Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 53 Spilakvöld Varðar sunnudaginn 28. mars Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 28. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars : Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur og fleira. Gestur kvöldsins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Aðgangseyrir er kr. 800 Allir velkomnir! Vor 2004 Laugarvegur 53, sími 551 4884 Hraunbæ 119, (í nýjum verslunarkjarna í Árbæ), sími 567 7776. Útsala - Útsala Síðustu dagar útsölunnar Mikill afsláttur Opinn fundur Reykjavíkurráðs ungmenna með borgarstjórn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, borg- arstjórnarsal, í dag, fimmtudaginn 25. mars, kl. 14. Fundinn sitja 8 ung- menni úr Reykjavíkurráði og 8 borgarfulltrúar, auk borgarstjóra. Ungmennin munu tala fyrir til- lögum Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúar taka þátt í um- ræðum um þær. Forseti borg- arstjórnar mun stýra fundinum. Mælingar á gæðum lambakjöts Guðjón Þorkelsson, Jóhannes Svein- björnsson og Emma Eyþórsdóttir flytja fimmtudagserindi RALA, í dag, fimmtudaginn 25. mars kl. 10– 11, í fundarsal RALA á Keldnaholti. Fjallað verður um mælingar á gæð- um lambakjöts í tilraunum á til- raunabúinu á Hesti. Í erindinu verður greint frá helstu niðurstöðum mælinga á bragði, meyrni og fleiri gæðaþáttum kjöts af lömbum frá tilraunabúi RALA og LBH að Hesti í Borgarfirði. Verk- efnin sem fjallað verður um eru: Rannsóknir á hrútabragði, Evrópu- verkefni um lambakjöt, vöðvaþræðir í lambakjöti, sumarbeitar- og haust- beitartilraunir. Íslenskt lambakjöt var borið saman við lambakjöt í öðr- um löndum, sem framleitt hefur ver- ið við mismunandi aðstæður, og við- brögð neytenda könnuð. Í DAG áætluninni. Námskeiðið er ætlað fólki sem vill nýta sér þau tækifæri sem nor- ræna styrkjakerfið hefur upp á að bjóða, fulltrúum menningarstofn- ana, kennurum, námsfólki, lista- fólki og fólki í frjálsum fé- lagasamtökum. Fjallað er um uppbyggingu á nor- rænu samstarfi og hlut Íslands í því. Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð eru kynnt. Þá eru kynntar nokkrar helstu leiðir til að sækja um norræna styrki, m.a í gegnum Nordpluskerfið og Nor- ræna menningarsjóðinn. Gefnar eru hagnýtar leiðbeiningar um hvernig best er að sækja um styrki og rauhæf dæmi skoðuð. Upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Endurmenntunar www.endurmenntun.is. FENÚR heldur aðalfund og ráð- stefnu á morgun, föstudaginn 26. mars kl. 11, í golfskálanum Leir- um, Suðurnesjum. Í framhaldi af aðalfundinum og að loknum há- degisverði, hefst ráðstefna kl. 13 á vegum FENÚR undir yfirskrift- inni: Brennsla, valmöguleiki í úr- gangsmeðhöndlun . Ráðstefnu- stjórn: Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður. Erindi halda: Guð- jón Guðmundsson framkvæmdar- stjóri SSS, Björn H. Halldórsson yfirverkfræðingur SORPU, Þór Tómasson Fagsstjóri UST. Rúta fer frá Reykjavíkurflugvelli kl. 10 og Kjarvalsstöðum kl. 10.20. Fyrirlestur um Vatnajök- ulsþjóðgarð Roger Crofts, sem situr í stjórn Alþjóðlegu nátt- úruverndarsamtakanna IUCN, flytur hádegisfyrirlestur um Vatnajökulsþjóðgarð á Hótel Borg á morugn, föstudaginn 26. mars kl. 12. Landvernd og Landgræðsla ríkisins bjóða til þessa fundar. Nú er í undirbúningi að gera stærsta jökul Evrópu að þjóðgarði. Crofts hefur fylgst með undirbúningi þessa máls og mun greina nánar frá skoðunum sínum og einnig reyna að varpa ljósi á gildi Vatna- jökulsþjóðgarðs í alþjóðlegu