og í skák-
inni, náði hann lengra en aðrir og
komst til æðstu metorða fyrir. Þeim
glæsilega lífsferli hans munu aðrir
gera skil.
Guðmundur Pálmason gekk til
liðs við Oddfellowstúkuna Þormóð
goða 1979 og þar varð vettvangur
okkar samstarfs. Félagsskap sem
vinnur að líknarmálum og stundar
mannrækt er mikill fengur að því að
njóta liðssinnis manna á borð við
Guðmund Pálmason. Mannkostir
hans, glæsileg framkoma, hógværð,
vandvirkni og snyrtimennska ásamt
virðingu fyrir öllu fögru og góðu,
nutu sín í starfi stúkunnar. Hann
gegndi kjörembætti eitt kjörtímabil
en hafnaði framhaldi, en þá undirbjó
hann alheimsráðsstefnu um jarðvís-
indi og tók það starf allan hans tíma
um skeið. En spor Guðmundar
Pálmasonar eru víða innan Oddfel-
lowstúkunnar nr 9 Þormóðs goða
m.a. í framúrskrandi fundargerðum,
sem bera kunnáttu og snyrti-
mennsku hans fagurt vitni, og í fé-
lagatali stúkunnar sem mun nánast
einstakt innan Oddfellowreglunnar.
Guðmudur Pálmason var maður
verka og athafna og það munaði
duglega um hann í hverju verki sem
hann gekk að. Hann var sívinnandi
og ber vinnuherbergi hans á heimili
hans því glögg merki. Þar eru
skjalabunkar sitt hvoru megin við
tölvuna, í öllum hillum og á mörgum
stólum. Honum tókst að ljúka við
vísindarit sit, Jarðhitann og það eitt
mun halda nafni hans lengi á lofti.
Minning hans mun lengi lifa með-
al Þormóðsbræðra, sem syrgja mik-
ilsmetinn stúkubróðir og biðja
Ólöfu, eiginkonu hans og niðjum
þeirra Guðs blessunar.
Atli Steinarsson.
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu
daufan nið
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni …
(Hannes Pétursson.)
Ég sá Guðmund Pálmason fyrst,
þegar við vorum í hópi 32 nemenda,
sem settust í fyrsta bekk Mennta-
skólans í Reykjavík haustið 1943. Í
þessum hópi voru einstaklingar,
sem seinna urðu þjóðþekktir, hver á
sínu sviði.
Frá árunum í MR er mér minn-
isstæður Guðmundur Jónsson, pí-
anóleikari, sem oft lék sígild píanó-
verk á skemmtunum í skólanum við
gríðarlegan fögnuð nemenda.
Ógleymanlegur er mér flutningur
hans á Ungverskri rapsódíu númer
tvö eftir Liszt.
Varð píanóleikur Guðmundar
áreiðanlega til þess, að mörg okkar
höfðu upp frá því yndi af að hlusta á
sígilda tónlist.
Í þriðja og fjórða bekk bættust
nemendur í hópinn, þ.á m. tvær
stúlkur. Átti önnur eftir að verða
forseti Íslands, en hin víðfrægur rit-
höfundur.
Eftir þriðja bekk máttu nemend-
ur velja, hvort þeir vildu hefja nám í
mála- eða stærðfræðideild í fjórða
bekk. Við Guðmundur Pálmason
völdum stærðfræðideildina, en
sessunautar okkar beggja fóru í
máladeild. Ég stakk þá feimnislega
upp á því við Guðmund, að við yrð-
um sessunautar, og tók hann því vel.
Sátum við svo saman í þrjá vetur og
bundumst vináttuböndum, sem
aldrei rofnuðu.
Þegar við vorum í fjórða bekk,
þeim málum en ég.
Þó að Guðmundur væri á þessum
árum önnum kafinn við nám og
störf, sagði hann ekki alveg skilið
við skáklistina. Hann tefldi m.a. á
Ólympíuskákmótum, í Amsterdam
1954, München 1958 og Havana
1964. Á heimili hans er á áberandi
stað forkunnar fagurt sérsmíðað
skákborð, sem var afmælisgjöf frá
fjölskyldu hans. Það fór því ekki
fram hjá neinum, að skáklistin var í
hávegum höfð á því heimili.
Guðmundur kvæntist 1956 Ólöfu
Jónsdóttur, yndislegri konu, og
eignuðust þau tvo mannvænlega
syni. Það var svo Ólöf, sem leiddi
fjölskyldurnar saman, þegar ég var
kominn heim frá námi í Bandaríkj-
unum og hafði fundið minn lífsföru-
naut. Fyrir það er ég henni ævin-
lega þakklátur.
