Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 53

Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 53 Spilakvöld Varðar sunnudaginn 28. mars Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 28. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars : Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur og fleira. Gestur kvöldsins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Aðgangseyrir er kr. 800 Allir velkomnir! Vor 2004 Laugarvegur 53, sími 551 4884 Hraunbæ 119, (í nýjum verslunarkjarna í Árbæ), sími 567 7776. Útsala - Útsala Síðustu dagar útsölunnar Mikill afsláttur Opinn fundur Reykjavíkurráðs ungmenna með borgarstjórn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, borg- arstjórnarsal, í dag, fimmtudaginn 25. mars, kl. 14. Fundinn sitja 8 ung- menni úr Reykjavíkurráði og 8 borgarfulltrúar, auk borgarstjóra. Ungmennin munu tala fyrir til- lögum Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúar taka þátt í um- ræðum um þær. Forseti borg- arstjórnar mun stýra fundinum. Mælingar á gæðum lambakjöts Guðjón Þorkelsson, Jóhannes Svein- björnsson og Emma Eyþórsdóttir flytja fimmtudagserindi RALA, í dag, fimmtudaginn 25. mars kl. 10– 11, í fundarsal RALA á Keldnaholti. Fjallað verður um mælingar á gæð- um lambakjöts í tilraunum á til- raunabúinu á Hesti. Í erindinu verður greint frá helstu niðurstöðum mælinga á bragði, meyrni og fleiri gæðaþáttum kjöts af lömbum frá tilraunabúi RALA og LBH að Hesti í Borgarfirði. Verk- efnin sem fjallað verður um eru: Rannsóknir á hrútabragði, Evrópu- verkefni um lambakjöt, vöðvaþræðir í lambakjöti, sumarbeitar- og haust- beitartilraunir. Íslenskt lambakjöt var borið saman við lambakjöt í öðr- um löndum, sem framleitt hefur ver- ið við mismunandi aðstæður, og við- brögð neytenda könnuð. Í DAG áætluninni. Námskeiðið er ætlað fólki sem vill nýta sér þau tækifæri sem nor- ræna styrkjakerfið hefur upp á að bjóða, fulltrúum menningarstofn- ana, kennurum, námsfólki, lista- fólki og fólki í frjálsum fé- lagasamtökum. Fjallað er um uppbyggingu á nor- rænu samstarfi og hlut Íslands í því. Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð eru kynnt. Þá eru kynntar nokkrar helstu leiðir til að sækja um norræna styrki, m.a í gegnum Nordpluskerfið og Nor- ræna menningarsjóðinn. Gefnar eru hagnýtar leiðbeiningar um hvernig best er að sækja um styrki og rauhæf dæmi skoðuð. Upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Endurmenntunar www.endurmenntun.is. FENÚR heldur aðalfund og ráð- stefnu á morgun, föstudaginn 26. mars kl. 11, í golfskálanum Leir- um, Suðurnesjum. Í framhaldi af aðalfundinum og að loknum há- degisverði, hefst ráðstefna kl. 13 á vegum FENÚR undir yfirskrift- inni: Brennsla, valmöguleiki í úr- gangsmeðhöndlun . Ráðstefnu- stjórn: Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður. Erindi halda: Guð- jón Guðmundsson framkvæmdar- stjóri SSS, Björn H. Halldórsson yfirverkfræðingur SORPU, Þór Tómasson Fagsstjóri UST. Rúta fer frá Reykjavíkurflugvelli kl. 10 og Kjarvalsstöðum kl. 10.20. Fyrirlestur um Vatnajök- ulsþjóðgarð Roger Crofts, sem situr í stjórn Alþjóðlegu nátt- úruverndarsamtakanna IUCN, flytur hádegisfyrirlestur um Vatnajökulsþjóðgarð á Hótel Borg á morugn, föstudaginn 26. mars kl. 12. Landvernd og Landgræðsla ríkisins bjóða til þessa fundar. Nú er í undirbúningi að gera stærsta jökul Evrópu að þjóðgarði. Crofts hefur fylgst með undirbúningi þessa máls og mun greina nánar frá skoðunum sínum og einnig reyna að varpa ljósi á gildi