sam- hengi, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna um símenntun á Ís- landi og kynning á áherslum Evr- ópusambandsins í málefnum sí- menntunar verður haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun, föstudaginn 26. mars kl. 9. Fjallað verður um aðgengi og mat á formlegu og óformlegu námi annars vegar og þróun og fjár- mögnun símenntunar hins vegar. Guðmundur Árnason ráðuneyt- isstjóri setur ráðstefnuna. Erindi halda: Lynne Chisholm prófessor við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn, Bernd Wächter fram- kvæmdastjóri ACA (Academic Co-operation Association), Greg- ory Wurzburg sérfræðingur í rannsóknum á fjármögnun og þró- un símenntunar hjá OECD í París, Jón Torfi Jónasson prófessor við HÍ, Ólafur Grétar Kristjánsson deildarsérfræðingur hjá mennta- málaráðuneytinu, Ingibjörg Elsa Málþing um skattamál á Bifröst á morgun, föstudaginn 26. mars kl. 13.15. Lögfræðideild Við- skiptaháskólans á Bifröst stendur fyrir málþingi um skattamál þar sem mörk óleyfilegrar sniðgöngu og eðlilegrar skattaráðgjafar verða í brennidepli. Jafnframt verður fjallað um ábyrgð skatta- ráðgjafa, áhrif skattlagningar milli landa og samskipti við skatt- yfirvöld. Fyrirlesarar verða Indriði H. Þor- láksson ríkisskattstjóri, Bernhard Bogason hdl. hjá KPMG, Jón Elv- ar Guðmundsson hdl. hjá Taxis, Elín Árnadóttir hdl. hjá Pricewa- terhouse Coopers og Árni Harð- arson hdl. hjá Deloitte. Fund- arstjóri er Ingibjörg Ingvadóttir hdl. og aðjúnkt við lögfræðideild Viðskiptaháskólann á Bifröst. Nánari upplýsingar á www.- bifrost.is. Námskeiðið Falin tækifæri í nor- rænu samstarfi verður haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á morgun, föstudaginn 26. mars kl. 8.30–15.30, í húsnæði Endur- menntunar að Dunhaga 7. Umsjón með námskeiðinu hefur Sigrún Stefánsdóttir yfirmaður upplýs- ingaskrifstofu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Henni til aðstoðar eru Guðrún Dís Jónatansdóttir frá Norden i Fók- us, Ragnheiður Þórarinsdóttir frá menntamálaráðuneyti og Karitas Kvaran sem segir frá Nordplus- Guðmundsdóttir forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Kristín Jónsdóttir for- stöðumaður Endurmenntunar Há- skólans. Fundarstjóri er Stein- grímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður menntamálaráð- herra. Ráðstefnan er styrkt af Evrópu- sambandinu en að henni standa menntamálaráðuneytið, Rann- sóknaþjónusta Háskólans, Alþýðu- samband Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Samtök atvinnu- lífsins. Á MORGUN alltaf á sunnudögumFERÐALÖG Málþing Tannlæknafélags Ís- lands verður á Grand Hóteli laug- ardaginn 27. mars kl. 10–12.30, und- ir yfirskriftinni „Er tannheilsa íslenskra barna í hættu?“ Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, setur ráðstefn- una en fjöldi tannlækna og fram- kvæmdastjóri SAMFOKS munu flytja framsögu um tannheilsu barna sem er vaxandi áhyggjuefni. Fundarstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson. Fjallað verður um aðgerðir stjórn- valda í tengslum við tannheilsu barna, heimtur barna til tannlækna og fyrirhugaða rannsókn á munn- heilsu á Íslandi. Einnig verður fjallað um tannheilsu og lífsstíl ung- linga, tannskemmdir og meðferð- arúrræði og varpað fram spurning- unni hvort tannheilsa sé ómerkilegri en önnur heilsa. Tilkynna þarf þátttöku til Tann- læknafélags Íslands í síma eða með því að senda tölvupóst á netfangið tannsi@tannsi.is. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.