Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 45 mannafélags Íslands ber blaða- manni að vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýna fyllstu til- litssemi í vandasömum málum. Hann á að forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda óþarfa sársauka eða vanvirðu. Fjölmiðlar gegna óhemju mik- ilvægu hlutverki í samfélaginu og þeir eiga að búa við starfsumhverfi sem gerir þeim kleift að sinna þessu hlutverki sínu. En um leið verður að gera miklar kröfur til fjölmiðla að þeir fari vel með þá ábyrgð sem þeim er falin. Þeir eiga að vanda vel til verka þegar þeir birta umfjöllun um viðkvæm mál og vega og meta ítarlega hvenær upplýsingar sem þeir hafa undir höndum eiga erindi til almennings og þá í hvaða formi. Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort DV hafi farið rétt að við birtingu umræddr- ar yfirheyrslu, það er annarra að meta. Eitt er víst að birting yf- irheyrslunnar reynir verulega á öll þau meginsjónarmið sem vegast á í umræðunni um mikilvægi heim- ildaverndar, starfsumhverfi fjöl- miðla, friðhelgi einkalífs og rétt- arstöðu þeirra fjölmörgu sem í hlut eiga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. ’Það er ljóst að hug-takið „almannahags- munir“ kemur víða við sögu í svona málum.‘ RANNSÓKNARGÖGN í lík- fundarmálinu í Neskaupstað hafa verið afhent fjölmiðli á ólöglegan hátt, og fjölmiðillinn birtir játn- ingu eins sakbornings í heild sinni. Dómsmálaráðherra segir með réttu, að málið sé grafalvar- legt. Ríkissaksókni krefst rann- sóknar á því, hvernig gögnin hafi komist í hendur fjölmiðilsins. Ritstjóri fjölmiðilsins segir, að rannsókn þjóni engum tilgangi, enda komi engum við, hvernig hann komst yfir gögnin. Hann á sjálfsagt eftir að segja, að tilraun til að upplýsa, hver hafi brotið trúnað í málinu, sé árás á prent- frelsi fjölmiðla. 9. apríl 1987 gaf ríkissaksókn- ari, sem þá var, út ákæru í Haf- skipsmálinu. Sama dag birti eft- irsóttasta sorpblað þess tíma ákæruna í heild og hóf sölu á blaðinu strax að morgni þess dags. Síðar sama dag og næstu daga var ákæran birt sakborn- ingum í málinu, sem þá voru flestir búnir að lesa hana í gælu- blaði ríkissaksóknara. Ákæran var samin á skrifstofu ríkissaksóknara. Eðli málsins samkvæmt átti enginn nema hann og starfsfólk þess embættis að hafa aðgang að ákærunni fyrr en hún hafði verið birt sakborn- ingum. Aðspurður sagði ríkissaksókn- ari við fréttamann, að ákæran hefði ekki komist í hendur fjöl- miðilsins fyrir tilverknað síns embættis. Fréttamaðurinn sá ekki ástæðu til að biðja ríkissak- sóknara að skýra mál sitt frekar. Þáverandi dómsmálaráðherra talaði ekki um „grafalvarlegt mál“. Enginn talaði um rann- sókn. Voru sakborningar í Haf- skipsmálinu 1987 í lægra flokki sem borgarar en eiturlyfjasalar Neskaupsstaðarmálsins 2004? Hvers vegna þurfti ríkissak- sóknari 1987 að birta ákæruna í þjóðfrægu sorpblaði áður en hún var birt sakborningum? Lágu þar einhverjir hagsmunir að baki? Ekki er ástæða til að tíunda hér nöfn ríkissaksóknara 1987 né dómsmálaráðherra. Þeir, sem hafa áhuga, geta fundið út úr því í samtímaheimildum. Axel Kristjánsson Grafalvarlegt mál Höfundur er hæstaréttarlögmaður. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 800 7000 - siminn.is Þú færð tvær símalínur og þína eigin símstöð. 50% AFSLÁTTUR af stofngjaldi heimasíma 1 kr. Léttkaupsútborgun Fritz stafræn símstöð og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 15.001 kr. • Rafhlaða: Allt að 13 klst. í tali, 2 endurhlaðanlegar rafhlöður NiMh. • 30 númera númerabirting. • Endurval síðustu 10 valinna númera. • Númeraminni fyrir 200 nöfn og símanúmer. • 130 gr. • 10 hringitónar. • Handfrjáls notkun (hátalari og hljóðnemi). • Raddstýrður (29 númer). • Möguleiki á fleiri handtækjum og allt að 4 móðurstöðvum. • Innan- og utanhússdrægni: 50/300 m. • Öflug fyrir venjulegan heimasíma með ISDN. • Allt að 4 venjuleg símtæki tengd í einu. • Þú hringir og sendir símtöl frítt innan símstöðvar. • 10 símanr. og 3 nr. virk í hverjum símatengli. • Bæði sími og fax með tölvutengingu. • Tvö símtæki í notkun í einu, óháð hvort öðru. • Númerabirting innifalin. • 12 sérþjónustumöguleikar. 980 Léttkaupsútborgun Gigaset S100 og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. Þú getur talað í símann hvar sem er innan heimilisins. 50% afsláttur af stofngjöldum og fleiri fríðindi •50% afsláttur af stofngjaldi heimasíma; aðeins 1.950 kr. í stað 3.900 kr. • 50% afsláttur af stofngjaldi ISDN heimasíma; aðeins 3.450 kr. í stað 6.900 kr. • Frítt að breyta úr venjulegum heimasíma í ISDN; 0 kr. í stað 3.900 kr. •Allir viðskiptavinir Símans fá Þína hringingu og aukanúmer frítt í 6 mánuði. Verð aðeins: 15.980 kr. Tilboðin gilda til 31. mars. Borgarstjórinn í Reykjavík b‡›ur til opins fundar um skipulagsmál í Tjarnarsal Rá›hússins í dag, 25. mars, kl. 17-19. Fundarsetning fiórólfur Árnason, borgarstjóri Helstu verkefni í skipulagsmálum Steinunn Valdís Óskarsdóttir, forma›ur skipulags- og byggingarnefndar Innlegg íbúa Elísabet Gísladóttir, Íbúasamtökum Grafarvogs Gísli fiór Sigurflórsson, Íbúasamtökum Vesturbæjar Sigur›ur G. Steinflórsson, kaupma›ur vi› Laugaveg Páll Ásgeir Daví›sson, átakshópi SBB/Höfu›borgarsamtakanna A› framsögum loknum sitja fulltrúar borgaryfirvalda fyrir svörum. DAGSKRÁ: um skipulagsmál Borgarafundur Borgarstjórinn í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.