Ég og kona mín, Fríða V. Ás-
björnsdóttir, eignuðumst þrjá syni,
og byrjaði sá næstelzti, Héðinn, að
tefla á skákmótum, þegar hann var
barn að aldri.
Ég er vitahæfileikalaus á þessu
sviði og gat ekkert liðsinnt syni mín-
um, sem leitaði þá til Guðmundar.
Guðmundur tók honum af með-
fæddri ljúfmennsku og gekk honum
að ákveðnu marki í föðurstað á þess-
um árum. Skýtur oft upp í huga mér
myndum af syni mínum og Guð-
mundi, sitjandi í stofunni heima hjá
Guðmundi við skákborðið góða.
Eftir að kona mín fór að taka þátt
í margs konar félagsmálavafstri, s.s.
í samtökunum Landsbyggðin lifi,
leitaði hún í síauknum mæli til Guð-
mundar um ráðleggingar. Tók hún
meira mark á ráðleggingum hans en
ráðleggingum nokkurra annarra,
þar með talið mínum. Kom þarna
fram einn eiginleiki Guðmundar,
hann gat krufið hvert mál til mergj-
ar og komið fram með lausn, sem
byggðist á sanngirni og skynsemi.
Þegar húsbyggingum og barna-
uppeldi var lokið, gafst meiri tími til
ferðalaga. Ég minnist tveggja
ógleymanlegra gönguferða, sem við
Fríða fórum með Guðmundi og
Ólöfu, ferðar yfir Fimmvörðuháls og
sögulegrar ferðar yfir Esjuna. Í
ferðinni yfir Esjuna lentum við í
svartaþoku, og um tíma leit út fyrir,
að við yrðum að hafast við uppi á
fjallinu yfir nóttina.
Í nokkur ár fórum við Fríða með
Guðmundi og Ólöfu og vinum okkar,
Sigurði Björnssyni og Gretu
Håkansson, konu hans, í gönguferð-
ir í nágrenni Reykjavíkur á sunnu-
dagsmorgnum. Á eftir var farið
heim til einhvers okkar eða í sum-
arbústað Guðmundar og Ólafar í Ei-
lífsdal, snæddur morgunverður og
spjallað um alla heima og geima.
Eigum við margar ljúfar minningar
frá þessum ferðum.
Síðustu ár hafa nokkrir bekkjar-
bræður úr VI.X í MR hitzt einu
sinni í mánuði á kaffihúsi, notið veit-
inga og rabbað saman. Guðmundur
Pálmason hefur verið í þeim hópi.
Við munum efalaust halda þessu
áfram, en fundir okkar verða aldrei
eins og þeir voru, meðan hann var á
lífi.
Síðustu ár Guðmundar voru hon-
um að mörgu leyti erfið. Hann var
orðinn mjög heilsutæpur og þrek
hans fór þverrandi. Hann vissi
áreiðanlega hvert stefndi. Hann
sýndi mikinn kjark og ákvað að nýta
þann tíma, sem honum væri
skammtaður, til hins ýtrasta. Til
marks um það má nefna, að hann
keypti jeppa fyrir rúmu ári, svo að
þau Ólöf væru betur í stakk búin að
ferðast um landið okkar um sum-
arið. Þá vann hann að riti um sögu
jarðhita á Íslandi, eins og kraftar
hans leyfðu, til hinztu stundar. Þau
hjónin höfðu líka skráð sig í ferð,
sem bekkurinn okkar ætlar að fara
til Toscana á Ítalíu í sumar. Verður
Guðmundar sárt saknað í ferðinni.
Þegar dauðinn tók hann fékk
glæsilegur vísindaferill snöggan
endi. Við, sem kynntumst honum,
gleymum honum aldrei, en við erum
þakklát fyrir þann tíma, sem okkur
var gefinn til að umgangast hann.
Mestur er þó missir fjölskyldu hans.
Henni sendum við innilegar samúð-
arkveðjur
Steingrímur Baldursson.
Margir vinir mínir og kunningjar
á lífsleiðinni hafa verið haldnir full-
komnunaráráttu, allfaf verið að
reyna að gera allt betur en vel.
Þetta er að sjáfsögðu gleðilegt þeg-
ar það tekst en er ekki tekið út með
sitjandi sældinni.
Ég held að Guðmundur hafi ekki
verið haldinn þessari áráttu. Hann
var afburðamaður í námi, starfi og
leik en virtist ná árangri áreynslulít-
ið með eðlilegri ástundun, stóískri
ró og yfirvegun.