Vatna- jökulsþjóðgarðs í alþjóðlegu sam- hengi, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna um símenntun á Ís- landi og kynning á áherslum Evr- ópusambandsins í málefnum sí- menntunar verður haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun, föstudaginn 26. mars kl. 9. Fjallað verður um aðgengi og mat á formlegu og óformlegu námi annars vegar og þróun og fjár- mögnun símenntunar hins vegar. Guðmundur Árnason ráðuneyt- isstjóri setur ráðstefnuna. Erindi halda: Lynne Chisholm prófessor við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn, Bernd Wächter fram- kvæmdastjóri ACA (Academic Co-operation Association), Greg- ory Wurzburg sérfræðingur í rannsóknum á fjármögnun og þró- un símenntunar hjá OECD í París, Jón Torfi Jónasson prófessor við HÍ, Ólafur Grétar Kristjánsson deildarsérfræðingur hjá mennta- málaráðuneytinu, Ingibjörg Elsa Málþing um skattamál á Bifröst á morgun, föstudaginn 26. mars kl. 13.15. Lögfræðideild Við- skiptaháskólans á Bifröst stendur fyrir málþingi um skattamál þar sem mörk óleyfilegrar sniðgöngu og eðlilegrar skattaráðgjafar verða í brennidepli. Jafnframt verður fjallað um ábyrgð skatta- ráðgjafa, áhrif skattlagningar milli landa og samskipti við skatt- yfirvöld. Fyrirlesarar verða Indriði H. Þor- láksson ríkisskattstjóri, Bernhard Bogason hdl. hjá KPMG, Jón Elv- ar Guðmundsson hdl. hjá Taxis, Elín Árnadóttir hdl. hjá Pricewa- terhouse Coopers og Árni Harð- arson hdl. hjá Deloitte. Fund- arstjóri er Ingibjörg Ingvadóttir hdl. og aðjúnkt við lögfræðideild Viðskiptaháskólann á Bifröst. Nánari upplýsingar á www.- bifrost.is. Námskeiðið Falin tækifæri í nor- rænu samstarfi verður haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á morgun, föstudaginn 26. mars kl. 8.30–15.30, í húsnæði Endur- menntunar að Dunhaga 7. Umsjón með námskeiðinu hefur Sigrún Stefánsdóttir yfirmaður upplýs- ingaskrifstofu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Henni til aðstoðar eru Guðrún Dís Jónatansdóttir frá Norden i Fók- us, Ragnheiður Þórarinsdóttir frá menntamálaráðuneyti og Karitas Kvaran sem segir frá Nordplus- Guðmundsdóttir forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Kristín Jónsdóttir for- stöðumaður Endurmenntunar Há- skólans. Fundarstjóri er Stein- grímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður menntamálaráð- herra. Ráðstefnan er styrkt af Evrópu- sambandinu en að henni standa menntamálaráðuneytið, Rann- sóknaþjónusta Háskólans, Alþýðu- samband Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Samtök atvinnu- lífsins. Á MORGUN alltaf á sunnudögumFERÐALÖG Málþing Tannlæknafélags Ís- lands verður á Grand Hóteli laug- ardaginn 27. mars kl. 10–12.30, und- ir yfirskriftinni „Er tannheilsa íslenskra barna í hættu?“ Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, setur ráðstefn- una en fjöldi tannlækna og fram- kvæmdastjóri SAMFOKS munu flytja framsögu um tannheilsu barna sem er vaxandi áhyggjuefni. Fundarstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson. Fjallað verður um aðgerðir stjórn- valda í tengslum við tannheilsu barna, heimtur barna til tannlækna og fyrirhugaða rannsókn á munn- heilsu á Íslandi. Einnig verður fjallað um tannheilsu og lífsstíl ung- linga, tannskemmdir og meðferð- arúrræði og varpað fram spurning- unni hvort tannheilsa sé ómerkilegri en önnur heilsa. Tilkynna þarf þátttöku til Tann- læknafélags Íslands í síma eða með því að senda tölvupóst á netfangið tannsi@tannsi.is. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.