Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Beini
© LE LOMBARD
Grettir
Grettir
Smáfólk
ÞESSI BÓK GETUR EKKI VERIÐ
ÁHUGAVERÐARI EN ÉG!
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA
GRETTIR? KEMUR ÞÉR EKKI VIÐ!
ÞÚ ERT EKKI EINU SINNI
AÐ HLUSTA Á MIG!
ÉG ER
VÍST AÐ
HLUSTA
ÞÚ SAGÐIR EITTHVAÐ UM ÞAÐ
HVAÐ ÞÚ ERT LJÓTUR, LEIÐINLEGUR
OG LYKTAR ILLA
ÉG
ER AÐ
GERA
MÍNA
SKILDU
MITT
VERKEFNI
ER HÉR Á
VELLINUM
STUNDUM SÉR MAÐUR
STARFSMANN SKÓLANS
REKA HUND AF VELLINUM...
ÞANNIG AÐ ÉG ER FARINN.
EN YFIRHUNDURINN ER
SAMT HÆRRA SETTUR!
HÆ!
BEINI! ÞÚ ERT BARA ALSÆLL, SLJÓR, VEIKBURÐA OG LAUS VIÐ ALLA
HEILBRIGÐA SKYNSEMI. HVAÐA VIÐBRÖGÐ ÆTLI ÞÚ SÝNIR EF ÉG SEGI,
RJÚPA Í RJÓMALAGAÐRI SVEPPASÓSU?
RÁÐGÁTA!
ÉG MUNDI SVARA ÞVÍ AÐ RJÚPAN
VERÐUR AÐ HANGA ÚTI UM TÍMA
ÁÐUR EN HÚN ER SETT Í POTT OG
AÐ BEIKONIÐ EIGI AÐ VERA
STEIKT UPP ÚR SMJÖRI. BÆTA
ÞARF VIÐ HVÍTLAUK OG KRYDDI.
LÁTIÐ SÍÐAN KRAUM Í TVO OG
HÁLFAN TÍMA. EKKI GLEYMA AÐ
HITA SÓSUNA ÁÐUR EN HÚN ER
BORIN FRAM
ÉG MUNDI
VELJA VÍN FRÁ
CHILE EÐA
BORDEAUX
MEÐ MATNUM
HREINT
LOSTÆTI!
ALVEG RÉTT! ÞETTA
ER ALGJÖRT
LOSTÆTI!
BANNAÐ
AÐ
LESA
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
LAUST eldingu niður í hausinn á
þér, Guðmundur?
Nei, Guðmundur, þú verður, eins
og svo margir aðrir Íslendingar, að
læra á biðraðamenningu vorra tíma.
Því eins og þú veist þá er það glæp-
ur að plata stjórnvöld, en vegna sér-
stakra aðstæðna verður þú trúlega
ekki sakaður um glæp. Á hvaða báta
ert þú nú að heimta kvóta!
Ef ég man rétt þá er búið að færa
kvóta þrisvar eða fjórum sinnum á
þessar fimm þúsund trillur sem
aldrei voru til í landinu. Það voru
hægfiskidagabátar, hraðfiskidaga-
bátar, sunnudagabátar og dagabát-
ar og hvað nú öll þessi vitleysa nefn-
ist. Þetta er eins og hringekja, svo
ört er verið að lappa upp á kvóta-
lausar trillur sem enginn skilur
hvernig verða til og alltaf er hægt að
væla út kvóta eða daga á. Hingað og
ekki lengra. Nú er runninn upp tími
kvótalausa vertíðarflotans sem hef-
ur frá fyrsta degi framsals greitt
mjög hátt verð fyrir einnota afla-
heimildir og alltaf í von um að auk-
inn þorskkvóti muni efla okkar hag
með lægra leiguverði eða ölmusu frá
stjórnvöldum. Til dæmis í formi
nytjaréttar sem byggður væri á
meðaltali undangenginna þriggja
ára.