Guðmundur var hamingjumaður í
einkalífi og virtist alltaf ganga allt í
haginn á öllum sviðum.
Leiðir okkar lágu fyrst saman á
heimili Guðjóns M. Sigurðssonar og
foreldra hans á Urðarstígnum, vet-
urinn 1948–49. Hann þá tuttugu ára
en ég fjórtán. Þar voru tefldar hrað-
skákir, jafnan tvær á sex mínútum-
.Við vorum fjórum sinnum saman í
sveit Íslands á Heimsmeistaramóti
stúdenta í skák.
Það eru einkum afrek Guðmund-
ar á skáksviðinu sem ég tel mig bera
nokkurt skynbragð á. Guðmundur
tefldi lítið um dagana. Skákin var
honum alla tíð hugleikin en vék fyrir
vinnu og heimili. Skilningur, bar-
áttugleði, hugkvæmni, reiknigeta og
þrek eru eiginleikar sem nýtast vel í
skák.
Guðmundur hafði einstaklega
djúpan skilning á eðli leiksins. Það
mun án efa vera helsta ástæðan fyr-
ir því hvað honum vannst auðvelt að
gera jafntefli við sterka skákmeist-
ara. Hann gerði m.a. jafntefli við tvo
fyrrverandi heimsmeistara, Euwe
og Tal, en einnig við Spassky sem
síðar varð heimsmeistari. Guðmund-
ur tefldi á þremur ólympíuskákmót-
um og sex alþjóðlegum mótum.
Hann stóð sig alltaf vel en eftir-
minnilegust er mér frammistaða
hans á stúdentamótinu í Lyon 1955
en þar tefldi hann á fyrsta borði og
átti ríkan þátt í því að við unnum
Júgóslava og Tékka, sem þá voru
meðal sterkustu skákþjóða heims.
Að lokum vil ég þakka Guðmundi
samfylgdina. Við Guðrún þökkum
þeim Ólöfu fyrir áralanga vináttu.
Fjölskyldunni vottum við samúð
okkar.
Ingvar Ásmundsson.
GUÐMUNDUR PÁLMASON
Fleiri minningargreinar um
Guðmund Pálmason bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Elskuð eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og
amma,
SVEINBORG HELGA SVEINSDÓTTIR,
sem lést laugardaginn 13. mars, verður jarð-
sungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstu-
daginn 26. mars kl. 11.00 árdegis.
Finnbogi Jónsson,
Esther Finnbogadóttir,
Ragna Finnbogadóttir,
Sigríður R. Júlíusdóttir,
Sveinn S. Sveinsson,
Finnbogi Guðmundsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KONRÁÐ E. GUÐBJARTSSON,
Unnarstíg 8,
Flateyri,
sem lést miðvikudaginn 17. mars, verður jarð-
sunginn frá Flateyrarkirkju laugardaginn
27. mars kl. 14.00.
Elinóra K. Guðmundsdóttir,
Petrína Konráðsdóttir, Rúnar Garðarsson,
Guðmundur Konráðsson, Bergþóra Ólafsdóttir,
Konráð K. Konráðsson, Jónína K. Sigurðardóttir,
Guðbjörg Konráðsdóttir, Ólafur Kristjánsson
og barnabörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ELÍ RÓSINKAR JÓHANNESSON
húsasmíðameistari,
síðast til heimilis
á Álfhólsvegi 151,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 26. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð njóta þess, sími 560 4100.
Gunnar Stefán Elíson,
Kristín Elídóttir, Þórir Þórarinsson,
Agnes Elídóttir,
Málfríður Elídóttir, Víðir Þormar Guðjónsson,
Kristbjörg Elídóttir, Sigurjón Guðmundsson,
Steindór Jóhannes Elíson, Valgerður G. Guðgeirsdóttir,
afa- og langafabörn.
Minningarathöfn um móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
RÓSU GUNNLAUGSDÓTTUR,
sem lést miðvikudaginn 17. mars, fer fram í
Kópavogskirkju laugardaginn 27. mars
kl. 11.00 f.h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Þorbjörg Jónsdóttir,
Steinunn Vilborg Jónsdóttir, Jón Víglundsson,
Gunnlaugur Jónsson,
Pálmi Dagur Jónsson,
Óli Jóhannes Jónsson,
Rósa Jónsdóttir,
Marinó Jónsson, Hrönn Leósdóttir,
Jón Óli Jónsson, Guðrún K. Ásgrímsdóttir,
Sturla Einarsson, Karen Olson.