Því verður ekki á móti mælt að
allir þeir gríðarlegu fjármunir sem
við höfum greitt fyrir aflaheimildir á
leigumarkaði hafa skipt sköpum fyr-
ir þau fyrirtæki sem hafa alltof mik-
ið af aflaheimildum og hafa orðið að
leigja þær frá sér til þess að þær
brynnu ekki inni. Nægir þar að
nefna ÚA, Tjald og Samherja. Þessi
leigufloti hefur mætt þessu háa
leiguverði með því að róa með stærri
netariðil, stærri möskvum í belg og
poka dragnóta og fiskitrolls og kom-
ið þannig með stærri og verðmætari
fisk að landi sem aftur gerir fram-
boðsflóruna mun fýsilegri en aðrar
þjóðir geta boðið. Ekki má gleyma
fésunum af þessum stóra fiski en
þau eru verðmætari en þessi trillu-
bátatittlingasúpa upp úr sjó. Sem
betur fer virðist sú mikla friðun til
tuttugu ára vera farin að skila sér
svo ekki verður á móti mælt því
þessi stóri þorskur okkar veiðist nú í
meira mæli en áður allt í kringum
Ísland og suður til Færeyja.
En þá skalt þú hundur heita, Guð-
mundur, fyrir hönd allra þinna fé-
laga ef næstu útgerðir stjórnvalda
verða ekki til þess að rétta hlut okk-
ar kvótalausa og kvótalitla vertíð-
arflota. En illu heilli hefur sagan
sýnt að þegar Arthúr Boga og fé-
lagar hafa farið að toga þá hafa þeir
alltaf valtað yfir stjórnvöld, og vil ég
því benda sjávarútvegsráðherra á
klippurnar hans Kjærnesteds og
klippa aftan úr þeim strax, það er þá
allavega friður fyrir þeim á meðan
þeir splæsa vírana.
ÓLAFUR ARNBERG,
Grindavík.
Formanni smábáta-
félagsins Eldingar á
Vestfjörðum svarað
Frá Ólafi Arnberg:
FRÁ og með 19. mars er HF.
Eimskipafélag Íslands orðið dótt-
urfélag Burðaráss, sem áður var
fjárfestingar-dótturfélag HF. Eim-
skipafélags Íslands. Þessi breyting
var samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta mættra hluthafa á aðal-
fundi félagsins þennan dag. Ekki
þarf að rekja söguna um stofnun
Eimskipafélagsins fyrir 90 árum,
sem var merkur kafli í sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar. Þjóðin öll,
ásamt löndum okkar í Kanada,
sameinaðist um stofnun þessa fé-
lags og það var fögnuður um allt
land, þegar fyrsta skip félagsins,
E/S GULLFOSS, kom til heima-
hafnar, Reykjavíkur, sem þá var
höfuðstaður Íslands. Nú virðist
mér að meiri hluti Burðaráss gæti
tæknilega selt dótturfélag sitt,
HF. Eimskipafélag Íslands, hæst-
bjóðanda, jafnt erlendum sem inn-
lendum aðilum. Að vísu ber ég
fullt traust til núverandi eigenda
Burðaráss og veit að þeir eru dug-
andi menn og framsýnir, sem sjá
sér færi á að fara í víking og fjár-
festa í góðum fyrirtækjum á er-
lendum vettvangi landi okkar til
vegsauka og til hagsbóta fyrir við-
skiptamenn félagsins og hluthafa.
En ég ber þá von í brjósti að þeir
láti aldrei freistast af erlendum til-
boðum hversu mikið gull, sem
kynni að vera í boði, og haldi
þessu alíslenska 90 ára óskabarni
þjóðarinnar H/F Eimskipafélagi
Íslands, ávallt í íslenskri eigu.
Einnig vona ég að sá draumur eigi
eftir að rætast að íslensk kaupskip
sigli á ný undir hinum fagra fána
okkar, en vegna samkeppnisað-
stöðu virðist það óhentugt nú um
stundir; en spurningin er, gætu ís-
lensk stjórnvöld e.t.v. bætt úr
þessu ástandi með laga- eða reglu-
gerðarsetningu, sem gerðu inn-
lendum kaupskipaútgerðum á ný
fært að sigla undir íslenska fán-
anum? Íslendingar hafa enn ekki
glatað stolti sínu.
ÁRNI KR. ÞORSTEINSSON,
Smyrilsvegi 29,
107 Reykjavík.
Óskabarn þjóðar-
innar verði ávallt
í íslenskri eigu
Frá Árna Kr. Þorsteinssyni: